Morgunblaðið - 22.12.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
61
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
, FÖSTUDA
Kveikjum ljós í lífi ástvina
okkar meðan þeir lifa. Stráum
blómum á veg þeirra, meðan þeir
eru á meðal okkar. Þegar þeir eru
dánir skulum við þakka Guði fyrir
þá og reyna að tileinka okkur það
besta úr fari þeirra.
Gleðileg jól!“
Frjáls útvarpsrekst-
ur í Ríkisútvarpinu
ísfirðingur skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Að undanförnu hefur mikið
verið rætt um að gefa útvarps-
rekstur frjálsan, a.m.k. að ein-
hverju leyti. Hins vegar hefur
líka verið óskað eftir því við
Ríkisútvarpið, að það efni til
næturútvarps og þá með léttri
músík, svipað því sem nú er á
föstudagsnóttum, með léttu
hjali inn á milli tónlistar-
atriða. Þetta er nauðsynlegur
liður í starfsemi stofnunarinn-
ar og gerir hlustendum léttara
um vik að halda sér vakandi í
stað þess að sofna undir
þungri og leiðinlegri dagskrá.
Það er áreiðanlega svo, að
við sem búum úti á lands-
byggðinni, svo og sjómenn á
hafi úti, notum okkur meira en
aðrir landsmenn þjónustu út-
varpsins á kvöldin og á nótt-
unni, þegar það býðst, þó ekki
sé af öðrum ástæðum en þeim,
að borgarbúar eiga svo miklu
fleiri valkosti á svo ótalmörg-
um sviðum, og þar að auki eiga
þeir aðgang að Keflavíkurút-
varpinu.
í framhaldi af framansögðu
langar mig til að varpa fram
þeirri hugmynd, að athugað
verði, hvort ekki væri hægt að
koma frjálsum útvarpsrekstri
fyrir innan ramma Ríkisút-
varpsins, á þann hátt t.d. að
stofnunin leigði Samtökum
um frjálsan útvarpsrekstur
aðgang að næturútvarpi,
svona frá kl. 01—04 í 1—2
mánuði til reynslu, þó ekki
væri meira, og sjá svo til með
framhaldið. Hugsanlega gæti
þetta orðið beggja hagur."
Skrifid eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum
um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef
þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil-
isföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda
blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn
hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.
GÆTUM TUNGUNNAR
I orðinu hugsa er g-ið eins og í sagt en alls ekki eins og
í hugga.
Leiðréttum börn, sem flaska á þessu!
Þessir hringdu . . .
Um jólalýsingu
í kirkjugörðunum
„Gömul kona“ hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Mér
finnst það til skammar að hafa
ekki sett leiðslur í kirkjugarðinn
til þess að hægt sé að hafa þar
jólaljós. Hafnarfjarðarbær gerir
það á hverju einasta ári í kirkju-
garði Hafnfirðinga. Og þetta var
hér áður fyrr hjá henni Guðrúnu
Runólfsdóttur, en þegar hún
hætti stóð til að borgin tæki við.
Þetta var í fyrri stjórnartíð
sjálfstæðismanna og enn hefur
ekkert gerst í málinu. Nú veit ég
raunar ekki hver er réttasti
framkvæmdaraðilinn til þess að
annast þetta verk, borgin, Raf-
veitan eða kirkjugarðarnir, en
hvað sem því líður, þarf að láta
hendur standa fram úr ermum,
því að það er mikil fyrirhöfn, t.d.
fyrir gamalt fólk, að koma fyrir
lýsingu á leiðunum um hávetur.
Maður ætti ekki að þurfa annað
en hringja í kirkjugarðana og
biðja um að ljósin yrðu sett upp.
Síðan væri hægt að senda manni
gíróreikning fyrir kostnaðinum.
Og svo er það varðandi leið 6
hjá strætÍ3vögnunum: Það er svo
ófært, hvað við erum látin standa
úti í þessum vetrarhörkum.
Vagnstjórarnir hafa oft 10 mín-
útna hlé eða meira á endastöð og
það er ekkert við því að segja. En
lágmarkið væri að koma út 5 mín.
fyrir brottför, eigandi eftir að
hleypa fólkinu inn í vagninn, til
þess líka að komast þá af stað á
réttum tíma. Þetta væri tillits-
semi við farþega aimennt, en sér-
staklega fyrir gamla fólkið sem á
erfitt um gang. Það kærir sig
ekki um að fara fyrst inn í skýlið
og vera þar í reyk og sóðaskap.
Viss um að það
mundi gleðja þau
E.St. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Ein er sú at-
vinnustétt, sem ekki fer mikið
fyrir í almennum umræðum, en
þjónar þó fjöldanum. Það er fólk-
ið sem færir okkur póstinn og
blöðin. Hugsum nú út í það, hvað
þetta fólk leggur mikið á sig við
að koma bréfum og blöðum til
skila. Það verður að fara snemma
á fætur, ekki síst blaðberarnir
sem oft eru börn, til þess að ljúka
útburðinum áður en skólar hefj-
ast. Veður og vonda færð mega
þau ekki setja fyrir sig. Sýnum
þeim þakklæti okkar. Nú eru jól-
in framundan. Gætum við ekki
a.m.k. rétt þeim epli eða köku
svona til hátíðabrigða. Ég er viss
um að það mundi gleðja þau.
tJöföar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
Vorum aö taka upp giaMÍIagt úr-
val af sjaJdgæfum, llffáanlegum oq
eftlrsótlum pJötum:
□ Rita Marley (ekkja reggíkon ungsins)
□ Frank Zappa
□ Tom Robinson
Þa er siáifsagt aö minna a
□ LAST-vökvann, sem gerir plötuna
betri en nyja
□ Sennheiser heyrnartólin (sem Hi-
Fi- timaritió utnefndi bestu heyrn-
artolin)
□ Byrds
□ Kew Rhane (Carla Bley, Mlke Mantler
og Henry Cow-genglð í laufléttri svelflu)
□ Llnton Kwesi Johnaon (toppur i reggiinu)
□ David Thomas & Pere Ubu (Davld kemur tll
IsJands (febrúar asamt Llndsay Cooper)
□ Blue Oyster Cult
□ Marc Hollander & Aksak Maboul (belgiskir
tölvupopparar i háum gaaöaflokkl)
□ Grace Jones
□ Patti Smith (guómóölr pönksins)
□ Jam (vmsœlasta nybytgju gruppa Breta)
□ Peter Gabrlel (þar eem hann
syngur a pýsku).
□ Robert Wyatt (besta og vlnsaal-
asta raddhljóöfaarl nybytgjunnar)
□ Cabaret Voltaire
□ Pink Floyd
□ Kraftwerk (frábaart pyskt tölvupopp)
□ Art Bears (toppurlnn i fram-
sækna rokkinu)
□ MC5 (kalllnn hennar Pattl Smith,
Fred SrnNh basslstl Television, á fullu)
□ Doors
□ kokkteilplata meö XTC, PIL. Japan,
Ruts o.m.fl.
□ Phil „heitinn" Ochs (nýr Dylan
50 aódáendur geta ekkl haft
rangt fyrir sórl)
□ Pig Bag (hljómsveitin sem réttl
fjárhag Rough Trade viö)
Viö fengum einnig glás af sméskifum
□ kassettutöskur
□ plöturekka
□ boli
□ ódýru brjostnaelurnar
□ beltin
□ hálsolarnar
□ armolarnar
□ ijoöabækurnar
□ póstkortin
snm
Laugavegi 20 Simi27670
OPIÐ Tl L
KL.10
I KV0
Lokað
þriðja
í jólum
Austur?træti 22