Morgunblaðið - 23.12.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.12.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Guðlaugur Bergmann kaupmaður í Karnabæ: Það var vel tekið á móti þeim Hafnfirðingum, sem lögðu leið sína í Sparisjóð Hafnarfjarðar í gær, en sparisjóðurinn átti þá 80 ára afmæli. Ungir sem aldnir gæddu sér á kaffi og meðlæti í tilefni dags- ins og var margt um manninn. Morgunblaðið/Kri.stján Örn. Hjörleifur sendir Alusuisse tillögu að samningsgrimdvelli: Hefur óskað eftir fundi aðila 28.-29. desember nk. Iönaöarráðherra hefur senl Alusuisse tillögu að samningsgrundvelli milli aðila í framhaldi af sáttatillögu þeirri, sem hann lagði fram á fundi með dr. Miiller, formanni framkvæmdastjórnar Alusuisse, 7. desember sl. Tillaga þessi var kynnt og rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og send Alusuisse að því búnu. Þessar upplýsingar komu fram í máli Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráð- herra, á blaðamannafundi í gærdag. Iðnaðarráðherra sagði: „I tillög- unni er gert ráð fyrir að Island fallist í meginatriðum á óskir Alu- suisse um að ágreiningsefni um skattamál liðinna ára verði sett í úrskurð 3ja manna gerðardóms og verði niðurstöður bindandi fyrir báða aðila og í samræmi við þær verði Coopers & Lybrand falið að endurákvarða skattgreiðslur ÍSAL. Jafnhliða slíkri meðferð skatta- málanna samþykkti Alusuisse byrjunarhækkun á raforkuverði úr 6,45 mill í 10 mill á kílóvattstund frá og með 1. janúar 1983. Enn- fremur er lagt til, að raforkuverðið hækki í 12,5 mill þann 1. apríl 1983, nema um annað hafi verið samið áður. Hækkunin er 55% og 94%. Þegar í stað verði teknir upp samningar um endurskoðun og leiðréttingu á rafmagnssamningi aðila með það að markmiði að ákvarða raforkuverðið með hlið- sjón af: 1) Raforkuverði til áliðnaðar í viðskiptum óháðra aðila í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. 2) Framleiðslukostnaði raforku hérlendis. 3) Raforkuverði sem Alusuisse greiðir í álbræðslum sinum utan Islands. 4) Samkeppnisaðstöðu álbræðsl- unnar í Straumsvík." I þessu samhengi vísaði iðnað- arráðherra í niðurstöður starfs- hóps ráðuneytisins um raforku- verð, dags. 4. ágúst sl., þess efnis að eðlilegt sé, að raforka til ÍSAL hækki í 15—20 miil á kílóvattstund miðað við verðlag á miðju ári 1982. í frétt iðnaðarráðuneytisins seg- ir síðan: Þá er lagt til, að samtímis hefjist viðræður um endurskoðun á aðalsamningi um álverið i Straumsvík með tilliti til atriða, sem fram hafa verið borin af aðil- um. Þar á meðal má nefna skatt- greiðslureglur, endurskoðunar- ákvæði, ákvæði um íslenska lög- sögu og aðgang islenskra stjórn- valda að bókum og gögnum, er varða ÍSAL. Ennfremur rétt ís- lands til að eignast meirihluta í ÍSAL og byggingu rafskautaverk- smiðju í Straumsvík. Einnig er gert ráð fyrir þvi, að aðilar ræði óskir Alusuisse um stækkun álversins í framtíðinni og rétt þeirra til að selja 50% af hlutafé sínu í ÍSAL. Gert er ráð fyrir að aðilar leggi sig fram um að ljúka samningum fyrir lok mars 1983 og taki nýr raf- orkuverðssamningur gildi 1. apríl 1983. Með tilvísun til yfiriýsinga aðila við lok fundar 7. desember sl. um að þeir séu báðir reiðubúnir að mæta til fundar með stuttum fyrir- vara fyrir lok þessa mánaðar, legg- ur iðnaðarráðherra til, að haldinn verði fundur hans og fulltrúa Alu- suisse í Reykjavík 28. og 29. des- ember nk. til að ganga endanlega frá samningsgrundvelli. Iðnaðarráðuneytið telur að til- laga sú, sem nú hefur verið send Alusuisse sé sanngjörn og taki eðli- legt tillit til sjónarmiða beggja að- ila. „ÉG LEGG til að Morgunblaðið fari af stað og