Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Sólarkaffi Sólarkaffi Arnfiröinga verður í Domus Medica föstu- daginn 4. febrúar og hefst kl. 20. Aðgöngumiöasala á sama stað frá kl. 16—18 sama dag. Nefndin Útsala Karlmannaföt frá kr. 1.175,00, terylen-buxur frá kr. 200,00, flannelsbuxur frá kr. 255,00, flannelsbuxur kvenna kr. 265,00, gallabuxur karlmanna frá kr. 245,00, gallabuxur kvensniö kr. 235,00, frakkar kr. 475,00, úlpur frá kr. 350,00, trimmgallar kr. 310,00, peysur frá kr. 95,00 o.m.fl. ódýrt. Andrés herradeild, Skólavöröustíg 22, sími 18250. ÞORR- engan tl Jsendu«\ m hottamaVuw Tilvalið í veizluna hvort sem hún er af ÞoTi’&tro^ NAU$rs stærri eða smærri gerðinni og hægt er að fá matinn í trogunum okkar góðu. A bökk- unum okkar eru allir vinsælu þorraréttirnir, s.s. rúgbrauð, flatkökur, hangikjöt, rófu- stappa, sviðasulta, haröfiskur, lundabagg- ar, bringukollar og hrútspungar. Verðið er aðeins kr. 220.- Pantið tímanlega í síma 17758. Að sjálfsögðu verður þorramaturinn á boðstólum á staðnum enda ekki amalegt umhverfi til að snæða öll herlegheitin í p nl u te b 2 Metsölub/aóa hverjum degi! Skipulögð endalok Lcsondum Stakstcina komu úrslitin í forvali Al- þýðubandalagsins í Rcykjavík ekki á óvart. Eins og hér hafði verið spáð tókust þar á fylkingar. I>ar barðist Svavar Gests- son, flokksformaður, gegn Olafi K. Grímssyni, þing- flokksformanni, fylking kvenna gegn verkalýðs- fylkingu. hessar fylkingar cignuðust fulltrúa í sex efstu sætum og svo komust formcnnirnir tveir í þann hóp. Alls kusu 469. Svavar formaður fékk 426 atkvæði og þar af 383 í fvrsta sæti. Guðmundur J. Guðmunds- son, fulltrúi verkalýðsað- alsins, lenti í öðru sæti með aðeins 167 atkvæði (35%) en Guðmundur J. fékk 271 atkvæði alls og voru heild- aratkv.eði hans svo til jafn mörg og hins fulltrúa verkalýðsblokkarinnar í forvalinu, (Jrétars I>or- steinssonar. sem lenti í 5. sæti með 206 atkvæði en Grétar fékk 269 atkvæði í heild. Verkalýðsaðallinn átti þannig um 57% fylgi í forvalinu sem þykir tæp- lega mikið í sjálfum verka- lýðsflokknum. í þriðja sæti lenti svo fulltrúi kvenna- blokkarinnar, Guðrún Helgadóttir, með 235 at- kvæði í það sæti en 375 atkvarði alls, hinn fulltrúi þessarar blokkar, Guðrún Hallgrímsdóttir, lenti í sjötta sæti með 215 at- kvæði. hingflokksfor- maðurinn sjálfur, Ólafur K. Grímsson, lenti í fjórða sæti með 314 atkvæði í það en alls 354 atkvæði. Eins og á hefur verið bent eru þessi endalok Olafs, sem féll um eitt sæti fyrir Guð- rúnu Helgadóttur og á enga von um að ná kjöri aftur á þing úr því sæti, ekki óvænt. I>au voru skipulögð á æðstu stöðum í Alþýðubandalaginu og inn- an flokks gantast menn með það, að atkvæði Svav- ars, flokksformanns, hafi ráðið úrslitum fyrir Ólaf, þingflokksformann. Svavar fagnar því einnig sérstaklega að Alargrét S. Björnsdóttir, sem lenti í sjöunda sa>ti með 176 at- kvæði, skuli ekki hafa komist ofar, því að flokks- formaðurinn lítur á hana sem fulltrúa þeirra sem í skjóli Olafs K. Grímssonar hafa gagnrýnt flokksforyst- Svavar formaður una. Svavar hefði þó helst viljað, að sérlegur fulltrúi l’jóðviljans í þessu próf- kjöri eins og öðrum innan flokksins, Alfheiður Inga- dóttir, kæmist upp fyrir Margréti, en Alfheiður lenti í áttunda sæti með að- eins 151 