Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Hráar ofbeldismyndir algengar á mynd- bandamarkaðinum — frumvarp um altækt bann vid slíkum myndum liggur fyrir á Alþingi Hinn 7. desember sl. var hald- inn fundur á vegum Barnavernd- arnefndar Reykjavíkurborgar og fleiri aðila þar sem rædd var notkun myndbanda með tilliti til barna. Þetta var fjölmennur og fjörugur fundur, og var í lokin samþykkt áskorun til viðkomandi yfirvalda þess efnis að þegar í stað verði komið á eftirliti með inn- flutningi myndbandaefnis. Dögg Pálsdóttir, formaður Barnaverndarnefndar, sagði að tilefni fundarins hafi verið fyrir- spurnir sem Barnaverndarnefnd bárust varðandi viðbrögð nefndar- innar við hugsanlegri misnotkun dagmæðra á myndböndum. Dögg tók það skýrt fram að Barna- verndarnefnd hefðu ekki borist neinar kærur, heldur væri þarna eingöngu um fyrirspurnir að ræða um stefnu Barnaverndarnefndar í þessum málum. Dögg sagði, að í rauninni hefði Barnaverndar- nefnd enga fastmótaða stefnu í þessum málum, enda væri almenn notkun myndbanda tiltölulega ný af nálinni, og þess vegna hefði Barnaverndarnefnd ásamt um- sjónarfóstrum með dagvist á einkaheimilum og Samtökum dagmæðra ákveðið að halda opinn umræðufund um þessi mál í víðu samhengi. Ofbeldi á myndböndum Eitt af því sem bar á góma á fundinum var ofbeldisefni á myndböndum, og áhrif þess á eldri börn og unglinga. Dr. Elías Héð- insson félagsfræðingur skýrði frá erlendum rannsóknum á notkun unglinga á ofbeldisefni á mynd- böndum. Mbl. hafði samband við Elías fyrir skömmu og spurði hann um hvað þessar rannsóknir hefðu leitt í ljós. „Það er rétt að taka það fram fyrst, að það hafa ekki verið gerð- ar margar rannsóknir um þetta efni. Myndbandavæðingin hefur gerst svo hratt. En þær rannsókn- ir sem gerðar hafa verið — og þetta eru fyrst og fremst sænskar rannsóknir — leiða í ljós frekar dapurlega niðurstöðu. Það kemur á daginn að viss hópur unglinga, einkanlega strákar, sækja talsvert í að horfa á ofbeldismyndir á myndböndum. Það sem er kannski alvarlegast við þetta er það, að þessir unglingar, sem stunda það mest að horfa á slíkt efni, eiga oft við einhver félagsleg eða sálfræði- leg vandamál að stríða, búa kannski við slæmar heimilisað- stæður, eða gengur illa í skóla. Það er eins og myndbandagláp, og þá einkum þessar hráu ofbeldis- myndir, komi einhvern veginn í staðinn fyrir eða virki sem uppbót á hið örðuga hversdagslíf. En það er líka athyglisvert að þessir ungl- ingar gera lítið af því að horfa á hefðbundið sjónvarp. Það er eins og þeir finni þar ekkert við sitt hæfi. Það virðist vera að unglingarnir stundi það mikið að horfa saman á ofbeldismyndir í hópum, t.d. hjá einhverju þeirra þar sem foreldr- arnir eru ekki heima. Af þessu getur maður m.a. dregið þá álykt- un að þótt myndbönd finnist kannski ekki ennþá á hverju heim- ili, þá hafi flestir unglingar greið- an aðgang að myndböndum. Og það eru ógeðslegustu atriðin sem þessir unglingar leggja mest upp úr að horfa á; fyrst horfa þeir á myndina og síðan er spólað til baka og horft á mesta viðbjóðinn í „slow motion". Hvaða áhrif hefur ofbeldi I kvikmyndum á unglinga, eða full- orðið fólk ef út í það er farið? „Það er nú lítið um algild sann- indi í þessu efni, þrátt fyrir fjölda rannsókna. En það er þó talið nokkuð víst að ofþeldi í kvikmynd- um hafi skammtímaáhrif á fólk, þ.e.a.s. stuttu eftir að hafa horft á ofbeldiskvikmynd eru menn lík- legri til ofbeldisverka en ella. Síð- an mæla ýmis rök með því að einnig sé um langtímaáhrif að ræða. M.