Morgunblaðið - 28.01.1983, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
Viðtökur vonum framar
og bókanir ganga vel
— segir Agúst Agústsson, markaðs-
stjóri Farskips, sem gera mun út
farþegaskipið Eddu næsta sumar
Noregur:
Verðbólga um
11,3% á sl. ári
„VIÐTÖKUR hafa verið von-
um framar og bókanir ganga
mjög vel það sem af er,“
sagði Ágúst Ágústsson,
markaðsstjóri Farskips, sem
gera mun út farþegaskipið
Eddu á komandi sumri, í
samtali við Mbl., er hann var
inntur eftir gangi mála.
„Við höfum fengið vel yfir fjög-
ur hundruð bókanir hér heima og
samkvæmt síðustu fréttum eru
bókanir erlendis komnar vel á
annað þúsundið," sagði Ágúst Ág-
ústsson ennfremur.
Ágúst Ágústsson sagði að ef allt
gengi upp gætu þeir flutt um 7.000
farþega milli Islands og Evrópu,
en síðan kæmu um 2.000 farþegar
til viðbótar milli Bretlands og
Þýzkalands. „Reyndar er sú stað-
an þegar sú, að upppantað er í
ákveðnar klefastærðir í ákveðnum
ferðum."
Ágúst Ágústsson sagði fyrir-
tækið hafa fengið mjög góðar við-
tökur í fjölmiðlum erlendis, sér-
staklega í Bretlandi, Þýzkalandi
og Hollandi. Nefndi hann sem
dæmi, að grein hefði birzt á for-
síðu ferðablaðs Die Welt, sem
væri fyrirtækinu verulega mikils
virði.
„Það er nokkuð áberandi, að
þetta fólk, sem á bókað far ætlar í
mjög mörgum tilvikum, að hafa
með sér eigin bíl og aka síðan um
Evrópu," sagði Ágúst Ágústsson.
„M/s Edda er 7.800 tonna lúx-
usferja, byggð í Frakklandi 1972,
samkvæmt ströngustu kröfum
Lloyd’s. Hún getur gengið 20 sjó-
mílur á klukkustund og er búinn
stöðugleikauggum. Edda getur
flutt í hverri ferð um 900 farþega
og 160 bíla. í 200 klefum rúmast
440 farþegar og 120 í svokölluðum
„þotustólum", en þar að auki eru
seld þiifarspláss. í meirihluta
klefanna er hreinlætisaðstaða.
Um borð er bæði vandað veit-
Hækkanir í
Bretlandi
HEILDSÖLUVERÐ, eldsneytis-
kostnaður og hráefniskostnaöur
hækkaði verulega í desembermán-
uði sl. í Bretlandi, samkvæmt upp-
lýsingum stjórnvalda.
Árshækkun heildsöluverðs fyrir
brezkan iðnað er um 8% í desem-
ber, samanborið við liðlega 7,4% í
nóvember sl. Meginástæðan er
sögð vera fallandi gengi pundsins,
sem hefur hækkað verð innflutn-
ings.
ingahús og veitingabúð, ennfrem-
ur þjónustumiðstöð; þar er banki,
símstöð, verzlanir, fríhafnarverzL
un, kvikmyndasalur og fleira. í
skipinu er sundlaug og saunaböð.
Þessu til viðbótar má nefna spila-
víti, dansstað, þar sem hljómsveit
skipsins leikur, og diskótek sem
jafnframt er næturklúbbur.
Reyndar eru alls 6 barir í skipinu.
Sérstakt leiksvæði er fyrir börn
og barnagæzla er á staðnum. Þá
verður veitt læknisþjónusta um
borð í skipinu," sagði Ágúst Ág-
ústsson.
Um viðkomustaði sagði Ágúst:
„Sem gefur að skilja voru við-
komustaðir Eddu vandlega valdir,
svo farþegar yrðu sem bezt settir
að halda áfram ferðinni. New-
castle er miðsvæðis í Bretlandi og
þaðan eru daglega ferjusiglinar til
Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.
