Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983 Allir þurfa híbýli 26277 1 ★ Brautarholt — fyrirtæki — félagasamtök Höfum til sölu 2' hæöir, 200 fm hvor. Hentugt fyrir skrifstofu eöa starfsemi félagasamtaka. Húseign í góðu ástandi. Selst í einu eða tvennu lagi. ★ Sérhæö — Selvogsgrunnur Nýleg, glæsileg 5 herb. 135 fm íbúö. íbúöin er 3 svefnherbergi, 2 stofur, sjónvarpshol, eldhús og bað. Allt sér. ★ Ránargata — Einbýlishús Húsið er (timburhús). Kjallari, hæö og ris. Mjög gott hús. Laust strax. ★ í smíðum Einbýlishús á Seltjarnarnesi, Seláshverfi, Breiöholti, einnig nokkrar lóðir á stór-Reykjavík- ursvæðinu. * Einbýli — Seljahverfi Gott einbýlishús, kjallari, hæð og ris. Húsiö er íbúöarhæft, ris tilbúiö undir tréverk. Ákveöin sala. ★ Leifsgata — Hæö og ris 3 svefnherb., 2 stofur, eldhús og bað. Bílskúr. Góö eign. Ákv. sala. ★ Háaleitisbraut — 5 herb. Mjög góö íbúö á 1. hæö í góöu fjölbýlishúsi. 3 svefnherb., 2 stofur, eldhús, þvottur og búr. Tvennar svalir. Bilskúrsréttur. Ákv. sala. Höfum fjársterka kaupendur aö öllum stærðum íbúða. Verðleggjum samdægurs. HÍBÝLI & SKIP Solustj : Hjðrtmfur Garðaatrati 38. Sími 26277. Jón Ólafaaon * kaupþing hf. Húsi Verzlunarinnar 3. hæö, sími 86988 Fasteigna- og veröbréfasala, leigumiölun atvinnuhúsnæöis, fjárvarzla, þjóöhag- fræöi-, rekstrar- og tölvuráögjöf. Einbýlishús og raöhús Álfhólsvegur Fallegt einbylishús ca. 270 fm. A 1 hæð eru stofur, eldhús. 2 svefnherbergi. hol og wc Á 2 hæð eru 3 svefnherbergi og bað. Á jarðhæð er lítil 2ja herb. íbúð ásamt tómstundaherbergi. saunabaði og þvottahúsi. Stór bilskúr Ræktuð lóð. Gott útsýni Verð 2.9 mitlj Einkasala Æskileg skipti á sérhæð i Kópavogi. Vesturbær — Raðhús. Höfum fengið til sölu mjög skemmtileg! raðhús á 2 hæðum með biiskurum 143 fm og 175 fm. Húsin eru á sérlega góðum og kyrrlatum stað Afhendast fokheld eða eftir samkomulagi. Teikningar á skrif- stofunni. Lóö á Kjalarnesi. Sjávarlóö i Grundarlandi Buiö er aö steypa sökkla fyrir 210 fm húsi Gjöld aö mestu greidd. Teikningar fylgja. Verö 295 þús. Kópavogur — Vesturbær. 540 fm byggingarlóö Verö tilboö. 4ra—5 herb. íbúðir Sigtún. 5 herb ca. 115 fm rishæö á rólegum staö, 3 svefnherbergi, 2 samliggjandi stofur. Ibuöin er töluvert endurnýjuö, nýjar raflagnir. Danfoss-kerfi. Mjög litiö áhvíl- andi. Verö 1250—1300 þús. Grettisgata. 4ra herb. á 4 hæö, ca. 80 fm. Talsvert búiö aö endurnýja, t.d. nýtt rafmagn og pipulagnir Þarfnast áframhaldandi endurnýjunar. Verö 750—780 þús. Kleppsvegur. Ca. 100 fm 4ra herb. endaibúö á 4 hæó. Ibúöin er nýlega endurbætt og i mjög góöu ástandi. Stórar suöursvalir. Frábært útsýni. Mikil sameign. Verö 1250 þús. Hvassaleiti. 110 fm 4ra—5 herb. ibúö á 4. hæö. Mjög skemmtileg eign á góöum staó. Mjög gott útsýni. Ðilskúr. Veró 1,5 millj. Skúlagata. 100 fm mjög mikió endurnýjuö ibúö á 2. hæð. Tveir inngangar. Verö 1150 þús. Kóngsbakki. Ca. 120 fm 5 herb., stór stofa, flisar á baöi. Rúmgott eldhús. Suöur- svalir. Verö 1270 þús. Nökkvavogur. 110 fm serlega rúmgóö 3ja—4ra herb. ibúó i steinhúsi. Danfosskerfi. Nýr, stór bilskur. Verö 1.5 millj. 2ja—3ja herb. íbúðir Fossvogur. Sérlega falleg 80 fm 2ja herb. i Fossvogi á jaröhæö. Sér garóur. Æskileg skipti á 3ja—4ra herb. ibúó i Vesturbæ Góö milligjöf. Kópavogur — Furugrund, 3ja—5 herb. Vorum aö fá mjög skemmtilega 3ja herb. 75 fm ibúó á 1. hæö ásamt 45 fm ibúö i kjallara. Möguleiki er á aó opna á milli hæöa. t.d. meö hringstiga. Á efri hæö eru vandaöar innréttingar, flisalagt baö. Verö 1450 þus. Álfaskeió. Serlega björt og vel meö farin 3ja herb. 86 fm íbúó á mjög góöum staó. Sér inngangur. Gott útsýni. Bilskúrsréttur. Verö 990 þús. Krummahólar. Skemmtileg. björt 3ja herb. íbúö, ca. 100 fm, á 4 hæö. Frysti- geymsla, b ilskýli. Veró 1 millj. 2 íbúöir í sama húsi. Lindargata 3ja—4ra herb. ibúö á 1. hæö. Mjög skemmtilega innréttuö. 