Morgunblaðið - 28.01.1983, Síða 32
^\uglýsinga-
síminn er 2 24 80
^f^skriftar-
síminn er 830 33
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983
BOÐAÐUR hcfur verið fundur í ncðri
deild Alþingis kl. 14 í dag. Mikil
spcnna ríkir mcðal þingheims vcgna
fundarins og talið að til tíðinda geti
dregið. A dagskrá er 2. umræða um
bráðabirgðalögin, en þau eru nú til
meðferðar í fjárhags- og viðskipt-
anefnd deildarinnar og hefur stjórn-
arandstaðan ekki skilað nefndarálit-
um. Föstudagar eru ekki hefðbundnir
þingfundadagar og sagði Sverrir ller-
mannsson forseti neðri deildar í
gærkvöldi, að til fundarins væri boðað
vegna gífurlcgs þrýstings frá rikis-
stjórn og forsætisráðherra, en eins og
komið hefur fram í fréttum hefur Si-
ggeir Björnsson varamaður Kggerts
Haukdal lýst yfir stuðningi við bráð-
abirgðalögin. Fjarvistarleyfi þing-
manna er að jafnaði hálfur mánuður
„Biblíusali“
með dólgshátt
við stúlku
FIMMTÁN ára gömul stúlka
fékk heldur óhugnanlega heim-
sókn í gærmorgun. Maður bank-
aði upp á hjá henni í Þingholtun-
um er hún var ein síns liðs á
heimili sínu og bauð henni Nýja
testamentið til kaups. Stúlkan
hafði ekki áhuga á kaupum.
Skyndilega bað maöurinn stúlk-
una um koss og hvort hann
mætti sofa hjá henni.
Stúlkunni varð hverft við og
skellti hurðinni á manninn,
sem þá hvarf sjónum hennar.
Skömmu síðar sá stúlkan sér
til mikillar skelfingar mann-
inn koma aftur upp að húsinu.
Hún hringdi í konu í næsta
húsi og bað um aðstoð. Konan
fór umsvifalaust út og lagði
maðurinn á flótta þegar hann
va'rð hennar var.
Mál þetta var kært til lög-
reglunnar og er nú í rannsókn.
Fundu tvö lömb
í Grafarlöndum
Björk. Mývatn.ssvei(, 27. janúar.
í DAG fóru tveir menn héðan úr sveit-
inni, þeir Hermann Kristjánsson og
Jón Ingi Hinriksson á bíl suður í
Grafarlönd og Herðubreiðarlindir.
I Grafarlöndum fundu þeir tvö.
lömb og komu með þau til byggða.
Eigendur lambanna eru Jón Bjart-
mar Sigurðsson í Reykjahlíð og
Eysteinn Sigurðsson á Arnarvatni.
Ferðin gekk mjög vel enda töldu
þeir snjo frekar lítinn þar innfrá.
Lömbin líta ekki sérlega illa út og
bendir því ekkert til að þau hafi
verið á jarðleysu í vetur. — Krístján.
samkvæmt þingsköpum og mun Kgg-
ert væntanlegur til þings á mánudag.
Sighvatur Björgvinsson fulltrúi
Alþýðuflokksins i fjárhags- og
viðskiptanefnd neðri deildar sagði í
samtali við Mbl. í gærkvöldi, að
hann myndi fá síðustu upplýsingar
til að geta skilað sínu nefndaráliti í
dag. Hann sagði einnig að þetta
væri ekki vandamál Alþýðuflokks-
ins og því myndi hann ekkert gera
til þess að tefja afgreiðslu bráðab-
irgðalaganna. Matthías Á. Mathies-
en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
sagðist einnig fá síðustu upplýs-
ingar til að geta lokið frágangi
nefndarálits í dag, og kæmi þing-
flokkur Sjáflstæðsiflokksins saman
kl. 15 til að fjalla um þær.
Þess má geta að leita þarf af-
brigða til að 2. umræða geti farið
fram, ef öll nefndarálit verða ekki
komin fram, eða ekki nægilega
snemraa. Ef þrýst verður á um að
ljúka 2. umræðu og hefja 3. og síð-
ustu umræðu í dag, þarf einnig að
leita afbrigða þingheims.
Ingvar Gíslason menntamálaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri takast í hendur eftir undirritun Keldnasamn-
inganna á Kjarvalsstöðum í gær. Morgunblaðið/ KEE
Keldnasamkomulagið undirritað í gær:
Samningur er tryggir fram-
tíðarbyggð borgarinnar
— segir Davíð Oddsson, borgarstjóri
SAMKOMULAG milli menntamálaráðherra fyrir hönd Háskóla íslands,
Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum og Rannsóknarráðs ríkisins annars
vegar og borgarstjórans í Reykjavík hins vegar um ráðstöfun lands á Keld-
um, Keldnahoiti og fleiri jörðum var undirritað í gær. Samkomulagið er gert
með fyrirvara um staðfestingu fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og
samþykki Alþingis og borgarstjórnar Reykjavíkur. Er þar með lokið um það
bil áratugs samningaviðræðum.
„Þetta er merkileg stund í sögu
Reykjavíkur og samningurinn er
ákaflega mikilvægur fyrir alla
framtíðarþróun borgarinnar.