ö.o. ef fólk horfir ítrekað mjög mikið á ofbeldiskvikmyndir, þá er hætta á að hugurinn hrein- lega mengist af ofbeldi. Ég tala hérna alltaf um fólk, þ.e. bæði börn og fullorðna, en auðvitað eru áhrifin miklu sterkari á óharðn- aða unglinga. En hitt ber líka að hafa í huga að það er ekki sama hvers konar ofbeldi á í hlut. Það er talið að hættulegasta efnið séu ofbeldis- myndir sem hafa á sér raunveru- leikablæ. Og það er einmitt aðal- einkenni þeirra ofbeldismynda sem mönnum er boðið uppá í dag. Myndir eins og Tommi og Jenni t.d., þar sem ofbeldi er sterkur undirtónn, virðast ekki hafa skað- leg áhrif. Sama gildir um klassísk- ar hryllingsmyndir, Drakúla og þessháttar ofbeldismyndir þar sem fáránleikinn ræður ríkjum; slíkar myndir eru ekki skaðlegar að ráði, sennilega vegna þess að það vantar í þær trúverðugleik- ann. En öðru máli gegnir um við- bjóðinn sem veður uppi nú á tím- um. Söguþráður og þess háttar er látið lönd og leið og allt kapp lagt L_| - wmrtrr: u i i"i á að gera ofbeldið sem raunveru- legast og óhugnanlegast." Heldurðu að íslenskir unglingar horfi mikið á þessar hráu ofbeld- ismyndir? „Eg sé ekk.i ástæðu til að ætla annað. Það eru myndir hér á markaðnum hjá myndbandaleig- um sem aldrei mundu komast framhjá kvikmyndaeftirlitinu ef stæði til að sýna þær í kvikmynda- húsum. Og að þessum myndum hafa allir aðgang. Ertirlit með myndböndum heyrir ekki undir Kvikmyndaeftirlit ríkisins. Þarna er gat í lögunum. Hins vegar liggja nú fyrir alþingi tvö frum- vörp sem taka á þessu máli.“ Lagafrumvörp um eft- irlit og bann við of- beldiskvikmyndum Þau frumvörp sem Elías minnt- ist á eru annars vegar frumvarp alþýðuflokksmannanna Eiðs Guðnasonar og Kjartans Jó- hannssonar og hins vegar mennta- málaráðherra, Ingvars Gíslason- ar. Frumvarp menntamálaráð- herra var lagt fram á síðasta degi þingsins fyrir jólahlé, en þeirra Eiðs og Kjartans viku áður. Eiður Guðnason sagði, að frum- várp þeirra Kjartans væri breyt- ingartillaga við þá grein Barna- verndarlaganna sem fjallar um kvikmyndaeftirlit í þá veru, að þær snældur sem á boðstólum eru hjá kvikmyndaleigum skuli settar undir kvikmyndaeftirlit. Frumvarp menntamálaráðherra gengur lengra. Það leggur blátt bann við viðskiptum með, fram- leiðslu, notkun og eignarhaldi á ofbeldiskvikmyndum. í athuga- semdum við frumvarpið er þess getið, að ástæða þess að svo langt sé gengið sé sú, að aðeins með því að leggja altækt bann við ofbeld- iskvikmyndum sé hægt að búast við að ná árangri í að vernda börn og unglinga frá slíku efni. Viðbrögð hinna Norð- urlandanna við ofbeldi á myndböndum í Svíþjóð var fyrir tæpum tveimur árum mikil umræða um þessi mál í kjölfar sjónvarpsþátt- ar þar sem sýnishorn úr slíkum kvikmyndum voru sýnd (ekki ósvipað Kastljósi um daginn). Þessi umræða leiddi til þess að lög voru sett í júlí 1981 um bann við dreifingu kvikmynda og mynd- banda með ofbeldisefni. í Noregi voru sett um þetta lög í júní í sumar og í Finnlandi liggur nú fyrir þinginu frumvaip þar sem dreifing ofbeldis á myndböndum eða kvikmyndum er gerð að refsi- verðu athæfi. í Danmörku hefur hins vegar ekki verið gripið til lagabreytinga. Það var niðurstaða 60 manna fjölmiðlanefndar sem þar er starfandi, að ekki ætti að gera dreifingu á vissum tegundum myndbandaefnis að refsiverðu at- hæfi. Eigi að síður gefur nefndin vissar ábendingar um hvernig megi með lagabreytingum vernda börn fyrir ofbeldisefni á mynd- böndum. Skagafjörður: Gallerí Nör í Varmahlíð Ma-lifHli, 18. desember. NÝLEGA var opnað gallerí í Lundi í Varmahlíð, þar sem Búnaðarbank- inn var áður til húsa. En aðdragand- inn að stofnun þess var, að nokkrir áhugamenn efndu til námskeiðs í teiknun og málun snemma á árinu og kom þá til tals að finna húsnæði fyrir verkstæði eða vinnustofu og stofna málaraklúbb. í haust var síð- an annað námskeið og voru þá mun fleiri þátttakendur en á hinu fyrra. Var