Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 TvKr Eyjadísir að kynna kaffi og Frá húsgagnasýningu Reynistaðar. Ljósmynd Mbi. Sigurgeir. kex á húsgagnasýningu Reynistað- ar. Húsgagnasýning og kynning í Vestmannaeyjum Verzlunin Reynistaður í Vestmannaeyjum hefur staðið fyrir umfangsmikilli húsgagnasýn- ingu í Eyjum undanfarnar vikur með skemmtiatriðum, ýmsum kynningum, málverkasýningu Guðna Hermansen listmálara og margskonar uppákomum. Hefur þetta nýmæli sett svip á bæjarlífið, en eigendur Reynistaðar eru tveir ungir menn, Geir Sigurlásson og Aðalsteinn Jónatansson. Nýju vasamyndavélarnar frá Caiion Snafifiy 50/20 ekki sambærilegar við venjulegar vasamyndavélar AFSMELLARI LJOSMÆLISSTILLIR SJONGLUGGI AUT O-FOCUSGLUGGI INNBYGGT FLASH LJOSMÆLIR GLUGGI 4RA GLERJA 35 MM CANON-LINSA AUTO-FOCUS GLUGGI Athugið eftirfarandi eiginleika Snappy-vasam y ndavélar innar: 1 vasamyndavélarnar nota 35 mm filmu sem skilar ávallt skarp- ari og skýrari Ijósmyndum, heldur en venjuleg vasamyndafilma. vasamyndavélarnar eru meö sjálfvirka filmuþræöingu. SnRPPV vasamyndavélar eru meö sjálfvirka filmufærslu áfram og aftur- ábak. SÍIRPPV vasamyndavélar eru meö innbyggt sjálfvirkt flash. SnRPPV vasamyndavélar eru einfaldar og handhægar en nákvæmar. SriRPPV vasamyndavélarnar sjá um allar stillingar fyrir þig svo aö þú náir rétta augnablikinu áöur en þaö er orðiö um seinan. Lítið inn hjá okkur og skoðið Snappy-vélarnar, þá sannfærist þið um að Snappy er vélin ffyrír ykkur. . EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI. lyii Sérverzlun með Ijósmyndavörur, Austurstræti 7. Símar: I096fi, 26499 Póstsendum UTSOLUSTAÐIR: Filmuhúsið, Akureyri, Fókus, Reykjavík, Ljósmyndaþjónusta Mats, Keykjavík, Týli, Reykjavík, Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík, Verslunin Eyjabær, Vestmannaeyjum. Verð á laxveiðileyfum Stangaveiði- félags Reykjavíkur: Hækka á bilinu 30—113% VERÐ á laxveiðileyfum hækkar á bilinu 54,5% til 113% á milli ára, samkvæmt upplýsingum í verðskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem nú er komin út. Mest er hækkunin á milli ára í Leirvogsá í Mosfellssveit, eða 113% og kostar einn veiðidagur þar 3200 krónur í ár, en kostaði 1500 krónur í fyrra. Elliðaárnar hækka um 75% í verði, hálfur dag- ur í sumar kostar 875 krónur, en kostaði í fyrra 500 krónur. Veiði- leyfin í Grímsá í Borgarfirði hækka um 60%, kosta í sumar 4750 krónur á dag á dýrasta tíma, 24. júlí til 27. júlí. Hins vegar seldi Stangaveiðifélagið ekki veiðidaga í ána á þessum tíma sl. sumar, því þá veiddu þar útlendingar. Hins vegar er hækkunin á milli sambærilegra veiðidaga 60% eins og áður sagði. Veiðileyfin í Norð- urá í Borgarfirði hækka að jafnaði um 64% og kosta þar dýrustu dag- arnir 5900 krónur í sumar, en kostuðu 3600 í fyrra. SVFR býður upp á fjögur veiði- svæði í Soginu í sumar og eru þau misdýr eftir aflasæld. Dýrustu svæðin eru Asgarðsland og Al- viðra, en veiðidagar þar kosta 1600 krónur á dýrasta tíma. Dagurinn í Ásgarðslandi kostaði 800 krónur í fyrra og er þar um 100% hækkun að ræða, en Alviðrudagurinn kost- aði 1100 krónur í fyrra og hækkar því um 45,5% á milli ára. Veiði- leyfi í Bíldsfellslandi kostar í sumar 