Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 23 wvogskirkju. MorgunbMiA/KÖE. tveggja. Gluggarnir eru hannaðir af Leifi Breiðfjörð glerlistamanni. í þeim eru táknrænar helgimyndir og fléttar listamaðurinn þar inn í veg- ferð mannsins frá vöggu til grafar. í Bænhúsinu eru einnig glerlistaverk eftir Leif. Arkitekt nýju kapellunn- ar er Ólafur Sigurðsson. hálfu þingflokkanna til að fylgjast með ákvörðunum um lausn á vanda útgerðar- innar. Kjartan sagði: „Á þessum fundum sem haldnir voru með sjávarútvegs- ráðherra, þá kynnti hann átta mis- munandi dæmi um hvernig ætti að afgreiða fiskverð, en ekkert þeirra varð ofan á á endanum, og afstaða ráðherrans sjálfs lá ekki fyrir á hlut- unum. Þessir fundir voru einnig ein- ungis til að kynna málið og fráleit vitleysa að halda því fram, eins og kom fram á opinberum vettvangi, að alþýðuflokksmenn hefðu samþykkt þessar ráðstafanir." Um fiskverðsákvörðunina sjálfa og boðaðar hliðarráðstafanir sagði Kjartan: „Ég tel að þetta sé mjög óheppileg braut sem menn eru komnir inn á varðandi fiskverðið. Það liggur og fyrir að þetta fiskverð mun ein- göngu gilda í tvo mánuði, þannig að það fer nú að verða stutt á miili kollsteypanna í íslensku efnahagslífi. Síðasta fiskverð gilti í einn mánuð, þetta í tvo mánuði. Það getur ekki talist efnilegt að þær ákvarðanir sem menn taka séu af því tagi. Auk þess hélt ég nú, að menn væru orðnir upp- gefnir á þessu sjóðakerfi og niður- greiðslum á olíu og þvíumlíku, og taka þannig fram hjá skiptum með því að búa til sjóði og greiða úr þeim til baka. Þannig að ég tel þetta ekki skemmtilegar aðgerðir." Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson Útflutningsgjaldið mál ríkisstjórnar og Alþingis „YFIRLÝSING ríkisstjórnarinnar um að fiskvinnslunni verði að fullu bættar þær kostnaðarhækkanir sem af þessari fiskverösákvörðun leiða, er grundvallar- atriði frá okkar sjónarmiði. Við það lof- orð verður aö sjálfsögðu ekki staðið öðruvísi en með gengisbreytingu“, sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson annar fulltrúi kaupenda i Yfirnefndinni, en hann sat hjá við afgreiðsluna. Eyjólfur vísaði í bókun þeirra Frið- riks Pálssonar við afgreiðsluna og sagði hana skýra af hverju þeir hefðu setið hjá, en bókunin er birt í frétt um fiskverðsákvörðunina á bls. 2. Eyjólfur sagði einnig: „Við vorum andvígir hækkun útflutningsgjald- anna en það er ekki okkar mál, heldur Alþingis. Það er ríkisstjórn og Al- þingi sem ákveða útflutningsgjöld og þó við höfum ekkert um það að segja, þá töldum við eðlilegra að fara þá leið sem kölluð var kostnaðarhlutdeild, sem sagt ekki endilega olíukostnað- arhlutdeild, heldur álag á fiskverðið sem ekki hefði komið til skipta frem- ur en útflutningsgjöldin. Þetta sér- staka álag gengi beint til útgerðarinn- ar og þá vegna aukins olíukostnaðar, vegna veiðarfæra og alls þess, sem af þessu hefur leitt." Ávarp forseta íslands Vigdísar Finnboga- dóttur á nýársdag og minningarnar Góðan dag, góðir íslendingar. Ég óska öllum landsmönnum gleðilegs árs. Þegar nýtt ár gengur nú í garð, býr mér engin ósk dýpra í hjarta en að okkur íslendingum takist með sam- stöðu og sameiginlegu átaki að vinna bug á örðugleikum, sem að steðja — að árið færi okkur trú á bjarta daga þar sem friður og samlyndi sitji í öndvegi. Það var eitt sinn fyrir all- mörgum árum að eldri maður, sem hafði yndi af því að spjalla við börn og reyna ályktunar- hæfni þeirra, spurði ungan sam- ferðamann sinn: „Hvert fer tím- inn?