Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
7
Nú geta allir eignast VHF-talstðð í bátinn og til-
kynnt sig inn og úr höfn. Svo er ekki verra aö geta
talaö heim.
Lítil fyrirferöar, 25x8 — 4x32,7 cm.
Verö aöeins 4.206.-. D<iniin
Gengi 7.12 ’82 DCIIUU
Bolholti 4.
Sími 91-21945/ 84077.
TS'ibamaikadulinn*
^■tettisýötu 12 - 1S
Cott QLX 1961
Blér, oklnn 25 þús. Sjálfsklptur.
Verð 130 þús.
Subarau 1800 1980
Gráisanseraöur. Ekinn 70 þús. Út-
varp, segulband. Verö 140 þús.
Citroén GSA Pallas 1962
Blágrár, ekinn 7 þús. Snjó- og
sumardekk. Verö 160 þús.
Fiat Flarino 1980 Toyota Craaakla 1978
Hvftur, ektnn 18. þús. Verö 85 Qrænn. eklnn 86 þús. Sjálfskipt-
þús. ur, útvarp. Verö 120 þús.
Toyota Corolla 1980
Blár, ekinn 64 þús. Útvarp, snjó-
og sumardekk. Verö 100 þús.
Mazda 929 hardtop 1981
Blásans., ekinn 20 þús. 5 gfra,
útvarp, snjó- og sumardekk. Verö
165 þús.
Mazda 626 1881
Grænn, ekinn 29 þús. Verö 135
þús.
Daihatsu Charada 1980
Drapp, eklnn 45 þús. Útvarp.
Verö 85 þús.
„Samstarfsaðila brast úthald“
Forystugrein Tímans um áramótin fjallar um þaö hvern veg
til tókst á liðnu ári og hversvegna. Þar segir orörétt:
„Þaö breytir hins vegar ekki þeirri staöreynd, aö veröbólg-
an hér er á góðum vegi aö sliga svo atvinnuvegina, aö
mikill samdráttur þeirra er framundan, ef fylgifiskur hans
veröur atvinnuleysi. Hér getur fljótlega oröiö mikiö at-
vinnuleysi, ef ekki er tekið fljótlega og sterklega í taumana.
En er hægt aö ráða viö verðbólguna? Hefur þaö ekki
hingaö til mistekizt öllum íslenzkum ríkisstjórnum? Því
miöur veröur aö játa þaö.
Einstök dæmi sýna þó, aö þetta er hægt, ef ekki skortir
áræði og úthald. Niöurfærslan, sem ráöizt var í um næst
síðustu áramót, gaf góöa raun. Heföi þannig veriö haldiö
áfram í áföngum, væri efnahagsástandiö nú annaö og
betra. En samstarfsaöila Framsóknarflokksins brast út-
hald. Því er eins ástatt í dag og raun ber vitni.
Þaö er hægt aö ráða viö veröbólguvandann. En þaö verö-
ur ekki gert í einu stóru stökki — eða leiftursókn. Þaö
veröur ekki gert, án atvinnuleysis, nema í áföngum. Vand-
inn við þá leið er hins vegar sá, aö hún útheimtir festu og
umfram allt úthald og þrautseigju. Megi nýja áriö færa
þjóöinni áræöi og úthald til aö glíma viö veröbólguna meö
æskilegum árangri."
„Alténd skort-
ir okkur mikil-
hæfa stjórn-
málamenn“
Dagblaðiö og Vísir segir
í áramótaleiðara að íslend-
ingar hafi einkum dregizt
aftur úr öðrum þjóðum í
stjórnmálum. Hlaðið segir:
„Dæmin, sem hér hafa
verið rakin, sýna og sanna
tilverurétt íslendinga sem
sjálfstæðrar og fullvalda
þjóöar. Hér er á mörgum
sviðum meiri þróttur og
reisn en hægt er að finna
hjá sumum milljónaþjóð-
unum hér í kring.
í visindum og uppfinn-
ingum hafa Islendingar
reynzt liðtækir, þótt árang-
urínn sé ekki eins augljós
og í listum og íþróttum.
Hinn ungi rafeindaiðnaður
er gott dæmi um hugvit,
sem verður í askana látið á
næstu árum.
Helzt er þaö í stjórnmál-
um, sem við höfum dregizt
aftur úr. Ef til vill hafa
hæfileikar sogazt svo mjög
að listum, íþróttum og vís-
indum, að ekki sé nóg af-
lögu í stjórnmálin. Alténd
skortir okkur mikilhæfa
stjórnmálamenn.
Við höfum sjávarútvegs-
ráðherra, sem vill ekki láta
skrá rétt gengi á krónunni
og tehir fiskiskipaflotann
ekki vera of stóran. Við
megum jafnvel vera fegin,
að hann skuli skorta bein í
nef til að fullkeyra vitleys-
una.