tali við það fólk sem eni taldir þolendurnir i þessu máli, þ.e. starfs- fólk verslana i Miðbænum, frá Hlemmtorgi og niður að Aðalstræti, því kaupmenn á þessu svæði höfðu fullt samstarf við starfsfólk sitt áður en út í þetta var farið og fengu frábærar und- irtektir, sem eðlilegt er, þar sem verið er að skipta á 4 klukkutímum fyrir 8 klukkutíma og ekki síst vegna þess aö þessir 8 timar eru á 3. í jólum og fram- lengir annars mjög stutt jólafrí, og starfsfólki í verslunum veitir svo sann- arlega ekki af,“ sagði Guðlaugur Bergmann, kaupmaður i Karnabæ í samtali við Mbl. „Mér finnst Magnús L. Sveinsson hafa vægast sagt hagað sér undar- lega og hef ég megnustu skömm á hans málflutningi og verð að viður- kenna að ég bjóst við meiri skynsemi af hans hálfu. Ég tala fyrir mína hönd, en ekki annarra klaupmanna," sagði Guðlaugur. „Upphaf þessa máls er að kaup- menn við Laugaveg, sem kalla mætti forsvarsmenn Laugavegssamtak- anna, tóku höndum saman vegna slæms veðurfars sl. laugardag, og fóru þess á leit við starfsfólk sitt að það ynni til kl. 22.00 á miðvikudag og fengi frí mánudaginn 27. des. í stað- inn. Við töldum okkur slá þrjár flug- ur í einu höggi; okkar eigin hag, hag starfsfólksins og síðast en ekki síst hag viðskiptavinarins, sem reyndar verslunarfólk og verslunareigendur lifa á. Eins og ég sagði tóku allir vel í það. í framhaldi af því höfðum við samband við Magnús E. Finnsson hjá Kaupmannasamtökunum, okkar samtökum, og báðum hann um að sjá um hina lagalegu hlið málsins. Aður en auglýsingar og fréttatil- kynningar voru sendar höfðum við fengið staðfest að ekkert virtist mæla á móti því að við gætum haft opið. Eins og öllum ætti að vera Ijóst er ekki verið að auka við vinnutíma fólks í desember, heldur að stytta hann um 4 tíma. Okkur finnst það ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt, af Magnúsi L. Sveinssyni, að líkja verslunum við þrælabúðir, eins og hann gerði í DV í gær og rangtúlka svo herfilega, eins og raun ber vitni, málstað kaupmanna í þessu máli. Einnig finnst mér þáttur útvarps og annarra fjölmiðla einkennast af löngun til mistúlkunar á þessu, kaupmönnum í óhag. Skora ég á fjöl- miðla að nota heiðarlega frétta- mennsku og tala við það fólk, sem sagðir eru þolendur í þessu máli, starfsfólkið sjálft," sagði Guðlaugur Bergmann. Vöruskiptajöfnuðurinn: Óhagstæður um 3.253,7 milljónir VÖRIJSKIPTAJÖFNUÐUR fslendinga var neikvæður um tæplega 3.253,8 milljónir króna fyrstu ellefu mánuði ársins, en til samanburðar var hann ncikvæður um liðlega 831,6 milljónir á sama tíma í fyrra. V öruskiptahallinn er því nær fjórfalt meiri í ár, en hann var í fyrra. í nóvembermánuði einum var vöruskiptahallinn liðlega 444,6 milljón- ir króna, en til samanburðar liðlega 28,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings fyrstu ell- efu mánuði ársins er liðlega 10.508,1 milljónir króna, en vérðmæti út- flutnings hins vegar 7.254,4 milljónir króna á sama tíma. Verðmæti inn- Ragnar Halldórsson um tillögur iðnaðarráðherra: Orkuverð ISAL er nú sambærilegt og hjá öðrum útflutningsálverum „ Þegar rætt er um orkuverð til álversins í Straumsvík, verðum við að taka mið af verðlagi og þróun heimsmarkaöar," sagði Ragnar Halldórs.son, forstjóri ÍSAL, þegar Morgunblaðið sneri sér til hans í gær og leitaði álits á nýjustu tillögum Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, sem sendar hafa verið Alusuisse. „I hinum vestræna heimi eru ál- verksmiðjur sem gætu framleitt 14 milljónir tonna af áli á ári ef þær væru allar starfræktar," sagði Ragnar Halldórsson. „Vegna ástandsins í markaðsmálum og gíf- urlegra hækkana sem orðið hafa