“ Sveinninn ungi hugsaði sig um dágóða stund og svaraði síð- an: „Hann fer í minningarnar". „En hvert fara þá minningarn- ar?“ spurði maðurinn. Eftir nokkur heilabrot svaraði sveinn- inn: „Þær fara í mannkynssög- una“. Þetta þótti lífsreyndum manni gott svar og sagði börnum sínum, sem síðan hafa sagt það sínum börnum. Á fyrsta degi nýs árs hugleið- um við venju fremur tímann, hvernig hann hefur liðið og hvað hann kunni að bera í skauti sínu í framtíð: þessi óstöðvandi tími sem er eins og fugl sem aldrei tyllir sér niður eitt andartak heldur er horfinn út í bláinn fyrr en varir og orðinn að fortíð. Hann er sameign okkar allra á jörðunni, óslitin keðja sem teng- ir alla atburði lífsins. í mynd reynslu og minninga er hann lærifaðir okkar sem heldur okkur sístarfandi við að móta okkur og gera okkur samtíðina skiljanlega. Því er jafnan vert að spyrja hvernig við fáum best gert tímann að minningum sem eru þess virði að þeim sé haldið til haga. Það er hollt að reyna að átta sig á því hvort þær leiðir sem farnar hafa verið séu hinar einu réttu og hvort ekki sé unnt að velja betri leiðir eða ryðja enn fleiri. Hér á Bessastöðum leita minningar um liðinn tíma einatt á hugann. Staðurinn er svo ná- tengdur sögunni um afkomu ís- lensku þjóðarinnar. 1 raun og veru greina minningar Bessa- staða skýrast sögustaða okkar frá því hvaða leið kynslóðirnar hafa gengið síðan norrænir menn höfðu valið sér íslenskt þjóðerni og fest rætur í landinu. Rismikið blómaskeið þjóðarinn- ar á miðöldum tengist Bessa- stöðum, þegar staðurinn var í eigu Snorra Sturlusonar, því næst daprar aldir örbirgðar,. doða og sinnuleysis, þegar þjóðin hafði gefið líf sitt og vinnuþrek erlendu konungsvaldi. Enn eru Bessastaðir sögustaðurinn mikli þegar íslensk þjóð rumskar eftir langan svefn og vaknar til dáða með frelsishugsjón að leiðar- ljósi. Með hlýju og stolti hugsum við til þeirra æskumanna sem hér gengu um dyr í gömlu Bessa- staðastofu eins og hún enn stendur, Latínuskólanum gamla, í byrjun 19. aldar og síðar urðu ritsnillingar, stórskáld og þjóð- málafrömuðir. Þegar þeir stofna Fjölni á Kaupmannahafnarárum sínum og senda heim til íslands er það meginmarkmið þessa „árs-rits handa íslendingum" „að vekja andann með þjóðinni" eins og þeir komust að orði. Þeirra tím- ar, tímar Jóns Sigurðssonar og þeirra ótalmörgu sem hver fram af öðrum áratug eftir áratug unnu að því frelsi þjóðarinnar sem við njótum nú, hafa vissu- lega orðið að minningum sem aldrei fyrnast. Þegar svo loks að því kom að langþráð lýðveldi fullfrjálsra íslendinga var endurreist, höfðu Bessastaðir verið færðir þjóðinni að gjöf — til eignar og ábúðar; tíminn og sagan gátu haldið þar áfram að spinna minningar allra þeirra sem að garði ber um þjóð sem með fullri reisn er þjóð meðal þjóða. Þegar sá dagur nálgast á kom- andi sumri að sólargangur verði lengstur, kemst íslenska lýðveld- ið á fertugasta aldursárið. Á þessum stutta tíma þjóðaræv- innar