Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Fíkniefnamál í rannsókn TÆPLEGA þrítugur Suðurnesja- maður var úrskurðaður í sjö daga gæzluvarðhald frá 27. janúar sl. Maðurinn var handtekinn á mið- vikudag í síðustu viku og er grunaður um dreifingu og annað misferli á talsverðu magni af kannabisefnum. Maður þessi kom lítillega við sögu fíkniefnamála fyrir nokkrum árum. Málið er í rannsókn. Gera verður þá kröfu til þing- manna að þeir kunni að lesa - segir Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins um frumvarpsflutning Guðmundar G. Þórarinssonar á Alþingi „ÉG I’EKKI efni þeirra úr tillögugerd Samvinnutrygginga frá fyrri tíð. Brunabótafélagið hefur engan rétt í þessum lögum, sem lagt er til að breyta, og maður gerir þá kröfu til þingmanna að þeir kunni að lesa og viti hvað lög eru,“ sagði Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags íslands, í tilefni af framlagningu Guðmundar G. I’órarinsson þingmanns Framsóknarflokksins á þremur frumvörpum til laga, sem fela í sér samkvæmt greinargerðum þeirra, að afnema „öll ákvæði er lúta að einkarétti Brunabótafélags Islands á brunatryggingum húsa,“ „Fasteignamat ríkisins annist brunabótamat húseigna" og að „skyldutrygging húseigna sé færð úr lögum um Brunabóta- félag Islands". Ingi R. Helgason sagði einnig, að frumvarpsflutningi þessum væri beint að þeim rétti sveitarfé- laganna að geta tryggt í heilu lagi fasteignir í sínu umdæmi og hjá tryggingarfélagi að eigin vali. Hann sagði síðan: „Sveitarfélögin verða að svara fyrir sig vegna þeirra réttinda sem þarna er lagt til að tekin séu af þeim. — Það er ekki mál Brunabótafélagsins." Frumvörpin lagði Guðmundur fram í neðri deild Alþingis í gær og eru þau til breytinga á lögum nr. 5/1955 um Brunabótafélag ís- lands, lögum nr. 94/1976 um skráningu og mat fasteigna og lögum nr. 74/1982 um brunavarnir og brunamál. í greinargerð mt frumvarpinu um breytingu á lög- um um Brunabótafélag íslands segir m.a. að þær meginþreytingar sem frumvarpið felur í sér séu að numin verði þrott úr lögunum: „1. Öll ákvæði er lúta að einkarétti Brunabótafélags íslands á bruna- tryggingum húsa. 2. Ákvæði um forráðarétt sveitarfélags á bruna- tryggingum allra fasteigna í hverju sveitarfélgi. 3. Ákvæði um meðferð á vanskilum iðgjalda og skylduábyrgð vátryggingarfélags. 4. Ákvæði um brunabótamat og hvernig það skuli gert og hverjir skuli meta hús. 5. 011 ákvæði sem lúta að almennum brunavörum í landinu og ráðgjöf fyrir ríkis- stjórn." Skemmdir hafa orðid á forskautum í kerum í Álverinu í Straumsvík vegna raka. Hefur verksmiðjan af þessum sökum orðið fyrir verulegu tjóni, eins og fram kom í Mþl. í gær. Þessi mynd var tekin í Álverinu í gær og sýnir ker, sem ekki eru starfrækt vegna skemmdra forskauta. Morgunblaðið/KEE. Sjálfsagt að kanna málið en sé ekki mikla möguleika - segir Kristján Ragnarsson um hugsanlegar veiðar í amerískri lögsögu „VIÐ höfum ekki fengið þetta boð á neinn hátt enn, það hefur borizt rík- isstjórninni og það er þá hennar að kunngera okkur það, sjái hún ástæðu til þess. Það hefur ekki verið gert og mín afstaða til málsins er sú, að að sjálfsögðu munum við kanna þetta, en fyrirfram sé ég ekki mikla möguleika í því og vil með engum hætti tengja það hugsanlegri afstöðu okkar til hvalveiðimála. Engum verður heldur sagt að fara eitt eða neitt, verði af þessu. Menn verða að ákveða það sjálfír hvort þeir sjái sér hag í því,“ sagði Kristján Kagnars- son, formaður og framkvæmdastjóri LÍU, er Morgunblaðið bar undir hann framkomnar hugmyndir um Líkast því er Danir ætl- uðu að flytja íslend- inga á józku heiðarnar - segir Kristján Loftsson um tiiboð Bandaríkjamanna „ÞETTA tilboð er líkast því þegar byggt í Bandaríkjunum og virðist Danir ætluðu sér að flytja alla Islendinga á józku heiðarnar í Móðuharðindunum. Eini munur- inn er sá, að þá stöfuðu vandræð- in af náttúru völdum, en nú af manna völdum,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. meðal annars er Morg- unblaðið bar undir hann hug- myndir um að veiðiheimildir inn- an bandarískrar lögsögu kæmu í stað þess að hvalveiðibanni yrði ekki mótmælt. „Eftir því, sem ég bezt veit, eru lög í Bandaríkjunum frá um 1800 er banna að fiski sé landað á bandarískri grund, sem veiddur er í bandarískri fiskveiðilögsögu, nema viðkomandi veiðiskip hafi verið byggt