Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Fíkniefnamál vekur deilur í Danmörku: Kaþólski biskupinn í hungur- verkfalli - Dómsmálaráö- herrann hótar að segja af sér Kaupmannahörn, 22. descmber. AP. HANS L. Martensen biskup, andlegur leid- togi 13.000 kaþólskra manna í Danmörku byrjaði í dag hungurverkfall í því skyni að mótmæla þannig áformum danska dóms- málaráðuneytisins um að vísa úr landi þungaðri konu frá Filippseyjum, þegar lýk- ur fangelsisdómi yfir henni fyrir smygl á heróíni. Segir biskupinn, að konan eigi yfir höfði sér hefndaraðgerðir eiturlyfjabófa, sem hún hafi snúizt gegn. traustsyfirlýsingu, sem hefði það í för með sér, að hann segði tafarlaust af sér sem dómsmála- ráðherra. í viðtali við eitt af dönsku dagblöðunum komst Ninn- Hansen svo að orði fyrir skemmstu: — Ef ég samþykki, að þessari konu verði leyft að dveljast áfram í landinu, þá væri ég að hlaða undir alþjóðlega glæpamenn á vettvangi fíkni- efna hér í Danmörku. Ég mun því ekki láta undan í þessu máli. Af pólitískri hugkvæmni hef- ur Ninn-Hansen þó fundið leið fyrir sjálfan sig til þess að þurfa ekki að taka ákvörðun í þessu máli. Hann hefur tilkynnt, að hann muni leggja fram frum- varp á danska þinginu í næsta mánuði þess efnis, að dómstólum landsins verði falin öll lögsaga í fíkniefnamálum og þau verði á engan hátt háð stjórnvaldsúr- skurði í framtíðinni. Gert er ráð fyrir, að þetta frumvarp verði samþykkt á þingi og fái laga- gildi, áður en að því kemur, að vísa þurfi konunni á brott frá Danmörku. Mál Luzvinidnu Cagara, sem er 22 ára gömul, hefur þegar vakið deilur innan dönsku ríkis- stjórnarinnar. Nokkrir ráðherr- anna hafa þegar látið í ljós sam- úð með henni, en Erik Ninn- Hansen dómsmálaráðherra hót- ar að segja af sér embætti, verði hann neyddur til þess að falla frá þeirri ákvörðun sinni, að konunni verði vísað á brott frá Danmörku. Frú Cagara, sem tók þátt í fegurðarsamkeppni Filippseyja á sínum tíma, fluttist með fjöl- skyldu sinni til Danmerkur, þeg- ar hún var 14 ára gömul. Hún ásamt 11 meðlimum fjölskyldu hennar voru dæmd sek árið 1980 fyrir margs konar brot gegn fíkniefnalöggjöf Danmerkur í máli, sem lýst hefur verið sem stærsta heróínmáli frá upphafi í Danmörku. Var frú Cagara þar dæmd til 4‘A árs fangelsisvistar, en snemma á næsta ári getur hún þó átt von á því að verða náðuð. í nóvember sl. lýsti Ninn- Hansen dómsmálaráðherra yfir því, að frú Cagara fengi að dvelja nógu lengi í Danmörku, eftir að hún fengi náðun, til þess að ala barn sitt, en síðan yrði henni vísað úr landi. Hún er komin fjóra mánuði á leið. Þessi ákvörðun vakti strax andstöðu innan dönsku ríkisstjórnarinn- ar, þar sem nokkrir af ráðherr- unum héldu því fram, að Ninn- Hansen yrði að endurskoða ákvörðun sína. í þeirra hópi eru Arne Melchior samgöngumála- ráðherra, sem skoraði á dóms- málaráðherrann að sýna „mis- kunnsemi og samúð“ í garð kon- unnar. Ennfremur lýsti meiri- hluti dómsmálanefndar danska þingsins sig andvígan brottvísun konunnar úr landi. Ninn-Hansen dómsmálaráð- herra svaraði þessu á þann veg, að ákvörðun sín væri í samræmi við fyrri ákvarðanir, sem teknar hefðu verið í sams konar málum gagnvart útlendingum, er hlotið hefðu dóma fyrir fíkniefna- smygl. Ef hann yrði neyddur til þess að breyta ákvörðun sinni, myndi hann líta á það sem van- Bandaríski siglingamaðurinn Robert Arrow (50 ára) og sonur hans, Christian (17 ára) sjást hér báðir illa haldnir af sárum eftir sólbruna við komu þeirra til Fiji-eyja, eftir að þá hafði rekið 3.000 mílur um Kyrrahafið. Feðgarnir fóru ásamt Margaret konu Róberts á tveimur smábátum frá Cook-eyju til Fiji- eyja og voru bátarnir bundnir hvor aftan í annan og knúnir áfram af smásegli. Ferðalagið stóð yfir í nær 4 vikur. Verktakahneyksli 1 V estur-Þýskalandi llamborg, 22. desember. AP. AÐ SÖGN dagblaðsins Die Zeit í Vestur-Þýskalandi eru nú nokkur af stærstu byggingaverktakafyrir- tækjum V-Þýskalands