Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 31 Minning: Agúst Sigurjóns- son Grundarfirði Fæddur 7. júlí 1925 Dáinn 24. desember 1982 l»ví bilid er svo mjóll milli blíóu og éls aó brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds. Þessi orð skáldsins eiga vel við nú er Agúst Sigurjónsson í Grund- arfirði er kvaddur hinstu kveðju. A Þorláksmessudag gekk hann að sínum daglegu störfum, en um kvöldið veiktist hann skyndilega, og andaðist á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi nokkrum klukku- stundum síðar. Við mennirnir sjáum svo skammt fram á veginn, skiljum því ekki tilgang skaparans og eig- um svo bágt með að sætta okkur við að sjá á bak ástvinum okkar yfir móðuna miklu, ekki síst þegar kallið kemur svona snöggt. Jólin voru að ganga í garð, und- irbúningi þeirra var að ljúka og ljósin, sem þeim tilheyra, höfðu víða verið tendruð í litla þorpinu. Þá kom helfregnin, hann Gústi er dáinn. Á einu augnabliki var allt breytt, í stað birtunnar og gleð- innar, sem ríkt hafði í hjörtum fjölskyldu hans og annarra ást- vina, var komið þrúgandi myrkur sorgarinnar. Svona er bilið mjótt milli gleði og sorgar, lífs og dauða. Og víst er það, að hin óvænta sorgarfrétt hefur snert viðkvæma strengi í brjóstum allra sem þekktu hann, og þeir eru vafalaust margir sem eiga erfitt með að trúa að Gústi sé ekki lengur á meðal okkar. Ágúst Sigurjónsson var fæddur í Norður-Bár í Eyrarsveit 7. júlí 1925, sonur hjónanna Bjargar Hermannsdóttur og Sigurjóns Halldórssonar útgerðarmanns. Af fjórum bræðrum eru nú aðeins tveir á lífi, yngsti bróðirinn Hall- dór, Iést af sama sjúkdómi fyrir rúmum þremur árum, eftir stutta sjúkdómslegu, svo faðir þeirra hefur séð á bak tveim sonum sín- um með svo skömmu millibili. Ágúst var mikill atorku- og dugn- aðarmaður og það svo að hann unni sér vart hvíldar, lagði oft nótt við dag. Hann var vörubíl- stjóri að aðalatvinnu en hafði mörg járn í eldinum, og vann til skamms tíma mikið við útgerð föður síns og rak steypustöð um tíma ásamt ýmsu öðru. Ágúst bar hag kirkjunnar sinn- ar í Grundarfirði mjög fyrir brjósti, og er mér ekki grunlaust, að við byggingu hennar hafi hann lagt sterka hönd á plóginn, sem og víðar, þó það verði ekki tíundað hér né margt annað sem hann lét gott af sér leiða, enda honum lítt að skapi. Ágúst hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, var lítið fyrir að trana sér fram, en traustur maður með afbrigðum, samviskusamur og vinur vina sinna. Sú sem þetta ritar þekkti hann best sem góðan eiginmann og elskulegan föður, og ber fallega heimilið hans að Fossahlíð 3 gleggst vitni um samheldni, myndarskap og snyrtimennsku húsbændanna. Ágúst var kvæntur Dagbjörtu J. Guðmundsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Þær eru: Björg, tæpra fimmtán ára, Steinþóra, þrettán ára, og Dagný, á öðru ári. Mikil samstaða og eining ríkti á þessu heimili og oft hef ég undrast hugulsemi telpnanna þeirra, svo ungar sem þær eru, hvað þær hugsa um að gleðja aðra, að minnsta kosti er það mín reynsla, enda fellur eplið sjaldan langt frá eikinni. Ég trúi því að nú muni mamma þeirra fá endurgoldið hið góða uppeidi sem þær hafa hlotið hjá foreldrum sínum báðum, og það komi nú gleggst í ljós, hve mikið gott í þeim býr. Hvergi hef ég notið meiri gest- risni en hjá þeim Dæju og Gústa, og eflaust munu fleiri taka undir það. Ég veit líka að við hjónin vor- um ekki þau einu sem þau viku úr rúmi fyrir, þó að sjálfsögðu væri nóg af góðum rúmum á því heim- ili, og aldrei kom ég svo í Fossa- hlíðina að húsbóndinn tæki ekki bílinn úr bílskúrnum og byði í ökuferð um nágrennið, því allt var gert sem hægt var til að