í Bandaríkjunum. Eft- ir því, sem ég bezt veit er ekkert skip í íslenzka fiskveiðiflotanum Ók á hross MIKIL ölvun var á dansleik í Sól- garði í Eyjafirði um helgina og gripu nokkrir dagnsgesta á það ráð að brjóta rúður í samkomu- húsinu, en að sögn lögregiunnar á Akureyri var útgangurinn ekkert verri en venjulega þegar ölvun er mikil. Hins vegar henti það óhapp þegar verið var að flytja danshljómsveitina, Grýlurnar, á vettvang, að bílstjórinn ók á hross og varð að aflífa það. aðstoðarutanríkisráðherrann með þessu tilboði ætla að brjóta eigin lög,“ sagði Kristján. veiðar íslenzkra fískiskipa í amer- ískri lögsögu. „Það er alveg óljóst með hvaða hætti fiskveiðar okkar innan am- erískrar lögsögu gætu orðið, mið- að við þær hugmyndir, sem nú eru komnar fram. Við stunduðum þar síldveiðar fyrir mörgum árum á nokkrum skipum. Mig minnir að alls konar kúnstir hafa verið í kringum það, aflanum var meðal annars landað í flutningaskip og hann fluttur í land á þeim. Mér skilst að þarna sé verið að bjóða upp á einhvern samstarfssamning um útgerð og mér finnst sjálfsagt eins og með önnur mál, að það ver- ið skoðað með hliðsjón af því hvaða möguleikar eru fyrir hendi, hvaða fisktegundir, hvaða verð og hvaða magn við getum átt von á að geta veitt, en það verður að vera algjörlega óháð hugsanlegri afstöðu okkar til hvalveiða," sagði Kristján. Bretland: SH og SIS hækka fiskverð um 10% Fiskvinnslufyrirtæki SH og Sambandsins hækkuðu fyrir skömmu verð á fiskaf- urðum sínum í Bretlandi um 10%. Að sögn Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar, forstjóra SH, stafar hækkun þessi af mark- aðsaðstæðum í Bretlandi og lækkun punds gagnvart doll- ara. Sagði Eyjólfur, að pund hefði að undanförnu lækkað það mik- ið miðað við dollara að nauðsyn- legt hefði verið að hækka verðið, en þessi hækkun dygði þó hvergi til að jafna raunverulegan verð- mun á framleiðslu flakapakkn- inga fyrir Bandaríkin annars vegar og Bretland hins vegar. Sagði Eyjólfur, að framleiðslan á Bretland og salan þar hefði farið minnkandi á síðasta ári. Alls hefði sala SH á síðasta ári numið 17.000 lestum, en árið áð- ur hefði hún verið 21.000 lestir og hefði samdrátturinn aðallega stafað af samdrætti í þorsk- flakaframleiðslu hér heima. Ljósmynd Mbl. KÖE. Vigdís heimsótti sjúkra- húsið á Patreksfirði Forseti íslands. Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti sjúkrahúsið á Pat- reksfíröi eftir útförina og minningarathöfnina í gær og þarna heilsar hún Ingibjörgu Hjaltadóttur, 17 ára gamalli stúlku, sem barst með krapaflóðinu í sjó fram og var bjargað þar, en systir hennar barst með efri hluta húss þeirra í krapaflóðinu. Ingibjörg er á sjúkrahúsinu ásamt móður sinni og eldri systur. Útlán til olíufélaga jukust um 236,5% 1982 ÚTLÁN Landsbanka íslands og Útvegsbanka íslands til olfufélaganna námu samtals um 562 milljónum króna í árslok 1982 og höföu þau aukizt um í námunda við 236,5% á árinu samkvæmt upplýsingum í bráðabirgðayfirliti Seðlabanka íslands um þróun peningamála á árinu 1982. Útlán bankanna til olíufélag- anna námu til samanburðar um 167 milljónum króna í árslok árið 1981, en á því ári jukust þau um í kringum 22,8%. Skuldir olíufélaganna við Landsbanka íslands námu um 299 milljónum króna í árslok, sam- kvæmt upplýsingum bankans, og höfðu aukizt um í kringum 220%, en samkvæmt því hefur skuld þeirra verið um 263 milljónir króna við Útvegsbanka íslands, þar sem heildarskuldir félaganna voru um 562 milljónir eins og áður sagði. Staða Landsbankans gagnvart Seðlabanka á viðskiptareikningi var neikvæð um 263 milljónir króna í árslok 1982, en var til sam- anburðar jákvæð um 1 milljón króna í árslok 1981. Lausafjár- staða bankans í heild var hins vegar neikvæð um 514 milljónir króna í árslok 1982, en til saman- burðar jákvæð um 38 milljónir króna í árslok 1981. Ekki tókst í gær að afla upplýsinga um stöðu Útvegsbankans gagnvart Seðla- banka, né lausafjárstöðu hans um áramótin. Samkvæmt upplýsingum Mbl. lækkuðu skuldir olíufélaganna töluvert undir lok ársins, en hafa síðan aukizt mjög í janúarmánuði á þessu ári. Aðalástæðan fyrir hinum sívaxandi skuldum olíufé- laganna við bankana eru hin miklu vandræði útgerðarinnar á síðasta ári, en hún hefur ekki get- að staðið í skilum við oliufélögin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.