a orkuverði er búið að loka 30% af verksmiðjunum sem framleitt gætu rúmlega 4 milljónir tonna. Það er ekki búist við að meira en 1 milljón tonna ársframleiðslugeta fari aftur í gang, þegar markaðs- ástandið batnar. Af þeim 10 millj- ón tonna sem framleidd eru í heim- inum eru rúmlega 4 milljónir tonna framleiddar af 32 álverksmiðjum sem aðallega flytja álið út eins og ÍSAL. Meðalorkuverð til þessara 32 verksmiðja eru 7,2 mill. En ef ein- ungis er litið á þær verksmiðjur sem hafa vatnsorku er meðalverðið 6,4 mill. Við hjá ÍSAL borgum 6,475 mill., og erum við þar af leiðandi algjörlega sambærilegir við önnur útflutningsálver. Meðalverð, sem iðnaðarráðherra hefur látið reikna út að gildi í heiminum, tekur ekki tillit til þeirrar staðreyndar að búið er að loka 4 milljónum tonna fram- leiðslugetu þar sem orkuverðið er hæst. Hann tekur heldur ekki tillit til þess að Alusuisse er búið að loka 2 af 10 verksmiðjum sínum, þar sem orkuverðið er hæst. Þar af leiðandi er meðalverð Alusuisse og í heiminum ekki um 22—24 mill. eins og ráðherrann vill vera láta, heldur milli 16 og 17 rnill." Þá sagði Ragnar Halldórsson, að nýlega hefði verið skýrt frá því í Metal Bulletin, að í Kanada hefði verið boðin raforka á verðbilinu 7—8 mill. bæði vegna stækkunar eldri verksmiðju og smíði nýrrar. Hann sagði, að nákvæm skýrsla um þessi mál væri í vinnslu og yrði hún kynnt í byrjun næsta árs. Ragnar benti á, að yfir hátíðarnar væri skrifstofum Alusuisse lokað og all- an janúarmánuð yrði dr. Paul Múller, aðalsamningamaður Alu- suisse, á ferðalagi utan Evrópu. Þetta hefði legið fyrir í lok fundar aðila hér í Reykjavík 7. desember. Taldi Ragnar því ólíklegt, að aðilar gætu hist til formlegra samninga- viðræðna fyrr en í byrjun febrúar en á hinn bóginn kynnu sérfræð- ingar þeirra að ræða um orkuverð- ið og skiptast á upplýsingum um það. flutningsins á sama tíma í fyrra var liðlega 6.487,2 milljónir króna og verðmæti útflutnings liðlega 5.655,6 milljónir króna. Verðmætaaukning- in í innflutningi milli ára er tæplega 62%, en hins vegar tæplega 28,3% í útflutningi landsmanna. Útflutningur á áli og álmálmi veg- ur þyngst í útflutningi, en verðmæti hans fyrstu ellefu mánuðina var tæplega 703,7 milljónir króna, sam- anborið við tæplega 585,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Kísil- járnsútflutningur hefur aukist úr 112,9 milljónum króna í fyrra í tæp- lega 207,9 milljónir króna í ár. I innflutningi vegur hráefni til ÍS- AL þyngzt, en verðmæti þess inn- flutnings var tæplega 635,5 milljónir króna á fyrstu ellefu mánuðum árs- ins. Á sama tíma í fyrra var þessi innflutningur að verðmæti um 433,9 milljónir króna. Innflutningur fyrir íslenzka járnblendifélagið var að upphæð liðlega 121,6 milljónir króna í ár, en var til samanburðar liðlega 90 milljónir á sama tíma í fyrra. Þá má nefna innflutning fyrir Lands- virkjun, en verðmæti hans í ár er liðlega 98,5 milljónir króna, saman- borið við tæplega 138 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Skip voru flutt inn fyrir liðlega 252,8 milljónir fyrstu ellefu mánuði ársins í ár, en fyrir 42,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Við smanburð á utanríkisverzlun- artölum 1981 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar-nóvember 1982 er talið vera 57,8% hærra en það var í sömu mán- uðum 1981. Leiðrétting í UMSÖGN um hljómplötu á blað- síðu 41 í Mbl. í dag hefur fallið niður nafn höfundar, sem er Árni Johnsen. Hef megnustu skömm á málflutningi Magnúsar L. Sveinssonar formanns VR Ég skora á fjöl- miðla að tala við starfsfólkið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.