Morgunblaðið - 28.01.1983, Page 12

Morgunblaðið - 28.01.1983, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983 Endurskoðun stjórnarskrárinnar 4. grein Kosningarétturinn stórlega rýmkaður Eftir Gunnar G. Schram prófessor Margir munu eflaust telja tillögurnar um veru- lega rýmkun kosningarétt- arins meö merkustu hug- myndunum um breytingar á stjórnarskránni. Lagt er til að allir, sem náð hafa 18 ára aldri, fái kosninga- rétt til Alþingis, en nú er aldurs- takmarkið 20 ár, svo sem kunn- ugt er. Þessi breyting myndi hafa í för með sér að um 9.000 manns myndu fá kosningarétt sem ekki hafa hann í dag, en það er fjöldi 18 og 19 ára árganganna nú. Þessi breyting er í sjálfu sér í fullu samræmi við aðrar breyt- ingar á réttindum ungs fólks, sem miðuð eru við aldur. Árið 1979 var lögræðisaldurinn lækk- aður niður í 18 ár og sama ár var einnig giftingaraldurinn lækk- aður í 18 ár úr 20 árum. Þá má minna á það að skatta og önnur opinber gjöld byrja menn að greiða sem sjálfstæðir skatt- þegnar við 16 ára aldur og raun- ar er nú nýlega byrjað að skatt- leggja börn. I Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi er kosningaaldurinn 18 ár og sama er m.a. að segja um Bretland, Bandaríkin, Vestur Þýzkaland, Sovétríkin og flest önnur lönd Evrópu. Sú röksemd hefur raunar heyrst að 18 ára séu menn of ungir til þess að marka sér af- stöðu í þjóðmálum og hafi vart vit á því að velja milli stjórn- málaflokka og frambjóðenda. Ég held að í siíkri afstöðu felist ástæðulaust vanmat og van- traust á dómgreind og skynsemi unga fólksins í landinu, sem orð- ið er fullveðja. Það á ekki síður rétt en þeir sem eldri eru til að taka þátt í mótun þeirrar stefnu í þjóðmálum, sem ríkja á næstu fjögur árin og mun hafa áhrif á kjör þess og veraldargengi. Lögheimilisskil- yrðinu gjörbreytt Önnur mikilvæg breyting er sú að lagt er til að lögheimili hér á landi á kjördegi verði ekki léngur óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því að mega kjósa. Nægi- legt verði til þess að halda kosn- ingarétti að hafa átt lögheimili hér á landi einhvern tímann á síð- ustu fjórum árunum fyrir kjör- dag. Það er alkunna að árlega held- ur mikill fjöldi íslendinga utan, bæði til náms og í atvinnuleit. Áætlar Hagstofan að á hverjum fjórum árum sé þessi hópur allt að 3.000 talsins. Við brottflutn- inginn af landinu glata þessir menn margir hverjir lögheimili á íslandi og missa því um leið kosningaréttinn. Það á við um alla þá, sem fara utan til ýmissa starfa. Að því er námsmenn varðar á Norðurlöndum verða þeir að flytja lögheimili sitt þangað, þótt námsmenn eigi al- mennt rétt á að skrá lögheimili sitt þar sem þeir bjuggu síðast á íslandi. Hagstofan hefur í fram- kvæmd freistað þess að taka námsmenn erlendis inn á kjör- skrárstofn þann, sem kjörskár eru gerðar eftir. Þrátt fyrir það eru jafnan fleiri og færri úr þeirra hópi, sem ekki komast á kjörskrá og geta því ekki greitt atkvæði í alþingiskosningum. Þessu nýja ákvæði, sem Stjórnarskrárnefnd leggur til, er ætlað að koma í veg fyrir að bæði námsmenn og þeir sem halda utan í atvinnuleit missa kosningarétt sinn á þann hátt sem verið hefur. Er það hið mesta sanngirnisatriði, því nú- verandi reglur hafa leitt til sár- inda og ríkrar óánægju, þegar menn sem tiltölulega nýlega eru farnir á brott uppgötva að þeir njóta ekki lengur þessara mik- ilvægu borgarréttinda