atkvæði (32%). Hin sterku öfl Ólafur R. Grímsson hef- ur ástundað það í stjórn- málabaráttu síðustu ára að láta sem svo að hann búi yfir meiri þekkingu en aðr- ir á hinum flóknu við- fangsefnum stjórnmál- anna. Hiklaust hefur hann sagst vera að afhjúpa hvert samsærið eftir annað og það hefur verið fylgifiskur merkra stjórnmálatíðinda, að Olafur segist hafa sagt fyrir um lyktir mála löngu áður en nokkur fór að hugsa um þau. I>að kemur svo sannarlega á óvart að jafn glöggskyggn baráttu- maður skuli ekki ná ör- uggu sæti á framboðsllsta eigin flokks. En að leiks- lokum stendur ekki á skýr- ingum hjá Ólafi. í sam- ræmdri yfirlýsingu hans í öllum fjölmiðlum að forvali Alþýðubandalagsins loknu segir: „l>að kom mjög skýrt í Ijós síðustu dagana að sterk öfl í flokknum höfðu ákveðið að vinna skipulega gegn kosningu minni og það bar greini- lega þann árangur að litlu munaði að ég héldi mínu sæti, en sá munur var mér í óhag.“ l>að er svo sannarlega ekki á allra færi að pakka því inn í slíkar umhúðir að Kjartan varaformaður manni sé hafnað í eigin flokki. Olafur hefur reynst ófáanlcgur til að skýra frá því hvaða „sterku öfl“ þetta eru. Hann getur auð- vitað ekki viðurkennt það opinberlega eftir 5 ára þingsetu, að verkalýðsað- allinn, konur og flokksfor- maðurinn hafi barLst harkalega gegn því að þingflokksformaðurinn na-ði aftur inn á þing. Seg- ist Olafur a>tla að gera út um þetta innan flokksins og mun þingflokksformaö- urinn í því efni njóta stuðn- ings síns gamla fóstbróður úr Möðruvaljahreyfíng- unni, Baldurs Óskarsson- ar, núvcrandi fram- kvæmdastjóra Alþýðu- bandalagsins, sem lenti í 4. sæti í forvali á Suðurlandi og hefur ákveðið aö vera ekki lengur á ILstanum þar. Hvað skyldu hin „sterku öfl" gera næst, þegar þing- flokksformaðurinn og flokksframkvæmdastjór- inn hefja baráttu við þau á flokksvettvangi? * Ovíst um framboð Olafur R. Grímsson sagöi hér í blaðinu í gær, að hann hefði ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að taka 4. sæt- ið hér í Reykjavík. Hann kann því að fara að dæmi Baldurs 4. á Suðurlandi og hætta við allt — hefja skæruhernaö innan Al- þýöuhandalagsins og vinna gegn hinum „sterku öfl- um“ án þess að vera á framboóslista. Ólafur þingflokksformaður í forystugrein l>jóðvilj- ans í gær skrifar Kjartan Ólafsson, varaformaður Al- þýöubandalagsins. með næsta sérkennilegum hætti um þingflokksformanninn. I*ar segir meðal annars: „Þjóðviljinn hefur á síð- ari tímum verið heldur spar á hrósyrði um þá einstakl- inga sem best skila sínum störfum í forystusveit okkar pólitísku hreyfingar. Og verkin eru ekki alltaf metin svo sem vert væri. Hvað sem öðru líður má ekki minna vera en á það sé minnt hér og nú, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur í störfum sínum á þingi þau tæpu fimm ár, sem hann hefur átt þar sæti, reynst einn dugmesti þingmaöur, sem íslensk vinstrihreyfing hefur átt á Alþingi fyrr og síðar. l>ótt sjónarmið vinstri manna á Islandi séu ólík í ýmsum efnum, þá ættu þeir að geta veriö um það sammála að fáir eiga meira erindi á þing en Olafur Ragnar." I fyrstu málsgrein er svarað árásum frá Ólafi og valin einkennileg sjálfs- gagnrýnisleið: Já, Þjóðvilj- inn hrósaði þér ekki nóg, karlinn minn, þess*vegna lentirðu í 4. sæti. I annarri málsgrein