Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
t
Utför eiginmanns míns, sonar, fööur, tengdafööur, afa og bróöur,
SVERRIS SIGURÐAR ÁGÚSTSSONAR,
flugumferöarstjóra,
(Dalalandi 9) Efstalandi 24,
fer fram í Dómkirkjunni, í dag, þriöjudaginn 4. janúar, kl. 3. e.h.
Ágústína G. Ágústsdóttir, Rannveig Einarsdóttir,
systkiní, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Minningarathöfn veröur haldin um BJÖRN BJÖRNSSON, stórkaupmann í London, í Fossvogskapellu miövikudaginn 5. janúar kl. 10.30. Aðstandendur.
+ Útför systur minnar, HLÍFAR PÁLSDÓTTUR frá Kirkjubóli í Korpudal, Önundarfirði, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 5. janúar kl. 15.00. fyrir hönd aöstandenda, Skúli Pálsson.
+ Faöir okkar, MAGNÚS ÞÓROARSON frá Neöradal, Lönguhlíð 23, lést sunnudaginn 2. janúar, 1983. Þórarinn Magnússon, Sigmundur Magnússon, Þóröur Eydal Magnússon.
+ Elskuleg móðir okkar, SÓLVEIG JÓHANNA JÓNSDÓTTIR frá Laugarási viö Laugarásveg, andaöist 30. desember aö Hrafnistu, Hafnarfirði. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7. janúar, kl. 3 síödegis. Börnin.
+ Móöir okkar, GUÐRÍOUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, er látin. Baldur og Kjartan Helgasynir.
+ Útför eiginmanns míns, fööur okkar og sonar míns, JÓNS BJARNA SIGURÐSSONAR, Garöabraut 13, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju, þriöjudaginn 4. janúar, kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hins látna láti Slysavarnafélag islands njóta þess. Vilhelmína Elisdóttir og börn, Sigurlín Jónsdóttir.
+ Útför móöur minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR OLGU BENEDIKTSDÓTTUR, veröur gerð frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 4. janúar, kl. 13.30. Ragnheiöur Árnadóttir, Einar Sigurösson, Guörún Olga Einarsdóttir, Siguröur Einarsson, Ragnheíður Svanbjörg Einarsdóttir og barnabarnabörn.
Sverrir Sigurður
Agústsson flugum-
ferðarstjóri — Minning
Fæddur 17. mars 1924
Dáinn 25. desember 1982
I dag kveðjum við einn af braut-
ryðjendum flugumferðarstjórnar
á Islandi, Sverri Áj?ústsson. Ung-
ur að árum laðaðist hann að flug-
inu, gerðist virkur þátttakandi í
svifflugi um skeið, var í hópi
fyrstu flugumferðarstjóranna og
varðstjóranna í flugumferðarmið-
stöðinni í Reykjavík í aldarfjórð-
ung.
Sverrir fæddist í Reykjavík og
ólst upp í foreldrahúsum að
Njálsgötu 52B. Faðir hans, Ágúst
Jónsson, lést árið 1946, en móðir
hans er Rannveig Einarsdóttir. Ég
minnist þess frá fyrstu samstarfs-
árum okkar Sverris, hve hlýtt
honum var til móður sinnar og
hann minntist hennar oft með
þakklátum huga. Mér koma því
ósjálfrátt í hug orð skáldsins, „þú
varst líknin, móðir mín, og mildin
þín studdi mig fyrsta fetið."
Sverrir ólst upp í stórum systk-
inahópi, en tvær hálfsystur frá
fyrra hjónabandi föður hans og
fjögur alsystkini hans, kveðja
hann nú hinstu kveðju.
Þann 4. maí 1946 hóf Sverrir
nám og starf hjá flugmálastjórn-
inni í Reykjavík, við flugumferð-
arstjórn, en Bretarnir, sem önnuð-
ust flugumferðarstjórnina á
stríðsárunum, hurfu þá af landi
brott og íslendingar tóku við
störfum þeirra. Vissulega var
heillandi að takast á við þau
ótæmandi verkefni sem fyrir lágu.
Allur tækja- og aðbúnaður var af-
ar frumstæður og öryggistæki
flugsins af skornum skammti.
Móta þurfti og skipuleggja hina
ungu starfsgrein og starfssvið
hvers flugumferðarstjóra raunar
mun víðtækara fyrstu árin, en nú.
Sambandið við flugmennina líka
miklu nánara á þessum árum,
flugumsjónardeildir flugfélag-
anna voru þá ekki komnar til sög-
unnar og oft leitað ráða og fyrir-
greiðslu flugumferðarstjóranna í
vafasömu veðri og erfiðum flug-
brautarskilyrðum. Áður en
blindflug var skipulagt skall oft
hurð nærri hælum í vályndum
veðrum að vetri til, enda fjar-
skiptabúnaður ófullkominn og oft
sambandslaust við flugvélarnar.
Sverrir nam undirbúningsfræði
flugumferðarstjórnar hjá flug-
málastjórninni í Reykjavík, en að-
alkennarinn var einn bresku varð-
stjóranna í flugturninum á stríðs-
árunum, Eric E. Cooney. Á árun-
um 1954—1955 stundaði Sverrir
síðan framhaldsnám í Bandaríkj-
unum, fyrst í Oklahoma en síðar í
Rochester N.Y., sunnan við
Ontario-vatnið. Hann reyndist
hinn traustasti starfsmaður og
honum voru snemma falin störf
varðstjóra. Við samstarfsmenn
hans minnumst með þakklátum
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
DR. CYRIL JACKSON,
lést í Eastbourne Hospital Sussex, Englandi, 31. desember sl.
