Morgunblaðið - 28.01.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.01.1983, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983 Systir okkar, ALDÍS SIGMUNDSDÓTTIR frá Deildartungu, andaöist 24. janúar sl. Jónína Simundsdóttir, Einar Sigmundsson. Minning: Sigrún Edda Steinþórsdóttir t Frænka mín, ÞÓRUNN DAGMAR SIGURDARDÓTTIR, (Dotty Daust), andaðist i sjúkrahúsi á Englandi, miövikudaginn 26. janúar. Fyrir hönd vina og vandamanna, Rögnvaldur Jón Axelsson. t Vinkona mín, SESSELJA JÖRUNDARDÓTTIR, Mánagötu 8, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 15. janúar. Bálför hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Óskar Kjartansson. t Útför móöursystur minnar, SIGRÍÐAR PÁLSDÓTTUR, er andaöist aö Elliheimilinu Grund þann 21. janúar, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 31. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja, Gunnhildur Hjaróar. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóöur, KRISTRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Básenda 2, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag Islands. Engilbert Sigurösson, Guömundur Már Engilbertsson, Gunnar Valur Engilbertsson, Siguröur Haukur Engilbertsson, Þóra Engilbertsdóttir og Þráinn Finnbogason. t Útför ÞORGERÐAR FRIDRIKSDÓTTUR, Háuhlíð 2, Sauöárkróki, veröur gerö frá Fossvogskirkju, iaugardaginn 29. janúar kl. 10.30. Steinn Steinsson, Friörik Jónsson, Þorsteinn Steinsson, Sigurbjörg Guómundsdóttir, Finna Birna Steinsson, Baldur Hafstaö, Friörik Steinsson, Þorkell Steinsson. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÓSKAR GfSLASON, útsölustjóri, Sólhlíö 3, veröur jarösunginn frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugardag- inn 29. janúar kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeir sem vilja minnast hins látna, láti Krabbameinsfélagiö njóta þess. Lára Ágústsdóttir, Erna Óskars, Kári Óskarsson, Hrefna Óskars, John Miller, Ágústa Óskars, Ernst Kettler, barnabörn og barnabarnabörn. Fædd 30. júlí 1953 Dáin 22. janúar 1983 Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að Sigrún Edda systir mín sé dáin; horfin í burt frá okkur öllum sem þótti svo vænt um hana. En lífið er undarlegt og birtist á ýmsan hátt. Stundum er okkur gefið en í annan stað er það besta og fallegasta frá okkur tek- ið. En minningarnar lifa þó að mennirnir deyi. Sigrún Edda skil- ur eftir sig dýrmætan fjársjóð, sem eru minningarnar. Alltaf var hún tilbúin til að hjálpa og styðja okkur systkinin. Hún var fyrir- mynd okkar, leitogi jafnt úti sem inni. Við fráfall hennar er stórt skarð höggvið í okkar hóp. Það geislaði af henni lífsþrótturinn og bros hennar og kæti smitaði út frá sér og giaddi alla sem í kynni við hana komust. Sigrún Edda var fé- lagslynd og átti gott með að um- gangast fólk. í veikindum sínum sýndi hún mikla þrautseigju og þolinmæði. Hún var bjartsýnismanneskja að eðlisfari og tók á öllum hlutum af festu og ákveðni. Á þessum vegamótum er mér efst í huga þakklæti til hennar fyrir allt það sem hún var mér. Söknuðurinn er mikill og sár við missinn. Nú þegar stríði hennar er lokið, vona ég og bið að henni líði vel þar sem hún er nú. Megi algóð- ur guð varðveita hana í náðar- faðmi sínum. Blessuð sé minning Sigrúnar Eddu. Birna Björk „llún rolnaói, bliknadi fajjra rósin mín því frostió var napurt. Ilún hnoijrói til foldar'in blídu blöðin sín vió banastríð dapurt. Kn ^uð hana í dauðanum, hnoi^ði sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof rós mín í ró, í djúpri ró.“ ac. Þessar ljóðlínur koma fram í hugann, þegar ég fregna lát vin- konu minnar, Sigrúnar Eddu. Hún sem elskaði lífið og lifði því eins lengi og kostur var á. En loks þoldi hin fagra rós ekki meira og varð að láta undan hinum mikla vá- gesti, sem fellir svo marga langt um aldur fram. Kynni okkar hófust meðan æsk- an og lífið var allsráðandi. Sigrún Edda var falleg stúlka, hún ljómaði af æskugleði, hressi- leik, sem einkenndi hana fram- undir síðustu og erfiðustu mánuði lífsins. Ung fór hún að vinna og er óhætt að segja að hvar sem hún fór var hún mjög góður starfs- maður. Árið 1978 giftist hún Kristjáni Helgasyni rafivrkja. Fyrst settu þau saman bú sitt í Kópavogi og bjuggu sér vistlegt og fallegt heimili. Síðar fluttust þau hjón til Dánmerkur, þar sem Kristján var í framhaldsnámi. Voru þau þar, þar til síðustu mánuðina að Sigrún Edda kom heim. Var hún þá mjög þrotin að kröftum, en reyndi samt af mætti að láta ekki á neinu bera við vini og vandamenn. Sársjúk kom hún til mín yfir á fæðingardeild til að sjá litlu stúlkuna mína og sam- gleðjast mér. Sigrún Edda var mjög barngóð og langaði að eignast börn og þó hún ætti ekki börn sjálf, þá var hún því betri við börn vinkvenna sinna. Sigrún Edda var fyrst og fremst kona. Hélt glæsileik sínum og sjálfstæði til hinstu stundar, var ekki fyrir að bera tilfinningar sínar á torg, en þeir sem þekktu hana mest og best vissu hvað inni fyrir bjó. Með sárum söknuði og trega kveð ég góða vinkonu og þakka henni fyrir allt og allt. