Morgunblaðið - 26.01.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983
61
á niðurleið og beygja sig í mús-
arstööu í lok beygjunnar.
Annað ráð er að láta barnið
hreyfa sig til skiptis eins og það sé
annars vegar að tína epli af trjá-
grein og hins vegar að tína kartöfl-
ur upp úr jörðinni.
Hálfar beygjur
Annaö algengt vandamál er að
Ijúka við beygjurnar til að halda
hraðanum niðri. Sumum hressum
krökkum virðist standa á sama um
þennan stjórnlausa hraöa — eöa
þar til þau „fá fyrir ferðina". Þau
sem eru ragari reyna að bjarga
stjórnleysinu og sjálfum sér frá falli
með því að kasta sér upp í brekk-
una eða láta sig renna þversum í
brekkunni eins lengi og þau geta
áöur en þau neyöast til að beygja.
Þá má fara í leikinn um járn-
brautarlestina, þar sem þú ert
eimreiðin en barniö aftanívagninn
og þá mun barnið læra að stjórna
sér sjálft og taka góöar beygjur.
Þú sem eimreiðin stjórnar feröinni
og aftanívagninn veröur aö fylgja
vel á eftir, því annars fer lestin út
af sporinu og allt veröur stopp.
Byrjaöu æfinguna meö stórum
beygjum í mátulegum halla og
kláraöu hana áður en þú byrjar á
þeirri næstu.
Með auknum framförum barns-
ins er rétt aö fjölga beygjunum og
hafa styttra á milli þeirra.
Stór plógur
Járnbrautarleikurinn er einnig
góður til að draga úr of miklu
trausti barnsins á plógnum og of
stórum eöa gleiðum plóg, sem er Ein hlýlega klædd og vel útbúin leggur af stað í lyftunni. Dugnaöur
enn eitt vandamáliö. Börn hafa til- unga fólksins er oft fádæma mikill í skíðaiðkuninní.
hneigingu til að draga úr hraðan-
um með plógnum í staö þess að
taka beygju og þegar þau reyna aö
beygja kemur of gleiöur plógur í
veg fyrir aö þau yngstu geti snúiö
báðum fótum — þess í staö veröur
innri fótur eftir og allt endar með
ósköpum.
Ef barnið fylgir á eftir í förin þín,
minnkar það plóginn yfir í mjórri
og beinni stefnu og fær skíöin
samsiða í lok beygjunnar. Einnig ef
það ímyndar sér að hnén á því séu
Ijósin. Ef það er í of stórum plógi
snúa Ijósin á móti hvort öðru og
enginn sér hvert hann stefnir. Meö
því að minnka plóginn munu Ijósin
lýsa upp teinana og barniö nær
betri tökum á að skíða meö skíöin
samsíöa.
Skíðastafir
í byrjun skíðanámsins eru skíöa-
stafir til meira ógagns en gagns.
Þeir dreifa athygli barnsins og
endar með þvi að það hefur meiri
áhyggjur af stöfunum en skíðun-
um. Auk þess er hætta á aö barnið
sveifli of mikið stöfunum, sem býð-
ur hættunni heim. Því er best að
skilja stafina eftir heima þar til
barniö hefur tamið sér að hafa
hendur kyrrar og fyrir framan lík-
amann.
Ágætt er að byrja aö venja
barnið við stafi þegar það getur
tekiö góðar beygjur. Því getur þó
reynst erfitt aö halda í stafina
vegna þess hve hendurnar eru
smáar og vettlingarnir fyrirferöar-
miklir, og endar oft þannig aö það
heldur þeim upp að líkamanum,
þar sem þeir koma aö litlu gagni.
Því er betra aö fresta notkun á
skíöastöfum þar til hendurnar eru
orönar nægilega stórar eða þar til
nógu hlýtt er orðið til að nota
þynnri vettlinga.
Kynnið skiöastafina þegar barn-
ið er líkamlega og tæknilega til-
búiö.
Lyftuferðir
Aö ferðast í lyftu með barni er
lærdómur út af fyrir sig, og góð
regla er aö biðja lyftuvörðinn að
draga örlítiö úr hraöa lyftunnar í
fyrstu ferðunum eða þar til barniö
hefur hlotið dálítiö öryggi. í sumum
lyftum er hægt að hafa barn á milli
fótanna á sér og láta þaö vefja
handleggjunum um fæturna. Ef
barnið er orðið þaö þjálfaö aö þaö
fer eitt i lyftu, minnið þaö þá á að
standa beint, með skíöin vel í
sundur.