Fyrrverandi meirihluti borgar-
stjórnar gaf sér það, að vonlaust
væri að ná samningum um að
leggja hluta af landi Tilrauna-
stöðvar ríkisins að Keldum undir
framtíðarbyggð. Þess vegna væri
óhjákvæmilegt að fara inn á
Rauðavatnssvæðið. Bentu full-
trúar hans á að samningaviðræð-
ur hefðu staðið í 13 ár án árang-
urs. Jafnframt töldu þeir, að jafn-
vel þó svo ólíklega vildi til, að
samningar næðust, myndi það
kosta borgina mikið í beinhörðum
peningum. Hvort tveggja hefur
reynst bábilja ein og með þessum
samningi er framtíðarbyggð borg-
arinnar tryggð," sagði Davíð
Oddsson, borgarstjóri, meðal ann-
ars er Morgunblaðið ræddi við
hann af þessu tilefni.
„Ég vil gjarna færa Ingvari
Gíslasyni, menntamálaráðherra,
þakkir fyrir hans hlut og ekki síð-
ur samninganefnd þeirri, sem
hann skipaði, og síðast en ekki síst
þeirri samninganefnd, sem vann í
mínu umboði, fyrir frábært starf.
Samkomulagið felur í raun í sér,
að í hlut Reykjavíkur kemur land
úr landi Keldna, sem nauðsynlegt
er til að tryggja framtíðarbyggð
borgarinnar, en borgin leggur á
móti til land fyrir Keldur, Keldna-
holt og Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins og jafnframt svæði til
túnræktunar og beitar úr landi
Reynisvatns, sem er í eigu borgar-
innar. Jafnframt eru ítarleg
ákvæði í samningnum um samnýt-
ingu Keldna og almennings á
grænum svæðum, sem skilja að
Keldur og framtíðarbygginga-
svæði," sagði Davíð.
Ingvar Gíslason, menntamála-
ráðherra, sagði, að samningur
þessi ætti sér nokkuð langan að-
draganda og hefðu samningavið-
ræður staðið með nokkrum hléum
í allmörg ár. Hefði hann talið það
nauðsynlegt að leysa þetta mál, og
teldi, að með makaskiptum á landi
mættu báðir aðilar vel við una.
Hann teldi þetta farsæla lausn og
þetta væri tillaga sín til ríkisins
og Alþingis og hann vonaðist til að
hún yrði samþykkt.
Sjávarútvegsráðherra:
Leggur til að ríkisstjórn-
in mótmæli hvalveiðibanni
STEINGRÍMUR Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, skýrði frá því í Sam-
einuðu þingi í gær að hann hefði lagt til í ríkisstjórninni að ísland mótmælti
samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um algjört bann við hvalveiðum á úthafi
frá og með árinu 1985 og frá strandstöðvum frá og með árinu 1986. Frestur
til að mótmæla samþykktinni rennur út 2. febrúar nk. Ef hann er ekki
nýttur, telst ísland samþykkt banninu. Ef mótmæli eru borin fram erum við
óbundnir af samþykkt ráðsins. Fjórar þjóðir hafa þegar mótmælt: Sovétríkin,
Noregur, Japan og Perú.
Þessi ummæli komu fram í um-
ræðu um tillögu Eiðs Guðnasonar,
þess efnis, „að fela ríkisstjórninni
að mótmæla nú þegar" þessari
samþykkt. Afstaða þingmanna
var á tvenna vegu: annarsvegar að
við ættum ekki að beygja okkur
fyrir hótunum, aðeins vísinda-
legum rökum, þegar hvalveiðar
eiga í hlut, hinsvegar að minni
hagsmunir yrðu að víkja fyrir
mikilvægari, eins og það var
orðað, en mótmæli gegn banninu
stefndu söluhagsmunum okkar á
fiskafurðum í hættu beggja megin
Atlantshafsins.
Sjá nánar á þingsíðu Mbl.
í dag, bls. 18.
Reykjavík og Reykjaneskjördæmi:
Skoðanakönnun um
kjördæmamálið
NÝLEGA voru stofnuð Sam-
tök áhugamanna um jafnan
kosningarétt og verður fyrsta
verk samtakanna að gefa
kjósendum í Reykjavík og á
Reykjanesi tækifæri til að tjá
sig um kjördæmamálið í
skoðanakönnun.
Sjá nánar á miðopnu
blaðsins í dag.
Samtökin ætla að láta bera
dreifibréf á hvert heimili í
Reykjavík. Bréfinu munu fylgja
seðlar, þar sem kjósendur geta
tjáð sig um hvern þeir telja
heppilegasta fjölda þingmana,
hvert atkvæðavægi eftir búsetu
eigi að vera og ef kjósandinn tel-
ur að jafna eigi atkvæðavægið,
getur hann lýst skoðunum sínum
á því hvernig það verði bezt gert.
Samtökin stefna að því að
opna skrifstofu fljótlega. Vegna
skorts á fjármagni og starfs-
kröftum telja samtökin sig ekki
hafa bolmagn til að láta þessa
skoðanakönnun ná til alls lands-
ins.
Skotið á íbúð
við Bárugötu
SKOTIÐ var á íbúð fullorðins
manns við Bárugötu í Reykjavík.
Skotið fór í gegnum rúðu í baðhcr-
berginu og þaðan fram á gang.
Gamli maðurinn telur sig hafa
heyrt skothvelli í fyrradag, en
gerði sér ekki grein fyrir að verið
væri að skjóta á íbúð hans.
í gærkvöldi varð hann þess
áskynja hvað gerst hafði; skot
hafði farið í gegnum glugga á
baðherberginu og lent í vegg á
ganginum. Hann gerði lögregl-
unni viðvart og tókst að rekja
skotlínuna. I íbúð gegnt íbúð
gamla mannsins fannst 22 kali-
bera riffill og er eigandi hans
ungur maður. Lögreglan leitaði
hans í gærkvöldi til þess að færa
hann til yfirheyrslu í von um að
komast til botns i málinu.
Bráðabirgðalögin
til atkvæða í dag?