Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 17 Ljósmynd Mbl. KÖE hluttekning með 'lýjum hugsunum“ munu sjást örin þótt sárin kunni að gróa með tímanum. Og líka er það rétt að hér er friðsæl byggð, frið- samt fólk og seinþreytt til vand- raeða. Menn una glaðir við sitt. Und- irstaða mannlífs hér eru fiskveiðar. Héðan er gott að sækja á auðug fiskimið. Dugmiklir fiskimenn í fremstu röð hafa lagt til þjóðarbús- ins margfalt meiri gjaldeyristekjur en meðaltalið er á öllu landinu. — Við höfum látið okkur lynda að að- eins lítið brot af því skilaði sér hingað aftur til eflingar byggðinni hér — og fúslega látið það í hendur stjórnvalda til ráðstöfunar úr sam- eiginlegum sjóði allra landsmanna eftir því sem þeim sýndist. — Hér eru engir ágengir þrýstihópar með eigingjarnar kröfur, engir ójafnað- armenn eða ofstopar til að angra yfirvöld. Við erum friðelskandi fólk og þykjumst ekki hafa gert á hluta annarra. Og við viljum fá að vera í friði. Hver er þá sá óvinur, sem ræðst að okkur óvörum með þeirri ógn og skelfingu, sem allir vita nú að yfir okkur dundi? — Já, hver er hann? Vinargreiði var það ekki. En gott er að eiga góða vini. Það fengum við að reyna ógnarhelgina miklu og alla tíð síðan. Við áttum þá miklu fleiri en við vissum um. Guði sé lof og þökk fyrir þá og alla þeirra miklu og óeigingjörnu hjálp. En það er líka mikilsvert að þekkja óvini sína, a.m.k. þá, sem sækjast eftir því að vinna okkur mein. Snjórinn hefur lengi verið bölvað- ur í lífi kynslóðanna, sem lifað hafa hér í þessu kalda landi. Líklega veit enginn hve mörgum mannslífum hann hefur grandað. En þau eru legíó. Þessi fjögur eru síðustu fórn- arlörnb hans. — Er hann þá óvinur- inn? — Kannski. Og þó ekki einn saman. Hættulegur er hann okkar byggð. Við verðum að verjast hon- um. Við höfum ekki efni á því að hafa hann til gamans og skemmtun- ar og dekra við hann eins og aufúsu- gest, þótt sumsstaðar geti aðrir það sem óhultir eru fyrir illsku hans. Það hafa margir oft og mikið reynt að bera í bætifláka fyrir snjó- inn. Sjá hve hvítur hann er eins og sakleysið sjálft. Sjá hve börnin gleðjast við leik í snjónum. Sjáðu skíðafólkið í Bláfjöllum með skott- húfur og hvíta rönd á svörtum bux- um. Snjórinn er meinlaus, hann verndar meira að segja gróðurinn. Við þurfum bara að læra að búa með honum í landinu. Já, hann sýnist ekki ógnlegur þeg- ar hann fellur til jarðar ofan úr loftinu, eitt og eitt korn í einu, svo lítil og veikburða að rétti maður út hönd sína í logndrífu leysast þau upp og hverfa um leið og þau snerta lófann. En næsta morgun hafa þau myndað svo þykka snjóskafla að all- ir vegir eru ófærir svo ekki er hægt að sækja mjólkina handa börnun- um. En hvítur er hann enn. Og hvít- um eða vatnsflóðum af hans völd- um. — En nú dugir ekkert andvara- leysi lengur. Við líkbörur þessara samborgara okkar skyldum við strengja þess heit að koma upp snjóflóðavörnum eftir mætti, svo ekki verði endurtekning á svona hörmungum í þessari heimabyggð okkar. — Við vitum nú að margvís- legum vörnum er hægt að koma við mismunandi að stærð og gerð eftir aðstæðum og landslagi. Kannski er ekki hægt að útiloka flóð með öllu, en það er hægt að draga mikið úr krafti þeirra og minnka eyðilegg- ingarmátt þeirra. — En það kostar mikið fé. Kannski ættum við að sækja eilítið meira af þeim gjald- eyri, sem sjómenn okkar hafa lagt í sameiginlegan sjóð. Það var í frétt- um fyrir helgina að á einum stað var reist skíðalyfta uppá hátt fjall, þar sem tvær voru fyrir áður. Ég er viss um, með hliðsjón af því mikla vinarþeli, sem okkur hefur alls stað- ar mætt, þá muni það góða fólk sem er á þessu fjalli fúslega draga eitthvað að byrja á fjórðu lyftunni, þótt hún kosti ekki meira en 40 milljón krónur. Við mundum ábyggilega geta gert mikið í snjóflóðavörnum hér fyrir slíka upphæð. — En hvernig verður pen- inganna aflað? Hvaðan eiga þeir að koma? Hér mætti enn hafa um mörg fleiri orð, en þeim skal nú í hóf stillt. Engin orð geta heldur breytt nokkuð því, sem orðið er. Það leyfist okkur samt að vona að þau