hefur meira áunnist en bjartsýnustu menn mun hafa órað fyrir. Líf fólksins í landinu hefur tekið miklum — nær al- gjörum stakkaskiptum. Leiðin hefur legið frá fábrotnu líferni, aðhaldi og nýtni, til ótrúlegrar velmegunar þar sem Htt hefur verið til sparað — kannske stundum of lítið — til að gera lífið sem þægilegast. Einangrun eylandsins norður við Dumbshaf hefur verið svo rækilega rofin að við liggur að landið sé komið í þjóðbraut þvera. Allar helstu nýjungar heimsins berast okkur með hraði. Sjálfir eru íslend- ingar á ferð og flugi um víða ver- öld og snúa margir hverjir heim ríkir af fróðleik um líf og störf fjarlægra þjóða. Af öllu því góða sem þessi tími hefur gefið okkur til að auðga minningarnar ber ekki síst að meta það að hann hefur blásið okkur þann anda í brjóst að framlag okkar til vís- inda, lista, íþrótta og verkmenn- ingar er orðið þekkt og eftirsótt í mörgum löndum. í svo ríkum mæli hefur okkur tekist að koma því á framfæri hversu skapandi fámenn þjóð okkar er, að stór- þjóðir eru hættar að leiða hug- ann að því að við séum smáþjóð. Ég tel mig geta trútt um talað, eftir að hafa verið fulltrúi Is- lands sem gestur meðal millj- ónaþjóða með list og menningar- auð mér til liðs. Frá liðnu ári er þátttaka íslands í menningar- kynningu Norðurlanda í Vestur- heimi minnisverðust á þessu sviði. Þótt ekki hafi verið hægt að koma á framfæri nú nema broti af því sem við hefðum vilj- að og talið verðugt, var stigið skref sem athygli vakti og vænta má að sé upphaf langrar ferðar til vegsauka, ef rétt og vel er á málum haldið. Víst er, að list- unnendum vestra og miklu víðar er nú fullkunnugt um að við eig- um býsna margt og fjölbreyti- legt í fórum okkar til að sýna og kynna og þeir hafa látið þá ósk í ljós að fá nýrra og meira að heyra. Gjöful menningartengsl ættu allar þjóðir að kostgæfa. Ég vík ekki frá þeirri skoðun, að því nánari kynni sem þjóðir hafa hver af annarri, þeim mun meira tillit taka þær hver til annarrar. Slík tengsl brýna friðarviljann og skapa skilyrði til að vopnum fækki. Þjóð okkar hefur einnig á vel- ferðartímum reynst sómarík meðal þjóða fyrir hve einarðlega hún bregst við hvenær sem mannúðar- og mannréttindamál eru á baugi. Sameinuðu þjóðirn- ar hafa um skeið hvatt þjóðir til að sinna sérstaklega ýmsum þeim málum sem betur mega fara í heiminum; ár aukinna kvenréttinda, ár barnsins, ár fatlaðra og ár aldraðra. Öllum þessum málum höfum við veitt brutargengi og einkum lagt okkur fram við að hlúa sem best að og gera sem mest til gleði þeim sem á einhvern hátt eru vanmegnugir. Nú hafa Samein- uðu þjóðirnar tekið þá ákvörðun að nýja árið skuli helgað bættum fjarskiptum og samgöngum milli þjóða heims og er það vel. Enn búa margir við slíka einangrun að þeir þekkja ekkert til um- heimsins. En hvenær skyldum við mega vænta árs unga fólksins? Á því leikur enginn vafi að það gæti orðið öllum til gagns og gleði að staldra við oftar en gert er og leggja sérstaka rækt við æsku- fólk sem er á erfiðu skeiði lifsins á mörkum þess að vera börn og fulltíða menn. Við mættum koma því betur til skila hve óendanlega hlýtt okkur er til unga fólksins og hvernig við vilj- um veg þess sem mestan og best- an án þes