gera gest- unum dvölina sem ánægjulegasta. Að leiðarlokum þakka ég og fjölskylda mín honum alla hjálp- semi og vinsemd, allar ferðirnar hans út á rútubílastöð með köku- kassana eða hvað sem það nú var, og hversu fljótur hann var að sinna alls konar kvabbi og snún- ingum fyrir okkur. Við minnumst hans með trega og þökk, og iðrumst þess nú að hafa ekki átt fleiri stundir með honum meðan tími gafst. Svo bið ég föður ljósanna að lýsa honum á þeim vegi sem hann gengur nú, og leiða hann inn i lönd eilífðarinnar. Ég bið algóðan Guð að gefa Dæju og telpunum hennar styrk í þeirra miklu sorg, og að þeim veit- ist sá friður sem frelsarinn talaði um er hann segir: Frið læt ég eftir hjá ykkur, minn frið gef ég yður. Öldruðum föður, bræðrum og öðrum aðstandendum Ágústs Sig- urjónssonar votta ég innilega samúð mína. Elísabet Vormsdóttir Líkamsrækt VI JSB £1 Dömur athugið Annela UaIaI 4A Kennsla hefst 10. janúar. Hýtt námskeið hefst 11. janúar ★ Líkamsrækt og megrun tyrir dömur á öllum aldri. ★ 50 mín. æfingakerfi meö músík. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Tímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. Þ ★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk. ★ Almennir framhalds- og lokaöir flokkar. Fyrir þær sem eru í megrun 3ja vikna kúrar. Tímar fjórum sinnum í viku. Mataræði, vigtun, mæling. Verið brúnar og hraustar allt árið. Sólbekkirnir eru í Bolholti. Ath.: Einnig ný Ijós í Suðurveri. Sauna og góð búnings- og baðaðstaða á báðum stöðum. $ 'jf. Stuttir hádegistímar í Bolholti. 25 mín. æfingatími — 15 mín. Ijós. Kennsla fer fram á báöum stööum. Ath.: Opiö í Bolholti frá mánu- deginum 3. janúar. Líkamsrækt JSB, Suðurveri, sími 83730 Bolholti 6, sími 36645. .......................... B^llett Kennsla hefst á ný mánu- daginn 10. janúar. Innritun nýrra nem- enda og allar upplýs- ingar í síma 15359 kl. 13—19, daglega. Nemendur frá fyrra námskeiði komi á sama tíma og áður. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins. fþróttahúsinu Seltjarnarnesí, Litla sal. dTsTít TÖLVUFRÆÐSLA TÖLVURITVINNSLA ..... . , Leiöbeinendur: Tilgangur namskeiðsins er að kenna og æfa þátttakendur i notkun ritvinnslu og gefst tækifæri á að kynnast eiginleikum ýmissa þeirra ritvinnslukerfa sem nú eru í boði. Efni: — Undirstööuatriöi ritvinnslu. — Ritvinnsla á stórar tölvur — ETC. — Ritvinnsla á smátölvur: — BSG, Ritþór, Scriþsit, Worstar. Ragna Siguröardóttir Guöjohnsen Námskeiöiö er ætlaö þeim sem vilja afla sér alhliöa þekk- ingu um hvaö ritvinnsla er og vilja æfa sig og meta mismun- andi kosti ritvinnslukerfa. Tími: 10.—14. janúar 1983 kl. 09.00—13.00. Staöur: Ármúli 36, 3. hæð. (Gengið inn frá Selmúla). Ath.: Fræðslusjóöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur greiöir þátttökugjald félags- manna sinna á þessu námskeiöi og skal sækja um þaö til skrifstofu VR. ÁÆTLANAGERÐ MEÐ SMÁTÖLVUM Markmið námskeiösins er aö gefa stjórnendum og öörum sem starfa viö áætlanagerö og flókna útreikninga, inn- sýn í hvernig nota má tölvur á þessu sviði. Á námskeiöinu veröur gerö grein fyrir undirstööuatriöum viö áætlanagerö og kennd notkun forritara VisiCalc og SuperCalc. Þessi forrit starfa á svipað- an hátt, en eru gerö fyrir mismunandi tölvukerfi. Nemendur veröa þjálfaöir í aö leysa raunhæf verkefni ásamt eigin verkefnum á tölvunum. Námskeiöið er ætlað stjórnendum og öörum sem vilja kynnast forritunum VisiCalc og SuperCalc. Staöur: Ármúli 36. Tími: 10.—12. janúar 1983 kl. 13.30—17.30. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfé- lagsins í síma 82930. STJÚRNUNARFÉLAG ISLANDS SIÐUMULA 23 SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.