Morgunblaðið - 28.01.1983, Page 17

Morgunblaðið - 28.01.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983 17 nina eins og á myndinni sést. li allt ssu ári 'stir munu notfæra sér þá þjónustu er Ljósm.: Raþfnar Axelsson. unarkössum RKÍ. Þó kemur einnig til ágóði af smámiðahappdrætti Reykjavíkurdeildar og ágóði af merkjasölu á öskudaginn. Einnig hafa einstaklingar, félaga- samtök og fyrirtæki styrkt þessar framkvæmdir. í kynningarblaði um starfsemina, sem dreift var á blaðamannafundin- um í Múlabæ í gær, segir svo meðal annars: „Með stofnun þessarar þjónustu- miðstöðvar er unnið að eftirtöldum markmiðum: — að rjúfa félagslega einangrun aldraðra í heimahúsum og efla þá til þátttöku í dagiegri umsýslan, — að stuðla jafnframt að því að aldraðir als 600 fermetrum, er Múlabær til húsa. og öryrkjar geti sem lengst búið í heimahúsum í stað langdvalarstofn- ana, — að létta á dagspítala Land- spítalans, — að hindra ótímabærar innlagnir á sjúkrastofnanir, — að greiða fyrir útskrift sjúklinga af öðrum sjúkrastofnunum. Starfsemi sú sem hér er að hefjast er þjónusta við aldrað fólk og ör- yrkja frá kl. 8.00 að morgni allt fram til kl. 18.00 að kveldi, fimm daga vik- unnar, fyrst um sinn. Fólki verður gefinn kostur á að notfæra sér þjón- ustu Múlabæjar mismarga daga í viku í samráði við lækna og eftir þörfum og óskum hvers og eins. Á síðara stigi er gert ráð fyrir helgarþjónustu, ef reynslan sýnir að þörf muni verða fyrir hana. Eins og áður greinir frá, er starf- semi Múlabæjar einkum ætluð þeim hópi aldraðra og öryrkja sem býr sjálfstæðu búi í heimahúsum eða er í tengslum við vandafólk, en á þó í erfiðleikum með að annast sig að fullu sjálft. Þetta getur m.a. orsak- ast af langvinnum eða skammvinn- um sjúkdómum eða fötlun. Þjón- ustumiðstöðin stuðlar á þann hátt að því að eldra fólk og öryrkjar geti sem lengst með nauðsynlegum og markvissum stuðningi lifað heil- brigðu og farsælu lífi í sínu rótgróna umhverfi. Gert er ráð fyrir að öll starfsemi Múlabæjar verði í náinni samvinnu við öldrunarlækningadeild Land- spítalans. Þess má geta í þessu sam- bandi að skjólstæðingar innritast einungis að Múlabæ að undangeng- inni skoðun og mati lækna deildar- innar. Er þetta gert með það fyrir augum að unnt sé að glöggva sig á því, hvort þjónusta sú sem stofnunin hefur upp á að bjóða, henti þeim sem sækja um hana. Jafnframt er ætlun- in að sjúklingar sem notið hafa hjúkrunar og meðferðar á legudeild eða dagsþítala Öldrunarlækninga- deildar geti tengst Þjónustumiðstöð- inni með einhverjum hætti að lok- inni dvöl þar. Múlabær — þjónustumiðstöð aldr- aðra og öryrkja er ekki skilgreind sem hjúkrunarstofnun. Þó mun trúnaðarlæknir stofnunarinnar ásamt hjúkrunarfræðingi hafa sér- búna aðstöðu og veita viðtöl eftir samkomulagi og eigi sjaldnar en einu sinni í viku. Þjónusta á öðrum sviðum verður einnig fjölþætt. Að morgni hefst dagurinn með morgunverði og er öll- um skjólstæðingum veitt full matar- þjónusta, þ.e. morgunverður, hádeg- isverður og síðdegiskaffi. Sjúkraþjálf- un verður í sérbúnum vistarverum, þar sem gert er ráð fyrir bæði hóp- meðferð og einstaklingsmeðferð. Hvatt er til þátttöku í sjúkraleikfimi eða léttum æfingum undir hand- leiðslu leiðbeinanda. Ljósböðun, einkum með gigtarmeðferð í huga er einnig á boðstólum. Sjúkrabaðlaug er einnig í Múlabæ og er stuðlað að því að sem flestir þjónustuþegar fái böðun, ekki síst til þess að fyrir- byggja slys við þessar aðstæður í heimahúsum. Snyrtistofa er starf- andi alla daga vikunnar, þar sem boðið er upp á hársnyrtingu