Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 25 Frá keppni íslenzku og bandarísku sveitanna á Hótel Loftleióum. Unglingaskák við Bandaríkin: íslenzka skáksveitin vann veglegan bikar til eignar ÍSLANI) sigraði Bandaríkin í ungl- ingaskák, sem fram fór á Hótel Loft- leiðum um áramótin. Alls voru 25 unglingar í hvoru liði og voru tefldar fjórar umferðir og hlutu íslenzku unglingarnir 53‘/2 vinning gegn 46'/2 þeirra bandarísku. Þar með vann Island veglegan bikar til eignar en þetta var í fimmta sinn sem ísland og Banda- ríkin kepptu í unglingaskák — og hefur ísland sigraði þrívegis en Bandaríkin tvisvar. Ekki blés byrlega fyrir íslenzku unglingunum eftir viðureign fyrsta dagins — þann 30. desem- ber. Þá unnu bandarísku ungl- ingarnir örugglega, hlutu 15 Vá vinning yegn 9l/i. Annan daginn sigraði Island, 14—11, og þriðja dag keppninnar náði ísland for- ustu, hlaut 16 vinninga gegn 9. Og síðasta dag keppninnar tryggði ís- lenzka sveitin sér öruggan sigur með því að vinna 14—11. Borg í Miklaholtshreppi: Stöðugar símabilanir og truflan- ir á rafmagni - þungfært á vegum Borg í Miklhollshroppi, 3. janúar. HÉR VORU hvít jól í orðsins fyllstu merkingu. Á jóladag var messað á Fáskrúöarbakka klukkan 2, en klukkan 4 á Kolbeinsstöðum. A báð- um þessum stöðum var ágæt kirkju- sókn. Hér hefur verið sunnan og suð- vestlæg átt með snjókomu alla daga, mcð smá upprofi á milli élja. Á gaml- ársdag voru hér hvöss suðvestan él og bætti mikið við snjóinn þann dag. Áramótabrennur varð víða að fella niður vegna veðurfars. Nú er komin hér mikil fönn og í dag hefur bætt mikið við frá í gær. Mjög þungfært er á vegum og sumir af- leggjarar heim á bæi eru að verða ófærir með öllu. Áætlunarbílar komust við illan leik í gær frá Reykjavík. Önnur rútan varð að fara um Heydal, en hin fór fyrir Jökul. I báðum þessum ferðum voru framdrifsbílar, sem komust til Reykjavíkur eftir miðnætti í gær með mikinn fjölda af fólki. í dag fóru áætlunarbílarnir aftur frá Reykjavík á venjulegum tíma og fara um Heydal. í dag er verið að moka á norðanverðu Snæfellsnesi, því aðalleiðir eru að heita má ófær- ar. Stöðugar símabilanir hafa verið, og virðist ekki mega hreyfa vind, þá fer fjölsíminn á Vegamótum úr sambandi. í gær var ástandið þannig, að hringingar frá Borgar- nesi heyrðust alls ekki, en var þó Volkswagen stolið á nýársnótt UÓSDRAPPLITUM Volkswagen, R-40921, var stolið á nýársnótt frá Safamýri 46. Þeir, sem kynnu að hafa orðiðr bifreiðarinnar varir eftir það, eru beðnir um að láta rann- sóknarlögregluna vita. hægt við illan leik að hafa sam- band við Borgarnes með því að koma inn á línuna við og við. Getur þetta verið mjög bagalegt, ef ekki fæst úr bætt, ef um veikindi eða neyðartilfelli væri að ræða. Þá hafa nokkrar truflanir verið á rafmagni og i dag var rafmagns- laust á tímabili og þrír bæir hér í sveit hafa ekki ennþá fengið raf- magn. Nokkurn óhug setur það að okkur hér, sem búum á sunnan- verðu Snæfellsnesi, ef ráðamenn vegamála ætla aðeins að halda veg- inum um Heydal opnum, en ekki veginum um Kerlingarskarð. Til Stykkishólms þurfum við að sækja læknishjálp, bæði fyrir menn og skepnur, og er því mjög áhættu- samt og kostnaðarauki mikill, ef aðeins er hægt að komast um Hey- dal. Einnig má geta þess, að á þeirri leið þarf að fara fyrir Álfta- fjörð, sem oft er mjög þungfær, bæði vegna snjóa og hálku. Páll MUDH1/I J/ISS I Dansstudió er lógð ahersla á hreinan jassballett eins og hann gerist bestur i heiminum i dag Þar er boóið upp á 12 vikna byrjenda- og framhaldsnámskeid fyrir alla aldurshópa frá 7 ára aldri. jafnt konur sem karla Innritun: Reykjavík: Alla virka daga kl. 10-12 og 13-17 í síma 78470 Keflavík: Alla virka daga eftirkl. 18 í síma 1395 Námskeid hefjast 10. janúar. Skírteini veröa afhent sunnudaginn 9 janúar í kennsluhúsnæðinu að Brautarholti 6. I jassballett haldast hollustan og skemmtunin í hendur dANSSTLldíÓ Sóley Jóhannsdóttir ÚTSALA ÚTSALA Útsalan er þegar hafin 25% afsláttur. V. Laugalæk, sími 33755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.