að vera sírexandi til að leiða því fyrir sjónir okkar eigin sannleika, oft ærið gamaldags. Við mættum reyna að skilja bet- ur unga fólkið, nýstárleg og skemmtileg uppátaPki þess. Þau eru mörg öðruvísi en við eigum að venjast sem eldri erum, þótt einu sinni höfum verið ung. Eitt af einkennum tímans, sem svo hratt líður yfir í minningar, er, að með honum breytist lífsaf- staðan frá ári til árs með nýjum uppfinningum og nýjum lífs- venjum. Löngum hafa eldri kyn- slóðirnar fjargviðrast út af yngri kynslóðum sem ekkert var um að feta nákvæmlega troðnar slóðir. Það mætti einnig spyrja hvort það væri æskilegt. Kynni það ekki að vera merki um stöðnun og afturför? Unga fólkið þurfum við af metnaði að virkja með okkur fyrir framtíðina, gleðjast með því og sameiginlega vinna bug á tómlæti sem víða virðist einkenna bæði unga fólk- ið og fullorðna. Enn skal á það minnst, að ekkert er dapurlegra en að hafa ekki annað fyrir stafni en að drepa tímann, láta hann hverfa út í buskann í gleymskunnar dá. En til bóta þarf sjálfsaga og það ekki aðeins æskunnar. Eigi fullorðið fólk að miðla æskunni af ríkidæmi reynslu sinnar, þarf það einnig að temja sér aga og síðast en ekki síst að rækta með sér kær- leika. Fyrir og um þessi áramót hef- ur mönnum orðið einkar tíðrætt um mikinn vanda þjóðarbúsins og erfið úrlausnarefni. Þegar lit- ið er til minninganna sem er saga þessa lands og þessarar þjóðar, hefur svo ótal oft verið svart á álinn — svartara en nú er. Dr. Kristján Eldjárn, dyggur vinur okkar allra, sem við hugs- um til með miklum söknuði, lét svo um mælt í áramótaræðu sinni árið 1980 er hann skildi við embætti: „Kjörorð Jóns Sigurðs- sonar var Eigi víkja, og getur þýtt margt, meðal annars að aldrei megi láta undan síga í sókn þjóðarinnar að markmiðum frelsis og menningar í þessu landi, á hvaða vettvangi sem er. Það merkir einnig að ekki skuli æðrast og þaðan af síður ör- vænta, þó að eitthvað gefi á bát- inn.“ Ég vil gera þessi orð for- vera míns að einkunnarorðum okkar á nýju ári. íslenska þjóðin er sífellt að velja sér framtíð, tilveru. Sú spurning hlýtur að vera áleitin í hugum okkar um þessar mundir: Hvað viljum við íslendingar? Viljum við komast yfir sem mest, ná öllu sem hugurinn girn- ist og löngunin blæs okkur í brjóst? Viljum við setja markið svo hátt að engin leið sé að ná því? Eða viljum við meta hvað okkur er fært, velja úr þau svið sem við getum náð árangri á og vinna að því að nýta möguleika okkar út í æsar? Við skulum vera hófsöm, en þó setja markið hátt. Á erfiðum tímum gerum við það hvert öðru best að standa saman. Treysta hvert öðru; leggjast á eitt til sameiginlegrar farsældar. Við viljum svo margt, og við höfum svo mikið að gefa hvert öðru að tímabundnir erfið- leikar breyta engu um hve gott það er að búa í þessu landi. Með- an við eigum okkur þann metnað að gera okkar besta, þá mun vel farnast. Sé markið sett svo hátt að við verðum að neyta allra okkar krafta, þá erum við á réttri leið. Þá er andinn í þjóð- inni glaðvakandi í bjartsýnni önn daganna. Því skal ekki gleymt, að í tím- anna rás höfum við nokkurt vald yfir hvernig minningarnar um okkur verða. Gleðilegt ár!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.