og klipp- ingar og húð- og handsnvrtingu. Þreytt- ir fætur fá einnig meðferð og snyrt- ingu. Veigamikill þáttur í starfsemi stofnunarinnar mun verða iðjuþjálf- un og í því sambandi handavinna og föndur af ýmsu tagi, m.a. bókband, leirvinna, trésmíðar, tágavinna, tau- þrykk, glermálun og ótalmargt fleira. Félagsráðgjafi fflun með reglulegu millibili veita þjónustu í Múlabæ. Prestur mun einnig hafa aðstöðu til starfa í Þjónustumiðstöð- inni. Dagblöð og tímarit munu Hggja frammi fyrir gesti heimilisins, ásamt bókum, sem verða til útlána. Gert er ráð fyrir því að félaga- samtök þau sem að Múlabæ standa muni að einhverju leyti tengja verk- efni sín á sviði öldrunarmála starf- semi Múlabæjar. Má í því sambandi nefna heimsóknarþjónustu og heim- sendingarþjónustu matar sem verið hefur á vegum Reykjavíkurdeildar RKÍ undanfarin ár. Lítil verslun verður starfrækt í húsinu, þar sem gestir geta keypt nauðsynjar til heimilishalds. Þeir sem óska, geta notið aksturs á vegum Múlabæjar að heiman og heim gegn vægu gjaldi." Daglega munu 24 einstaklingar dveljast í Múlabæ. Þar sem þeir koma ekki daglega, verða allt að 50 manns sem þjónustunnar njóta, og á árinu mun þeim væntanlega fjölga um allt að helming, eða í 100 manns. Frá blaðamannafundinum í gær. Við borðsendann fjærst situr Valdimar J. Magnússon, framkvæmdastjóri, þá Pálmi Jónsson, kaupmaður, Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur, Ragnar Ingimarsson, prófessor, Valdimar Kristinsson, viðskipta- fræðingur, Þorvarður Elíasson, skólastjóri, Ágúst Valfells, verkfræðingur, Guðjón Lárusson, læknir, Þorstcinn Sæ- mundsson, stjarnfræðingur, og Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi. Ljósm Mbl. Gmilía Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt: Efna til skoðanakönnun- ar í Reykjavík og á Reykja- nesi um vilja kjósenda Segja tillögur þingmanna miðast við hagsmuni þeirra, ekki almennings SAMTÖK áhugamanna um jafnan kosn ákveðið að gefa kjósendum í Kcykjavík kjördæmamálið í skoðanakönnun. Ætla heimili i kjördæmunum en í þeim er skoðanir sínar á því hvern þeir telji atkvæðavægi eftir búsetu eigi að vert atkvæðavægið geta þeir í framhaldi af standa skuli að framkvæmd þess. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem samtökin gengust fyrir í dag til að kynna markmið sín og skoðanakönnunina. Valdimar Kristinsson viðskiptafræðingur hafði orð fyrir hópnum, en Þorvarð- ur Elíasson skólastjóri gerði grein fyrir skoðanakönnuninni og markmiðum samtakanna, en þau eru að hans sögn fyrst og fremst stofnuð til að berjast fyrir því, að leiðrétt verð til fulls það misrétti, sem nú ríkir hér á landi í atkvæða- vægi eftir búsetu manna. Hann kvað talsmenn stjórnmálaflokk- anna hafa sýnt takmarkaðan áhuga á þessu mannréttindamáli og sú til- laga sem væri á borðum þeirra nú miðaðist fyrst og fremst við hags- muni þingmanna, þeirra er nú sitja á þingi, en ekki við hagsmuni ann- arra einstaklinga eða þjóðarinnar í heild. Þá sagði hann að þrátt fyrir ingarétt, sem nýverið voru stofnuð, hafa og Rcykjanesi tækifæri til að tjá sig um samtökin að láta bera dreifibréf á hvert u seðlar þar sem kjóscndur geta tjáð heppilegasta fjölda þingmanna, hvert i og ef kjósandinn telur að jafna eigi því lýst skoðunum sínum á því hvernig eindregnar óskir um almenna skoð- anakönnun, virtust þingmenn ráðn- ir í að afgreiða kjördæmamálið án þess að spyrja almenning álits. Það kom einnig fram á fundinum að samtökin sendu áskorun til stjórnarskrárnefndar 28. október sl. þar sem skorað er á nefndina að opna umræður um