Morgunblaðið - 12.12.1982, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
43
stundum. Það hefur verið honum
ómetanlegur styrkur.
Frændrækni og ræktarsemi var
mjög sterkur þáttur í eðli Berg-
ljótar. Var hún alla tíð í bréfa-
sambandi við frændlið og vini hér
heima og sjálfsagt verða þeir
margir nú á komandi jólum, er
sakna jólakveðjanna hennar.
Síðasta ferð þeirra hjóna til ís-
lands var árið 1980 og var sú ferð
gagngert farin til þess að geta ver-
ið samvistum við Stefaníu, móður
Bergljótar, sem þá var búin að
missa heilsuna og dvaldi í Öldrun-
ardeild Landspítalans, Hátúni
10B. Heimsótti Bergljót hana
daglega, en það var alla tíð mjög
náið samband milli þeirra
mæðgna og nutu þær því báðar
þessara síðustu samverustunda.
En tvisvar hafði Stefanía dvalið
hjá Bergljótu og Theodore í Kali-
forníu í nokkra mánuði í senn.
Þegar ég nú minnist Bergljótar
mágkonu minnar koma í hug minn
margar góðar minningar um
ánægjulegar samverustundir hér
heima og í Kaliforníu. Með samúð
leitar hugur minn til Theodore og
sona þeirra, sem nú sjá á bak
góðri eiginkonu og móður. Þeir
hafa mikið misst.
Bergljótu þakka ég samfylgdina
héma megin, blessun fylgi henni á
æðri leiðum.
Aðalsteinn Eggertsson
Mig langar til að minnast með
örfáum orðum minnar kæru
æskuvinkonu, Bergljótar Snorra-
dóttur Schweitzer, sem hvarf svo
skjótt úr heimi hér síðast í októ-
bermánuði.
Hún var búin að búa tæp 40 ár í
Bandaríkjunum, en þótti alltaf
jafn vænt um landið sitt og alla,
sem hún átti þar og hélt alltaf
sama sambandinu með bréfa-
skriftum og nokkrum sinnum kom
hún heim, annaðhvort ein eða með
eiginmanni sínum og voru þá
fagnaðarfundir.
Bergljóti var ekki gjarnt að
flíka tilfinningum sínum. Hún
minntist því lítið á lasleika sinn
og einmitt þess vegna kom andlát
hennar okkur hérna heima ennþá
meira á óvart.
Hún var fædd á Eskifirði 28.
september 1925, dóttir hjónanna
Stefaníu Stefánsdóttur og Snorra
Jónssonar og var hún næstyngst
af sjö börnum þeirra. Fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur árið 1935,
en árið eftir hittumst við Bergljót
fyrst, er við lentum saman í bekk í
barnaskóla og upp frá því hefur
aidrei slitnað sambandið á milli
okkar.
Bergljót giftist 19. maí 1945
bandarískum manni, Theodore P.
Schweitzer, miklum ágætismanni
og var sambúð þeirra mjög góð
alla tíð. Þau eignuðust tvo syni,
Stefán Paul, fæddur 1946, og
Gunnar Richard, fæddur 1955.
Þeir eru báðir kvæntir og hafa
eignast sínar fjölskyldur og voru
litlu sonardæturnar ömmu sinni
og afa til mikils yndis. Trúlegt
finnst mér, að Bergljót hefði, ef
hún hefði mátt ráða, viljað vera
hér lengur til að geta gert meira
fyrir sonardætur sínar og þá ekki
síður til að annast eiginmann
sinn, sem er búinn að missa heils-
una og þurfti mikið á hjálp og að-
stoð hennar að halda, en vegir
Guðs eru órannsakanlegir og
sjálfsagt hefur stærra og meira
starf beðið hennar handan við
móðuna miklu.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég Theodore manni hennar, son-
um, tengdadætrum, sonardætrum
og öðrum ættingjum. Sérstaklega
Hrafnhildi, systur hennar, sem
einnig býr í Bandaríkjunum, en
hún missti mann sinn í september
sl.
Blessuð sé minning Bergljótar.
„Þér kiera aendi kvedju
meé kvöldsljörnunni blá
þad hjarla s« m þú áU
en sen er mvo lanj{( þér frá
þar ma-tasl okkar au^u
þótt ei oftar sjáumst hér.
Ó, (>uð minn ávallt ga*li þín
cg gleymi aldrei þér.“
(Bjarni l*orst)
Ásta
+
Viö þökkum hjartanlega alla hjálp og vináttu viö andlát og jaröar-
för sonar okkar,
RÖGNVALDAR FINNBOGASONAR,
Guö blessi ykkur öll.
Margrét Áageirsdéttir,
Fríöa og Finnbogi Bjarnason.
t
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför mannsins míns,
RUDOLF THEIL HANSEN,
klœðskerameistara.
Guö blessi ykkur öll.
Fyrir hönd barna og aöstandenda.
Margrét Finnbjörnsdóttir Hansen.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
PÁLS STEFÁNSSONAR,
bifreiöastjóra,
Aöalgötu 10, Blönduósi.
Hulda Bjarnadóttir,
Stefán Guömundur Pálsson,
Bjarni Pálsson, Hulda Leifsdóttir,
Ingibjörg Ásdís Pálsdóttir, Guðmundur Arnarson
og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma,
ÁGÚSTA MAGNÚSDÓTTIR,
Hæöargaröi 30, Reykjavlk,
veröur jarösungin frá Bústaöakirkju 13. desember kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbamelnsfélag Is-
lands eöa SÍBS.
Guömundur Bjarnleifsson,
Svava Viggósdóttir,
Helgi Magnússon,
Ágústa Magnúsdóttir,
Ástrós Guömundsdóttir,
Magnea Guömundsdóttir,
Guömundur Helgason,
Guörún Björnsdóttir,
Gunnar Gunnarsson,
Bragi Kristinsson,
Guðmundur Símonarson.
Áskriftarsíminn er 83033
Við framleiðum
16 geiðir
skrifborðsstóla
1
Líttu inn til okkar,
viö höfum ábyggilega
eitthvaö fyrir þig.
STÁUÐJANhf
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
Viö leggjum áherslu á
fjölbreytni í skrifborðs-
stólum og vandaða vöru.
15 ára reynsla hefur
kennt okkur margt og
ennþá vinnum við aö því
aö bæta framleiðsluna
og auka úrvaliö.
TV3
TV1