Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.01.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1983 63 Ljósm. Skapti Hallgrímsson Þessi fríði hópur húsvískra skíðamanna lét nístingskuldann ekki hafa nein áhrif á sig og hólt ótrauður áfram að renna sér. Allir höfðu þó tíma til að stilla sér upp svo hægt væri að festa hópinn á filmu. Ljósm. Skapti Frá skíðalandi Húsvíkinga. Troðarinn þeirra í forgrunni, en í baksýn má sjá hluta einnar brekkunnar í Stöllunum. Ljósm. Áfcúsl Baldursson Skíðasambandið gengst á vetri hverjum fyrir bikarmótum á ýmsum stöðum á landinu. Hér sjást nokkrir keppenda á einu slíku móti sem haldið var á Húsavík. Víkingar hafa byggt upp skíöasvæöi í Sleggjubeinsdal: „Sækjumst eftir fjölskyldufólki“ — segir Freyr Bjartmarz hjá skíöadeild Víkings Knattspyrnufélagið Víking- ur hefur undanfarin ár byggt upp skíðasvæöi í Sleggju- beinsdal svonefndum, en hann er í nágrenni Hengilsins. Þar hafa þeir komið upp þremur skíðalyftum og skála, en til að fræðast nánar um Víkingssvæðið, haföi Morg- unblaðiö samband viö Frey Bjartmarz, sem starfaö hefur ötullega hjá skíðadeild Vík- ings í aldarfjórðung. „Vikingar reistu fyrst skála í Sleggjubeinsdal áriö 1940, en hann brann 1964. Þá þegar var hafist handa viö aö reisa nýjan skála, sem tekinn var í notkun kring um 1970 og vígöur 1974. Viö höfum smátt og smátt kom- iö upp ákjósanlegri aðstööu til skíöaiökana í Sleggjubeinsdal, komnir meö þrjár lyftur, og ein er í þígerð á allra næstu árum. Það eru um 10 ár síöan fyrsta lyftan var tekin í notkun og skömmu seinna kom önnur ofar. Þetta voru spjaldalyftur, en nú er komin ný diskalyfta, 500 metra löng, á svipuöum slóöum og spjaldalyfturnar voru og hefur hún leyst þær báöar af hólmi. í millitíö- inni höfum viö bætt viö tveimur byrjendalyftum, svokölluöum T-lyftum, sem eru mjög hentugar fyrir þá sem skemmra eru komnir, þar sem hún er kjurr meöan fariö er í og úr henni. Samtals eru lyft- urnar þrjár tæþur kílómetri aö lengd. Okkur vantar tilfinnanlega þjón- ustumiðstöð neöst í dalinn og hún mun rísa næsta sumar, og verður þar hreinlætisaöstaöa, geymslur og veitingasala í smáum stíl. Hins vegar höfum viö bætt alla aöstööu hvaö snertir aðkomu á svæöið. j sumar var vegurinn upp- hækkaöur og breikkaöur og til marks um hversu mikil bót er aö því, hefur aöeins einu sinni þurft aö ryöja hann, þaö sem af er árinu, þrátt fyrir hin gífurlegu snjóþyngsli. Þá höfum viö fjórfaldað bílastæöin og ættum því að vera næg bíla- stæöi hér efra, en þaö hefur komiö fyrir undanfarna vetur aö þau hafa veriö af skornum skammti. Auk þessa höfum viö endurbætt brekkurnar á svæöinu á síöustu misserum, og breikkaö giliö, til aö gera svæöiö allt ákjósanlegra. Höfum viö sprengt kletta og jafnaö út og reynt aö sá í sárin á ný og gengiö frá umhverfinu þannig aö þaö liti út sem eölilegast aftur til að spilla náttúrunni sem minnst. Skíöasvæöiö er opiö um helgar frá klukkan 10 til 22, en viö verö- um ekki tilbúnir til aö hafa þaö oþið á virkum dögum fyrr en 1. febrúar næstkomandi. Þá veröur