Morgunblaðið - 28.01.1983, Qupperneq 23
sem kynntust Sigrúnu Eddu þótti
vænt um hana. Hún hafði ljúfa og
einlæga lund og ósjálfrátt laðaði
hún fólk að sér. Hún gaf sér alltaf
tíma til að hlusta á aðra, róleg og
bjartsýn. Á meðan hún dvaldist í
Danmörku, þar sem eiginmaður
hennar, Kristján Helgason, var
við nám, skrifuðumst við reglu-
lega á. Þrátt fyrir erfiðleikatíma-
bil í baráttu við alvarlegan sjúk-
dóm, voru bréfin hennar alltaf full
af bjartsýni og hlýju. Hún sendi
okkur mynd af íbúðinni á stúd-
entagarðinum sem þau bjuggu í og
það var greinilegt að það var hlúð
að litla heimilinu þeirra.
Hún hafði mikla unun af að
byggja upp heimili sitt, fyrst
hérna heima og síðan til bráða-
birgða í Arhus.
Hún kom heim í haust og ætlaði
aðeins að dvelja í stuttan tíma, en
haustið varð að vetri, meðan Sig-
rún Edda háði harða baráttu við
þann sjúkdóm sem sigrar alltof
marga um síðir.
Hún lést laugardaginn 22. janú-
ar á Landspítalanum.
Sigrún Edda hafði svo mikið að
lifa fyrir, hún átti svo marga sem
henni voru kærir og hún átti eftir
að gera svo margt.
Við gátum öll lært af Sigrúnu
Eddu og dáðst af öllu hjarta að
hennar óbugandi lífsvilja og
kjarki.
En í okkar mannlega breysk-
leika finnst okkur brotthvarf
hennar óréttlátt og skiljum ekki
tilgang máttarvaldanna.
Við þökkum elsku Sigrúnu fyrir
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
23
samfylgdina. Minningin um hana
er falleg en full af trega og sökn-
uðu.
Erna Guömarsdóttir
í dag verður hún kvödd. Hún
var fædd í Reykjavík og ólst upp
fyrstu árin þar með móður sinni
og stjúpföður, en þau eru Rut Sig-
urhannesdóttir og Sigurður St.
Bjarnason. Seinna fluttu þau í
Kópavog og hafa átt þar heima
síðan og Kópavogur var heima-
bærinn í hennar huga.
Hún vann að námi loknu við
ýmis störf, m.a. verslunar- og
skrifstofustörf. Á árunum
1975—77 stundaði hún flugfreyju-
starf, fyrst hjá Sunnu og síðan
Arnarflugi, það var hennar fasta-
starf fyrst í stað, en á fyrrihluta
ársins ’76 hóf hún að vinna á
skrifstofu Hagtryggingar og síðan
Samvinnutrygginga til ársins
1980. Þessi ár vann hún jafnframt
við flugfreyjustarfið eins og tími
leyfði, flaug meðal annars leigu-
ferðir flestar helgar.
Sigrún giftist í september 1978,
Kristjáni Helgasyni, rafvélavirkja
og þau stofnuðu heimili sitt í
Kópavogi þar sem þau bjuggu til
ársins 1980. Þá tóku þau sig upp
og fluttu til Danmerkur og hafa
átt þar heima síðan. Kristján
stundar þar nám í tækniskóla en
hún vann að mestu við hótelstörf,
við gestamóttöku.
Þannig er í fáum orðum hægt að
segja frá lífshlaupi þessarar ungu
konu sem við höfum nú séð á bak.
Hún kom inn í fjölskyldu okkar
fyrir rúmlega sjö árum og varð
okkur öllum strax einkar kær og
ég á satt að segja nokkuð erfitt að
þurfa að mæla henni kveðjuorð.
Það sækja að minningar um
margar samverustundir og
skemmtileg atvik en í návist henn-
ar var oftast skemmtilegt.
Nokkur ár eru nú síðan vart
varð hjá Sigrúnu þess sjúkleika
sem hún hefur nú lotið fyrir, hinn
bleiki bani hefur borið af henni
sigurorð.
Þó er eins og okkur finnist tor-
velt að trúa því að dauðinn hafi
sigrað. Okkur finnst að sigur
hennar hafi verið mikill, hún lét
aldrei í ljós ótta eða uppgjöf, allt-
af ljómaði hún af ánægju og lagði
á ráð um framtíð, sem við þó
óttuðumst að gæti farið á annan
veg en hún lét uppi. Dugnaður
hennar í erfiðum veikindum hefur
orðið okkur, og þó sérstaklega
Kristjáni, miklum mun léttbærari
þrátt fyrir að svona hlaut að fara
að lokum.
Þetta er búið að vera okkur
dimmur og kaldur vetur, illviðra-
samur og vondur. Þó var gott veð-
ur morguninn sem ég var að koma
þessum minningarorðum á blað.
Morgunskíman var dauf, en hún
var fallega lýst kapellan í Suður-
hlíðum og lituðu gluggarnir
brugðu birtu fram á götuna. Það
væri í anda hennar, sem alltaf brá
birtu á líf okkar ef dagurinn í dag
mætti líka vera bjartur og fagur.
H.K.O.
Ingólfur Karls-
son - Kveðjuorð
Fæddur 2. júlí 1924
Dáinn 29. desember 1982
Ingólfur Karlsson lést í Borg-
arspítalanum aðfaranótt 29. des-
ember, eftir langt og strangt
sjúkdómsstríð.
Mig langar að minnast mágs
míns með nokkrum fátæklegum
orðum og þakka honum fyrir allar
ánægjustundirnar, sem ég og fjöl-
skylda mín fengum notið á heimili
hans og konu hans, Vigdísar
Magnúsdóttur, í Grindavík.
Það er svo margt sem hægt væri
að segja, en ég vildi nota þessar
línur til þess að þakka honum allt
það góða í minn garð og þakka ég
fyrir að hafa mátt kynnast hon-
um.
Ég bið góðan Guð að styrkja eft-
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall móður okkar,
ÞÓRDÍSAR TORFADÓTTUR,
Kirkjuvegi 7, Keflavík.
Torfi Stefánsson,
Nanna Stefánsdóttir,
Ástríöur Siguröardóttir.
irlifandi eiginkonu hans, börn og
barnabörn.
Sóley Sigurjónsdóttir