Morgunblaðið - 28.01.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1,9^, m
Bridgehátíð BR og
Flugleiða hefst 1 kvöld
STÓRMÓT Bridgefélags Keykjavíkur hefst í kvöld í Kristalsal Hótel Lóftleiða
kl. 19.30. l>etta er tvímenningskeppni með barómeterútreikningi, og taka 44
pör þátt í kcppninni, þar af 13 pör frá Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og
Kanada. Erlendu gestirnir á mótinu eru allt víófrægir spilarar; frá Bandaríkj-
unum koma Sontag og Larsen; frá Kanada þeir Mittleman og Molson; frá
Bretlandi Sowter og Lodge ásamt Forrester og Brock; og loks eru það Danirnir
Möller og Blakset, Werdelin og Auken, K. Möller og Kalderup.
Alan Sontag, höfund Power Breta í heimsmeistarakeppninni í
Precision-kerfisins, þekkja margir
spilarar hér á landi, en hann kom
hingað á stórmótið í fyrra og vann
það með félaga sínum Weichsel. Þá
varð Kanadamaðurinn Mittlemann
heimsfrægur í haust, þegar hann
vann, varð heimsmeistari í bland-
aðri parakeppni (mixed pairs)
ásamt Diane Gordon. Bretarnir
Sowter og Lodge spiluðu í liði
Rye, New York, í haust, og Sowter
er ritstjóri breska bridgeblaðsins
Popular Bridge. Danirnir Steen
Möller og Stig Verdelin eru íslend-
ingum að góðu kunnir. Þeir hafa
margoft komið til landsins, bæði á
stórmót og Norðurlandamót.
Spilað verður í kvöld til kl. 24.00,
en á morgun verður byrjað kl. 10.00
og er áætlað að mótinu ljúki kl.
Danirnir voru fyrstir til landsins af erlendu keppendunum á bridgehátíðinni.
Hér er danski hópurinn samankominn á Hótel Loftleiöum. Frá vinstri: Lars
Blakset, Stig Werdelin, Steen Möller og Jens Auken.
18.00. Þá verða verðlaun afhent, en
þau eru samtals $5000, þar af $1400
fyrir fyrsta sætið og $1000 fyrir
annað sætið.
A sunnudaginn kl. 13.00 hefst svo
stórmót Flugleiða, sem er sveita-
keppni með þátttöku 24 sveita.
Spilað verður í 3 riðlum, 10 spila
leiki. Tvær efstu sveitirnar í hverj-
um riðli spila svo í undanúrslitum
á mánudeginum, í tveimur þriggja
sveita riðlum, en á mánudagskvöld-
ið spila sigurvegararnir úr þessari
riðlakeppni úrslitaleik um 1. sætið.
Verðlaun fyrir sveitakeppnina
eru $1500 fyrir 1. sætið, $1000 fyrir
2. sætið og $500 fyrir það þriðja.
Tvímenningurinn verður sýndur
á sýningartjaldi inni í „auditori-
um“, svo og sveitakeppnin á mánu-
daginn.
Sjallinn á Akureyri:
Lausar skrúf-
ur í kvöld
KABARETTINN Lausar skrúfur
verður sýndur t Sjallanum á Ak-
ureyri í kvöld, klukkan 22. Matur
verður framreiddur frá klukkan
19, og geta kabarettgestir pantað
borð í síma Sjallans í dag. Að lok-
inni sýningu verður síðan stiginn
dans eins og aðra föstudaga.
(FrétUlilkynninii).
Vertu öruggur
— Við yfirförum allt gangverk
og gerum lagfæringar, ef þörf er á.
Kaupendur notaðra bíla!
Við bjóðum ÍTI3ZD3 öryggi
Því fylgir jafnan nokkur áhætta að kaupa notaða bíla.
*
Astand þeirra er mjög mismunandi og í þeim geta leynst gallar,
sem ekki koma í ljós fyrr en vikum, eða jafnvel mánuðum eftir kaup,
og þá getur oft verið erfitt að fá skaðann bættan. En þegar þú kaupir
notaðan MAZDA bíl hjá okkur, þá átt þú þetta ekki á hættu,
því að allir notaðir MAZDA bílar, sem við seljum eru yfirfarnir
gaumgæfilega á verkstæði okkar og allar lagfæringar gerðar, sem þörf
er á. Þú getur því verið fullviss um að bíllinn er í fullkomnu lagi.
Bílnum fylgir síðan ábyrgð í 6 mánuði
og færð þú í hendur ábyrgðarskírteini því til staðfestingar.
Því miður hafa of margir verið óheppnir
í kaupum á notuðum bíl. Firrtu þig því óþarfa áhættu
— kauptu notaðan MAZDA með 6 mánaða ábyrgð.
ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU!
mazDa
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99