Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 19 Eigum við að aihema hið vélgenga verðbóta- kerfi launa og verðlags? Forystugrein dr. Jóhannesar Nordal í Fjármálatíðindum Dr. Jóhannes Nordal varpar fram þeirri spurningu í forystugrein nýútkomins heftis Fjármálatíðinda hvort það sé ekki að verða íslendingum lífsnauðsyn að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar með því m.a. að afnema með öllu hið vélgenga verðbótakerfí launa og verðlags, sem hér hefur verið við lýði um áratuga skeið. Morgunblaðið birtir hér á eftir í heild þessa forystugrein Seðlabankastjórans: I. Á því ári, sem nú er að líða, hefur mjög þrengt að þjóðar- búskap Islendinga, útflutnings- tekjur minnkað verulega og dregið úr þjóðarframleiðslu. Lít- il breyting hefur orðið á útgjöld- um þjóðarinnar til neyzlu og fjárfestingar, svo að samdráttur framleiðslu og gjaldeyristekna hefur komið fram með fullum þunga í stórauknum viðskipta- halla við útlönd, sem fjármagn- aður hefur verið með skulda- söfnun erlendis og rýrnun gjald- eyrisforðans. Utlit er nú fyrir, að viðskiptahallinn á þessu ári fari fram úr 10% af þjóðarfram- leiðslu sem jafngildir því, að Is- lendingar verði að sækja tíundu hverja krónu, sem þeir eyða, til útlanda með því að auka erlend- ar skuldir sínar umfram gjald- eyriseign. Horfurnar fyrir næsta ár eru ekki heldur uppörvandi. Ekki er útlit fyrir neinn teljandi bata í efnahagsþróun erlendis, er geti orðið þjóðarbúskap Is- lendinga til hagsbóta, og tvísýnt er um útflutningsframleiðslu vegna ástands fiskistofna. Á undanförnum mánuðum hafa ýmsar ráðstafanir í geng- ismálum, kaupgjaldsmálum og peningamálum verið gerðar til þess að hamia gegn vaxandi jafnvægisleysi í þjóðarbúskapn- um. Engu að síður er útlit fyrir mjög mikinn viðskiptahalla á næsta ári, e.t.v. litlu minni en í ár, nema mun meira verði að gert. Þegar þrengir að þjóðarbú- skapnum og vandamálin hrann- ast að með þeim hætti sem hér hefur verið lýst, leiðir það af sjálfu sér, að örðugra reynist að sætta andstæð hagsmunasjón- armið og ná samtímis þeim efna- hagslegu markmiðum sem menn vilja keppa að. í stað þess að horfast í augu við vandann í heild sinni taka menn það gjarn- an til bragðs að stýra undan öld- unni og reyna að forðast áföll með því að bregðast við vanda- málunum hverju á fætur öðru. Þótt slík viðleitni sé vissulega betri en engin og geti nokkru bjargað í bili, er hætt við að menn hreki fljótlega af leið, missi sjónar af meginmarkmið- unum og nýtt ólag ríði yfir jafn- skjótt og hinu fyrra sleppir. Öllu þessu má finna stað í efnahags- þróuninni hér á landi að undan- förnu. II. Á árinu 1980 var megin- markmið stefnunnar í efna- hagsmálum að draga úr verð- bólgu, en tryggja jafnframt fulla atvinnu og sæmilegt jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Auk skerðingar verðbóta á iaun snemma á árinu var hjöðnun verðbólgu á árinu 1981 einkum að þakka mikilli aðhaldssemi í gengismálum-og hertu verðlags- eftirliti. Á hinn bóginn var hald- ið uppi háu eftirspurnar- og at- vinnustigi með miklum erlend- um lántökum. Þegar fór að síga á síðari helming ársins, fóru mótsagnir þessara efnahags- stefnu að koma fram. Versnandi afkoma atvinnuveganna vegna óhagstæðs gengis og verðlags- hafta gróf undan trausti og jók eftirspurn eftir útlánum. Jafn- framt varð þessi þróun ásamt mikilli notkun á erlendu lánsfé þess valdandi að eftirspurn eftir innflutningi fór ört vaxandi og um leið viðskiptahallinn við út- lönd. Um síðastliðin áramót var svo komið, að ekki var um annað að ræða en að framkvæma verulega gengislækkun til þess að jafna það misvægi sem myndazt hafði bæði í afkomu atvinnuveganna og viðskiptajöfnuði. Þótt það væri ekki með öllu ljóst á þeim tíma, reyndist hér um að ræða meiriháttar stefnubreytingu í gengismálum. í stað þess að- halds sem beitt hafði verið á ár- inu 1981, hefur gengisskráningin á þessu