Ástandið i stjórnmálun-
um er bagalegra en ella
fyrir þá sök, að þar hefur
hlaöizt upp vald á öðrum
sviðum, svo sem í fjármál-
um og atvinnulífi. Það eru
stjórnmálamenn, sem ráða
pcningum og efnahag þjóð-
arinnar.
Eitt mikilvægasta verk-
efni þjóðarinnar er að laða
efnisfólk að stjórnmálum
til að efla þjóðarhag og
sigla þjóðarskútunni inn í
mjög svo ótrygga og hættu-
lega framtíð, þar sem
kreppuský hrannast upp
við sjóndeildarhring."
„Hvar er okk-
ar bréf upp á
vist í allsnægta
búri... ? “
Áramótaleiöari Þjóðvilj-
ans fjallar um „sérhags-
munahyggju, sem oft fylgir
alLsnægtum“ og valdi bæði
„pest og svívirðu". Þjóð-
viljinn segir orðrétt:
„Nú við upphaf árs 1983
minnumst við móðuharð-
indanna, sem hófust með
Skaftáreldum fyrir 200 ár-
um. Þá féll helmingur
nautgripa í landinu, og af
hvcrjum hundrað sauð-
kindum lifðu aðeins 18 eft-
ir. Við upphaf Skaftárelda
voru Islendingar um
50.000, en svo fast þrengdi
hungur og harðrétti að
landsfólkinu að þjóöinni
fækkaði um fímmtung á
tveimur árum, nær tiu þús-
und týndu lífi.
Hvar er okkar bréf upp á
vist i allsnægtabúrinu frá
vöggu til grafar? — Skyldi
það dýra skjal ekki týnast,
ef við glcymum að þetta
bréf okkur til handa kost-
aði gengnar kynslóðir bæði
blóð og tár — það eitt að
þrauka svo við sem síöar
komum mættum lifa.
Og hver er réttur okkar
til allsnægta, ef við þykj-
umst ekki lengur þurfa
neitt fyrir þeim rétti að
hafa, heimtum flest af öðr-
um, en fátt af sjálfum
okkur? Kröfur um bættan
hag og aukinn rétt þeirra,
sem minnst bera út býtum,
eru jafn sjálfsagöar nú sem
ætíð fyrr, en sú sérhags-
munahyggja, sem oft fylgir
allsnægtum, og sett hefur
nokkurn svip á okkar þjóð-
lif að undanfórnu, er bæði
pest og svívirða. — Við þá
pest þurfum við að ganga á
hólm á komandi ári undir
merkjum einingar, þjóð-
legrar reisnar, jafnaðar og
jafnréttis.“
„Reglulegar
verðbótaskerð-
ingar ríkis-
stjórnarinnar“
Alþýðublaðið segir m.a. í
áramótaleiðara:
„Kíkisstjórnin hefur orð-
ið undir í glímunni við
verðbólguna. Ekki hefur
tekizt að tryggja grundvall-
aratvinnuvegum lands-
manna viðunandi rekstrar-
grundvöll. Ástandið í þeim
efnum er sýnu verst í sjáv-
arútvegi. Þá hefur við-
skiptahallinn viö útlönd
farið stigvaxandi á árinu,
auk þess sem erlendar
skuldir hafa stóraukizt.
Ekki hefur tekizt aö ná
tökum á fjárfestingarmál-
um og öll fjárfestingarpóli-
tík hefur verið handahófs-
kennd og marklítil.
Upplausn hefur um of
einkennt árið 1982. Ríkis-
stjórnin á verulega sök á
því hvernig þau mál hafa
þróazt. Stjórnin missti
starfhæfan meirihluta á Al-
þingi í ágústmánuði en að-
ilar hennar hafa neitað að
viðurkenna staðreyndir og
setið sem fastast þrátt fyrir
það ... Árið 1982 hefur
langt því frá verið launa-
fólki í landinu hagstætt.
Kaupmáttur hefur rvrnað
m.a. vegna reglulegra
verðbótaskerðinga ríkis-
stjórnarinnar. Verka-
lýðshreyfingunni hefur
ekki tekizt að stilla saman
strengi sína i baráttunni
fyrir hagsmunum launa-
fólks og aflciöingin orðiö
sú, að hreynngin hefur
virkað veik og máttlítil út
á við.“
•
Blaðburöarfólk
óskast!
Austurbær
Skólavörðustígur
Ingólfsstræti
Þingholtsstræti
Úthverfi
Gnoðarvogur 44—88
Hjallavegur
Efstasund 60—98
Langholtsvegur 151—208
Skeiðarvogur
Klapparás
Skiphclt frá 35—55
Vesturbær
Tjarnarstígur
Garðastræti
Bárugata
Faxaskjól
Skerjafjörður
sunnan flugvallar
Granaskjól