Morgunblaðið - 28.01.1983, Qupperneq 1
1
56 SÍÐUR
22. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Njósnahneyksli
í S-Afríku:
Flotaforingi
njósnaði fyrir
Sovétmenn
Jóhannesarborg, 27. janúar. AP.
EINN af yfirmönnum sjóhers
Suður-Afríku, Dieter F. Gerhardt,
og kona hans hafa verið handtek-
in í Jóhannesarborg fyrir meintar
njósnir í þágu Sovétríkjanna. Ger-
hardt er 47 ára gamall og fluttist
hann til Suður-Afríku frá I'vska
landi í lok síðari heimsstyrjaldar-
innar.
Gerhardt var yfirmaður sjó-
herafla Suður-Afríku í Simons-
town, fyrir sunnan Jóhannesar-
borg á ströndinni við Góðrar-
vonarhöfða. Er það mikilvæg-
asta herskipalægi Suður-Afríku
og eftirlitsstöð með skipaferðum
fyrir höfðann.
Dieter F. Gerhardt, sem handtek-
inn var í Jóhannesarborg í dag og
ákærður fyrir njósnir í þágu Sovét-
manna.
í Simonstown hafði Gerhardt
aðgang að upplýsingum varð-
andi mátt suður-afríska flotans,
en Suður-Afríka er svarinn and-
stæðingur kommúnistaríkjanna.
Gerhardt hafði aðstöðu til að
miðla Rússum af þekkingu sinni
um vopnabúnað herskipa, styrk
þeirra og veikleika.
Þetta mál hefur vakið mikið
umtal og blaðasknif í Suður-
Afríku og víðar, spurt er hvern-
ig sovéskur njósnari geti risið til
slíkra metorða án þess að vera
gómaður.
Veðsetti
gervifót
sem reyndist vera
eign ríkisins
(’hoster, Knglandi, 27. janúar. AP.
TVEIR starfsmenn rikisins í
Chester í norðvesturhluta Eng-
lands eltust í allan dag við
mann nokkurn, sem hafði veð-
sett gervifót. Málið var það, að
óleyfilegt er með öllu að veð-
setja eignir rikisins og gervifót-
urinn kvað hafa verið eign þess.
Þegar líða tók á daginn, litu
starfsmennirnir síðan að nýju
við hjá veðmangaranum, sem
sagði þá sögu að maðurinn
hefði mætt á staðinn þá fyrir
skömmu, skellt undir sig fæt-
inum og horfið á braut.
Mubarak hjá Reagan
janúar. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti tók í dag á móti
Hosni Mubarak forseta Egyptalands i Hvíta húsinu,
þar sem þeir sátu síðan á fundi til viðræðna um
málefni Miðausturlanda.
Hosni Mubarak hvatti Reagan til að beita ísra-
ela þrýstingi og fá þá til að kalla her sinn heim.
„Þegar þeim áfanga er náð er auðveldara að semja
um þau atriði sem eftir eru,“ sagði Mubarak eftir
tveggja tíma langan fund í dag.
Ekki kom fram að fundinum loknum hvort Mub-
arak hefði farið fram á það við Bandaríkjastjórn
að hún beitti Israela þvingunum, fjárhagslegum
eða hernaðarlegum, til að flýta fyrir framgangi
samningaviðræðnanna.
Mubarak hafði rætt við Caspar Weinberger
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fyrr í dag, en
engin yfirlýsing var gefin út að fundinum loknum.
Leiðtogar
Samstöðu
mótmæla
flutningi
á sjóðum
Varsjá, 27. janúar. AP.
LEIÐTOGAR óháðu verkalýðsfé-
laganna Samstöðu, sem nú hafa
verið bönnuð, sendu stjórnvöldum
i dag mótmæli vegna þeirrar
ákvörðunar stjórnvalda að færa
alla sjóði óháðu verkalýðsfélag-
anna yfir í sjóði hinna nýju verka-
lýðsfélaga sem stjórnvöld vonast
eftir að leysi Samstöðu af hólmi i
framtíðinni.
Leiðtogarnir, sem undirrituðu
bréfið, fara fram á að sjóðirnir
verði þess í stað lagðir í „félags-
málanefndir", svo að þeir „komi
einhverjum að gagni“, eins og
segir í bréfinu. Félagsmála-
nefndir munu hafa farið með
málefni verkalýðsfélaganna inn-
an óháðra fyrirtækja eftir að
Samstaða var bönnuð.
Lech Walesa, leiðtogi óháðu
verkalýðsfélaganna Samstöðu,
sem nú hafa verið bönnuð, er enn
meinað að ganga til sinna fyrri
starfa í Lenín-skipasmíðastöðv-
unum í Gdansk, þrátt fyrir að
hann sé kominn á launaskrá þar,
samkvæmt fregnum frá tals-
manni þeirra.
Sýrlendingar og Palestínumenn
reiðubúnir að kalla heri heim
Beirút, Kiryat Shniona, 27. janúar. AP.