ári verið notuð sem meg- intæki til þess að tryggja sam- keppnisaðstöðu atvinnuveganna og hamla gegn vaxandi við- skiptahalla. Þegar mikill sam- dráttur fiskafla bættist við þau vandamál, sem fyrir voru, jókst þörfin fyrir gengisaðlögun enn að mun, enda hefur niðurstaðan orðið sú, að meðalgengi annarra gjaldmiðla gagnvart íslenzku krónunni er nú á síðasta mánuði ársins 1982 yfir 80% hærra en á sama tímabili fyrir ári, en gengi dollars hefur tvöfaldazt. Þótt þessi stefnubreyting í gengismálum væri út af fyrir sig réttlætanleg með tilliti til af- komu atvinnuveganna og vax- andi viðskiptahalla, gekk hún í berhögg við þá fyrirætlan stjórnvalda að draga úr verð- bólgu. Vegna hinna vélgengu víxlhækkana kaupgjalds og verðlags, sem hér ráða ríkjum, hlaut örari lækkun gengisins fljótlega að koma fram í vaxandi verðbólguhraða, jafnframt því sem ávinningur gengisbreyt- inganna fyrir atvinnuvegina hef- ur svo til jafnóðum orðið að engu vegna síhækkandi inniends framleiðslukostnaðar. Þær til- raunir, sem gerðar hafa verið á árinu til að hamla gegn þessari þróun með skerðingu verðbóta, hafa verið of léttvægar og komið of seint til þess að koma í veg fyrir ört vaxandi verðbólgu eða tryggja varanlegan árangur þeirra aðgerða, sem átt hafa að rétta við afkomu atvinnuveg- anna. Atburðarásin á þessu ári er enn eitt dæmi um það, hvílíkum vandkvæðum stjórn efnahags- mála er bundin, þegar saman fer mikil verðbólga og víðtæk vísi- tölubinding tekna og verðlags. Við slíkar aðstæður hafa efna- hagsaðgerðir, svo sem skatta- hækkanir eða gengisbreytingar, sem gerðar eru í þeim tilgangi að draga úr útgjöldum eða færa til fjármuni innan hagkerfisins, fyrst og fremst áhrif til aukinn- ar verðbólgu, en leysa hinn raunverulega vanda aðeins um skamma hríð. Af þessu leiðir, að mikil tilhneiging hefur verið til þess að fresta í lengstu lög óumflýjanlegum aðgerðum til þess að leiðrétta misvægi í þjóð- arbúskapnum vegna þess, að all- ar lausnir virðast hafa í för með sér aukna verðbólgu. Hitt er þó jafnljóst að frestun slíkra að- gerða er til þess eins fallin að gera illt verra, þar sem hún leið- ir óhjákvæmilega til rekstrar- örðugleika atvinnuveganna og aukins viðskiptahalla og eykur þannig enn á efnahagsvandann, þegar til lengdar lætur. Að óbreyttu verðbótakerfi launa virðast stjórnvöld við slíkar að- stæður yfirleitt ekki eiga nema tveggja kosta völ, sem hvorugur er góður: annaðhvort að léiðrétta géngið nægilega til að tryggja samkeppnishæfni atvinnuveg- anna, þótt því fylgi vaxandi verðbólga, ellegar reyna að halda verðlagsþróuninni í skefj- um með gengisaðhaldi en upp- skera í staðinn hallarekstur, gjaldeyrisútstreymi og jafnvel atvinnubrest. Kgilsslödum, 19. desember. í DAG útskrifuðust 13 stúdentar frá Menntaskólanum á Kgilsxtöðum og er það i fyrsta sinn sem skólinn útskrifar stúdenta að lokinni haustönn i des- ember — og ennfremur i fyrsta sinn sem skólinn útskrifar stúdenta — sem stundað hafa allt sitt framhaldsnám í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Skólinn hefur nú brautskráð 65 stúd- enta frá þvi að hann tók til starfa haustið 1979. Brautskráning stúdentanna fór fram í Egilsstaðakirkju við hátíð- lega athöfn og þéttsetna kirkju — þrátt fyrir vonskuveður. Kirkjukór- inn söng og ávörp voru flutt. Að hálfu kennara talaði Ludwig Eck- hardt — en Þorsteinn Bergsson frá Vopnafirði af hálfu nýstúdenta. I ræðu skólameistara, Vilhjálms Einarssonar, kom fram að fjórir nýstúdenta hafa stundað allt sitt framhaldsnám í Menntaskólanum á Egilsstöðum og lokið því á 3'/4 ári. Fimm nýstúdentanna brautskráðust af náttúrufræðibraut, þrír af félags- fræðibraut, tveir af uppeldisbraut og einn brautskráðist af hverri eft- irtalinna brauta: eðlisfræðibraut, viðskiptabraut og málabraut. Að lokinni brautskráningarat- höfninni í kirkjunni í dag var við- stöddum boðið til kaffisamsætis með nýstúdentum í