Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 12 kr. eintakiö.
Eftirmæli
ríkisstjórnarinnar
Af ummælum stjórnmálafor-
ingja um áramótin verður
ráðið, að þeir vilja að þing verði
rofið sem fyrst og gengið til
kosninga. Brýnasta úrlausnar-
efnið fyrir þingrof er að komast
að niðurstöðu um leiðréttingu á
misvægi atkvæða eftir búsetu
manna. í því efni hafa ýmsar
hugmyndir verið settar fram og
Morgunblaðið tekur undir þá
skoðun Geirs Hallgrímssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins, í
áramótagrein hér í blaðinu, að
hver maður eigi að hafa eitt at-
kvæði, hvar á landinu sem hann
býr. Það er grundvallaratriði
lýðræðis, þó að hitt liggi jafn-
framt ótvírætt fyrir eins og Geir
bendir á, að um þetta réttlæt-
ismál þarf að ríkja gagnkvæmur
skilningur milli þéttbýlis- og
strjálbýlisbúa. Þess vegna verð-
ur að ganga fram í því á þann
veg, að samstaða náist um þá
lýðræðislegustu niðurstöðu sem
flestir geta samþykkt og án þess
að stofnað sé til sundurþykkju
milli þéttbýlis og strjáibýlis.
Væri æskilegast að stjórnmála-
flokkarnir næðu samkomulagi
um málið nú í jólaleyfi þing-
manna, svo að tafarlaust væri
unnt að ganga til afgreiðslu þess
og rjúfa síðan þing í lok janúar
eða byrjun febrúar.
Hvað sem þessu líður er þegar
unnt að taka saman eftirmæli
núverandi ríkisstjórnar, sem
setið hefur frá 8. febrúar 1980.
Geir Hallgrímsson gerði það
með þessum hætti í áramóta-
grein sinni:
„Heitið var að verðbólgan
færi niður í 8—10% á ári, hún
hefur verið 40—60% og stefnir í
60—80% á næsta ári.
Heitið var stöðugu gengi en
dollarinn hefur fjórfaldast í
verði og fyrirsjáanlegt er, að á
þriggja ára afmæli ríkisstjórn-
arinnar verði hann nær fimm-
falt hærri í verði en þremur ár-
um áður.
Viðskiptajöfnuður var hag-
stæður þegar núverandi ríkis-
stjórn tók til starfa en stefnir
nú í 10—12% halla miðað við
þjóðarframleiðslu...
Erlendar skuldir voru um
30% af þjóðarframleiðslu en
stefna nú hratt í 50% af þjóðar-
framleiðslu, Island er að verða
eitt af skuldugustu löndum
heims og er þá langt til jafnað,
enda hefur fjármálaráðherra
sagt að við værum að sökkva á
kaf í ískyggilega skuldasöfnun.
Greiðslubyrði vaxta og af-
borgana var 13—14% af árleg-
um gjaldeyristekjum en stefnir
nú í 25—33%. Fjórðu hverri og
allt að þriðju hverri krónu af
árlegum gjaldeyristekjum okkar
er þegar ráðstafað fram í tím-
ann.
Best að
standa saman
Frú Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands, sagði meðal
annars í áramótaávarpi sínu: „Á
erfiðum tímum gerum við það
hvert öðru best að standa sam-
an. Treysta hvert öðru; leggjast
á eitt til sameiginlegrar far-
sældar. Við viljum svo margt, og
við höfum svo mikið að gefa
hvert öðru að tímabundnir erf-
iðleikar breyta engu um hve gott
það er að búa í þessu landi. Með-
an við eigum okkur þann metn-
að að gera okkar besta þá mun
vel farnast. Sé markið sett svo
hátt að við verðum að neyta
allra okkar krafta þá erum við á
réttri leið. Þá er andinn í þjóð-
inni glaðvakandi í bjartsýnni
önn daganna."