1200 krónur á dýrasta tíma, Leiðrétting f VIÐTALI Sverris Pálssonar á Ak- ureyri við Vigfús Björnsson rithöf- und, sem birtist í Mbl. í gær, misrit- aðist rithöfundarnafn Vigfúsar frá fyrri árum. Hann skrifaði þá undir nafninu Gestur Hannson. en kostaði 750 krónur í fyrra og er hækkunin 60%. í landi Syðri- Brúar kosta dýrustu dagarnir 800 krónur í sumar, en kostuðu 450 sl. sumar og er um 77,7% hækkun að ræða þar. Veiðileyfin í Stóru-Laxá í Hreppum kosta í sumar 860 krón- ur, en sl. sumar kostuðu þau 510 krónur og er hækkunin 68,6%. Á vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi er hækkunin 66,6% á milli ára, úr 300 krónum dagurinn og í 500. Hækkunin á milli ára er hvað minnst í Breiðdalsá á Austurlandi og kosta dýrustu dagarnir þar 550 krónur í sumar og er þar um 30- 40% hækkun að ræða á milli ára. Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á tvö ný veiðisvæði næsta sumar, en það eru Gljúfurá í Borgarfirði og Langá á Mýrum. Félagið hefur tekið Gljúfurá á leigu til 3ja ára, en hefur veiðirétt í Langá á Mýrum hluta af ágúst- og septembermánuði. Kveikt í vörum hjá Eimskip? ELDUR kom upp um helgina í vör- um í vörugeymslu Eímskipafélagsins í Sundagörðum og samkvæmt upp- lýsingum, sem Mbl. fékk hjá rann- sóknarlögreglunni í gær, er talið að kveikt hafí verið í þeim. Starfsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins og ekki er talið að skemmdir hafi orðið miklar, þó enn sé það mál ekki fullkannaö. Mál þetta er nú rannsókn hjá lög- reglunni. SAMST/L.ÐA Gestaglíma & FjölskyIduþraut -1 3rem þáttum! Samstæða - nýtt spil ÚT ER komió Samstæða, gestaglíma og fjölskylduþraut, gefið út af spilaútg- áfunni Norðurljós. Fyrir um ári síðan gaf fyrirtækið út spil sem nefnt var „Allt í gamni". „Þetta nýja spil er í þremur þáttum, í ætt við púsluspil. Kaðað er upp myndum, sem samsettar eru 30x30 sentimetrar,“ sagði Tómas Jónsson, hönnuður Samstæðu. Hver fann plastpoka með peysu í? Síðastliðinn þriðjudagsmorgun varð eldri kona fyrir því óláni að tapa plastpoka frá Hagkaupum í neðanverðu Bankastræti. I pokanum var ljós peysa, sí- mynstruð með kraga, hnýtt að framan. Sárt er fyrir konuna að tapa peysunni, sem hún ætlaði að gefa í jólagjöf. Skilvís finnandi er beðinn að hringja í síma 78007 fyrir hádegi eða eftir kl. 19. „Hver þáttur er afmarkaður — hinn fyrsti nefnist Surtur stress, annar móðir jörð og þriðji ljós lif- andi. Surtur stress er settur saman úr 18 þríhyrningum, sem allir eru eins í laginu og mynda samstæða heild. Móðir jörð er sett saman úr 16 ferningum og ljós lifandi úr 9 fer- ningum. Þrautin er að raða myndun- um saman þannig að myndist sam- stæð heild. Þetta spil er frumsamið — unnið af mér í samvinnu við íslenzka list- amenn. Þórunn Sveinsdóttir gerði móðir jörð, Brian Pilkington Surt stress og ég ljósmyndaði ásamt Guð- mundi Ingólfssyni. Spilið hefur feng- ið góðar undirtekir, en Penninn ann- ast söludreifingu," sagði Tómas Jónsson. Lýst eftir stakki Á laugardagskvöld var nýr blár stakkur tekinn í misgripum í Klúbbnum. I vösum voru m.a. lyklar og úr. Sá, sem stakkinn tók, er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 36534.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.