mötuneyti menntaskólans. — Olafur III. Eina leiðin út úr þessari sjálfheldu hlýtur að felast í ein- hvers konar breytingum á vísi- tölukerfinu, er geri stjórnvöld- um kleift að leiðrétta gengi og gera aðrar ráðstafanir í þjóðar- búskapnum, án þess að það hafi í för með sér víxlhækkanir verð- lags og launa, sem jafnskjótt eyða áhrifum þeirra. Það er því ekki að undra, þótt umræður um skerðingu verðbóta og endur- skoðun vísitölukerfisins hafi verið ofarlega á baugi að undan- förnu. Sízt skal hér dregin í efa nauð- syn þess að draga úr víxlverkun- um verðlags og launa með skerð- ingu verðbóta né heldur að æski- legt sé að endurskoða verðbóta- kerfið með lengingu verðbóta- tímabila og á annan hátt. Hitt er svo annað mál, hvort ekki sé nauðsynlegt að ganga miklu lengra og stefna beinlínis að af- námi þess víxlvirka verðbóta- kerfis, sem íslenzkur þjóðarbú- skapur er nú tröllriðinn af. Til- raunir stjórnvalda til að draga úr virkni verðbótakerfisins með tímabundnum skerðingum eða föstum frádráttarliðum hafa því miður ekki reynzt árangursríkar á undanförnum árum. Síðan hinir afdrifaríku launa- samningar voru gerðir árið 1977, en þá var að nýju tekin upp full vísitölubinding launa í kjölfar mjög mikillar kauphækkunar, hefur hver rikisstjórnin af ann- arri leitazt við að draga úr víxl- hækkunum með einhvers konar skerðingu verðbóta. Þótt nokkur árangur hafi stundum náðst til lækkunar verðbólgu með þessum hætti, hefur hann aldrei staðið nema um skamma hríð, eins og sést af því, að á síðustu fimm árum hefur verðbólguhraðinn verið yfir 50% að meðaltali á ári og aldrei farið niður fyrir 40%. Eftir tímabundinn árangur á síðastliðnu ári er enn svo komið, að verðbólguhraðinn er orðinn um eða yfir 60% og lítið útlit fyrir teljandi bata á næsta ári, eins og nú horfir. jafnframt hef- ur jafnt og þétt dregið úr verð- bólgu í flestum þeim löndum, sem íslendingar eiga skipti við, og hefur sjaldan eða aldrei verið meiri munur en nú á verðbólgu- stigi hér á landi og í nágranna- löndunum. Sú spurning hlýtur því að ger- ast sífellt áleitnari, hvort það sé ekki að verða Islendingum lífs- nauðsyn að brjótast út úr víta- hring verðbólgunnar með því m.a að afnema með öllu hið vél- genga verðbótakerfi launa og verðlags, sem hér hefur verið við lýði í meira eða minna mæli um áratuga skeið. IV. Þess er þó varla að vænta, að róttæk stefnubreyting verði í þessum efnum fyrr en allur al- menningur í landinu gerir sér grein fyrir því, hversu mikill dragbítur verðbólgan er á heil- brigða efnahagsstjórn og fram- farir í landinu. Enn virðast of margir trúa því, að verðbólgan sé eina leiðin til þess að tryggja fulla atvinnu, þótt henni sé nú fyrst og fremst haldið uppi með erlendum lántökum og aðhalds- leysi gagnvart óarðbærum at- vinnurekstri. Einnig vilja marg- ir geta efnazt á því að fá hag- stæð lán, sem verðbólgan hjálp- ar þeim til að greiða. Hér er þó ekki um neinn þjóðhagslegan ávinning að ræða, heldur aðeins tækifæri fyrir þá, sem bezta að- stöðu hafa í þessu efni, til þess að hagnast á kostnað sparifjár- eigenda og almenningssjóða. Er vafalaust, að launþegar fara al- mennt með skarðan hlut frá þeim skiptum. En jafnvel þótt menn viður- kenni nauðsyn þess að vinna bug á verðbólgunni, er eðlilegt að spyrja, hvort ekki sé betra að beina nú kröftunum að því að draga úr skuldasöfnuninni við útlönd og treysta grundvöll at- vinnulifsins en láta verðbólgu- vandann bíða lausnar enn um sinn. Þar á móti má færa sterk rök fyrir því, að hin illviga verð- bólga er einmitt meginorsök þeirrar sjálfheldu, sem stjórn efnahagsmála er komin i hér á landi. Aðeins með róttækri stefnubreytingu, er taki til allra þátta efnahagskerfisins og hafi sæmilega stöðugt verðlag að markmiði, er liklegt, að unnt reynist að vinna bug á núverandi þrengingum og leggja grundvöll betri tíðar. J.N.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.