Um leið og tekið er undir þessi
hvatningarorð forseta íslands er
ástæða til að vekja máls á því,
að sú skoðun sem forsetinn set-
ur fram er í hróplegri andstöðu
við þá stefnu sem fylgt er af
þeim sem í ríkisstjórn sitja. Til
samstarfs síns stofnuðu þeir í
því skyni að eyðileggja öflugasta
stjórnmálaafl þjóðarinnar,
Sjálfstæðisflokkinn, og sáðu
þannig frækornum óeiningar og
sundrungar. Ríkisstjórnin sem
enn situr var mynduð eftir að
aðilarnir að henni höfðu hafnað
hugmynd Geirs Hallgrímssonar
um að allir flokkar legðust á eitt
og tækju höndum saman um
lausn aðsteðjandi vanda. Og nú
er svo komið að^æðsta markmið
ríkisstjórnarinnar er, að ráð-
herrarnir geti setið sem lengst
hvað svo sem líður þjóðarhag,
enda gætir ekki bjartsýni í önn
daganna á íslandi í upphafi árs
1983.
Hin nýja kapeli* Foanvofnkirkjn.
MorfunblnðMI/KÖE.
Ný útfararkap-
ella við Foss-
vogskirkju vígð
Séra Ólafur Skúlason dómprófastur vígir hina nýju kapellu Foi
ANNAN í nýári var vígð við athöfn ný
kapella Fossvogskirkju, sem er í norð-
urálmu krikjunnar. Séra Ólafur Skúla-
son dómsprófastur framkvæmdi vígsl-
una. í lok athafnarinnar flutti biskup-
inn yfir íslandi, herra Pétur Sigur-
geirsson, bæn og blessun. Dómkórinn
söng við athöfnina og Marteinn H.
Friðriksson lék á orgel.
Hin nýja kapella verður notuð
vegna kistulagningar og er fram
fara fámennari útfarir eða þær, sem
fram fara í kyrrþey og ekki eru
opnar athafnir. Verður hún nefnd
kapella Fossvogskirkju.
Eldri kapellan, þ.e. sú sem tekin
var í notkun á síðastliðnu ári, verð-
ur eftirleiðis eingöngu notuð vegna
kistulagningar. Verður hún kölluð
Bænhús Fossvogskirkju.
Kapellan nýja tekur um 80 manns
í sæti. Þar innanstokks er allt nýtt.
Ber þá fyrst að nefna að altari,
kertastjakar og blómavasar eru úr
slipuðum grásteini. Hefur Stein-
smiðja S. Helgasonar smíðað hvort
Heitið var að setja samning-
ana í gildi og vernda kaupmátt
launþega en kaupmáttur kaup-
taxta hefur farið sílækkandi frá
því að þessi fyrirheit voru gefin
fyrir 4 árum ...
Skattbyrði vinstri stjórna síð-
ustu fjögurra ára hefur aukist
um 11.000 krónur á hvert
mannsbarn í landinu ...
Heitið var að lækka vexti en
þeir hafa stórhækkað og sparn-
aður, sem var nálægt 25% af
þjóðarframleiðslu, hefur samt
minnkað og er nú kominn niður
í allt undir 17%. Innlánsstofn-
anir eru í bullandi skuldum við
Seðlabankann."
Hvað segia beir um fiskverösákvöröunina?
Óskar Vigfússon
Langþreyttir á
opinberum af-
skiptum
,VIÐ erum orðnir langþreyttir á opin-
berum afskiptum af kjaramálum sjó-
manna og útvegsmanna, þeim sem
koma fram við fiskverðsákvörðun
hverju sinni í misjafnlega miklum
mæli“, sagði Óskar Vigfússon fulltrúi
sjómanna, en hann greiddi atkvæði
gegn ákvörðuninni.
Óskar sagði, að vegna fiskverðsákv-
örðunarinnar hefði verið boðað til
fundar með formönnum allra aðildar-
félaga Sjómannasambandsins, auk
stjórnar sambandsins, n.k. sunnudag.
Þar yrði rætt um fiskverðið og þær
forsendur, sem lágu fyrir fiskverðs-
ákvörðun, einnig um afskipti ríkis-
valdsins.