hér heima. Þess vegna er þessi til- laga mjög til bóta og vonandi að Alþingi geri gangskör að því sem allra fyrst að festa hana í stjórn- arskránni. í þessu sambandi vil ég þó ekki láta hjá líða að benda á aðra leið, sem hér gæti einnig komið til greina. Hún er sú að allir Islendingar, sem ríkisborg- ararétt hafa, haldi kosningarétti sínum án tillits til þess hve lengi þeir hafa dvalið erlendis. Hins- vegar verði þeir að tilkynna hingað heim með nokkrum fyrir- vara hvort þeir vilja notfæra sér kosningaréttinn í væntanlegum kosningum. Geri þeir það fá þeir að kjósa, en ella yrði litið svo á að þeir hefðu ekki á því áhuga og yrðu þá ekki teknir á kjörskra. Hér myndi kosningarétturinn jafnan fylgja ríkisborgararéttin- um og er að mörgu leyti sann- gjörn og eðlileg regla, með þeim takmörkunum að hver einstakl- ingur ræður því hvort hann vill gera rétt sinn virkan eða ekki. Breyting sú sem Stjórnar- skrárnefnd leggur til mun hafa það í för með sér að mikill fjöldi manna heldur kosningarétti, þótt lögheimili hafi átt erlendis allt að 4 árum. Svipting borgara- réttinda afnumin Þriðja meginbreytingin sem Stjórnarskrárnefnd leggur til að gerð verði á kosningaréttar- greininni er sú að niður verði fellt það kosningaréttarskilyrði að menn hafi óflekkað mannorð. Það ákvæði er nú ekki lengur í lögum um kosningar til sveitar- stjórna og horfið er slíkt ákvæði úr lögum langflestra nágranna- þjóða okkar. Nú er þetta ákvæði skýrt svo í kosningalögunum að enginn telj- ist hafa óflekkað mannorð, sem sekur er eftir dómi um verk sem svívirðilegt er talið að almenn- ingsáliti. Nefnd, sem skipuð var til að endurskoða hegningarlög- in, lagði til í áliti sínu 1961, að ákvæðið um óflekkað mannorð yrði numið úr stjórnarskrá og lögum um sveitarstjórnarkosn- ingar. Taldi nefndin að frá sakfræðilegu sjónarmiði væri óæskilegt að beita sviptingu al- mennra þjóðfélagslegra rétt- inda, svo sem kosningarétti, sem viðurlögum við brotum. Þess má hér og geta að miklir erfiðleikar hafa verið á fram- kvæmd þessa ákvæðis, þar sem þess er ekki lengur (eftir 1961) getið í dómum í refsimálum hvort brot hefur mannorðsflekk- un og þá sviptingu kosningarétt- ar í för með sér. Það verða nú sveitarstjórnir að ákveða í hverju einstöku tilfelli en þær semja kjörskrár. Hefur reynst æði torvelt fyrir þær að skil- greina hvaða brot hafa mann- orðsflekkun í för með sér og hver ekki þannig að hin mesta mis- ræmis gætir í framkvæmd þessa ákvæðis eftir landshlutum. Væri af þeirri ástæðu einni full ástæða til þess að nema ákvæðið burt úr alþingiskosningalögun- um svo sem gert hefur verið í sveitarstjórnarkosningum. Almennur kosninga- réttur er ekki jafn Svo sem hér hefur að framan verið rakið felast í tillögum Stjórnarskrárnefndar verulegar breytingar sem horfa til mikillar rýmkunar á kosningarétti þjóð- arinnar. Með þessum breyting- um verður hann gerður enn al- mennari en hingað til hefur ver- ið. í kosningunum 1979 nutu kosningaréttar alls 62,6% af heildaríbúatölu landsins. Til samanburðar má geta þess að árið sem Islendingar fengu heimastjórn 1904 höfðu aðeins 10% þjóðarinnar kosningarétt. Kosningarétturinn verður því æ almennari hér á landi. En langt er þó frá því að hann sé jafn, enn sem komið er. En það er önnur saga og út í þá sálma verður ekki farið hér að þessu sinni. 