Newcastle er stórborg og þar er
hvað bezt að verzla í Evrópu. Þá er
ferðamannaparadís Vatnahérað-
anna í örskots fjarlægð og í norðri
eru skozku hálöndin.
Þá er Bremerhaven ákjósanleg-
ur upphafsstaður Evrópuferðar.
Skammt undan eru borgir eins og
Amsterdam, Kaupmannahöfn og
Hamborg. Ennfremur er stutt á
slóðir eins og Rínardalinn og Alp-
ana. Má í raun segja, að akstur til
Rivierunnar, Ítalíu og Austurríkis
sé ekki meira mál, en að aka frá
Reykjavík til Egilsstaða."
Að síðustu má bæta við, að Far-
skip hefur flutt í nýtt húsnæði í
Aðalstræti 7, en þar verður sölu-
skrifstofa opnuð innan tíðar.
VERÐBÓLGA var um 11,3% í Noregi
á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum
norsku hagstofunnar. Hækkunin varð
mest á áfengi og tóbaki, eða um
17,3%. Matvælaverð hækkaði um
13,9%, en minnst varð hækkunin á
fatnaði, eða um 7,5%.
Norska hagstofan segir, að tveir
meginþættir muni ráða því hver
verðbólgan verður á þessu ári, þe.
launaþróunin og afleiðingar tveggja
gengisfellinga norsku krónunnar á
síðasta ári. Með ýmsum fyrirvörum
spáir hagstofan því, að verðbólga
verði eitthvað minni, eða í námunda
við 10%.
Gengisfelling norsku krónunnar
er talin aðalástæðan fyrir því, að
norska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir
um 8,5% hækkun á innkaupsverði
Norðmanna á þessu ári, þrátt fyrir
þá staðreynd, að verðbólga hefur
verið á undanhaldi í flestum við-
skiptalöndum Norðmanna.
Atvinnuleysi jókst stöðugt á síð-
asta ári í Noregi og í lok desember
sl. voru samtals 62.600 menn án
vinnu, sem er um 3,7% af vinnufær-
um mönnum í landinu. Er þetta
mesta atvinnuleysi þar í landi í
marga áratugi. Má í þessu sambandi
benda á, að í árslok 1981 voru sam-
tals 35.500 manns án atvinnu, sem
sýnir, að atvinnuleysi hefur nær
tvöfaldast í landinu á síðasta ári.
Kaupmáttur verulega margra
starfsstétta minnkaði nokkuð á síð-
asta ári, auk þess sem samkeppnis-
hæfni norsk iðnaðar versnaði um
3,5% á síðasta ári.
Hagfræðideild Seðlabanka íslands:
Alvarleg efiiahagslægð
gengur nú yfir heiminn
í janúarhefti Hagtalna mánaöar-
ins, sem gefnar eru út af hagfræði-
deild Seðlabanka íslands, er eftirfar-
andi grein að finna um þróun og
horfur í efnahagsmálum umheims-
ins:
Alvarleg efnahagslægð gengur
nú yfir heiminn. Hún er þó ekki
nærri því eins djúp og þegar verst
gegndi á fjórða áratug aldarinnar.
Atvinnuleysi í OECD-löndum er
orðið mikið og á óumflýjanlega
eftir að aukast. Hverjar eru orsak-
ir þessarar lægðar? Hvert stefnir?
Um það fjallar þessi grein.
Ætla má, að á nýliðnu ári hafi
samanlögð þjóðarframleiðsla
OECD-ríkjanna minnkað um nær
'/2%. Mestur hefur samdrátturinn
orðið í Norður-Ameríku, en í
Evrópu hefur hann einnig verið
tiltakanlegur, þar sem nokkur ríki
hafa orðið að sæta framleiðslu-
minnkun, og Vestur-Evrópa í heild
hefur ekki gert betur en að halda
uppi jafn mikilli framleiðslu og
árið áður.
