Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Mál erfingja Einars Benedikts- sonar skálds gegn Braga hf. Seinni hluti Hér verdur haldið áfram að rekja mál erfingja Einars Benediktssonar skálds gegn útgáfufélaginu Braga hf. Eins og í greininni í gær, er stuöst viö dóm bæjarþings Reykjavíkur og málsskjöl og settar millifyrirsagnir til að auðvelda lesturinn. Hér á eftir verða m.a. rakin bréfaskipti Hlinar Johnson, þar sem fram kemur að hún hafði um- boð til að fara með fjármál skálds- ins, rakin er útgáfustarfsemi Braga hf., sagt frá áliti bandarísks rithandarsérfræðings, sem taldi undirskriftir Einars Benedikts- sonar falsaðar, en dómurinn taldi það síðar ósannað, raktar eru málsástæður aðilja og loks sagt frá niðurstöðu dómarans í málinu. Niðurstaðan varð sú, eins og fram hefur komið hér í Mbl., að Einar Benediktsson hafi ekki verið fær um þáð heilsu sinnar vegna að gera löggerning eins og afsalið til Braga hf. og Hlín Johnson hafi ekki verið í góðri trú er hún hlut- aðist til um gerð afsalsins. Málinu hefur verið vísað til Hæstaréttar íslands. Lesendum skal á það bent til glöggvunar, að sumt af því sem visað er til í grein þessari, er að finna í fyrri greininni á bls. 12 og 13 í Mbl. í gær. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Bréf Hlínar Fyrir lá ódagsett vottorð, undir: ritað Hlín Johnson, Herdísarvík. í vottorði þessu segir svo: „Jeg und- irrituð votta hjer með að Einar Benediktsson skáld skrifaði sjálf- ur undir sölusamning til h.f. Braga og vottarnir komu inn á eptir til undirskrifta. Hefði jeg skrifað undir fyrir hans hönd hefði jeg getað það í Reykjavík því jeg hafði umboð til þess að skrifa undir fyrir hann hvað sem væri.“ Fyrir var lagt bréf, dags. 19. nóvember 1932, undirritað Einar Benediktsson. Skjal þetta er ljós- rit af skjali í vörslu Þjóðskjala- safns frá lögfræðistofu Gústafs A. Sveinssonar. Með bréfi þessu óskaði Einar eftir greinargerð fyrir kr. 11.000, sem „telegrafer- uð“ var frá Svíþjóð til Einars til pósthússins í Reykjavík. .. stendur svo margt öfugt í höfðinu á hon- um um fjármálin“ Lagt var fram ljósrit bréfs, sem einnig er dagsett 19. nóvember 1932. Bréf þetta er stílað til Egg- erts Claessen og undirritað Hlín Johnson. í bréfi þessu segir m.a.: „Mjer fannst jeg þurfa að ónáða yður með nokkrum línum með þessu brjefi sem Einar sendir yð- ur. Jeg er hrædd um það sé eitt- hvað bogið við þessa hugmynd hans. Hann hefur opt verið að tala um einhver ellefu þúsund, en jeg hef aldrei gert neitt með það. Því eins og þjer vitið stendur svo margt öfugt í höfðinu á honum um fjármálin. Og ef hann verður fyrir einhverju, sem þreitir hann, þá fer allt á stað ... Svo lagðist hann í rúmið í hjartveiki, var orðinn svo þreittur en þegar svona kemur fyrir fær hann alltaf vanstilling- arköst á eftir og finnur þá upp á hinu og þessu. Annars er hann svo rólegur ef hann fengi að vera í friði. Jeg bið yður að afsaka hvað fjölorð jeg er um þetta, en bið yður að svara honum svo það friði hann í þessu efni. Fyrir nokkru kom jeg til bæarins og hafði tal af fulltrúa yðar. Viðvíkjandi Kaup- mannstúninu. Magnús óskar eptir lækkun en þeirri borgun hef jeg ráðstafað upp í skuld hjá Þor- láksson og Norðmann. Svo afrjeð jeg að taka boði Gísla um kaup á Grafarvogsveiðinni og lofaði hann að tala um það allt við yður. Mjer er nauðugur einn kostur að tína saman það sem hægt er til að komast yfir mestu örðugleikana þessi næstu missiri, því nú verður líka að byggja einhvern kofa í Krísuvík í vor. Annars fer jörðin í eyði. Það er slæmt að meiga ekki selja Kaupmannstúnið eða að minnsta kosti þann hluta þess sem er óræktaður því þegar jeg var seinast í bænum bauðst mjer kaupandi að honum (Svo gæti Magnús haft hitt áfram) og það með borgun út í hönd ...