er klappað á glókollinn og honum þökkuð fimm ára samvinna. I þriðju málsgrein er svo gert grín að Ólafi. Eftir að hann er fyrir tilstilli „sterkra afia“ lentur í fjórða sæti er sagt að fáir menn eigi meira erindi á þing! Formannaraunir Atkvæöi Svavars formanns réð úrslitum um þaö aö Ólafur þingflokksformaður lenti í fjórða sæti og fyrir utan þing. Kjartan varaformaöur kveöur Ólaf meö kaldhæðni í Þjóövilj- anum í gær. Ólafur hyggur á hefndir og mun notfæra sér aðstöðuna sem Baldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, hefur á flokksskrifstofunni. Formanna- raununum er ekki lokið. Hagur félagsins hefur verið góður Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga 80 ára. Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga varð 80 ára 24. þ.m. I>að var stofnaö 24. janúar 1903 og hefur starfað síðan. Starfssvæði félagsins náði fyrst yfir ísafjörð, ísafjarðardjúp og Vestur-ísafjarðarsýslu, en fyrir nokkrum áratugum var starfssvæðið aukið þannig að það nær nú frá Brjánslæk að Skagatá. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var á sl. hausti kom fram, að á árinu 1981 voru 126 bátar í skyldutryggingu og í frumtryggingu hjá félaginu voru 13 skip og togarar yfir 100 lestir. Samtals nam vátrygg- ingarupphæð þeirra skipa sem tryggð voru hjá félaginu á því ári kr. 375.280.080,- og á sl. ári munu vátryggingarfjárhæðir skipa tryggðra hjá félaginu hafa numið kr. 539.902.200.- Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu Jón Laxdal, formaður, S.J. Nielsen, féhirðir og Árni Sveinsson, ritari og voru þá 17 félagsmenn með 22 fiskiskip í tryggingu. Formenn félagsins frá stofnun hafa verið Jón Lax- dal frá 1903—1907, Sigurður Stefánsson 1908, Ingólfur Jóns- son 1909—1910, Jóhannes Pét- ursson 1911, Karl Löve 1912—1915, Axel Ketilsson 1916—1920, Jón Sigmundsson 1921, Jón Brynjólfsson 1922—1928, Jóhann Þorsteins- son 1929—1946, Björgvin Bjarnason 1947—1948, Hannes Halldórsosn 1949—1957, Guð- finnur Einarsson 1958—1975 og Jón Gunnar Stefánsson frá 1976 og síðan. Framkvæmdastjórar hafa verið Sófus J. Nielsen 1903—1904, Jón Auðunn Jóns- son 1905—1907, Sigurður Krist- jánsson 1908, Helgi Sveinsson 1909, Einar Jónsson 1910—1912, Ólafur Davíðsson 1913—1923, Hannes Halldórsson 1924—195ð, Matthías Bjarnason 1960—1975 og Hinrik Matthíasson frá 1976 og síðan. Núverandi stjórn skipa Jón G. Stefánsson, Flateyri, Matthías Bjarnason, ísafirði og Guð- mundur Guðmundsson, Isafirði. Hagur félagsins hefur verið góður einkum nú á seinni árum og stjórn félagsins hefur ákveð- ið að minnast þessara tímamóta í starfi félagsins síðar í vetur, en horfið var frá því að minnast afmælisins nú, vegna óhag- stæðrar veðráttu, en ætlunin er að bjóða félagsmönnum til sam- komuhalds síðar í vetur, þar sem starfsemi félagsins verður ítarlega rædd. Mikill og góður samstarfsandi hefur jafnan ríkt innan félagsins, og hefur orðið til þess að styrkja verulega hag þess og er óhætt að fullyrða að félagsmenn almennt hafa verið ánægðir með starfsemi þessa fé- lags. Vélbátaábyrgðarfélag ís- firðinga er eitt af elstu starf- andi vátryggingafélögum lands- ins og hefur látið þó nokkuð að sér kveða í málefnum útgerðar og öryggis sjófarenda. (KrélUlilkvnninj'.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.