orð sem sögð hafa verið og rituð á blað af þessu tilefni veki til dáða og raun- hæfra aðgerða í snjóflóðavörnum. Samt mun ekkert sem við segjum eða gerum geta vakið aftur til þessa lífs þau fjögur, sem við minnumst og kveðjum hér í dag. En ef dauði þeirra yrði öðrum til bjargar frá samskonar voða á komandi dögum, á ókomnum árum — þá er þeirra ferð ekki til einskis farin — raunar orðin að sigurför, — þá hafa þau líka sigrað dauðann með því að láta líf sitt fyrir aðra. Slíkt er gott hlutskipti. — En þau eru frá okkur farin. Það veldur döpru geði nú. Og spurningar vakna — af hverju þau — en ekki einhverjir aðrir? Ekki get ég svarað því. En var einhver méin- ing í því að þau eru eins og fulltrúar fjögurra aldursskeiða í lífi manns? — Litla stúlkan 6 ára í bernsku sinni, — ungur maður á miðjum starfsaldri, — miðaldra húsmóðir á sextugsaldri og svo ein úr hinni öldnu sveit, hún hefði orðið 77 ára næsta dag. Er þetta ábending til okkar um eitthvað eða bara hend- ing? Hver getur svarað þvi? — Svo dag með samúðarhug og vinarþeli. Það er satt sem segir í hinum fal- lega Sjömannasálmi: „iH'gar hendir sorg viA sjóinn syrgir, tregar þjóóin öll.“ Sameiningartákn þjóðarinnar, sjálfur þjóðhöfðinginn, okkar ást- sæli forseti Vigdís Finnbogadóttir, staðfestir þau orð, með nærveru sinni hér og þátttöku í þessarri minningar- og kveðjustund á sorg- ardegi. Já, það er sorgardagur. En þetta er líka dagur til þakk- argjörðar. Þegar um hægðist og menn litu í kringum sig eftir að ósköpin voru um garð gengin, kom í ljós að margfalt fleiri höfðu bjarg- ast en hinir sem fórust og sumir á undursamlegan hátt, sem ofvaxið er þeirra skilningi. Dæmin eru fleiri um þetta en hægt er upp að telja hér. En skiljanlega er allt það fólk þakklátt fyrir björgun sína. Ég nefni sem dæmi — og sem fulltrúa allra þeirra sem björguðust, Rósu Hjartardóttur. Hún var á göngu með grannkonu sinni og vinkonu, Sigurbjörgu Sigurðardóttur. Hönd í hönd gengu þær eftir götunni, þegar flóðið kom æðandi og sleit þær í sundur. Þær áttu enga undankomu- leið og Sigurbjörg hvarf í ólgandi flauminn og lét lífið. Rósu skolaði inn um lokaðar dyr og bjargaðist hún úr flóðinu með svo undursam- legum hætti að hún telur sjálf að það hafi verið ekkert minna en kraftaverk. — Hún syrgir og tregar vinkonu sína og þá aðra sem fórust og samhryggist ástvinum þeirra, eins og allir aðrir. En þakklæti svellur samt í brjósti hennar fyrir að bjargast og hún biður þess að þakkarbæn verði hér flutt — og þakkarbæn skal flutt fyrir hana og þá mörgu, sem björguðust um leið og við biðjum fyrir þeim, sem um sárast eiga að binda og þakkargjörð skal fylgja bænum vorum og bless- unaróskum til hinna látnu, er við felum sálir þeirra í almáttugar kærleikshendur Guðs á himnum. Við, sem hér eigum heima og upp- lifðum þann skelfingardag og þá ógnarnótt sem aldrei mun úr minni líða, viljum á þessum vettvangi nú minnast allra og þakka þeim sem lögðu lið. Það var stórfengleg upp- lifun að vera vitni að því, hvernig menn dreif að úr öllum áttum, suma langar leiðir, og lögðu fram alla krafta sína við björgunarstarfið. Þögulir og einbeittir gengu þeir til verks undir styrkri stjórn æðru- lausra manna, lögðu nótt við dag og iem létu lífið Kista Sigrúnar Guðbrandsdóttur, 6 ára, borin úr Félagsheimilinu á Patreksfirði í gær. með sæmd. Hégómalaus kona og hreinskiptin. Ófús flutti hún úr sveitinni af ættaróðali sínu, en undi sér þó all- vel hér. Nú verður líkami hennar fluttur aftur heim á Barðaströnd, heimasveit hennar sem hún unni, og þar verður hún lögð til hvíldar í reit ættmenna sinna í Hagakirkju- garði. Marteinn Ólafur Pétursson var fæddur á Skriðnafelli 9. des- ember árið 1941. Foreldrar hans voru Pétur Bjarnason bóndi á Skriðnafelli og Valgerður Jónsdótt- ir, sem nú var nefnd. Hann var yngstur systkina sinna og átti alla tíð heima á Skriðnafelli utan þann tæplega hálfa áratug, sem hann átti heima hér á Patreksfirði. 