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég eiginmanni, for- eldrum og systkinum. Bogga Foreldrar hennar voru Rut Pet- ersen og Steinþór Sigurðsson, leiktjaldamálari. Móðir hennar giftist síðan Sig- urði Bjarnasyni, miklum ágætis- t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTVIN KRISTINSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 15. Þórdía Eiríksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, dóttur, stjúpdóttur og tengdadóttur, SIGRÚNAR EDDU STEINÞÓRSDÓTTUR, er lést þann 22. janúar, fer fram frá Bústaöakirkju í dag kl. 15.00 Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélagiö. Kristján Helgason, Rut P. Sígurhannesdóttir, Steinþór Sigurösson, Erna Guömarsdóttir, Siguröur St. Bjarnason, Hulda Sveinsdóttir, Helgi Ormsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför sonar okkar, fööur, unnusta og bróöur, ÓSKARS ÁRNA BLOMSTERBERG. Guö veri meö ykkur öllum. María Óskarsdóttir, Maríus Blomsterberg, Sonja Björk Blomsterberg, Þórdís Sigfúsdóttir og systkini hins lótna. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. manni. Og hjá þeim ólst Sigrún upp í góðum systkinahóp, og lifði glaða bernsku og æsku, enda var hún ákaflega vinsæl. Að því stuðl- uðu meðfæddir eiginleikar henn- ar. Hún var ávallt hinn einlægi, góði félagi, sem aldrei brást, það einkenndi allt hennar líf. Eftir að gagnfræðanámi lauk, hófst allt of stutt starfsævi henn- ar, sem hér skal ekki rakin, þess aðeins getið að 1976 hóf hún störf hjá Hagtryggingu og var þar fram á haustið 1978. Samhliða starfi sínu þar, var hún flugfreyja tvö sumur. Sem slík hafði hún alla kosti til að bera: glæsileg, örugg og aðlaðandi, með góða málakunn- áttu, þótt námsferill væri skamm- ur, sem sjálfsnám og góðar gáfur bættu upp. 1978 bauðst henni starf hjá Samvinnutryggingum. Og þar var hún þar til í sept. 1980. 1977 greip hana sjúkdómurinn, er nú hefur slitið lífsþráð hennar. En hún náði þá fljótt svo góðri heilsu, að hún stundaði fulla vinnu, og von var um fullan sigur. 1978 giftist hún Kristjáni Helgasyni, rafvirkja. í Kópavogi komu þau sér upp fögru heimili. En eins og áður er sagt, starfaði hún áfram hjá Samvinnutrygging- um fram á haustið 1980. Þá fluttu þau til Danmerkur, er Kristján hóf framhaldsnám, og hafa búið þar síðan. í haust kom hún svo hingað í heimsókn til vina og ættingja og ætlaði að hverfa aftur utan fyrir jól. En sjúkdómurinn, sem hafði aldrei sleppt af henni tökum, ágerðist. Og síðustu mánuðina lá hún í Landspítalanum, þar sem hún naut elskulegrar aðhlynn- ingar og hjúkrunar. En allt kom fyrir ekki. Sjúkdómurinn herti tök sín. En hún vildi lifa og ætlaði að lifa. Kjarkur hennar, einbeitni og æðruleysi var aðdáunarvert. Læknir hennar frá upphafi var Guðmundur Jóhannsson. Maður með svo ríka læknislund, að einnig meðan hún var ytra, fylgdist hann með heilsu hennar. En hann, læknavísindin, bar- áttuþrek hennar og lífið töpuðu. Sjúkdómurinn sigraði 22. þessa mánaðar. Síðustu vikuna vissi hún vel, að hún var að kveðja lífið. En frá henni heyrðist aldrei æðruorð. Frá upphafi hafði hún barist sem hetja, og sem hetja dó hún með aðeins 29 og hálft ár að baki. Við spyrjum hvers vegna? En fáum ekkert svar. Sigrún er horfin úr vinahópnum, en eftir er minn- ing um óvenju heilsteyptan og elskulegan persónuleika, sem eng- inn, er henni kynntist, gieymir, og allir sakna. En það er huggun harmi gegn, að við vitum, að er hún kvaddi líf- ið hér, heilsaði hún nýju lífi, þar sem hæfileikar, eiginleikar henn- ar og þroski munu njóta sín. Óskir vina um heill fylgja henni á vegferð hennar áfram. Erna og Eirikka „Þetta er svo óréttlátt," sagði dóttir mín grátandi þegar hún hafði heyrt um lát hálfsystur sinnar. Mér varð orða vant, því ég hafði verið að hugsa það sama. Öllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.