Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 13 Matur er mannsins megin: „Margt líkt með ljóða- og matargerð" „Það sem þarf til þess að búa til ætan mat er að mínum dómi fyrst og fremst gott skap, einbeiting og dálítið af hugmyndaflugi. Af því leiðir að það er auðvitað ekki vænlegt til árangurs að elda á hlaupum með allt á hornum sér heldur borgar sig að slaka á áður en hafist er handa. Fólk er líka farið að gera sér grein fyrir þvi að það er hin ágætasta streituvörn að veita sköpunargleðinni útrás í matargerð. Svo ég nefni nú dæmi úr bókmenntunum þá dettur mér í hug eiginmaðurinn kokkálaði í Tintrommu Gúnter Grass, en sá veitti bældum ástríðum sínum útrás í sósugerð." Sú sem talar er Jóhanna Sveinsdóttir, höfundur einu frum- sömdu íslensku matreiðslubókar- innar á markaðnum í ár, Matur er mannsins megin, sem forlagið Svart á hvítu gefur út. Jóhanna hefur getið sér gott orð fyrir líflega matkrákupistla sína í Helgarpóstinum, oft kryddaða hinni ýmsu speki um matarmenn- ingu og hin ýmsu svið tilverunnar er henni tengjast. Jóhanna er eins og hún orðar það sjálf „leik en ekki lærð“ í matargerðarlistinni. Hún er íslenskufræðingur að mennt, var við nám í bókmenntafræðum í Frakklandi í tvö ár en hefur að undanförnu starfað sem kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. „Að grafa sér gröf með tönminum" samlegra máltíða. Ef svolítil hagsýni er höfð með í innkaupunum þarf t.d. aldrei að hafa það sama á morgunverðar- borðinu. Það er hægt að skapa mikla fjölbreytni í kring um þessa mikilvægu máltíð, sem allt of margir neita sér um. í hádegisverð- arkaflanum eru uppskriftir sér- staklega ætlaðar þeim sem borða einir, „hádegisverður fyrir heima- vinnandi". Það kann að virðast fá- ránlegt, en sú persóna, sem hefur aðgang að forðabúri heimilisins, er oft á tíðum sú sem borðar minnst — eða allténd óhollusamlegast — í hádeginu. Bókin er „þjóðleg" að því leyti að tekið er mið af þeim hráefnum sem hér eru fáanleg. Það er til að æra óstöðugan að fletta fjölþjóðlegum Jóhanna Sveinsdóttir: „Ljóðagerð hefur að ákveðnu marki svipuð áhrif og matargerð." matreiðslubókum og sjá hvern réttinn á eftir öðrum, sem maður hefur annaðhvort ekki ráð á að elda eða fær ekki hráefni í. Upp- skriftirnar ganga út á það að elda nýstárlega rétti, en sjaldan íburð- armikla, úr þekktu hráefni. Laukurinn lofsunginn Nú, svo minni ég svona í bland á viðbit fyrri alda á Islandi og annað, sem tengist sögu réttanna," segir Jóhanna og bætir við að þá kafla geti fólk dundað sér við að lesa þeg- ar stund gefst milli stríða í matar- gerðinni, sem eigi reyndar alls ekki að vera neitt stríð. „En það er sum- sé teygt sig í ýmsar áttir — ekki bara í afþreyingarskyni, heldur líka í áróðuskyni fyrir þær fæðu- tegundir, sem ég vil koma á fram- færi við fólk. Margir eru til dæmis ekkert hrifnir af því að nota lauk sem uppistöðu í súpu eða annan mat, vegna þess að honum fylgir bæði sterkja og grátur. En það kann að vera að margir líti laukinn hýrari augum eftir að þeir hafa lesið hugljúfa lofgerð bandarísku skáldkonunnar Ericu Jong um hann. En hún segir m.a.: „Ég lít á laukinn sem eilífan utangarðs- mann, barnið í miðið, hugsuðinn hrygga í konungdæmi grænmetis- ins.“ Gætir þú hugsað þér að halda áfram á þessari braut, þ.e. að skrifa matreiðslubækur? „Já, það gæti ég vel,“ segir Jó- hanna. En það er nú samt von mín að næsta bók verði ljóðabók." Um mat? spyr blm. og- það kannski ekki að ósekju því Jóhönnu virðist láta ágætlega að flétta sam- an bókmenntir og neyslufræði. „Nei, reyndar ekki,“ svarar hún, „þó að matur komi kannski eitt- hvað við sögu. En ljóðagerð hefur að ákveðnu marki svipuð áhrif og matargerð; að örva sköpunargleð- ina og særa fram tilfinningar og líðan sem annars væri erfitt að tjá á rökrænan hátt í orðum. En það er ef til vill skynsamlegast að gera ekki neinar áætlanir fyrr en í ljós kemur hvernig viðtökur þessi þók fær.