1 frum- bernsku sinni veiktist hann af hættulegum sjúkdómi og missti heyrn. Af því var hann alla ævi með móður sinni, fyrst heima á ættar- jörð þeirra en síðan hér á Patreks- firði eins og áður segir. — Hér undi Ólafur allvel sínum hag. Hann vann í hraðfrystihúsinu og reyndist þar nýtur starfsmaður, samvizkusamur og skyldurækinn. Hann eignaðist vini og kunningja og var vel látinn enda hrekklaus maður og ljúflynd- ur. í harmi sínum yfir sviplegum dauða þessara mæðgina hafa þó ættmenn þeirra og vinir fundið til þess, sem þakkarvert má teljast, að fyrst svona fór, að tveir skyldu deyja úr þessari fjölskyldu í nátt- úruhamförunum — þá var það bezt að þau tvö skyldu fara saman. Alla ævi Ólafs voru þau saman, móðir hans og hann, og skildu aldrei svo heitið geti. Hún annaðist hann og bar umhyggju fyrir honum allt frá fæðingu. Ög mundi henni ekki hafa þótt gott til þess að hugsa að þurfa að skilja hann eftir hjá vandalaus- um, þegar hennar tími kæmi að hlýða því kalli, sem enginn kemst hjá að heyra, hver á sínum tíma, og hún bjóst við að heyra löngu á und- an honum. Nú þarf hún ekki að kvíða því framar. Saman voru þau allt lífið. Saman fóru þau í dauð- ann. Saman verða líkamsleifar þeirra fluttar til Barðastrandar og lagðar til hinstu hvílu hlið við hlið í faðm fósturjarðar. Og saman ganga þau til fundar við skapara sinn og frelsara — móðir og sonur — hönd i hönd. Það er fögur hugarsýn. Megi hún verða ykkur ástvinum þeirra til huggunar og hugarléttis. Við kveðj- um mæðginin frá Skriðnafelli, Val- gerði Jónsdóttur og Ólaf Pétursson. Blessuð sé minning þeirra. í Jesú nafni. Amen. ar eru snjóhengjurnar sem safnast saman í giljum og fjallsbrúnum. — En svo kemur þíða og hlýindin, sem allir hafa þráð. — Þá kemur í ljós hið sanna eðli þessa hættulega óvin- ar, sem var svo saklaus, hreinn og hvítur, sem kætti börnin og skíða- fólkið í Bláfjöllum. Hvíti liturinn hverfur og breytist í ógeðslegt eðju- slabb, — eða hann tekur sig upp í fjallinu og steypist kolmórauður og ógnandi niður hlíðina, magnar sig upp með aur og grjóti og eyðileggur allt á sinni leið og tortímir öllu lífi, sem á vegi hans verður, jafnt börn- um sem gamalmennum og jafnvel skíðafólki líka. — Kolsvört var slóð hans og ljót í gegnum þorpið okkar og sást vel á myndum. En þetta er hans eðli og það ætt- um við að þekkja eftir margra alda sambúð. — En kannski er það andvaraleysi okkar sjálfra sem er okkar versti óvinur. Við höfum ekki gætt þess að koma upp vörnum þar sem hætta er á snjóflóðum, aurflóð- margar spurningar vakna — svo margt, sem við ekki skiljum. — Svo margt, sem er erfitt fyrir aug- um vorum, — felum það allt Guði í trausti og trú. Og hyggjum að því hvað Jesús frelsarinn mundi segja. Biðjum hann að lesa rúnir þessar; heyrum hvað hann kenndi: „Hór þóll lífið endi, rís það upp í drottins dyrðarhendi.“ Þarna kom til eyrna eitt fagnað- arerindi hins mikla gleðiboðskapar — kristinnar trúar. Og það er sú trú sem reyndar skiptir nú mestu máli, fyrir ykkur nánustu ástvini hinna látnu og okkur öll hin, sem finnum til með ykkur í sorg ykkar og söknuði og vildum sýna ykkur samúð og hlut- tekningu með góðvild og hlýjum hugsunum. — Það gera reyndar margfalt fleiri en við, sem hér kom- um saman nú. Allir tslendingar heima og erlendis hugsa hingað í stofnuðu sér í lífshættu. Ég kann ekki að telja þá alla upp, en nöfn þeirra eru öll á vísum stað skrifuð á blöð hjá okkur og geymd í hjarta Guðs, sem við biðjum að launa þeim öllum að verðleikum af ríkdómi náðar sinnar. Margar samúðarkveðjur hafa borizt, sem sýna hve margir hugsa til okkar af góðvild og eru enn að berast kveðjur. Forseti íslands sendi samúðarskeyti strax daginn eftir, þegar fréttir bárust um slysið. Og sjálf er hún nú komin hér til að árétta orð sín, forsetinn Vigdís Finnbogadóttir, og sýna hug sinn í verki. Okkur er mikill styrkur að nærveru hennar hér við þessa at- höfn og þakklát fyrir góðvild henn- ar og kærleiksþel. Guð blessi hana nú og ævinlega. Nú mun ég ekki lengja mál mitt. Við kveðjum í Jesú nafni þau fjögur sem hér hvíla og biðjum þeim bless- unar á eilífðarbraut. { Jesú nafni. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.