Þá sagði Óskar: „Við erum orðnir
langþreyttir á þessum afskiptum, og
það er spurning, hvort við erum ekki
komnir út á yztu nöf með þetta hluta-
skiptakerfi og hvort það er ekki
ástæða til að skipta þar um.“
Aðspurður um hvað hann teldi að
koma ætti í staðinn sagði hann: „Ann-
að launakerfi. Það er hægt að hugsa
sér svipað kerfi og þekkist í landi,
fastakaup og bónus eða annað því um
líkt.“
um, hvort tveggja er fram hjá hluta-
skiptum. Ríkisstjórnin ákvað hins
vegar að fara þessa leið og þess vegna
ætlum við að semja okkur að ákvörð-
un hennar."
Þá sagðist Kristján vilja undir-
strika þær breytingar sem yfirnefnd-
in hefði verið sammála um að breikka
á ný verðbilið milli gæða- og stærðar-
flokka, einnig milli slægðs fisks og
óslægðs, sem yfirnefndin hefði verið
sammála um. „Við væntum þess að
með þessum ráðstöfunum sé stuðlað
að því að verðlauna þá sem koma með
góðan fisk á land og því verði þetta til
að aflinn nýtist betur," sagði hann.
Kristján sagði í lokin, að í samning-
um við ríkisstjórnina í þessu efni
hefði hún lofað að felld yrðu niður
stimpilgjöld og lántökugjald af
skuldbreytingalánum, sem þýða
myndi um 12 til 15 millljónir króna
fyrir útgerðina, sem hún ella hefði
þurft að borga í skatta þar sem
skuldbreytingar eiga sér stað. Þá
hefði ríkisstjórnin einnig lofað að
endurgreiða allt að 2 mánuði sem út-
gerðin hefði þurft að greiða í aflahlut
í slysatilfellum.
fjármuna til lausnar á rekstrarvanda-
málum sjávarútvegsins, svo ekki sé
minnst á þau vinnubrögð sem við hafa
verið höfð. Sjálfstæðismenn telja að
auka verði tekjur útgerðarinnar
þannig að rekstrargrundvöllurinn sé
tryggður. Lausn á því vandamáli fæst
því aðeins að hagsmunaaðilar;: sjó-
menn, útgerðarmenn, fiskframleið-
endur og opinberir aðilar geri sér
grein fyrir og leiti leiða til samkomu-
lags.“
Friðrik Pálsson
Gengur gegn
allri skynsemi
Matthías Á. Mathiesen:
Vandanum fleytt
áfram með verð-
Kristján Ragnarsson
bólguaðgerðum
Sáttir við þetta, þó
kosið aðra leið
„VIÐ samþykktum fiskverðið á þeim
forsendum sem þar um ræðir og þess
vegna erum við sáttir við þetta, þótt
niðurstaðan sé ekki eins og við hefðum
kosið. Eftir sem áður er um nokkurn
halla á útgerðinni að ræða, það er 3,7% á
bátum, 0,8% á togurum, 8,2% á stórum
togurum, eða að meðaltali 2,9%,“ sagði
Kristján Ragnarsson, fulltrúi útgerðar-
manna, en hann greiddi atkvæði með
fiskverðsákvörðuninni.
Kristján sagði einnig: „Síðan vitum
við að gengið kemur til með að breyt-
ast og hækka útgerðarkostnaðinn,
síðan kemur fiskverðshækkun aftur 1.
marz og aftur breyting á gengi. Þann-
ig að við erum alltaf að elta rófuna á
sjálfum okkur. Bregðist ekki afli á ár-
inu 1983 eða verði svipaður og á árinu
1982 verður þetta betri rekstrarstaða
en við höfum haft að undanförnu.
Þá vil ég taka fram, að við hefðum
kosið aðra aðferð, ekki að olía yrði
niðurgreidd heldur að útgerðin fengi
beint tekjuauka, sem þýtt hefði að 7%
olúgjaldið hefði verið hækkað í 17%
og það kallað kostnaðarhlutdeild eða
eitthvað annað. Þá hefði útgerðinni
verið gert að borga sinn olíukostnað
og það hefði þýtt sömu efnislegu
niðurstöður um afkomu og einnig orð-
ið sama aðferðin gangvart sjómönn-
„Fiskverðsákvörðunin svo og ráðstal-
anir henni samfara eru ákvarðanir ríkis-
stjórnarinnar. Ríkisstjórnin ber þvi alla
ábyrgð á þeim afleiðingum sem þessar
ákvarðanir hafa í för með sér, án þess
að tryggður sé rekstrargrundvöllur sjáv-
arútvegsins," sagði Matthias Á. Mathie-
sen en hann átti, fyrir hönd þingflokks
sjálfstæðismanna sæti í nefndinni sem
sjávarútvegsráðherra lét skipa.
