Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 27 ■w A að svipta aldraða þeirri heilsu- og kjarabót að fá læknisfræðilega endurhæf- ingu þeim að kostnaðarlausu? Heilsuræktin í Glæsibæ hefur frá því í nóvember 1976 veitt Reykvíkingum og öðrum, 67 ára og eldri, læknisfræðilega endurhæf- ingu, þeim að kostnaðarlausu. I samningi sem gerður var þá, skyldi Heilsuræktin greiða 19,88% kostnaðar, Tryggingastofnun ríkisins 40,12% og Reykjavíkur- borg 40%. Heilsuræktin hefur húsnæði á leigu en á nú kost á að kaupa það eða vera borin út ella þann 5. janúar næstkomandi. Fyrsta af- borgun er 460 þúsund krónur. Leitaði Heilsuræktin til fjárveit- inganefndar Alþingis um fjár- stuðning sem þessari upphæð nemur. Hafnaði nefndin þessum stuðningi og einnig var felld breytingatillaga við fjárlögin um að þessi upphæð fengi að vera inni á þeim og voru 12 þingmenn með- mæltir en 32 á móti. Aðrir sátu hjá. Skulu nú raktar ástæður þess að stofnunin er í fjárþröng. Þegar Endurhæfingastöðin opnaði haustið ’76 stóð fjárhagur hennar traustum fótum. Eftir gerð samn- ingsins við Reykjavíkurborg og ríkið auglýsti stofnunin eftir sjúkraþjálfurum en engin umsókn barst. Matth ías Bjarnason og Einar Agústsson, þáv. heilbrigðis- og utanríkisráðherrar aðstoðuðu þá Heilsuræktina við ráðningu sjúkraþjálfara frá Danmörku. Var 5 ára samningur gerður við danska yfirsjúkraþjálfarafélagið. Kom formaður félagsins til ís- lands í nóv. ’76 ásamt ráðnum sjúkraþjálfara og hélt fund með stjórn Félags ísl. sjúkraþjálfara og fór vel á með þeim. Formann félagsins vantaði á fundinn. Nokkru síðar birtist rætin níð- grein í Mbl. um Heilsuræktina. Björn Jónsson, þáv. forseti ASÍ svaraði greininni og hófst grein hans á þessari vísu: „Viljirðu sví- virða saklausan mann, segirðu’ ekki beinar skammir um hann en lætur það svona í veðrinu vaka þú vitir hann hafi unnið til saka." Feitir bitar eru sýnilegir þeim sem sjá vilja. Var þess farið á leit við mig sem formann stjórnar Heilsuræktarinnar að ég kæmi fram í þættinum Kastljósi ásamt borgarlækni og fulltrúum Sjúkra- þjálfarafélagsins í Janúar ’77. Lá svo mikið á að ekki var hægt að bíða eina viku eftir að ég gæti tek- ið þátt í umræðum í þættinum þrátt fyrir að menntamálaráð- herra og útvarpsstjóri færu fram á það. Höfnuðu umsjónarmenn Kastljóss þeirri beiðni alfarið. Eftir að hafa sótt í sig veðrið í Kastljósþættinum fór nú formað- ur Sjúkraþjálfarafélagsins til Danmerkur og gat þvingað danska yfirsjúkraþjálfarafélagið til að rifta fimm ára samkomulagi þeirra við Heilsuræktina um út- vegun á sjúkraþjálfara. Var nú egnd gildra fyrir stjórn Sjúkraþjálfarafélagsins og gekk hún óbeðin í hana. Heilsuræktin gerði samning við Háskólasjúkra- húsið í Lundúnum um ráðningu á þjálfurum þaðan næstu tvö árin. Þann samning eyðilagði stjórn Sjúkraþjálfarafélagsins einnig en vegna gildrunnar tókst rannsókn- arlögreglu ríkisins að ná sönnun- argögnum um þetta heim. Hefur lögfræðingur Heilsuræktarinnar stefnt Félagi sjúkraþjálfara fyrir atvinnuróg. Vegna þess að Heilsuræktin stóð uppi sjúkraþjálfaralaus en með lækni þó, treystist Trygg- ingastofnun ríkisins ekki til að standa við sinn hluta samningsins við Heilsuræktina frá í nóv. ’76 um greiðslu á 40,12% kostnaðar við endurhæfingu aldraðra. Vegna þess stefndi nú í algjört óefni hjá Heilsuræktinni fjárhagslega og vegna þess að forráðamenn henn- ar vildu ekki svipta gamla fólkið þeirri þjónustu sem það þó fékk í stöðinni fóru þeir nú að bera þennan hluta kostnaðarins líka, eða 60% alls. Skal það sagt stjórn- völdun Reykjavíkur til ævarandi sóma, að þau hafa greitt Heilsu- ræktinni eins og samningur