Morgunblaðið - 28.01.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 28.01.1983, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983 Launadeila kafara og Landhelgisgæzlunnar: Köfum ekki fyrr en sam- komulag hefur tekist — segir Þorvaldur Axelsson, einn þeirra sem hafa skilað búningi sínum „Við scm stundum köfun fvrir Landhclgisgæzluna í hjávcrkum, skiluðum köfunarbúningum okkar fjrir rúmum mánuði vegna dcilu um þóknun fyrir köfun. Og við munurn ekki kafa fyrr en samkomulag hefur tekist," sagði Þorvaldur Axelsson, stýrimaður, í samtali við Mbl. „Aðdragandi málsins er sá, að við rituðum bréf til fjármála- stjóra Landhelgisgæzlunnar í byrjun október og óskuðum eftir viðræðum um kjör okkar. Gáfum 10 daga frest til að svara hvenær þeim hentaði að tala við okkur. Við vorum ekki virtir svars, svo þann 15. október skrifuðum við bréf og sögðum upp því samkomu- lagi sem í gildi var. Við sögðum upp aukastarfi okkar sem kafarar með mánaðarfyrirvara eins og heimilt var. Þau eru mörg konungseyrun, eins og sagt er, því sama dag og bréfið var póstlagt hafði forstjóri Gæzlunnar, Gunnar Bergsteins- son, samband við mig og óskaði eftir viðræðum um þetta mál. Síð- an komum við tveir kafarar til samningaviðræðna við forstjóra og mann frá launamáladeild fjár- málaráðuneytisins — frá fjár- málastjóra heyrðist hvorki hósti né stuna, þó hann hafi verið við- semjandi okkar um áratuga skeið. Það voru haldnir fjórir samninga- fundir og þann 10. nóvember var skipst á tilboðum. Þau tilboð voru rædd og við féllumst á þann grunn sem þeir buðu við köfun innan hafnar, sem þó er helmingi lægri en hjá köfurum almennt. Eftir að búið var að samþykkja köfun inn- an hafnar var þóknun fyrir köfun utan hafnar það eina sem á milli bar, en hún er margfalt erfiðari og hættulegri. Við vildum alfarið að tveir kafarar væru þá að störfum. Þeir voru þessu sammála — þegar því væri viðkomið. Það hefur kom- ið fyrir í neyðartilfellum að einn hafi kafað. Það verður að viður- kennast þó það sé brot á reglum. En í slíkum tilfellum viljum við ekki lækka heildarlaunin, heldur fengi sá er kafaði laun tveggja manna. En forstjórinn sagðist ekki vilja borga nema hluta af launum tveggja þegar einn kafaði. Því töldum við að það yrði hvetj- andi fyrir Gæzluna að hafa einn og gátum því ekki fallist á þetta. Við héldum að samningar væru á lokastigi en það reyndist aldeilis ekki rétt. Boðað var til fundar mánudaginn eftir, en ekkert varð af honum og var fundum marg- frestað. Loks föstudaginn 10. des- ember bað forstjórinn mig að ræða við sig. Þá tilkynnti hann að tilboðið, sem lagt hafði verið fram '/2 mánuði áður hefði verið loka- tilboð og að við værum skyldugir að kafa áfram samkvæmt gamla samkomulaginu og svo lengi sem ekki væri samið. Ég mótmælti þessu, enda hafði tilboðið aldrei verið lagt fram sem lokatilboð — farið væri framhjá öllum siðvenj- um og reglum. Skipherrar fela köfurum — og ég undirstrika það, fela köfurum að kafa og köfun fer fram með samþykki viðkomandi kafara í hverju tilviki. Þetta er alfarið aukastarf — ekki aðalstarf og menn hafa engin laun þegið nema fyrir hvert einstakt verk. Því er ekki hægt að neyða okkur til þess að kafa. Nokkrum dögum síðar afhenti Gunnar Bergsteinsson mér per- sónulega bréf sem ég kynnti fyrir köfurum Gæzlunnar. Þar var til- kynnt að