SHAFIK WAZZAN forsætisráð-
herra sagdi í dag að ekkert væri í
vegi fyrir því að brottflutningur
gæti hafist á sýrlenskum og palest-
ínskum hermönnum frá Líbanon.
„Ég hef fengið fregnir sem
sanna það, að ekkert er í vegi
fyrir því frá hendi Sýrlendinga og
Palestínumanna að brottflutn-
ingur herja þeirra geti hafist
þannig að allir erlendir verði á
brott frá Líbanon“, sagði Wazzan
í dag í viðtali við blaðið Al-
Bayraq. Hann bætti við:„Það sem
heldur aftur af Sýrlendingum og
Palestínumönnum er viðhorf
Israela til brottflutningsins."
Tíundu lotu samningaviðræðn-
anna í ísrael lauk í dag og er talið
að árangur af henni hafi verið
nokkur varðandi framtíðartengsl
Líbanon og ísrael.
Bandaríkjamenn hafa að und-
anförnu ásakað ísraela um að
tefja viðræðurnar og vera lítt
fúsa til samninga, en talsmaður
Israelsstjórnar, Avi Pazner, sagði
eftir viðræðurnar í dag, að þar
hefðu orðið „talsverðar framfar-
ir.“
Pazner sagði, að sendinefndir
Bandaríkjastjórnar, Israela og
Líbana myndu hittast að nýju á
mánudag, en undirnefndir hæfu
störf á þriðjudag og miðvikudag.
Aðalinntak viðræðnanna að
undanförnu hefur verið sú krafa
Israela að fá að hafa þrjár til
fimm eftirlitsstöðvar á líbönsk-
um landssvæðum, en Bandaríkja-
stjórn heldur því fram að slíkt
komi í veg fyrir algjöran brott-
flutning ísraelskra herja frá
Líbanon.
Ariel Sharon sagði á fundi í
gær að ekki kæmi til greina að
Bandaríkjamenn myndu sjá um
eftirlitsstöðvarnar. „Við viljum
ekki að bandarískur herafli verji
okkur. Þeir sem starfa á slíkum
stöðvum verða að gjörþekkja til
lands okkar og tungu", sagði
hann og bætti því við að þessar
eftirlitsstöðvar væru ekki hugs-
aðar til frambúðar.
Elie Shalim, utanríkisráðherra
Líbanon, sagði í dag að Líbanir
væru reiðubúnir að tryggja að
ekki yrði um neinar árásir á Isra-
el að ræða frá líbönskum lands-
svæðum, en gætu ekki leyft ísra-
elum að vera með eftirlitsstöðvar
þar í landi.
SALT-viðræður
hefjast að
(ienf, 27. janúar. Al*.
BANDARISKIR og sovéskir samningamenn í afvopnunarvið-
ræöunum tóku upp þráðinn að nýju í dag eftir tveggja niánaða
hlé og hófu að ræða fækkun meðaldrægra eldflauga í Vestur-
Evrópu.
Aðalsamningamaður Sovét-
stjórnarinnar sagðist óviss um
það hvort samningar tækjust fyrir
lok þessa árs, en NATO-ríkin hafa
lýst því yfir, að ef ekki verði um
samninga að ræða fyrir þann
tíma, muni þau koma fyrir nýjum
meðaldrægum eldflaugum í Evr-
ópu til að jafna það sem þau kalla
„kjarnorkuójafnvægi".
Bandaríkjamenn settust við
samningaborðið og lýstu því yfir
að þeir væru reiðubúnir að íhuga
hvert það tilboð sem kæmi frá
Sovétmönnum og stuðlaði í alvöru
að auknu vestrænu öryggi.
Paul H. Nitze, aðalsamninga-
maður Bandaríkjastjórnar í við-
ræðunum, sagðist við komuna til
Genfar í dag ekki einskorða sig við
„0-lausnina“, en hún hefur verið
hið opinbera samningatilboð
Bandaríkjastjórnar frá því við-
ræðurnar hófust í nóvember 1981.
Sovéskur yfirmaður sagði þessa
yfirlýsingu Nitze í dag „áhuga-
nýju
verða“, en Sovétmenn hafa ítrekað
hafnað „0-lausninni“, sem felur í
sér að Bandaríkin hætti við að
koma fyrir nýjum meðaldrægum
eldflaugum í Vestur-Evrópu gegn
því að Sovétmenn fjarlægi u.þ.b.
600 eldflaugar sem hafa Vestur-
Evrópu sem skotmark.
Síðar í dag ásökuðu Sovétmenn
síðan Bandaríkjamenn um að
koma í veg fyrir að samkomulag
náist í Genfar-viðræðunum, og
ráðlögðu George Bush, sem boðað
hefur að hann muni taka þátt í
viðræðunum síðar í vikunni, að
leita allra hugsanlegra leiða til
samkomulags sem fyrst.
I