Morgunblaðið - 12.12.1982, Síða 48
DAGAFV
TIL JÓLA>
(§ml & j&ilfur
Laugavegi 35
^skriftar-
síminn er 830 33
SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982
Sparisjóðsstjór-
inn hljóp inn-
brotsþjófinn uppi
l»ingeyri, 10. desember.
MIKIÐ hefur verið að gera að undaníornu hjá nýskipaðri lögreglu Þingeyr-
arhrepps, svo það mætti halda, að menn hefðu áhuga á, að hún ynni vel fyrir
launum sínum.
Síðastliðinn þriðjudag var brot-
izt inn hjá Kaupfélagi Dýrfirð-
inga. Einhverjar skemmdir voru
þar unnar, en litlu stolið. Málið er
í rannsókn. Um klukkan 6 í morg-
un mætti hinn árrisuli sparisjóðs-
stjóri, Tómas Jónsson, til vinnu
sinnar og sér þá hvar maður einn
er á leið út um glugga á spari-
sjóðshúsinu. Tómas gerði sér lítið
fyrir, elti manninn og náði honum.
Lögregla staðarins var síðan
kvödd á staðinn og kom þá í ljós,
að innbrotsþjófurinn hafði sann-
anlega tekiéfrúðu úr glugga, kom-
izt þannjg inn í forstofu spari-
sjóðsimr og rétt búinn að brjóta
upp innri hurð, þegar hann var
truflaður við iðju sína af spari-
sjóðsstjóra.
Má því segja að það sé fullsann-
að, að þörf sé á að hafa léttfættan
sparisjóðsstjóra og góða lögreglu-
menn hér á staðnum.
Guðbjörg
Skógrækt í Sogamýri:
Svæðið býður upp á
heilmikla möguleika
— segir Sigurður Blöndal skógræktarstjóri
„ÞETTA er svæði sem býður upp á
heilmikla möguleiga og ég fagna
þessu,“ sagði Sigurður Blöndal skóg-
ræktarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið, þegar hann var inntur álits á
þeirri ákvörðun borgarráðs, að af-
henda Skógrækt ríkisins reit i Soga-
mýri til skógræktar.
Sigurður sagði að byggja hefði
átt á hluta þessa svæðis, en fallið
hefði verið frá því. Sagði hann að
þarna væri um góðan blett að ræða,
sem er um 6 hektarar að stærð og
væri hann við „innganginn" að að-
albyggðinni. „Ég er ekki í nokkrum
vafa um að það mun verða ákaflega
skemmtilegt að rækta þarna skóg.
Ég held að þarna séu góð ræktun-
arskilyrði, þarna er mýri og gefur
það mikla möguleika með val á
trjátegundum, sérstaklega með not
á fljótvöxnum tegundum, eins og
ösp til dæmis," sagði Sigurður.
„Það væri gaman að því að fá
þarna reglulegan skóg, ekki beinlín-
is garð heldur skóg, sem nýtast
myndi eins og hvert annað útivist-
arsvæði, en af annarri tegund en
þau sem fyrir eru,“ sagði Sigurður
Blöndal skógræktarstjóri.
Lr'
dagar
til jóla
Davíð Oddsson, borgarstjóri afhendir Páli Björgvinssyni veglegan bikar með sæmdarheitinu „íþróttamaður
Reykjavíkur 1982“. Morgunblaðií/KÖE.
Islandsmeistarar Víkings heiðraðir
ÍSLANDSMEISTARAR Víkings í
handknattleik og knattspyrnu
1982 voru heiðraðir á Höfða í
fyrrakvöld af borgarstjórn Reykja-
víkur. Þá var val á íþróttamanni
Reykjavíkur tilkynnt og var Páll
Björgvinsson, fyrirliði íslands-
meistara Víkings í handknattleik
valinn „íþróttamaður Reykjavíkur
1982“.
Páll hefur staðið í fremstu
víglínu í handknattleik í 15 ár —
verið fyrirliði Víkings síðastliðin
7 ár og einnig var hann fyrirliði
íslenzka landsliðsins um tíma.
Jafnframt að hann hefur verið í
fremstu röð handknattleiks-
manna, þá á Páll feril að baki
sem knattspyrnumaður, sund-
maður og fimleikamaður —
óvenju fjölhæfur íþróttamaður.
Víkingar unnu íslandsmeist-
aratitla í handknattleik og
knattspyrnu annað árið í röð, af-
rek sem aldrei áður hefur verið
leikið. Davíð Oddsson, borgar-
stjóri flutti ræðu og heiðraði
íþróttamenn Víkings og afhenti
Páli veglegan bikar með sæmd-
arheitinu „íþróttamaður
Reykjavíkur 1982“. Sveinn G.
Jónsson, formaður Víkings,
þakkaði borgarstjórn höfðing-
legar móttökur og afhenti borg-
arstjóra fána Víkings og merki.
Páll Björgvinsson og félagar
hans í Víkingi verða í eldlínunni
í kvöld í Laugardalshöll. Þeir
leika þá síðari leik sinn við
Dukla Prag í Evrópukeppni
meistaraliða.
Atlantshafsflug Flugleiða:
Farþegum hefur
fjölgað um 32%
FARÞEGUM Flugleiða á Norður-
Atlantshafsleiðinni hefur fjölgað
um liðlega 32% á árinu, en 4. des-
ember sl. hafði félagið flutt alls
175.209 farþega á móti 132.666
farþegum á sama tíma í fyrra, að
sögn Sveins Sæmundssonar hjá
Flugleiðum.
