Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Nýr NATIONAL olíuofn FULLKOMINN, FALLEGUR Alger nýjung. Innb. kolsýrueyöir. Ofninn fyrir: • sumarbústaöinn • gróðurhúsið • varavarmi heimafyrir • áfylling m/lausum tank • eyöir 2 Itr á 15 tímum RAFBORC SF. Rauðarárstig 1, simi 11141. Kveðjuorö: Arni Sigurðsson útvarpsvirkjameistari Fæddur 1. nóvember 1917 Dáinn 11. desember 1982 Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Víst er, að ekki óraði okkur starfsfélagana hjá flugmálastjórn fyrir, að ljúfur vinur okkar og vinnufélagi, Árni Sigurðsson, ætti sín síðustu handtök við hlið okkar í þessum heimi föstudaginn 10. desember sl. Árni starfaði þann dag fullur af áhuga á viðfangsefn- um sínum hjá radíódeild flug- málastjórnar eins og hann hafði ávallt gert á langri starfsævi, þeg- ar heilsa hans leyfði. Næsta dag var hann á braut kallaður frá okkur hér á jörðu af þeim, sem öllu ræður. Árni Sigurðsson var fæddur 1. nóvember 1917. Hann varð út- varpsvirkjameistari 21. febrúar 1944 og því einn elsti og reyndasti fagmaður á iandinu í þeirri starfs- grein. Hann hóf störf á viðgerð- arstofu ríkisútvarpsins 1. apríl 1934 og starfaði þar til ársins 1957, er hann réði sig til flugmála- stjórnar. Hjá flugmálastjórn starfaði hann til síðasta dags við mikilvæg viðgerðar- og eftirlits- störf varðandi fjarskipta- og leið- sögutæki á landinu. Jafnframt hafði hann á höndum ábyrgð á út- skrift nýliða í fagi sínu hjá flug- málastjórn. Árni Sigurðsson var einstakt ljúfménni að starfa með. Sá, sem leitaði ráða hjá honum, mátti ætíð búast við heilræði og úrræðagóð- um tilsvörum, hvernig sem að- stæður voru í annríki dagsins. Um þetta vitnar fjöldi þeirra nýliða, sem naut tilsagnar Árna, er þeir hófu störf í starfsgreininni. I dag koma fram í hugann atvik, þegar leitað var úrræða hjá Árna. Slík atvik jíleymast í dagsins önn, því þótt Árni væri viðmótsþýður var hann hógvær með afbrigðum og lítt fyrir að trana sér fram eða tjá sig um eigin mannkosti. Þegar leitað var stuttrar hvíldar frá erf- iðum verkefnum á vinnudegi mátti ætíð eiga von á brosi og hnyttilegum tilsvörum frá Árna og þá birti jafnan yfir tilverunni. Árni Sigurðsson var tvíkvænt- ur. Fyrri eiginkona hans er Mar- grét Þorsteinsdóttir og eignuðust þau fjórar dætur. Þær eru Ágústa, Anna Þóra, Sigrún og Margrét. Árni og Margrét slitu samvistum. Síðari eiginkona Árna er Sigríður Svava Guðmundsdóttir. Árni gekk syni Sigríðar, Ragnari, í föður stað og sýndi honum ætíð kærleik sinn í verki. Þau Sigríður og Árni Minning: + Móöir okkar, AÐALBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, lést 10. desember. Útförin hefur fariö fram. Edda Helgadóttir, Sjöfn Helgadóttir, Birgir Helgason. Bróöir minn, + GUDLAUGUR NARFASON, Baldursgötu 25, Reykjavík, er látinn. Ingibjörg Narfadóttir. t Faöir okkar, INGIMAR STEFÁNSSON, andaöist í Sjúkrahúsinu á Húsavík aöfaranótt 22. desember. Brynhildur Ingimarsdóttir Eydal, Gunnar Ingimarsson. + Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SIGURSTEINN MAGNÚSSON, aöalræöismaöur, 2 Orchard Brae, Edinburgh, Skotlandi, andaöist þann 20. desember. Jaröarförin fer fram í Edinburgh þann 24. desember. Ingibjörg Siguröardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Melgerði 16, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum hinn 10. desember. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey. Hrefna Magnúsdóttir, Lóra I. Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigríöur Júlíusdóttir, Lára I. Ólafsdóttir, Nöel Burgess, Fríöur Ólafsdóttir, Þóröur Vigfússon, Sígrún Ólafsdótir, Rúnar G. Sigurpálsson, Sigrióur Ólafsdóttir, Þóröur Jóhannsson, og barnabörn. Sigurbjörg Sigurðar- dóttir frá Litla-Armóti Fædd 27. apríl 1899 Dáin 24. október 1982 Eg var ekki há í loftinu þegar ég kom í fyrsta sinn að Litla-Ármóti, aðeins sex mánaða gömul og var á þriðja mánuð. Eftir þetta var ég þar alltaf ef þurfti að koma mér fyrir, sem leiddi til þess að þar vildi ég helst alltaf vera, enda var ég þar í tíma og ótíma og ætíð velkomin. Sigurbjörg og Bjarni, sem lést 1971, voru mér eins og amma og afi og kallaði ég þau aldrei annað. Amma var rólynd og virðuleg kona, glaðleg með létta lund. Hún var heil í öllu sem hún sagði og gerði og aldrei heyrði ég hana tala illa um fólk og hef ég aldrei kynnst fjölskyldu, sem var eins samtaka hvað það snerti. Amma og afi eignuðust þrjú börn, Guð- björgu, sem hélt mér undir skírn, Bjarna og Sigríði, sem bjuggu með foreldrum sínum, þau voru mér eins og bestu systkin, þrátt fyrir töluverðan aldursmun. Það eru líklega ekki margir jafnaldrar mínir sem hafa kynnst baðstofulífi, þar sem heimilisfólk þvoði sér við servant í baðstofunni hvert kvöld og þurfti að hlaupa hálfan hring í kringum bæinn til að fara á útikamarinn. Þessu kynntist ég á Litla-Ármóti og er þakklát fyrir það. Það sást aldrei skítur á hvítskúruðu eldhúsgólf- inu og stífbónuðu baðstofugólfinu, þvílíkur var þrifnaðurinn og snyrtimennskan í þessum gamla bæ. Það virtist ekkert ómögulegt á Litla-Ármóti, þar voru ótrúleg- + Móöir okkar tengdamóöir og amma, KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR, Búðageröi 8, lést 9. desember. Útför hennar hefur fariö fram. Þökkum sýnda samúð. Börnin. + Faðir okkar, ERLENDUR ÞÓRDARSON, fyrrverandi prestur í Odda, andaöist í Elli- og hjúkrunarheimilfnu Grund, þriöjudaginn 21. des- ember. Kveöjuathöfn veröur í Dómkirkjunni miövikudaginn 29. desember kl. 10.30 og jarösett frá Oddakirkju kl. 2.00 sama dag. Bílferö austur fyrir þá sem þess óska. Anna Erlendsdóttir, Jakobína Erlendsdóttir. + Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför bróöur mins, PÁLS ÞORGILSSONAR, Bárugötu 32. Guö gefi ykkur öllum gleöilega jólahátíö. Þorgeröur Þorgilsdóttir og aöstandendur. áttu indælt heimili að Huldulandi 5 í Reykjavík. Þar byggði Sigríður honum vistlegt og kærleiksríkt heimili, þar sem Árni gat af alúð stundað amatörfjarskipti, sem var aðaláhugamál hans. Annað áhugamál Árna var flugbjörgun- arsveitin, en hann var ómissandi í fjarskiptamálum flugbjörgunar- sveitarinnar á upphafsárum henn- ar. Með Árna er horfinn á braut sannur vinur og góður vinnufélagi. Við kveðjum hógværan félaga okkar með djúpum söknuði og munum ætíð minnast hans með hlýhug. Öllum aðstandendum Árna vottum við samúð okkar. Starfsfélagar hjá flugmálastjórn ustu hlutir búnir til og viðgerðir á hvers konar hlutum leikur einn. Baddi tók mikið af myndum og stækkaði og framkallaði sjálfur og var ekki óalgengt að krakkar sem þar voru, fengju senda mynd af sér um jólin. Amma talaði alltaf um krakkana sem hjá henni voru sem sín eigin börn. Lýsir það henni best hve mörg þeirra fylgdu henni til grafar, ekki kom ég tölu á þann hóp, en hann var stór. Barnabörnunum fannst svolítið gengið á sinn hlut út af ömmutal- inu í mér. Einu sinni skarst í odda með mér og einu þeirra. Farið var til ömmu og hún spurð hvers vegna hún svaraði þessu rugli í mér, þar sem ég væri ekki einu sinni skyld þeim. Þá svaraði hún: Ég var amma hennar löngu á und- an þér og hef hugsað mér að vera það áfram. Mér hlýnar um hjartað þegar ég minnist þessara orða og málið var útrætt. Amma var höfðingi heim að sækja, og hvergi hef ég komið þar sem hlýjan og elskusemin hrein- lega tóku utan um mann. Litla- Ármót var mitt annað heimili, þaðan á ég ekkert nema ljúfar minningar og þannig verða þær aðeins fyrir hvað fólkið var mér gott. Af ömmu og hennar fjöl- skyldu stafar fölskvalaus heiðar- leiki og elskulegheit. Bestu þakkir fyrir allt gott í minn garð. Aðstandendum votta ég samúð mína. Við útförina sagði prestur- inn: Sigurbjörg kvaddi þennan heim í sátt við guð og menn. Þann- ig held ég hún hafi alltaf verið. Hún var jarðsett í Hraungerði 30. október. Agga Setta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.