ákveðið að setja á stofn gallerí og hafa þar sölusýningu klúbbfélaga og vinnuaðstöðu, og ennfremur að teikna jólakort til fjáröflunar. Þetta var síðan gert undir forystu Helgu Þorsteinsdóttur kennara í Varma- hlíð og Galleri Nör opnað 1. desem- ber sl. Er þar einkar notalegt að koma. Nú fyrir jólin selpr Helga einnig ýmiss konar handavinnu og heim- ilisiðnað þar á staðnum og er opið á kvöldin. Kennir þar margra grasa og er aðdáunarvert, hve fal- legir munir eru framleiddir á heimilunum, en það er einmitt að- altilgangurinn með sölu þessari að sýna fram á, hvað fólk getur búið til eigulega muni. Má nefna af söluvarningi alls kyns handavinnu úr ull, sokka, vettlinga, húfur, sjöl, dúka og peysur, leirmuni, jóla- skraut og jólasveinabrúður, sokkablóm og tréskurðarmuni, auk málverka og jólakorta með- lima klúbbsins. Hér með fylgir mynd af einu slíku eftir teikningu, sem Helga Þorsteinsdóttir hefur gert af Víðimýrarkirkju. (;.i.. Ásg. Valdabarátta í mannheimum? Bókmenntir Jenna Jensdóttir Guðjón Sveinsson: Ævintýrið við aiheimstjörnina Káputeikning og myndir: Sigrún Eldjárn Bókaútgáfan Skjaldborg Akureyri 1982. Guðjón Sveinsson er löngu landskunnur höfundur og bók frá honum hefur jafnan verið fagnað af lesendum. Hér sýnir höfundur á sér nýja hlið. Sagan er úr fuglaveröld og maðurinn er þar hvergi í nánd. Lesandi hefur það samt á tilfinn- ingunni að þessi veröld fuglanna sé dulbúin veröld mannanna. Þar gerist allt hið sama og í mannlegri veröld, valdabarátta, misrétti og kapphlaup um að finna upp eyðingarvopn til þess að granda óvínum og öðlast yfirráð í allri fuglaveröldinni. Stórveldin eru tvö. Yfir öðru þeirra ríkir keisarinn Rúbín rauði, en hinu Bríkó blái. Önnur smærri ríki koma einnig við sögu. Hinir miklu stjórnendur eru óklókir og dauðhræddir. En fugla- lið þeirra sem er í ábyrgðarstöð- um hjá þeim, styður valdhafa sína og gefur ráð. Eins og í veröld mannsins eru njósnarar sem segja frá eyð- ingarvopnum og vara við. Vopnin eru dreki í öðru stórveldinu og. skrímsli í hinu. Það eru ævagamlar uglur sem magna þessi ólæti upp, en þau höfðu verið til í æsku þeirra. Báð- ar voru uglur þessar illa farnar og utangarðs. Hagur þeirra vænkað- ist mikið er þær reyndust þarfleg- ar í valdabaráttunni. Saga Guðjóns er vel skrifuð á öguðu máli. En hún verður, að mínum dómi, langlokuleg þegar höfundur kemur með ýmsar at- hugasemdir við næstum hvern fugl. Það missir marks þótt í létt- um dúr sé. Ennfremur eru sífellt ÍIT ER komin bókin „íslenskir mál- arar“. í bókinni er rakin í stórum dráttum saga málarahandverksins hcr á landi ftá upphafi ásamt ævi- skrám þeirra manna, sem frá önd- verðu hafa lagt stund á málaraiðn, þcirra sem máluðu hús og búnað þeirra, kirkjur og klaustur. Getið er trésmiðanna, frumherja íslenskra iðnmálara, á öldinni sem leið, mannanna, sem lögðu grunn að nýrri iðngrein í landinu, allra þeirra, sem hófu störf við málara- iðn og gerðu hana að ævistarfi, öðl- uðust iðnréttindi, fengu iðnbréf, borgarabréf, og að lokum þeirra, sem lærðu iðnina hjá meisturum og í skólum luku sveinsprófum, fengu sveinsbréf og meistárabréf. Bókin er í tveim bindum alls rúmar 600 blaðsíður með um 1000 myndum. Sögusviðið spannar allt frá landnámi til vorra daga. Höfundur er Kristján Guð- laugsson málarameistari. nýir fuglar kallaðir til sögunnar og hætt er því við, að lesandi slæv- ist í að hafa áhuga á þeim öllum. Hér er nýstárleg saga eftir höf- und sem ávallt hefur búið við vin- sældir. Myndir létta og lýsa söguna upp. Frágangur er ágætur. Dreifingu bókarinnar annast Prenthúsið sf., Barónsstíg lla, Reykjavík. (Kréttatilkynning.) íslenzkir mál- arar - ný bók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.