Orsakirnar fyrir þessari efna-
hagskreppu eru margslungnar, en
með nokkurri einföldun er hægt að
benda á tvo þætti þeirra öðrum
fremur. Olíuverðhækkanirnar
1979/ 80 urðu til þess að hleypa
upp verðbólgu um gervallt OECD-
svæðið, en áður hafði ekki tekist
sem skyldi að eyða verðbólguáhrif-
unum frá fyrstu olíuhækkuninni
1973/ 74. Fyrir utan þessi verð-
bólguáhrif hafði hækkunin
1979/ 80 beinlínis þau áhrif að
færa mikil verðmæti frá olíuinn-
flutningslöndunum til útflutn-
ingslandanna, líklega um 2% af
samanlagðri þjóðarframleiðslu
OECD-landanna 1980. Þessi
hnekkir varð upphafið að núver-
andi efnahagslægð, en honum til
viðbótar kom önnur orsökin, sem
felst í þeirri efnahagsstefnu, sem
sum stærstu iðnríkin hafa fylgt
undanfarin þrjú ár. Stefna þessi
markast af því, að Iönd þessi vilja
vinna bug á þeim þrálátu verð-
bólguöflum sem lengi höfðu verið
við lýði og olíuverðhækkanirnar
höfðu magnað upp. Iðnríkin sáu
einnig fram á, að hætta yrði á var-
anlegum olíuskorti í heiminum, ef
þau beittu ekki aðgerðum til
orkusparnaðar og nýtingar ann-
arra orkugjafa.
Með þessar aðstæður að baksviði
hafa sum stærstu iðnríki OECD
sett sér þau höfuðmarkmið í
efnahagsmálum að minnka verð-
bólgu annarsvegar og að draga úr
viðskiptahalla gagnvart olíuút-
flutningslöndum hins vegar, en í
þessu efni er Frakkland þó mark-
verð undantekning. Þessari stefnu
hefur verið fylgt af talsverðri ein-
urð, jafnvel þótt hún hafi leitt til
samdráttar framleiðslu og veru-
lega aukins atvinnuleysis. Stefnan
hefur jafnframt borið umtalsverð-
an árangur. Verðbólga hefur
minnkað, en þó ekki niður á það
stig, sem stærstu iðnríkin telja
æskilegt. Halli á viðskiptajöfnuði
er orðinn skaplegur fyrir OECD-
Þjóðarfram-
leiðsla OECD-
ríkja minnkaði
um lÆ% á sl. ári
Atvinnuleysi fer
hraðvaxandi
löndin í heild. Hins vegar er at-
vinnuleysi orðið afar mikið. Þá
hefur stöðnun hagvaxtar leitt til
minni milliríkjaviðskipta, sem aft-
ur hefur getið af sér stóraukin við-
skiptahöft um heim allan.
Tafla 1 sýnir vöxt þjóðarfram-
leiðslu á OECD-svæðinu og í
nokkrum stærstu löndum þess. At-
hyglisverðasti þátturinn í þessari
mynd er þróun hagsveiflunnar í
Bandaríkjunum, en hún er að stór-
um hluta orsökin fyrir áframhald-
andi efnahagslægð annars staðar á
OECD-svæðinu. Fyrir ári síðan
var talið að efnahagslægðin í
Bandaríkjunum mundi vikja fyrir
endurbata á miðju árinu 1982
vegna hvetjandi efnahagsaðgerða,
m.a. skattalækkana, og við mundi
taka nokkuð líflegur hagvöxtur,
sem gæti enst vel yfir á árið, sem
nú er að hefjast. Þetta rættist
ekki. Lægðin á fyrri árshelmingi
varð dýpri en ráð var fyrir gert og
batinn á síðari árshelmingi hefur
látið á sér standa. í heild minnkaði
framleiðslan á árinu 1982 um nær
2 prósent. Er því kennt um, að
efnahagsaðgerðirnar framan af
árinu hafi ekki verið nógu eftir-
spurnarhvetjandi, en á þeim tíma
var stefnan í peningamálum enn
afar aðhaldssöm og vextir þar af
leiðandi háir. Hinir háu vextir
voru aftur ein helsta orsök þess, að
gengi dollarans hélst mjög hátt, en
það vann gegn útflutningi og
hvatti til innflutnings. Hvort
tveggja hamlaði gegn aukningu á
innlendri framleiðslu. Þá drógu
hinir háu vextir úr vilja til fjár-
festingar, en stjórnvöld höfðu ein-
mitt reynt að hvetja til aukinnar
fjárfestingar með skattaívilnunum
til fyrirtækja. Tekjuskattar ein-
staklinga voru einnig lækkaðir
mað það fyrir augum að hvetja til
aukinnar einkaneyslu og þar með
til meiri framleiðslu, en neytendur
reyndust afar varkárir í útgjöld-
um.
