Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 21 Afmæli: Þorlákur Jónsson rafvirkjameistari í dag, 23. desember, er 75 ára Þorlákur Jón Jónsson, rafvirkja- meistari að Grettisgötu 6 hér í borg. Jafnframt hefur hann á þessu ári unnið að starfsgrein sinni í 50 ár því enn er Þorlákur að störfum, enda heilsugóður, eins og hann hefur átt að fagna alla tíð. Er það mikil gæfa, sem ég vona að verði honum hliðholl lengi enn. Þorlákur lærði iðn sína hjá þeim landskunna manni Eiríki Hjartarsyni, rafvirkjameistara, sem rak um langt skeið samnefnt fyrirtæki í Reykjavík, sem kunn- ugt er. Þorlákur fékk meistara- réttindi sín árið 1937 með lofs- verðum vitnisburði. Minnist Þor- lákur ætíð þeirra hjóna Valgerðar og Eiríks Hjartarsonar með þakklæti og hlýju. Eftir að hafa fengið meistararéttindi starfaði Þorlákur áfram hjá fyrirtækinu og munu um 15 rafvirkjar hafa fengið sveinsbréf sín frá Þorláki. Nú um langt skeið hefur Þorlákur unnið við eigið fyrirtæki og sonar síns. Þorlákur er Vestfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Suður- eyri við Súgandafjörð á Þorláks- messu árið 1907. Foreldrar hans voru Jón Einarsson, skipstjóri, og kona hans, Kristín Kristjánsdótt- ir. Auk Þorláks áttu þau hjón fjögur börn. Það gefur auga leið, að í vestfirsku sjávarplássi hefur sjómennska átt hug ungra manna og Þorlákur gerðist því ungur sjó- maður, fyrst á heimaslóðum og síðar reri hann frá öðrum pláss- um, t.d. Sandgerði. En árið 1928 fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann hefur átt heima alla tíð. Árið 1933 kvæntist Þorlákur Kirstjönu Örnólfsdóttur frá Suð- ureyri, hinni mætustu konu, og eignuðust þau þrjá syni og ólu upp systurdóttur Kristjönu. En áður hafði Þorlákur eignast dóttur. öll eru börnin á lífi og myndarfólk. Kristjana og Þorlákur bjuggu lengst af á Grettisgötu 6, en þetta stórhýsi reistu þau hjónin. Sýnir það samheldni, ráðdeild þeirra og dugnað. Þorlákur missti Kristjönu árið 1969. Þorlákur hefur haft mikil og góð afskipti af félagsmálum stétt- ar sinnar, átthagafélags og bind- indissamtaka. Hann átti sæti í prófnefnd rafvirkja, verið fulltrúi Jólamessur: Patreksfjarðar- prestakall I'atreksfjarðarkirkja: Aðfangadag- ur: Aftansöngur kl. 18. Annar jóladagur: Skírnarguðsþjónusta kl. 11. Stóra Laugardalskirkja: Tálkna- firði: Aðfangadagskvöld: Aftan- söngur kl. 22. Brjánslækjarkirkja: Jóladagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 13.30. Hagakirkja: Jótadagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 15. Sauðarbæjarkirkja: Rauðasandi: Annar jóladagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Organisti í kirkj- unum er Öivind Solbakk. Sr. Þórarinn Þór. Fer inn á lang flest heimili landsins! meistarafélagsins í ákvæðisvinnu- nefnd, verið varamaður í stjórn landssamtaka rafvirkja. Hann var einn af stofnendum Súgfirðingafé- lagsins og formaður þess um 5 ára skeið, en félag þetta sinnir m.a. tengslum brottfluttra Súgfirðinga við bernskuslóðir. Þorákur er heiðursfélagi Súgfirðingafélags- ins. Þá hefur hann átt sæti í stjórn Vestfirðingafélagsins og er gjaldkeri þess. Innan samtaka góðtemplara hefur Þorlákur starfað um áratugi og verið í hópi starfsömustu templara, enda gegnt mörgum trúnaðarstörfum, svo sem verið æðstitemplar í stúku sinni, Ein- ingu, verið lengi gjaldkeri Þing- stúku Reykjavíkur, átt sæti í Hús- ráði Templarahallar og verið um árabil formaður SGT, skemmtifé- lags góðtemplara, auk annarra starfa í þágu IOGT. Stuðningur hans og framlag allt frá upphafi til þessa dags í sambandi við upp- byggingu og starfsemina í Galta- lækjarskógi, svo sem hið árlega bindindismót, hefur verið ákaf- lega mikils virði, í raun ómetan- legt. Auk framangreindra áhuga- mála í starfi og tómstundum, hef- ur Þorlákur iðkað sportveiði í ám og vötnum og verið áhugasamur ljósmyndari. Höfum við f élagar hans í stúkunni oft notið þess að sjá litskyggnur hansá skemmti- kvöldum eða við önnur tækifæri. Þorlákur Jónsson félagi okkar á því miklar þakkir skildar fyrir sitt fórnfúsa og farsæla starf í þágu IOGT. Hann er heiðursfélagi stúku sinnar. Víst er að Þorlákur getur á þessum tímamótum í æfi sinni, litið ánægður yfir farinn veg. Hann gekk ungur til liðs við hin jákvæðu lífsviðhorf, hann hef- ur t.d. verið bindindismaður bæði á vín og tóbak alla tíð. Hann hefur skilað farsælu starfi og dagur er ekki að kvöldi kominn og margt á eftir að gerast enn. Hin síðari ár hefur Matthildur Guðmundsdóttir reynst Þorláki ákaflega vel og ég hygg að hann sé henni þakklátur fyrir stuðning og félagsskap. Á þessum tímamótum flyt ég Þorláki Jónssyni hugheilar ham- ingjuóskir mínar og minna félaga í IOGT. Einar Hannesson Afmælisbarnið tekur á móti gest- um á heimili sínu eftir kl. 15 í dag. Hver er Síría? Gefiö barninu góöa bók Hrífandi barnasaga, sem gleymist seint Síría er agnarlítil stelpa, sem býr mebal dýra og blóma. Hún kynnist bæöi gleöi og sorg í samskiptum sínum við dýr og menn, og lendir í margvíslegum skemmtilegum ævintýrum. \ Útgáfan SKÁLHOLT Van Heusen herraskyrtur og silkislifsi Van Heusen herraskyrtur eru heimsþekkt gæöavara. Fáanlegar í miklu efnis- og litaúrvali í tveim mismunandi ermalengdum (89 og 91 cm) og í tveim mismunandi bolvídd- um (standard vídd og extra vídd). Aðalstræti 4. Bankastræti 7 ERRADEILD AUSTURSTRÆTI 14 Sími82710.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.