kjördæmamálið. Einnig er þeirri skoðun samtak- anna lýst, að þau telji, að til að ná fullu jafnvægi atkvæðavægis sé einfaldasta leiðin sú, að gera landið að einu kjördæmi. Þeirri hugmynd til stuðnings segir í bréfinu, að með því muni draga úr hreppapólitík, og þá yrði ekki þörf fyrir fjölgun þing- manna. Þá er þeim tilmælum beint til nefndarinnar að hún láti fara fram víðtæka skoðanakönnun þar sem landsmenn geti tekið afstöðu til þeirra leiða sem völ er á. Sam- tökin hafa enn ekki fengið svör við bréfi sínu frá stjórnarskrárnefnd. Ástæða þess að fyrirhuguð skoð- anakönnun samtakanna takmark- ast við suðvesturhorn landsins sögðu forsvarsmenn fyrst og fremst vera þá, að þeir hefðu hvorki fjár- ráð né mannafla til að framkvæma kannanir í öðrum landshlutum. Þeir lýstu miklum áhuga á því að til slíkra kannanna gæti komið í öllum landshlutum, og sögðust reiðubúnir til samvinnu og samráðs við áhuga- aðila þar að lútandi. Með dreifibréf- inu fylgja fjórir seðlar til útfyll- ingar og má setja þá í póst eða koma þeim á næstu benzínstöð. í dreifibréfinu er einnig ávarp til kjósenda, brot úr langri baráttu- sögu og áskorun samtakanna til stjórnarskrárnefndar. Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt stefna að því að koma á fót skrifstofu fyrir starfsemi sína sem væntanlega verður opnuð fljót- lega. Formaður samtakanna er Valdimar Kristinsson viðskipta- fræðingur. Aðrir í framkvæmda- nefnd eru Þorvarður Elíasson skólastjóri, Ragnar Ingimarsson prófessor og Valdimar J. Magnús- son framkvæmdastjóri. Tónleikar í Norræna húsinu í kvöld: Sjö verk „ÞAÐ ERII sjö verk sem verða flutt á þessum tónleikum, sem ég hef samið á tíu ára tímabili. Það elsta er frá 1971 en það nýjasta frá því í fyrra,“ sagði John Speight, söngvari og tónskáld, en tónverk eingöngu eftir hann verða flutt á tónlcikum í Norræna húsinu í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00. „Þessi verk eru svona sýnishorn af því sem ég hef verið að gera og þeim vinnubrögðum sem ég nota, þegar ég er að sernja," sagði John Speight ennfremur. „Á þeim kenn- ir margra grasa. Tónleikarnir hefjast með verki fyrir flautu og píanó og síðan koma þrjú einleiks- verk, verk fyrir flautu, fyrir klar- inett og einleiksverk fyrir píanó. Þá kemur tríó fyrir fiðlu, selló og píanó og svo kvintett fyrir fiðlu, lágfiðlu, selló, kontrabassa og pí- anó. Tónleikunum lýkur svo með kórverki. Verkin taka yfirleitt 5—15 mínútur í flutningi og ein- leiksverkin eru undantekninga- laust skrifuð fyrir þá flytjendur sem leika þau. Yfirleitt finnst mér það ein- kenna verk mín að þau séu lýrísk," segir hann aðspurður um einkenni verkanna. „Ég er kannski fyrst og fremst söngvari og er alinn upp eftir John Speight John Speight. í baksýn er verið að æfa kvintet hans. Moruunbiaðið/Kristján. sem slíkur. svo maður hugsar ef til vill meira um laglínur, en gerist og gengur nú til dags, ef það má orða það þannig. Annars vil ég helst láta verkin tala fyrir sig sjálf og ég er heldur ekki þannig gerður, að ég geti tjáð mig mikið um þau, né finnst mér sérstök ástæða til þess þeirra vegna, mér finnst þau ekki þarfnast mikilla útskýringa. Ég er yfirleitt lengi að semja hvert verk. Ég vinn hægt og hugsa mikið utn það, þannig að það tekur mig yfirleitt langan tíma,“ sagði John Speight að lokum. John Speight er fæddur Eng- lendingur, en fluttist hingað til lands 1972 og hefur búið hér síðan. Hann er með íslenskan ríkisborg- ararétt og kennir söng og tónfræði við Tónskóla Sigursveins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.