um lokatilboð hefði verið að ræða og á það hefðum við ekki faliist. Jafnframt að við værutn skyldugir til að halda áfram köfun samkvæmt gamla samkomulag- inu, þangað til um annað semdist. Jafnframt að Gæzlan væri fús til þess að vísa málinu í gerðardóm, þar sem einn væri skipaður af okkur, einn af Gæzlunni og odda- maður, sem gæti verið borgardóm- ari. Við héldum um þetta fund — og talaði hver fyrir sig og það skal ítrekað að við erum ekki félag — heldur einstaklingar, sem hafa köfun af aukastarfi. Við sam- þykktum hver fyrir sig að hafna gerðardómnum. Við viljum ekki að menn sem ekki þekkja til starfa okkar dæmi í máli okkar. Við gæt- um lent í þeirri aðstöðu, að við yrðum skyldaðir að taka þau verk- efni sem Gæzlunni þóknaðist hverju sinni að úthluta okkar — án tillits til þess hvert líkamlegt og andlegt ástand okkar væri hverju sinni. Því fórum við, sem í landi vor- um, sama dag og skiluðum bún- ingum og tækjum og tilkynntum um leið viðkomandi yfirmönnum ákvörðun okkar. Þannig stendur málið í dag — hvorki rekur né gengur," sagði Þorvaldur Axels- son. Mbl. ræddi við Gunnar Berg- steinsson og vildi hann ekki tjá sig um málið. Sagði það viðkvæmt og ekki rétt að vera með yfirlýsingar eins og málum væri háttað. Jóla- og afmælis- fundur hjá sjálfstæðis- mönnum í Eyjum JÓLAFUNDUR Sjálf- stæðiskvennafélagsins Eygló sem að þessu sinni var jafnframt 50 ára af- mælisfundur Sjálfstæðis- félags Vestmannaeyja var haldinn í Samkomuhúsi Vestmannaeyja um ára- mótin og var hann mjög fjölsóttur. Avörp voru flutt á samkomunni og skemmtiatriði. Þá flutti séra Kjartan Örn Sigur- björnsson jólahugleiðingu og Lýður Ægisson skip- stjóri lék jólalög á orgel. Sjálfstæðisfélagi Vest- mannaeyja voru færðar góðar gjafir, en samkom- an þótti takast hið bezta. Séra Kjartan Örn Eyjaklerkur flutti jólahugleiðingu. Stefán Runólfsson formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja afhjúpar ræðupúlt sem Eyjverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Eyjum, gaf Sjálfstæðisfélaginu, en á púltinu er útskurður eftir Svein Ólafsson myndskera. Hægra megin við Stefán er Ásmundur Friðriksson formaður Eyjvcrja og sitjandi er Ingibjörg Á. Johnsen formaður Eyglóar. Lýður Ægisson skipstjóri lék jólalögin. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir Nær 100 manns sóttu jólafundin. enna- vinir Frá Bretlandi skrifar ungfrú, sem segist vilja komast í bréfasam- band við ungan Islending. Getur ekki um aldur: Ruth Bogue, 67 Andlers Ash Road, Liss, Hampshirc, England GU33 7LR. Sextán ára piltur í Ghana með íþróttaáhuga: Osei Kwame, c/o Pte. Asumadu, 3rd. Bn. of Inf. HQ, Lib., Iiarks, Sunyani,B/A, Ghana. Fimmtán ára stúlka í Japan sem leikur á gítar og les bækur sér til dægrastyttingar: Chiharu Matuzaki, 5ku Asahi-cho, Kamikawa-gun, Hokkaido, 095-04 Japan. Sextán ára piltur í Ghana með margvísleg áhugamál: James Oduoku, P.O.Box 823, Cape Coast, Ghana. Tólf ára sænsk stúlka með áhuga á íþróttum og dýrum. Skrifar á ensku, eins og reyndar öll sænsk ungmenni, sem skrifa pennavina- dálkinum: Cecilia Svensson, Herrhagsvágen 145, 791 75 Falun, Sweden. Fjórtán ára japönsk stúlka, leikur á píanó og flautu og hefur íþrótta- áhuga: Misao Maseki, 5712-119 Hata-machi, Higashichikumagun, Nagano, 390-14 Japan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.