Auknar líkur eru nú á því, að
eftir stöðnun undanfarinna mán-
aða taki við tímabil afar hægs
vaxtar í framleiðslu og eftirspurn.
Má ætla, að áhrif skattalækkan-
anna á síðasta ári taki nú að segja
til sín. Veigameira er þó, að sl. ha-
ust breyttu peningamálayfirvöld í
Bandaríkjunum nokkuð um stefnu
og slökuðu á því stífa aöhaldi sem
þau höfðu áður beitt. Vextir hafa
síðan farið lækkandi, einkum á
skammtímalánum, og gengi dollar-
ans hefur einnig lækkað talsvert
gagnvart öðrum helstu viðskipta-
gjaldmiðlum heims. Þá hefur verð-
bólga farið minnkandi og komist
niður á það stig, að neytendum og
atvinnulífinu þar í landi finnst
hún bærileg, en þar í landi hvetur
,verðbólgulækkun mjög til aukins
framtaks.
Gera má ráð fyrir, að þjóðar-
framleiðsla Bandaríkjanna vaxi
afar hægt á árinu 1983, eða um 2%
frá fyrra ári. Hins vegar er því
spáð, að hraði framleiðsluvaxtar
muni aukast eitthvað, eftir því sem
árið líður. Gæti hann svarað til um
2% ársvaxtar á fyrri helmingi árs-
ins, en hugsanlega 4% á síðari
árshelmingi. Hins vegar er ekki
gert ráð fyrir, að framleiðsluvöxt-
urinn verði mjög hraður eftir það.
Er talið að áfram verði beitt að-
haldi í peningamálum, og vextir
héldist enn nokkuð háir. Ekki er
gert ráð fyrir að verðbólga minnki
mjög úr þessu, og mun hún líklega
haldast í rúmum 5% á næsta ári.
Atvinnuleysi er talið munu aukast
enn að mun, enda þurfi um 4%
árlegan framleiðsluvöxt í u.þ.b. tvö
ár til að stöðva aukningu atvinnu-
leysisins.
Efnahagslíf annarra stærstu
iðnríkja OECD markast að tals-
verðu leyti af samdrætti í heim-
sviðskiptum með iðnaðarvörur,
sem er í senn orsök og afleiðing af
þeirri efnahagslægð, sem nú geng-
ur yfir. Ein aðalhættan fyrir
heimsbúskapinn um þessar mund-
ir er einmitt sú, að minnkandi
milliríkjaviðskipti leiði af sér
minni umsvif í hverju landi fyrir
sig, en það muni aftur kalla á auk-
in viðskiptahöft. Þannig kann að
skapast vítahringur, sem breytt
getur núverandi lægð í sannkall-
aða kreppu. Talið er að kreppa
fjórða áratugarins hafi að miklu
leyti verið afieiðing slíkra við-
skiptahafta.
I Þýskalandi hefur samdráttur í
milliríkjaviðskiptum komið illilega
niður á þjóðarbúskapnum. Þjóð-
verjar hafa oft áður á tímum efna-
hagslægðar getað spjarað sig með
því að taka á samkeppnisgetu
sinni, en á árinu 1982 brást þessi