opiö frá klukkan 10 til 18, nema á þriðjudögum og fimmtudögum, þá til klukkan 22. Þá reikna ég fastlega með aö viö höldum áfram byrjendakennslu á skíöum, höfum alltaf veriö meö kennslu af þessu tagi, hjá því er ekki hægt að komast. Viö höfum lagt á það áherzlu aö fá hingaö til okkar fjölskyldur. Hingaö kemur mikill fjöldi fjöl- skyldufólks; foreldrar, sem koma kannski ekki til aö skíöa sjálfir, en finnst þeir öruggir meö krakkana á þessu svæði. Byrjendalyfturnar, kaöallyfturnar, eru mjög hentugar fyrir börnin, þær eru í litlum halla, þar sem gott er aö stíga fyrstu skrefin á skíðabrautinni. Þaö má segja að viö sækjumst eftir fjölskyldufólki og þaö er ánægjulegt aö sjá hvernig fjöl- skyldurnar viröast bindast saman hér, og má segja aö ekki muni af veita á þessum síöustu og verstu tímum. Og það er ekki síöur hollt að teyga aö sér fjallaloftiö meöan ungarnir renna sér í brekkunum. Já, Drottinn minn dýri, það hef- ur mikið breyzt á skíöasvæöi Vík- inga frá því ég kom hér fyrst. Mestu breytingarnar eru á brekk- unum, sem orðnar eru mjög fínar, einnig hefur aökoman aö svæöinu gjörbreytzt og þá er ekki lengur þörf á aö labba uþp brekkurnar eftir aö lyfturnar komu til sögunn- ar. Hér unum viö okkur vel, þetta svæöi höfum viö Víkingar aldrei yf- irgefið, og hingaö eru allir vel- komnir, ekki sízt barnafjölskyld- urnar," sagöi Freyr aö lokum. — ágás. Leitiö ekki langt yfir skammt Húsavík í vetrarfríið HVÍLD — MEGRUN — LÍKAMSRÆKT — ÚTIVERA ÞARFTU AO MISSA NOKKUR AUKAKÍLÓ? ÞARFNASTU HVÍLDAR? VILTU LOSNA FRÁ AMSTRI HVERSDAGSINS? VIÐ HOFUM LAUSNINA Sérhæft starfsfólk svo sem læknir, íþróttakennarar, sjúkraþjálfi, leiösögumenn og lipurt hótelstarfsfólk mun sjá til þess aö þér líði sem best. Dagskrá: Dagskrá: ÁRDEGI: SÍDDEGI: Kl. 08 00 Vakið gegnum hátalarakerfi huss- Kl. 13.00 Hvíld. ins meö lóttri tónlist og likams- Kl. 14.00 Gönguferö meö teygjum. fararstjóra. Kl. 08.15 Boriö á herbergi heitt sítrónuvatn. Kl. 15.00 Létt miödagskaffi. drukkiö meðan klæöst er (íþrótta- Kl. 15.30 Nudd. galli). Kl. 17.00 Frjáls tími. Kl. 08.30 Morgunleikfimi í sal, mál og vog. Kl. 19.00 Kvöldveröur. Kl. 09.30 Morgunverður. Kl. 10 30 Sund — gufa — heitur pottur. KVÖLD: Kl. 11.00 Frjáls tími. Kl. 20.30. Kvöldvaka. Kl. 12.00 Hádegisveröur Stutt ganga fyrir svefn. Verö pr. mann á viku: Kr. 5.980 í 2m m/baði. Kr. 6.480 í 1m m/baði. Innifalið í þessu verði er: Gisting, allar máltíðir, læknisskoöun, sund, gufa, heitur pottur, leik- fimi, nudd, gönguferðir með fararstjórn, fræðileg erindi, flug og transfer flugvöllur — hótel — flugvöllur. Ath. Hámarksfjöldi í hópi er 20 manns. Askilinn er réttur til breytinga á ofangreindu verði. 1. vika 06/02 2. vika 13/02 - 3. vika 06/03 4. vika 27/03 5. vika 03/04 6. vika 10/04 13/02 ’83 20/02 '83 13/03 ’83 03/04 ’83 10/04 '83 17/04 ’83 Söluaðilar: Hótel Húsavík, Ferðaskrifstofa ríkisins, Ferðaskrifstofan Úrval, Ferðaskrifstofan Útsýn, og ferðaskrifstofur víða um land. ' í Vertu . velkominn’ - Húsavik Síml 9S-41220

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.