Þá hefur farþegum félagsins á
flugleiðinni til Luxemborgar
fjölgað um 32,4% milli ára, en í
ár hafa verið fluttir samtals
Aðalsamningamaður Alusuisse í skeyti til iðnaðarráðherra:
22.247 farþegar á móti 16.805
farþegum á sama tíma í fyrra.
Lítilsháttar samdráttur hefur
átt sér stað í Evrópuflugi félags-
ins, eða um 1,7%. Fram til 4.
desember sl. höfðu verið fluttir
alls 137.308 farþegar á móti
139.718 farþegum á sama tíma í
fyrra.
Vill mæla með hækkun á raforku
verði sýni ráðherra samningsvilja
AÐALSAMNINGAMAÐUR Alusuis.se, dr. Paul Miiller, hefur tekið að sér
að mæla með bráðabirgðahækkun á raforku til álversins í Straumsvík, ef
Hjörleifur Guttormsson sýni samningsvilja sinn í verki. Er þetta staðfest í
skeyti sem iðnaðarráðherra var sent á föstudag. A fundinum með fulltrúum
Alusuisse þriðjudaginn 7. desember lagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar-
ráðherra, fram skriflega ósk um skýringu frá Alusuisse og spurði, hvort
fyrirtækið teldi óraunhæft fyrir íslendinga að leggja fram tillögu um upp-
hafshækkun á raforkuverði án þess að þeir samþykktu um leið hugmynd
Alusuisse um viðfangsefni frekari samningaviðræðna. Alusuisse gaf um-
beðna skýringu í fyrrgreindu skeyti til iðnaðarráðherra á föstudag. Þar er
vísað til þess, að hinn 10. nóvember hafi fyrirtækið lagt fyrir ríkisstjórn
íslands hugmynd um heildarlausn á samningamálum við Islendinga. Þessari
hugmynd hafi Hjörleifur Guttormsson hafnað en þess í stað krafist einhliða,
að Alusuisse sýndi fram á, að það vildi semja með því að samþykkja strax
bráðabirgðahækkun á raforkuverði, sem tæki gildi til dæmis 1. apríl 1983.
I skeyti Alusuisse til iðnaðar-
ráðherra, sem undirritað er af dr.
Paul Múller segir, að fyrirtækið
telji ekki nauðsynlegt að sanna
það með þeim hætti sem ráðherr-
ann krefst, að það vilji af einlægni
ná samkomulagi um óleyst deilu-
mál aðila. Hins vegar hafi dr.
Múller samþykkt það á fundinum
7. desember að leggja til við stjórn
Alusuisse, að orðið verði við ósk
iðnaðarráðherra um bráðabirgða-
hækkun á raforkuverði, enda sýni
ráðherrann samningsvilja sinn í
verki með því að fallast á eftirfar-
andi:
1. Ríkisstjórn íslands samþykk-
ir að stækka megi álverið í
Straumsvík þannig, að tekið verði
í notkun þriðja framleiðslukerfið,
enda náist samkomulag um orku-
sölu til þessarar nýju framleiðslu-
einingar.
2. Ríkisstjórn íslands samþykki
þá breytingu á aðalsamningnum
um Islenska álfélagið (ÍSAL), að
Alusuisse sé heimilt að selja allt
að 50% af eignarhluta sínum til
annarra í stað 49% eins og nú er,
en með því breytast reglur um
reikningsfærslur vegna ISAL í
ársreikningum Alusuisse. Eins og
margsinnis hafi verið lýst á und-
anförnum átta árum sé ríkisstjórn
íslands frjálst að gerast eignarað-
ili að ÍSAL, enda náist um það
samkomulag.
í skeyti sínu segist dr. P.Múller
vera reiðubúinn til þess að fresta
viðræðum um það skilyrði Alu-
suisse að létt verði af félaginu
þeirri skyldu að kaupa jafnan ekki
minna en 85% af þeirri raforku
sem nauðsynleg er til að halda ál-
verinu í rekstri og verði um það
rætt í viðræðum um endurskoðun
á orkusamningi. I lok skeytisins
segir, að það gefi til kynna vilja
Alusuisse til þess að leysa deiluna
vegna álversins í Straumsvík, sem
fyrst, í því skyni að samskipti að-
ila verði eðlileg að nýju báðum til
góðs.
í innanlandsflugi hefur orðið
um 2,1% aukning farþega á ár-
inu, en í ár hafa verið fluttir
209.907 farþegar á móti 205.612
farþegum á sama tíma í fyrra.
Sveinn sagði ennfremur, að
þrátt fyrir fjöigun farþega á
Norður-Atlantshafinu skilaði
hún sér ekki nema að hluta til
vegna þess, að fargjöld væru
ennþá nokkuð of lág. Sömu sögu
væri ennfremur að segja af inn-
anlandsfluginu, en þar hafa
hækkanir yfirleitt komið mjög
seint, þannig að þær hafa alls
ekki skilað sér eins og æskilegt
væri.
Aðspurður sagði Sveinn, að
stundvísi flugvéla félagsins
hefði aldrei verið betri en á
þessu ári. í þeim undantekn-
ingartilfellum, þegar um seink-
anir hefði verið að ræða, hefði
það verið af ' óviðráðanlegum
orsökum, eins og vegna veðurs
og seinkana í Bandaríkjunum
vegna flugumferðar.