“ Ertu mikil „matkráka" sjálf? „Ég er langt frá því að vera neinn matreiðslusnillingur," segir Jóhanna hógvær, „en ég er nýj- ungagjörn og vil alltaf vera að sjóða ýsuna á nýjan hátt .. “ hhs Bókin „Matur er mannsins meg- in“ ber það með sér að höfundur hefur komið víða við. Auk matar- uppskrifta, sem skipt er í flokka eftir máltíðum, er í henni að finna fróðleik af ýmsu tagi, m.a. um mat- arvenjur Islendinga fyrr á öidum og skotið er inn kveðskap og til- vitnunum í hina ýmsu vísu menn og konur. Allt frá Maupassant, sem sagði að menn væru sælkerar á sama hátt og þeir væru skáld og listamenn, til Matkrákunnar sjálfrar sem fullyrðir að „hóflega drukkin kona gleðji mannsins hjarta en kófdrukkin hryggi og hræði“ og má eflaust til sanns veg- ar færa. Sérstakur kafli er helgað- ur brauðbakstri og „kynngikrafti kornmetis", enda höfundur svarinn andstæðingur þess að menn „grafi sér gröf með tönnunum", eins og hún segir sællífisseggi á Vestur- löndum hafa ríka tilhneigingu til. Bókina prýðir fjöldi litmynda af réttum á borð við lúðu í appelsinu- sósu, lambalæri á norður-afríska vísu og lauksúpu a la Marseillaise, en „sunnudagssoðsteikina" sígildu er hvergi að sjá. „Að vissu marki eru þessi orð einkunnarorð bókar- innar," segir Jóhanna þegar blm. innir hana eftir þeirri fullyrðingu í tileinkun fremst í bókinni að taka beri öllum uppskriftum með skyn- samlegum fyrirvara. „Sem dæmi má nefna að krydd mál eru afar vandmeðfarin. Þar er best að láta tilfinninguna ráða og auk þess er kryddið sem hér er selt í búðum svo missterkt. Það er líka oftast þurrkað og hefur því misst nokkuð af upprunalegum krafti sínum. Ég reyni að sjá við þessu í bókinni en þó eru a.m.k. tvær sósur sem ég gat ekki haft með. Þær urðu alveg ómögulegar þegar búið var að mæla nákvæmlega út í þær krydd- ið,“ segir Jóhanna og er hreint ekki glaðleg á svipinn. Til þess að létta brúnina á Jó- hönnu spyr blm. hana hvort ekki hafi verið gaman að setja þessa bók saman. „Jú, vissulega," svarar hún. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd lengi og ein ástæðan til þess að ég fór út í þetta var sú að eftir að ég fór að skrifa reglulega um mat, vildi ég tryggja mér tíma til að grufla rækilega í þessu áhugamáli mínu.“ Nýstárlegir réttir, en sjaldan íburöarmiklir Er „Matur er mannsins megin“ að einhverju leyti frábrugðin öðr- um matreiðslubókum og er hægt að segja um hana að hún sé eitthvað sérstaklega „þjóðleg"? „Ég geri öllum máltíðum jafn hátt undir höfði," segir Jóhanna. „Og það má segja að það skapi bók- inni nokkra sérstöðu, því að yfir- leytt er kvöldverðurinn hafður í hásæti og minna hirt um aðrar máltíðir dagsins. En í þessari bók er brýnt fyrir fólki að það skipti sköpum að borða rétt og vel í öll mál. Annars vegar er um beinar uppskriftir að ræða og hins vegar tillögur um samsetningu hollustu- ÆSKULÝÐSRÁÐ STUÐMENN cjKÐIB lOA14*. Fjölskylduskemmtun að deginum Verðkr. 75- Unglingaskemmtun um kvöldið fyrir 13 áraog eldri 14.00-14.15 Höllin opnuö - innganga 14.15-15.00 Stuðmenn spila og sprella 15.00-15.45 Skemmtidagskrá Syngjandi Grýla Danssýning Katla María Kór frá Keflavík Verðkr. 100- 21.00-01.00 Stuömenn sjá um fjörið. 15.45-16.30 Stuðmenn spila og sprella í annaðsinn 16.30-17.15 Skemmtidagskrá endurtekin 17.15-18.00 Stuðmenn spila og sprella í þriðjasinn Auk þess verður hátíðarstemming í Höllinni með fljúgandi Leppalúða sem dreifir sætindum, míní Tívolí, furðudýrum, jólasveinum, púkum og álfum, gengið í kringum jólatré, og margt, margt fleira gert sér til gamans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.