Morgunblaðið - 28.01.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
11
Ungar Álftanessnótir fyrir framan tréskurðarmyndina Móðurást frá 1948.
Andardráttur á glugga. Skoðað er sérkennilegt, en skemmtilegt verk úr járni
og gleri. Hægt er að hreyfa hluta þess fram og til baka. „Við skulum ekki
hafa hátt hér er að mörgu að ugga. Ég hef heyrt í alla nátt andardrátt á
glugga.“
Eftir velheppnaða og skemmtilega skoðun í Ásmundarsafni, þá glettast
börnin í garðinum og umkringja verkið Sonatorrek Egils Skallagrímssonar.
hafði í huga við gerð verksins:
„Við skulum ekki hafa hátt,
hér er margt að ugga. Ég hef
heyrt í alla nátt, andardrátt á
glugga.“
Tíminn leið hratt innan um
margbreytileg verkin í As-
mundarsafni, 40 mínútur voru
fljótar að líða. Þegar krakk-
arnir komu út í Asmundar-
garð eftir inniveruna, þá liðk-
uðu þeir sig og sprelluðu örlít-
ið innan um tröllvaxna skúlp-
túra, sem í garðinum standa.
Þeir fengu sérstakt leyfi til að
umkringja og klifra upp á
stóran steinsteyptan skúlptúr,
sem nefnist Sonatorre. Sú
mynd er margþrungin túlkun
á líðan Egils Skallagrímsson-
ar eftir að hafa misst syni
sína. Afsteypa af verkinu
stendur á Borg á Mýrum.
Eftir að hafa farið hratt yfir
sögu um hinn sérstaka heim
sem Ásmundargarður er, þá
kvöddu krakkarnir Guðjón
safnvörð með handábandi.
Greinilegt var að allir voru
mjög ánægðir með heimsókn-
ina, sem var um leið umhugs-
unarefni fyrir hina ungu nem-
endur Álftanesskóla.
r _
Tónleikar Islenzku hljómsvéitarinnar:
Frumflytur balletsvítu
eftir Skúla Halldórsson
„UM næstu helgi, á laugardags- og
mánudagskvöld, veröa tónleikar á
vegum Islensku hljómsveitarinnar.
Bera þessir tónleikar yfirskriftina
„Tónlistin — þjónn listanna", og
veröur leitast viö að sýna hvernig
tónlistin getur þjónað orðsins list,
bæði söng og framsögn, látbragðs-
list, listdansi og kvikmyndalist,"
segir í fréttatilkynningu frá íslenzku
hljómsveitinni.
„Tónleikarnir hefjast á því, að
flutt verða þrjú intermezzi úr
óperunni „Krýning Poppeu" eftir
ítalska sautjándualdar tónskáldið
Claudio Monteverdi. Þá munu Sig-
urður Skúlason leikari og Anna
Málfríður Sigurðardóttir píanó-
leikari flytja Melodrama-ballöður
eftir Schumann, Schubert og Lizt,
þ.e. framsögn ljóða við píanóund-
irleik. Þá næst mun Leikbrúðu-
land flytja Brúðulátbragðsleik,
sem Helga Steffensen hefur samið
Skúli Halldórsson
sérstaklega fyrir þessa tónleika
við tónlist eftir sænska tónskáldið
Milos Maros. Á seinni hluta tón-
leikanna verður sýnd gömul
frönsk kvikmynd, Pacific 231, er
gerð var við samnefnda tónlist
eftir franska tónskáldið Arthur
Honegger. Þá mun Sieglinde Kah-
mann óperusöngkona flytja,
ásamt hljómsveitinni, tvær aríur
úr óperu eftir Giacomo Puccini.
Tónleikunum lýkur með því að ís-
lenska hljómsveitin frumflytur
nýja ballettsvítu eftir Skúla Hall-
dórsson tónskáld. Hafa félagar úr
Islenska dansflokknum samið
dans við þessa tónlist og koma þau
fram undir stjórn Nönnu Ólafs-
dóttur. Stjórnandi hljómsveitar-
innar er Guðmundur Emilsson."
Uppselt er á tónleikana á laug-
ardag, en þeir verða endurteknir
mánudaginn 31. janúar kl. 20.30 í
Gamla bíói. Miðar á þá tónleika
verða seldir í Bókaverslun Sigfús-
ar Eymundssonar í Austurstræti,
versluninni Istónn, Freyjugötu 1,
á skrifstofu hljómsveitarinnar að
Fríkirkjuvegi 11 og í miðasölu
Gamla biós.
Nýi leikskólinn I Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn:
Leikskólinn í
nýtt húsnæði
iHirlákshofn, 24. janúar.
SUNNUDAGINN 23. þ.m. bauð for-
eldrafélag leikskólans í Þorlákshöfn
til kaffidrykkju í leikskólanum í til-
efni af því að daginn eftir tók skól-
inn til starfa i nýju húsnæði. í sam-
tali við Gróu Steinu Erlingsdóttur
forstöðukonu skólans kom i Ijós aö
nýja húsnæðið er rúmlega helmingi
stærra en það gamla sem var til húsa
í 120 m2 viðlagasjóðshúsi sem ekki
svaraði þörfum þessarar starfsemi.
I nýja húsinu, sem er hannað af
Ólafi Ingimundarsyni tæknifræð-
ingi, er allt hannað með þarfir
barnanna í huga, því er skipt í
tvær deildir, yngri deild, þar sem
verða 18 börn 2 til 4 ára, og eldri
deild, en þar verða 20 börn 4 til 6
ára.
Fimm stúlkur vinna í senn auk
forstöðukonunnar.
Með þessari bættu aðstöðu má
segja að þörf fyrir leikskólapláss
sé fullnægt þó áfram megi reikna
með einhverri heimagæslu þá sér-
staklega fyrir börn yngri en 2 ára.
Þetta nýja hús er timburein-
ingahús byggt af Mát hf. Þor-
lákshöfn. Verð hússins með bún-
aði er kringum 3 milljónir.
Morgu n blaðið/J HS.
Gestir í vígslukaffi
J.H.S. Þetta lítur Ijómandi vel út, eða hvað?