Hafið ætíö hugfast þegar þið
skíðið með barninu að þá er ekki
skíðamennska aöalatriöið eöa
framfarirnar, heldur stundin sem
þið eigið með barninu. Skemmtiö
ykkur, og stillið kröfunum í hóf og
sníðið þær eftir aldri barnsins,
getu þess, persónuleika og skap-
gerð.
Skiptið um skíðastaö endrum
og eins og leyfiö barninu aö ráöa
hvert á aö fara og hvað skal gera
og finniö upp skemmtilega leiki
sem henta í snjó — látiö öðrum
leiknari skíðamönnum eftir flóknar
leiðbeiningar. Fyrir alla muni fylgist
meö framförum og sparið ekki lof
og hvatningarorð. Þau byggja upp
sjálfstraust og stolt barnsins. Ekk-
ert er dásamlegra — fyrir báða aö-
ila.
Hvaða útbúnaður hentar best?
Fyrir smáfólkið:
Tveggja til þriggja ára börn geta auöveldlega at-
hafnað sig á 70 cm skíöum meö og án öryggisbind-
ina.
Þriggja til fimm ára börnum hæfa best ca. 90 cm
löng skíði með öryggisbindingum og samsvarandi
skíðaskóm.
Barnaskíði 6—10 ára:
Eldri börn, 6—10 ára, ættu aö velja sér skíöi sem
næst jafnlöng þeim sjálfum, þó íviö lengri eftir getu
og þyngd. Öryggisbindingar meö skíöastoppurum
og skíðaskór eru nauðsyn.
Unglingaskíði:
Þau má gjarnan taka lítið eitt stærri en notandi er,
ca. 10 cm lengri. Þegar þessum aldri er náð, þurfa
sktöin helst aö vera fíberstyrkt meö innfelldum
stálköntum, vegna aukins álags.
Skíði ffyrir fullorðna:
COMPACT-skíði eru ætluö fyrir hæga til meöal-
hraða skíöun, heppileg fyrir byrjendur og þá sem
skíöa ekki hratt. COMPACT-skíði 150—190 cm eru
keypt sem næst jafnstór notanda, þó skiptir þyngd
og geta nokkru máli, ca. 5—10 cm lengri eftir
hæfni.
MID-skíöi eru kærkomin nýjung fyrir gott skíöafólk.
MID-skíöi eru fyrir hraðari og fjölbreyttari skíðun.
Henta vel bæöi í höröu og mjúku færi og gefa
skemmtilega möguleika. MID-skíöi skulu vera ca.
10—15 cm lengri en notandi.
Gönguskíði eða touring-skíði:
Gönguskíöi eru jafnan tekin 20—30 cm lengri en
notandi — breytilegt eftir breidd skíðanna. Svo-
kölluð vax-frí skíöi eru vinsælust, þar eö þau þarf
ekki að vaxbera. Besti árangur fæst þó á rétt
smurðum gönguskíöum.
Skíðaskóli Sigurðar Jóns-
sonar er í Bláfjöllum
NÚ UM helgina er að hefjast 3.
starfsór Skíöaskóla Siguróar
Jónssonar. Skólinn mun í vetur
starfa með svipuöu sniói og und-
anfarna tvo vetur.
Námskeiö verða fyrir alla getu-
hópa, börn sem fulloröna, 5 daga
vikunnar, þ.e. laugardaga, sunnu-
daga, þriöjudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar í síma 76740 eftir kl. 17.00.
Aðsókn að skólanum hefur auk-
ist jafnt og þétt þessi ár og nú
þegar er búið aö panta þó nokkuö.
I vetur verður skólinn staðsettur
uppi í Bláfjöllum og hefur til afnota
gamla Borgarskálann.
Skíöa- :
leigan
Skíðabúðin
við Umferðarmiðstöðina
Eftir tveggja ára reynslu af skíðaleigu bjóðum við
nú einnig til sölu þau vörumerki sem hafa reynst
best.
Erbacher skíði (vestur-þýsk gæði).
Hope bindingar (japönsk tækni).
Tecnica skór (ítölsk hönnun).
Viltu prófa áður en þú kaupir??
s""' 13072