Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Sálskyggn ljósmyndari Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Hallgrímur Einarsson: AKUREYRI 1895—1930. Ljósmyndir. Myndatextar: Haraldur Sigurgeirs- son. Formálsorð: Gísli Jónsson. Fylgt úr hlaði: Valgerður H. Bjarna- dóttir. Gefíð út í samvinnu við afkomendur Hallgríms Einarssonar Ijósmyndara. Bókaútgáfan Hagall 1982. Hallgrímur Einarsson ljós- myndari (1878—1930) var faeddur á Akureyri, fluttist ásamt foreldr- um sínum til Seyðisfjarðar 15 ára, fór utan og lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn, kom heim og starfaði sem ljósmyndari á Seyð- isfirði, en leitaði á bernskustöðvar sínar á Akureyri 1901 og stofnaði þar ljósmyndastofu. Að sögn Gísla Jónssonar var Hallgrímur „ekki aðeins hagur í höndum, heldur smekkvís og sálskyggn, enda hafði hann ekki lengi leikið list sína, er það spurðist, að þessi ungi maður ætti vart sína líka hérlendis". Hallgrímur Einarsson Ijósmyndari. Það þarf ekki lengi að fletta ljósmyndabók Hallgríms Einars- sonar: Akureyri 1895—1930 til þess að fá staðfestingu á orðum Gísla. Það sem kemur á óvart er fjölbreytileiki í vali myndefnis og það er engin tilviljun sem ræður. Allt virðist gjörhugsað. Vitanlega hafa myndir af hús- um og götum á Akureyri mikið gildi. En það eru ekki síst myndir Hallgríms af fólki að starfi og í leik sem eru eftirminnilegar og segja meira en mörg orð. Einnig eru mannamyndirnar skýrar, til dæmis Ljósmyndarinn og faðir hans, séra Kristján Eldjárn á Tjörn og Einar Thorlacius Hall- grímsson verslunarstjóri, og Sjó- maður. Nokkur kynni hefur skoðandi bókarinnar af atvinnuháttum á Akureyri. En þó er ekki veiga- minnst lýsing á því hvernig Akur- eyringar glöddust eins og Garð- veisla hjá Oddi C. Thorarensen apótekara er til vitnis um og Séra Matthías Jochumsson í heimsókn hjá syni sínum, Steingrími lækni og konu hans, Kristínu Thorodd- sen og börnum þeirra. Eftir mynd- inni að dæma hefur séra Matthías ekki fengið í staupinu hjá syni sín- um í þetta skipti, en oftast er ástæða til þess að lyfta glasi þegar góðir vinir hittast. Eitt slíkt dæmi er mynd af Hallgrími ljósmyndara og Halldóri Gunnlaugssyni lækni. Þeir lyfta sælir glösum og bak- sviðið er suðrænt landslag sem á vel við. Aðrar myndir vígðar gleðinni eru til dæmis Haldið heim frá Hótel Oddeyri að lokinni kaup- staðarferð. En skyndilega birtist alvara lífsins í myndum frá síld- arplaninu og mynd eins og Torfu- nesbryggja í smíðum árið 1907. Markús fram- leiðir sleftóg MARKÚS B. Þorgeirsson, björgun- arnetahönnuður í Hafnarfirði, kom á ritstjórn Morgunblaðsins á dög- unum með sleftóg, sem hann sagði ómissandi fyrir bílstjóra að hafa í bílnum. Markús sagði sleftógið tæpa fjóra metra með kóssum, hanafæti og lásum, þannig að þeir bílstjórar, sem þurfa að láta draga bíla sína, sagði Markús, væru hólpnir með sleftóg hans í fórum sínum. Á myndinni handleikur Markús sleftógið, sem hann sagðist reyndar framleiða í þremur gerð- um. Ú S EIG NIN 1$^) Sími 28511 Skólavörðustígur 18, 2.hæö. Einarsnes — 3ja herb. 3ja herb. 70 fm risíbúð í járnklæddu timburhúsi. Verö 750 þús. Laugarnes- vegur — 3ja herb. 3ja herb. 80 fm íbúð á 4. hæð. Verð 950 þús. Hæðarbyggð, Garðabæ 3ja herb. 80 fm íbúð á jarðhæð. Rúmlega tilbúin undir tréverk. Ca. 50 fm íbúöarhúsnæöi sem er fokhelt. Verð 1,2 millj. Álfaskeið — 4ra herb. 4ra herb. 100 fm íbúð á 4. hæö með bilskúr. Verð 1,2 millj. Ákveðin sala. Óskum viðskiptavin- um okkar gleðilegra jóla og farscels kom- andi árs. rjp) HUSEIGMIN Skolavorðustig II, 2. h*ð — Simi 28511 Petur Gunnlaugsion. logfraðingur 26600 a/lir þurfa þak yfir höfuóió _ Fasteignaþjónustan ^67'®82 Autlurtlræh 17, f. XtOO Ragnar Tómasson hdl 15 ár í fararbroddi Nokkrar qóðar tillögur að OLYMFUS T-32 leifturljós - hœíir öllum myndcrvólum en er al-sjállvirkt með OLYMPUS OM2. Verð kr. 4,780,- OLYMPUS OM 10, raíeindastýrða mynda- vélin sem gerir nánast allt fyrir þig nema að smella af. Verð kr. 5,750 með 50 mm Iinsu(l,8)ogtösku, CULLMANN þrífœtur - léttir - stöðugir meðfœrilegir. Verð kr. 660 2,403- POLAROID — ljósmyndavél sem skilar myndunum strax - kynnið ykkur jólatilboðið frá Polaroid. OLYMPUS XA OG XA2 sannkallaðar vasa- myndavélar - en nota samt 35 mm íilm- ur.Verðkr. 3,160 og 4,190.-m/Al 1 flassi. OLYMPUS OM2 ljósmyndavél sem á sér enga hliðstœðu. Frábœr vól á frábœru verði. Verð kr. 9,120 - með 50 mm 1.81insuogtösku. KONICA FSl ljósmyndavél með innbygð- um sjálftrekkjara - vél íramtíðarinnar. Verð kr. 9.190 með 40 mm 1.8 linsu / tðsku. Auk þess AGVA myndavélar, leifturljós og slidessýningarvélar. - Ljósmyndabœkur - töskur - myndaalbúm - rammar - íilmur - og fleira. - Sendum ípóstkröfu. Gevafoto AUSTURSTRÆTI6, SÍMI22955

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.