“ Bréfi Einars 19. nóvember svar- aði Eggert Claessen með bréfi, dagsettu 28. nóvember 1932. I bréfi þessu er m.a. tekið fram, að lögmaðurinn hafi farið í gegnum viðskiptareikning Einars síðan ár- ið 1908 og við þá athugun hafi hann fundið, að 11. maí 1918 hafi hann fært Einari til tekna kr. 11.000 sem mótteknar frá Lands- bankanum pr. símskeyti frá Wilh. Petersen og sama dag hafi kr. 10.963,62 verið færðar til útgjalda á reikningi Einars sem greiðsla upp í kaupverð fyrir lk Miðdal, skv. kaupsamningi, dags. 2. mars 1928 (sic). Umboð Einars til Hlínar Fyrir var lagt umboð, dags. 5. febrúar 1937, undirritað Einar Benediktsson. Með skjali þessu var því lýst yfir, að Hlín Johnson hafi á undanförnum árum haft fulla heimild til þess að fara með fjármál Einars Benediktssonar og ráðstafa eignum hans og skuli allt sem hún hafi gjört í því efni hafa fullt gildi og eigi Einar engar kröfur á hendur henni. Jafnframt er frú Hlín Johnson veitt fullt og óskorið umboð til þess einnig framvegis, að sjá um allar eignir Einars, fastar og lausar, eins og þær eru á hverjum tíma og gæta fjárhagslegra hagsmuna Einars á hvern hátt sem vera skal. Útgáfustarfsemi Braga hf. í framlagðri skýrslu yfir útgáfustarfsemi Braga hf. kemur fram, að það sem fyrst er gefið út af verkum Einars Benediktssonar eftir 17. janúar 1938 er heildarút- gáfa af ljóðum hans í 3 bindum, gefið út 1945 og síðar. Útgefandi var ísafold í samvinnu við stefnda. Á árinu 1946 gáfu sömu aðilar út úrvalsljóð Einars Benediktssonar, og 1952 Laust mál I. og II. bindi. Árið 1957 var gefin út Sýnisbók af verkum Einars Benediktssonar, útgefandi Bragi hf. í samvinnu við Almenna bókafélagið. Samkvæmt lista þessum virðist síðasta útgáfustarfsemi Braga hf. hafa verið 2. útgáfa af aldarafmælis- útgáfu af verkum skáldsins. I bréfi Stefs, dagsett 30. janúar 1977, kemur fram, að Stefi hafi verið afhent sem trúnaðarmál af- rit afsalsins til Braga hf., dagsett 17. janúar 1938. Ákvörðun um Stefgreiðslur til stefnda muni hafa byggst á orðalagi afsalsins og þá að sjálfsögðu verið gengið út frá, að ekkert væri við undirskrift þessa að athuga. í bréfi þessu er viðurkennt, að á tímabilinu 1950—1956 hafi Valur Benedikts- Hafblik, 2. útgáfa. son veitt viðtöku greiðslu frá Stefi. Bréfritari, Sigurður Reynir Pétursson, hrl., kann ekki að upp- lýsa hvers vegna greiðslur þessar voru inntar af hendi til Vals, en telur líklegt, að litið hafi verið á Val sem eins konar tilsjónaraðila f.h. erfingja. Með samningi, dagsett 16. maí 1978, seldi Bragi hf. Skuggsjá einkarétt til að gefa út eftirtaldar bækur Einars Benediktssonar: Sögur og kvæði, Hafblik, Hrannir, Voga, Hvamma, Pétur Gaut og Bókarauka, ásamt öðrum kvæð- um, sem ekki eru í fyrrgreindum bókum og hugsanlega eru enn óprentuð. Með samningnum fékk Skuggsjá rétt til að gefa bækurnar út í allt að 5.000 eintökum. Fyrir réttindi þessi greiddi Skuggsjá gkr. 3.000.000. Hinn 30. apríl 1979 gerðu sömu aðilar samning um heimild Skuggsjár til þess að prenta og gefa út 7.000 eintök af Sýnisbók á ljóðum Einars Benediktssonar til notkunar í skólum og sölu á al- mennum markaði. Fyrir þessi réttindi greiddi Skuggsjá gkr. 1.000.000. Með samningi, dagsett 26. ágúst 1980, seldi Bragi hf. Skuggsjá sf. restupplag af Kvæðasafni Einars Benediktssonar (aldarafmælisút- gáfunni), alls 465 eintök, upptekin í örkum. Skuggsjá eignaðist líka filmur og plötur, sem afmælisút- gáfan var unnin með og rétt til prentunar á 1.000 eintökum af kvæðasafninu. Jafnframt afsalaði Bragi hf. sér rétti til frekari prentunar