Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 26. janúar — Bls. 41—64 NORRÆN FJÖLSKYLDULANDSKEPPNIÁ SKI'ÐUM 1983 Fj ölsky ldulands- keppní á skföum Asíöustu árum hefur vöxtur skíðaíþróttarinnar hér á landi verið með ólíkindum mikill. Virkum þátttakendum fjölgar og óhætt er að fullyrða að þeim fer fækkandi sem láta sig íþróttir og úti- líf engu skipta. Þaö er ánægjulegt aö sjá allan þann fjölda sem þyrpist í skíðalöndin um allt land þegar veður og færð hamla ekki. Skíðastöðum hefur fjölgað hratt á undanförnum árum, og fullkomnar skíðalyftur hafa verið byggðar, en betur má ef duga skal. Aðsóknin á skíöastaöina vex hraðar en nokkurn hafði órað fyrir. Sem dæmi má nefna að á einu ári hefur aösóknin aö skíðalyftunum í Bláfjöllunum þrefald- ast en flutningsgetan er óbreytt. Skíöaíþróttin er orðin almenn- ingseign. Og um leið langvinsælasta tómstundagaman barna, unglinga og fullorðna. í stað þess að kvíða vetrarkomu getur fólk nú hlakkað til þess árstíma sem sameina fjölskyld- una í útilífi og skíðaiðkun. í þessu skíðablaði er fjallað um nokkur helstu skíðasvæðin á land- inu. Spjallað er viö formenn skíöa- deilda nokkurra félaga. Fjallað er um skíðakennslu og útbúnað o.fl. Rætt er við formann Skíöasam- bands íslands og greint frá Norrænu fjölskyldulandskeppninni á skíðum sem hófst í byrjun janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.