3542 mál til meðferðar RLR á síðastliðnu ári Lubba VE sokkinn við Bæjarbryggju. Ljósm. Mbi. Sigurgeir. * Ohapp I Vestmannaeyjahöfn: Trilla sökk — önnur löskuð eftir ásiglingu Til Kannsóknarlögreglu ríkisins komu á síðastliðnu ári 3542 mál, sem er 100 fleiri málum en árið 1982. Þjófnaðir voru langviðamesti mála- flokkurinn, eins og raunar ávallt áður. „Þjófnaðarbrot, fjársvik og fólsun- arbrot eru allir stórir málaflokkar, þó þjófnaðarbrot vissulega skeri sig úr að fjölda. „Mál til meðferðar á síðastliðnu ári eru svipuð að fjölda og undan- farin ár — fjársvik og fölsunarbrot eru umfangsmestu málin, — mál sem eru í rannsókn svo vikum og mánuðum skiptir til rannsóknar," sagði Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, í samtali við Mbl. Skipting málaflokka er eftirfar- andi: 1982 1981 Þjófnaðarmál 2086 1934 Líkamsmeiðingar 95 96 Skemmdarverk 87 72 Fjársvik 452 485 Fölsunarbrot 176 152 Slys 155 166 Brunar 134 138 Mannslát; v/bráða- dauða 83 113 Mannslát; af völdum slysa 10 9 Morð 1 3 Tollalagabrot 14 33 Verðlagsbrot 5 13 Gjaldþrot 1 3 Ýmis mál 185 189 Nauðganir 22 16 Önnur kynferðisaf- brot 33 27 Skattamál 3 „Á síðastliðnu ári fóru rannsókn- arlögreglumenn 53 ferðir út á land. Iðulega fóru 2—3, ýmist að tilhlut- an staðaryfirvalda eða vegna rann- sóknar mála hjá RLR eða ríkissak- sóknara. Alls var farið til 28 staða, mest átta ferðir á einn stað. Þetta er drjúgur hluti af starfsemi RLR — bæði á tíma og mannafla," sagði Hallvarður Einvarðsson. Vestmannaeyjar, 26. janúar. ÞAÐ óhapp vildi til hér í höfninni, klukkan fjögur aðfaranótt sl. mánu- dags, að 147 lesta stálbátur, Suðurey VE 500, sigldi á trillubát við gömlu Bæjarbryggjuna með þeim afleiðingum að tvær trillur löskuðust mikið, önnur svo að hún sökk. Skipverjar á Suðurey voru að leggja upp í róður þegar óhappið varð, en talið er að bilum í kúplingu hafi valdið því að báturinn sigldi inn í hóp af trillum, sem vanalega liggja við Bæjarbryggjuna. Lenti báturinn harkalega á trillunni Lubbu VE sem brotnaði mikið og sökk við bryggj- una. Einnig lenti Suðurey á Hlýra VE, trillu hins þekkta trillusjó- manns Jóns frá Sjólyst og skemmd- ist Hlýri einnig nokkuð. Krani lyfti Lubbu á land eftir óhappið og er talið að hún sé ónýt. hkj. Brotizt inn í skrifstof- ur Hveragerðishrepps Hveragerrti, 25. janúar. í NÓTT var brotizt inn i skrifstofur Hveragerðishrepps og þar unnar minniháttar skemmdir. Reynt var að brjóta upp peningaskáp á skrifstofu gjaldkcra, en ekki höfðu hinir óboðnu gestir erindi sem erfiði. Ég leitaði upplýsinga hjá sveitar- stjóranum, Karli Guðmundssyni, og sagði hann þetta vera í annað sinn, sem skrifstofan fengi slíka heim- sókn, en í sumar var einnig brotizt þar inn. Þá sagði hann að tvívegis væri búið að brjótazt inn í leikskól- ann Undraland, og þar voru litlar skemmdir unnar. Eru þau innbrot upplýst, en það síðasta er í rann- sókn. Það er búið að vera ráðamönnum Hveragerðis kappsmál í mörg ár að fá fasta löggæzlu hér í þorpið, en ekki bólar neitt á lausn þeirra mála. Hér búa tæplega 1.300 manns og dvalarheimiiið Ás og heilsuhælið hýsa mörg hundruð manns hvert ár. Þá er Hveragerði mesti ferða- mannastaður allra bæjar utan Reykjavíkur og finnst flestum bæj- arbúum löggæzluleysið óviðunandi ástand. Við erum ekki með þessu að kasta rýrð á Selfosslögregluna þó okkur finnist, að betur mætti búa að okkur í þessum málum. — Sigrún

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.