Esther Jackson, Anna Jackson,
og Richard Jackson.
t
Prófessor
R.G. HARRISON,
Department of Anatomy,
University of Liverpool,
lést 31. desember 1982.
June Harrison,
Jack Pearson.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
HALLDÓR GRÉTAR SIGUROSSON,
skrifstofumaóur,
Laugarnesvegi 49,
andaöist á gjörgæsludeild Landspítalans, 30. desember.
Ingibjörg Marteinsdóttir,
börn, tengdabörn,
og barnabörn.
t
Útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
GÚSTAFS ADOLFS ANDERSEN,
sýningarmanns,
Kirkjuvegi 18, Keflavík,
sem andaöist 25. desember sl., fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 6. janúar, kl. 14.00.
Jarðsett veröur á Akureyri.
Blóm afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á
Hjartavernd.
Sveinlaug Halldórsdóttir,
Rósa Andersen, Reynir Jónsson,
Ásta Spafford, Frank Spafford,
Carol Andersen,
og barnabörn.
+ Bróöurdóttir mín, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Bollagötu 12, sem lést 23. desember, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 6. janúar, kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju. Kristinn Gunnlaugsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, fyrrv. kennara, Meðalholti 17. Fyrir hönd ættingja, Erla Kristinsdóttir.
huga allra samverustundanna,
þeir elstu í rúman aldarfjórðung,
hans ljúfu og léttu lundar, skjótu
tilsvara og ógleymanlegs góðlát-
legs skops, sem hann brá stundum
fyrir sig.
„Og er þaA ekki mesla na fa mann.s
að milda skopj slys og þrautir unnar,
aA finna kímni í kröfum skaparans
og kankvís bros í augum tilverunnar."
Lífsförunautur og eiginkona
Sverris var Ágústína Guðrún Ág-
ústsdóttir, en þau hófu búskap ár-
ið 1951. Með þeim hjónum var
ástríki mikið og birti jafnan yfir
svip hans, er hann minntist henn-
ar. Þau hjón ólu saman upp 3 börn
Ágústínu, frá fyrra hjónabandi
hennar, þar til þau stofnuðu eigin
heimili. Árið 1952 eignuðust þau
Sverrir og Ágústína soninn Einar
Sverri, elskulegan dreng, sem varð
yndi þeirra og eftirlæti. Það varð
þeim hjónum mikið áfall er dreng-
urinn fórst af slysförum i október
1958, en þau sóttu styrk til alföð-
ur, í fullvissu um endurfundi síð-
ar. Þeim varð það líka huggun
harmi gegn, að annast uppeldi
Iveggja barnabarna Ágústínu,
Einars og Ágústínu, sem urðu
þeim sannir sólargeislar.
Sverrir var mikill áhugamaður
um fallhlífarstökk og raunar
skipulagði hann og undirbjó þá
íþrótt hér á landi og aflaði fræðslu
um þjálfunaraðferðir erlendis frá,
enda þótt hann yrði ekki virkur
þátttakandi.
Fyrir um tíu árum síðan lét
Sverrir af störfum við flugumferð-
arstjórnina vegna heilsubrests.
Við söknuðum góðs drengs frá
störfum á miðjum aldri, en örlög
ráða auðnuvegi.
Árin liðu og við starfsbræður
hittum hann ekki oft, en fyrir fá-
einum mánuðum barst sú fregn,
að hinn hættulegasti vágestur lífi
og heilsu manna, hefði nú sótt vin
okkar Sverri heim. Læknar lögðu
hann á skurðborðið, fjarlægðu
líffæri og gerðu sitt ýtrasta til
líknar og hjálpar.
Ég leit til hans er hann komst
aftur á fætur á spítalanum og
hitti hjá honum bróður hans og
hina öldruðu móður, sem enn sem
fyrr umvafði hann kærleika sínum
og ástúð. Sverrir hresstist, komst
heim til sín um hríð, en fór aftur
til læknismeðferðar á sjúkrahúsi.
í vikunni fyrir jólin kom ég
þangað til hans og hitti hann
fyrstan manna, á fótum og léttan í
lund. Nú var hann á förum, heim
til fjölskyldu sinnar um jólahátíð-
ina. Við minntumst liðinna sam-
verustunda og óskuðum hvor öðr-
um gleðilegrar jólahátíðar.
' Á sjálfa jólanóttina, á þessari
hátíð kærleikans, þegar sól hækk-
ar aftur á lofti og nýjar vonir
tendrast í brjóstum okkar mann-
anna, kom svo óvænt kallið mikla
sem við öll hljótum að lúta.
I örmum eiginkonunnar hvarf
hann þessari tilveru, á vit hinnar
næstu, til meiri birtu og þroska.
„Kveikl er Ijós við Ijós,
burl er sorlans svió.
Anfjar rós viA rós,
opnasl himins hliA.
NiAur stjörnum stráA,
engill framhjá fer.
Drotlins nægA oj» náA
boAin alþjóA er.‘*
Ég votta Ágústínu, Rannveigu
og ástvinum hans öllum, innileg-
ustu samúð.
Valdimar Ólafsson