fyrir rétti vegna meints svindls í tilboða- gerð. Er fyrirtækjunum gefið að sök að hafa beitt samtryggingu og þannig hækkað verð á ýmsum byggingarverkefnum um 1,5 millj- arð þýskra marka á undanfornum fjórum árum. Rekstur allra stærstu verktaka- fyrirtækja landsins er í ítarlegri rannsókn og einnig fjöldi annarra smærri sambærilegra fyrirtækja. Erfiðlega hefur gengið að fá stað- festar upplýsingar um hvaða fyrirtæki eigi hér í hlut. A meðal þeirra verkefna, sem dragast inn í málið má nefna mjög umdeilda nýja flugbraut í Frank- furt, neðanjarðarsamgöngukerfið í Frankfurt og fyrirhuguð bygging risastórs skurðar, sem tengja á saman árnar Main, Rín og Dóná. Die Zeit segir í frétt sinni, að í flestum tilfellum hafi verktaka- fyrirtækin bætt 10% ofan á raun- verulegan kostnað við fram- kvæmdirnar í skjóli samtrygg- ingarinnar. Þau ríki, sem verst eru sögð hafa orðið úti í þessum prettum eru Bæjaraland og Hess- en. Hefur þú lesið MÓMÓ? Skrítnu söguna um tímaþjófana og barniö sem frelsaói tímann úr klóm þeirra og færói hann mannfólkinu á ný. Bókin sem hefur farið sigurför um heim- inn. íslenska er 27. tungumálið sem MÓMÓ er þýdd á. Mímósa, Hótei Sögu, Sími 12013. Amerískir olíulampar Glæsilegt úrval, 20 geröir. Opiö til kl. 10 í kvöld og á morgun, sunnudag, frá kl. 1—6. „Fleygur rekinn í sam- starf OPEC-ríkjanna“ Kuwait, 22. desember. AP. „ÍRANIR hafa með þessari ákvörðun sinni rekið banvænan fleyg í samstarf OPE(>ríkjanna,“ hafði hið óháða dagblað Al-Qabas eftir háttsettum embættismanni í dag. Scgir hann þá ákvörðun írana að halda fast við framleiðslu sina á hráolíu umfram framlciðslukvótann, sem OPEC-ríkin höfðu ákveðið í sameiningu, eiga eftir að skaða þennan heimshluta meira en styrj- öldin á rnilli írana og íraka. íranir framleiða að meðaltali 3 milljónir tunna af olíu á dag og að sögn þessa háttsetta embætt- ismanns á stórfellt undirboð írana á olíunni eftir að koma öðrum OPEC-ríkjum, sem fylgja settum verðtakmörkum í hvívetna, í bobba. OPEC-ríkin hafa komið sér saman um að verð á hverri tunnu væri 34 dollarar með örlitlum frá- vikum með tilliti til gæða. Jólagjafavandamálið úr sögunni hjá þeim ríku?: Má bjóða yður Benz á þrjár milljónir kr.? Beverly HilU, Kaliforníu, 22. dem'mber. Al*. HÚN HEFUR verið nefnd jólagjöfin þeirra, sem eiga allt, en langar til að eignast mcira. Hún er glæsikerra að verðmæti 3 milljóna íslenskra króna. Þessi umrædda hún er Mercedes Benz-bifreið af gerðinni 500SEL, sem breytt hefur verið mjög að innan og útbúin hinum ótrúlegasta íburði. A meðal fremur óvenjulegra fylgihluta í bifreið þessari má nefna litasjónvarp, kæliskáp, bar og ísmolavél, auk silfurbikara frá Cartier til þess að bera guðaveig- arnar fram í, skrifborð úr val- hnetu með gullögðum penna frá Cartier, digital-síma og míkró- tölvu, sem býr yfir litlum 110.000 eiginleikum. Þá er að sjálfsögðu myndband í bílnum, auk ýmiss annars búnaðar og fullkomins ör- yggiskerfis. Bifreið þessi, sem hlotið hefur nafnið „Karat" var í fyrsta sinni sýnd fyrir utan sérverslun í eigu Tova Borgnine, eiginkonu leikar- ans Ernest Borgnine, í Beverly Hills-hverfinu. Vakti hún að von- um óskipta athygli gesta, en flestum brá í brún er þeir lásu á verðmiðann. Það er Belginn Frederick Duchatelet, sem tekið hefur að sér að breyta 50 bifreiðum af þessari gerð á þennan hátt og hyggst selja þær í Bandaríkjun- um eða annars staðar þar sem markaður er fyrir þær. Hann flaug sérstaklega til Kaliforníu til að vera viðstaddur athöfnina er bíllinn var afhjúpaður. Lét hann þess getið við það tækifæri, að það hefði tekið 1200 vinnu- stundir að ljúka breytingunum á bílnum. Hafi menn áhuga á að verða sér úti um einn slíkan glæsivagn er ekki annað en að setja sig í samband við Duchatelet. Af- greiðslufresturinn er fjórar vik- ur. Þá, og ekki fyrr, fær eigand- inn að vita hvar leynihólfið í bíln- um er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.