46 fm bilskúr. Verö 1,1 millj. Æsufell. 98 fm sérlega rúmgóö íbúö á 1. hæð Mikil sameign. Gott útsýni. Veró 950 þús. 86988 Jakob R. Guðmundsson. Heimasími 46395. Ingimundur Einarsson hdl. Sigurður Dagbjartsson. Melsölubíad á hverjum de%i! Jónas KrLstjánsson form. sjóðsstjórnar afkendir Nínu Björk verðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Nína Björk hlaut styrk Rithöfundasjóðs ríkisútvarps: „... þessi orð brosa í hug mér núna ... ‘ NÍNA Björk Árnadóttir hlaut á gamlaársdag verðlaun Rithöfunda- sjóðs ríkisútvarpsins. Að venju fór afhending verðlaunanna, sem að þossu sinni voru 60 þúsund krón- ur, fram í Þjóðminjasafninu og voru viðstaddir nokkrir gestir, þ.á m. forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir. Jónas Kristjánsson formaður sjóðsstjórnar flutti ávarp og sagði þá að sjóðurinn hefði verið stofnaður og tekið til starfa árið 1956 og væri nú veitt úr honum í 27. sinn. Alls hafa 57 skáld og rithöfundar hlotið styrk, að meðtalinni veitingu nú. Jónas sagði að sjóðurinn hefði orðið til með samkomulagi milli rithöf- unda og forstöðumanna Ríkis- útvarps. Höfuðstóll var myndað- ur með framlagi útvarpsins „og þótt hann væri smám saman nokkuð aukinn að krónutölu þá minnkaði raunverulegt gildi hans framan af sakir verðbólg- unnar. En nú árar betur til ávöxtunar slíkra sjóða og þess njótum við,“ sagði Jónas Krist- jánsson m.a. Hann sagði að fyrr hefði styrknum oft verið skipt milli tveggja eða fleiri höfunda. En Rithöfundasamband Islands hefði borið fram tilmæli um að styrkurinn skyldi falla óskiptur í hlut eins höfundar. Að baki þeim tilmælum lægi vitanlega sú hugmynd að þá sé fjárveitingin veigameiri, þá sé um að ræða raunverulejgan styrk til nýrra ritstarfa. I stjórn sjóðsins eiga nú sæti Andrés Björnsson út- varpsstjóri og Ingibjörg Þor- bergs dagskrárstjóri, tilnefnd af Ríkisútvarpi, Olga Guðrún Árnadóttir og Þórir S. Guð- bergsson frá Rithöfundasam- bandinu og Jónas Kristjánsson, formaður, skipaður af mennta- málaráðherra. Að svo búnu afhenti Jónas Nínu Björk Árnadóttur skilríki fyrir styrknum og þakkaði hún með eftirfarandi orðum: „Ég þakka þann mikla heiður og traust, sem mér er sýnt hér. Sig- urður Nordal, sveitungi minn, það spaka skáld sagði eitt sinn: „Það á að heiðra unga menn.“ Þótt ég sé af allra léttasta skeiði brosa þessi orð hans í huga mér núna. Ég er mjög stolt, ég er mjög glöð, ég get heilshugar tek- ið undir með skáldinu frá Hvíta- dal: „Kg á gæfunnar gull, ég á gleéinnar brag, tæmi fagnaóarrull, ég gal flogié í dag.““ Jólahraðskákmót Utvegsbankans: Helgi og Friðrik efstir og jafnir HELGI og Friðrik Ólafssynir urðu efstir og jafnir á jólahraðskákmóti Útvegsbankans, sem fram fór í af- greiðslusal bankans á sunnudag. Guðlaug Þorsteinsdóttir varð hlut- skörpust í kvennaflokki, en á mót- inu, sem nú fór fram öðru sinni, kepptu 18 karlar og 7 konur. Helgi og Friðrik fengu 15 vinn- inga af 17 mögulegum. Þriðji varð Jóhann Hjartarson með 14 vinn- inga, fjórði Jón L. Árnason með 13,5 og fimmti Guðmundur Sigur- jónsson með 11 vinninga. Kepp- endur í karlaflokki höfðu sjö mín- útur til að ljúka skákum sínum. Guðlaug vann allar sínar skákir og hlaut því sex vinninga af sex mögulegum. Önnur varð Áslaug Kristinsdóttir með 5 vinninga og í þriðja til fimmta sæti urðu Ragnheiður Þorsteinsdóttir, systir Guðlaugar; Sigurlaug Friðþjófs- dóttir og Ólöf Þráinsdóttir með 3 vinninga hver. Konurnar höfðu 15 mínútur til að ljúka nverri skák. Flestir af sterkustu skák- mönnum þjóðarinnar voru meðal keppenda. Útvegsbankinn hélt þetta mót í fyrsta skipti í fyrra. Þá varð sigurvegari Friðrik Ólafsson. Þá voru þátttakendur í karlaflokki einnig 18, en keppt var í kvennaflokki í fyrsta skipti nú. í mótslok afhenti Albert Guð- mundsson, formaður bankaráðs Útvegsbankans, verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.