segir til um og ekki látið misgerðir Sjúkraþjálfarafélagsins bitna á stofnuninni. (Annars hefði ekki verið hægt að hafa opið fyrir gamla fólkið frá kl. 9 á morgnana og til kl. 9 á kvöldin alla virka daga.) Nemur persónulegur kostn- aður aðstandenda Heilsurækt- arinnar nú nærri þremur milljónum króna og segir sig sjálft hve erfitt það hlýtur að vera einstaklingum að rísa undir slíkum bagga. Séra Ólafur Skúlason og Öldr- unarnefnd þjóðkirkjunnar beittu sér fyrir því á síðastliðnu sumri við stjórn Sjúkraþjálfarafélagsins að hún léti af þeirri lagalausu herkví sem hún hefur haldið Heilsuræktinni í í fimm ár. Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra veitti síðan það liðsinni er dugði til ráðningar erlendra sjúkraþjálf- ara. Þann 4. október síðastliðinn hófu þeir störf hjá Heilsuræktinni og þá gekk einnig í gildi samning- ur Heilsuræktarinnar við Trygg- ingastofnun ríkisins frá í nóv. ’76. Væri nú ekkert því til fyrirstöðu að sarfsemin gæti haldið áfram nema hvað Heilsuræktinni hefur verið gert að kaupa húsnæði það sem hún hefur haft á leigu í Glæsibæ og greiða fyrstu afborg- un fyrir 5. janúar eða vera borin út ella. I upphafi þessarar greinar greindi ég frá samningi Heilsu- Innilegar þakkir fyrir samúö og vinsemd vegna fráfalls mannsins míns, ÁRNA SIGURÐSSONAR, útvarpsvirkjameistara, Huldulandi 5. Sigriöur Svava Guðmundsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför INGÓLFS ÞORVALDSSONAR, Bargstaðastraati 55. Fyrir hönd barna og tengdabarna hans, Guðrún Ólafsdóttir. ræktarinnar við Tryggingastofn- unina og Reykjavíkurborg um læknisfræðilega endurhæfingu aldraðra. Að einu vil ég spyrja: Hvenær myndi sambærileg ríkis- rekin stofnun leggja til 19,88% kostnaðarins án þess að fara í vasa þrautskattpínds almennings eftir peningunum? Er það ekki einhvers virði í hálfgjaldþrota þjóðfélagi að það fólk sé til sem nennir að leggja á sig ómælt erfiði öðrum til heilla og aukins heil- brigðis. Er ekki nóg að 21% skatttekna þess opinbera fari til heilbrigðismála? Ellilífeyririnn er naumur. Aldrað fólk sem nýtur þjónustu hjá Heilsuræktinni fær tæpar þúsund krónur í kjarabót á mánuði við það. Þetta er eina stofnunin á íslandi, og kannski í öllum heiminum, þar sem allir 67 ára og eldri geta fengið slíka þjón- ustu sér að kostnaðarlausu. Gerir þetta fólkrkleyft að búa lengur við óskerta iíkamlega og andlega krafta; það verður ekki jafnfljótt „stofnanamatur" og ella. Að lokum vil ég hvetja aðstand- endur þess fólks sem þannig hefur notið þjónustu hjá Heilsuræktinni til að koma nú til hjálpar í neyð stofnunarinnar og leggja henni fjárhagslegt lið. Framlög annarra eru einnig þakksamlega þegin. Heiti ég á ykkur að bregðast ekki og verið minnug þess að margt smátt gerir eitt stórt. Eru framlög til stofnunarinnar frádráttarbær til skatts. Opið er í Heilsuræktinni frá níu á morgnana til níu á kvöld- in. Ávísanareikningur stofnunar- innar er nr. 80022 í útibúi Lands- bankans að Laugavegi 77 og nnr. hennar 3867-9929. Er hægt að leggja inn á þann reikning í öllum útibúum Landsbankans hvar sem er á landinu. Guð blessi ykkur og gleðileg jól! Jóhanna Tryggvadóttir, formaður stjórnar Heilsuræktarinn- ar í Glæsibæ. UOLA- GJAFIR KAFFIVELAR Verð frá kr. 1.170,- HANDÞEYTARI Verð kr. 774,- LILLI PUTT RYKSUGA Hapdhæg með hleðslutæki Verð kr. 648,- « • BRAUÐRISTAR Verð frá kr. 735,- MINUTUGRILL OG VÖFFLUJÁRN Verð kr 3.009,- STRAUJÁRN Verð frá kr. 626,- EGGJASUÐUTÆKI Verð kr. 963,- I i / RAFMAGNS- TANNBURSTI Verð kr. 1.045,- RYKSUGUR 1000 wött Stillanlegur sogkraftur Verð kr 3.480,- BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.