Matthías sagði einnig: „í stað þess
að koma fram raunhæfum aðgerðum
til lausnar vandamálum útgerðarinn-
ar í landinu heldur ríkisstjórnin
áfram sjóðamyndunum og millifærsl-
um til niðurgreiðslu á rekstrarkostn-
aði útgerðarinnar. Tekna til þess
fyrirhugar ríkisstjórnin að afla með
4% útflutningsgjaldi á sjávarafurða-
framleiðslu ársins 1983. Þegar fisk-
vinnslufyrirtækin eiga í vaxandi sam-
keppni á fiskmörkuðum erlendis og
umtalsverð birgðasöfnun á sér stað í
landinu virðist ríkisstjórnin hafa þau
ráð ein að skattleggja aðalútflutn-
ingsvöru landsmanna, fiskinn.
Ljóst er að sú óðaverðbólga sem við
búum við er ein af meginorsökum
þess mikla rekstrarvanda sem at-
vinnulífið í landinu glímir við. Sýnist
ríkisstjórnin, meðal annars með þeim
aðgerðum sem hún leggur nú til vegna
vanda útgerðarinnar, ekki hafa þor né
getu til þess að ráðast gegn verðbólg-
unni, heldur fleytir vandanum áfram
með verðbólguaðgerðum.
Sjálfstæðismenn hafa verið og eru
andvígir sjóðamyndun til millilfærslu
„ÞESSI leið, sem valin var, er ekki
skynsamleg, en var víst sú eina sem
ríkisstjórnin taldi færa,“ sagði Friðrik
Pálsson annar fulltrúi kaupenda í yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, en
hann sat hjá við afgreiðslu fiskverðs.
Hann sagði síðan: „Olíuniður-
greiðsla af þessu tagi gengur þvert á
þær hugmyndir, sem sérstök orku-
sparnaðarnefnd er að vinna að, og
gerir hennar frómu tillögur harla
léttvægar í þessum samanburði.
í harðnandi árferði hlýtur að vera
nær lagi að gera menn betur meðvit-
andi um hvað hlutirnir kosta og reyna
að auka sparnað heldur en að auka
niðurgreiðslur. Ef olíukostnaður er
óbærilegur fyrir útgerðina, þarf að
reyna að draga úr olíunotkun á hvert
fiskkíló, í stað þess að gefa þriðja
hvern olíulítra.
Þessi útflutningsgjalds/olíusjóðs-
leið orsakar auk þes óheppilegar
millifærslur milli útgerða og jafnvel
landshluta. Sú leið, sem til umræðu
var í Verðlagsráði, að auka olíugjald
eða kostnaðarhlutdeild, er mun
hreinlegri, og hvetur til aukinnar
framleiðslu og minni eysðlu. Ef til vill
er þó verst að skýra skattlagningu
eins og útflutningsgjald fyrir erlend-
um kaupendum.
Flestar þjóðir í kringum okkur háfa
tekið upp virðisaukaskatt og gert all-
ar mögulegar ráðstafanir til að létta
álögum af útflutningsvörum sínum,
og aðrar þjóðir greiða stórlega niður
útfluttar fiskafurðir. Á sama tíma
aukum við beina skattlagningu á
helstu útflutningsvörur okkar. Þetta
gengur gegn allri skynsemi."
Kjartan Jóhannsson:
Stutt á milli
kollsteypanna
„ÞÆR fullyrðingar, að Alþýðuflokkur-
inn hafi samþykkt þessar ráðstafanir í
sambandi við fiskverðið eru alrangar.
Okkur alþýðuflokksmönnum var ekki
kunnugt um afgreiðslu fiskverðs fyrr en
það kom í útvarpsfréttum, og ekkert
samband var haft við okkur um þá af-
grciðslu", sagði Kjartan Jóhannsson, en
hann átti sæti í þingmannanefnd þeirri
sem sjávarútvegsráðherra lét tilnefna af