Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 9 Viktor Arnar Ingólfsson — Heitur snjór: „Draumurinn að skrifa góðar skemmtisögur“ NILFISK GS80 heímsins besta ryksuga. Stór orð sem reynslan réttlætir Viktor Arnar Ingólfsson hefur sent frá sér aðra skáldsögu sína og ber hún nafnið „Heitur snjór“. Fyrri bók höfundar hét „Dauðasök“ og kom út árið 1978. Bók Viktors er saga um íslensk dýragarðsbörn ef svo mætti að orði komast, athafna- maður nokkur og glaumgosi flytur heróín til landsins og í gegnum milli- lið kemur hann efninu á markað hér. Neytendurnir eru unglingar, 15—17 ára gamlir, sem hafa ekki hugmynd um hvaða efnis þeir eru að neyta, vita einungis að það gefur spennandi „kikk“. Eftir þvi sem unglingarnir verða háðari efninu og þeim fjölgar sem þess neyta, fléttast inn í tilburðir lögreglunnar til að hafa hendur í hári sölumannanna. Ekki skal efnið rakið nánar, en Vikt- or hins vegar spurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér hérlent í bók- arefninu. „Ég hef enga hérlenda fyrir- mynd og persónurnar bjó ég til. Sagan er í raun blanda af raunsæ- issögu og reyfara. Ég er alls ekki að setja mig í predikunarstell- ingar, ég reyni, og það er raunar minn stærsti draumur, að skrifa sögu sem fólk hefur gaman af, Viktor Arnar Ingólfsson spennusögu með kímnigáfu, sögu sem er mannbætandi fremur en hitt. Hvort það hefur tekist verða ^aðrir að dæma um,“ segir Viktor. Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar! Polaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid660 myndavélin tryggir faiiegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. ■ Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. ■ Notar nýju Polaroid 600 ASA litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! En ef fyrirmyndin er engin og persónurnar tilbúnar, er þá ekki erfitt að setja saman skáldsögu um óþekkt fyrirbæri hér á landi? „Bókina skrifaði ég á 3—4 mán- uðum og mér gekk vel að koma verkinu frá mér á handrit. Hitt er svo annað mál að ég þurfti auðvit- að að kynna mér ýmislegt varð- andi heróínið til þess að þetta yrði sannfærandi. Til dæmis varð ég að kynna mér verðmyndun og fleira slíkt. Slíkar upplýsingar fékk ég bæði í þýskum og bandarískum ritum, einkum þó í bandaríska tímaritinu „High Times". Annars þykist ég ekki vera neinn sérstak- ur stílisti, eins og ég sagði áðan vakir fyrst og fremst fyrir mér að skemmta fólki. Ég virði geysilega það sem mörg ljóðskáld eru að senda frá sér og ég vil leggja eitthvað af mörkum. Það þýðir hins vegar ekkert fyrir mig að leika eftir ljóðskáldunum, spennu- sögurnar verða því mitt framlag." Hvað er svo framundan, ný skáldsaga? „Ég er mikið að spá í að spreyta mig á kvikmyndahandriti, semja slíkt fyrir mynd sem Karl Óskarsson er með í smiðju sinni. Það mál er hins vegar á algeru frumstigi og því enn óvíst hvað næst er á dagskrá." — gg- Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Varanleg: til lengdar ódýrust. Góð kjör. /rOnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Við höfum opiðum hátíðamar sem hér segir: Aðfangadagur ..............tilkl. 15 Jóladagur .................lokað 2. íjólum .................frákl. 10 Gamlársdagur ..............til kl. 15 Nýjársdagur ...............lokað. 19 Gkðilega hátíð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.