á þessari afmælisút- gáfu á Kvæðasafni Einars Bene- diktssonar. Fyrir þetta greiddi Skuggsjá gkr. 2.727.000. Með samningi, dagsett 29. mars 1982, seldi Bragi hf. Skuggsjá sf. útgáfurétt að safni ritgerða og greina eftir Einar Benediktsson og mátti upplag bókarinnar vera allt að 2.000 eintök. Fyrir þetta greiddi Skuggsjá kr. 25.000. Rithandarsérfræð- ing ur fullyrðir að nafnaritanir Einars séu falsaðar Fyrir bæjarþing Reykjavíkur var lagt vottorð James T. Miller, bandarísks rithandarsérfræðings, sem m.a. hefur verið ráðunautur hæstaréttar Bandaríkjanna. í vottorði þessu, sem dagsett er 2. apríl 1981, fullyrðir vottorðsgjafi, að nafnaritanir Einars Benedikts- sonar á samningi hans og Braga hf. (afsalinu) og gjafabréfi til Jóns Eldon séu báðar falsaðar. Jafn- framt er tekið fram, að mögulegt sé að nafnaritanir á bréfum til Háskóla íslands séu einnig fals- aðar. Tekið er fram, að til þess að geta fullyrt nokkuð um það þurfi vottorðsgjafi að sjá frumrit þess- ara skjala. Þessi bandaríski rit- handarsérfræðingur kom hingað til lands í október 1981. Fyrir lá vottorð frá honum, dagsett 16. desember 1981. I því vottorði er fullyrt, að Einar Benediktsson hafi ekki undirritað gjafabréf til Háskólans og hann hafi hvorki undirritað né skrifað bréf til Há- skólans. Við yfirheyrslu fyrir dómi 16. október 1981 staðfesti James T. Miller vottorð sitt. Fram kom hjá hinum erlenda sérfræð- ingi, að eftir að hann kom hingað til lands hafi hann skoðað fleiri nafnaritanir Einars Benedikts- sonar. Litlar breytingar hafi kom- ið fram í rithönd Einars á tímabil- inu 1905 til 1932. En í undirritun- um á afsalinu og gjafabréfinu til Jóns Eldon sé um að ræða grund- vallarfrávik frá stíl Einars Benediktssonar og taldi rithand- arsérfræðingurinn að eigandi þeirrar rithandar sé allt önnur persóna með allt aðra skapgerð. Rithandarsérfræðingurinn taldi líklegt, að þessar undirritanir hafi verið þannig gerðar, að þær hafi verið teknar í gegn og staðið hafi verið við glugga við að teikna í gegn, a.m.k. hafi verið nauðsyn á ljósgjafa undir pappírnum. MálsástæÖur erfingja Einars Benediktssonar Stefnendur, þ.e. erfingjar Ein- ars Benediktssonar, byggja kröfur sínar á eftirtöldum málsástæðum: Að samningur sá, sem stefndi virðist byggja rétt sinn á og sé af stefnda talinn vera undirritaður af Einari Benediktssyni, sé ekki undirritaður af honum. Telji dómurinn að stefnendur hafi sönnunarbyrðina fyrir því, að Einar Benediktsson hafi ekki und- irritað samning þennan, og dóm- urinn telji jafnframt, að stefnend- um takist ekki sú sönnun, þá er á því byggt, að Einar Benediktsson hafi ekki verið svo heill heilsu andlega og líkamlega í janúar 1938, að hann hafi verið fær um að ráðstafa fjárhagslegum og per- sónulegum hagsmunum sínum og samningurinn því ekki bindandi fyrir hann og erfingja hans. Teljist samningurinn hafa verið gerður þá er því haldið fram, að hann hafi verið ógildur frá upp- hafi, þar sem óheiðarlegt hafi ver- ið og sé að bera fyrir sig slíkan samning skv. reglunum um mis- neytingu og ákvæðum 32. gr. samningalaga. Aðal- og varakröfur eru enn- fremur á því byggðar, að teljist samningurinn hafa verið gerður, þá hafi hann frá upphafi verið ógildur í heild sinni þar sem hann hafi verið bersýnilega ósanngjarn og hafi brotið og brjóti í bága við góðar venjur í höfundaréttarmál- um, sbr. nú 29. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Varakrafan er þeim rökum studd, að stefndi hafi brotið í bága við góðar venjur í höfundarétt- armálum og gegn ákvæðum laga um höfundarétt, nú 28. gr. 2. mgr. laga 73/1972 með því að framselja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.