Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 31 Öruggur fimm marka sigur gegn Noregi — fjórði sigur íslands í fimm leikjum í ferðinni Fr i Þ6r»rni Ragnartiyni, biaöamanni Morgunbladsins, í Noregi íslenska landsliðið í handknattleik sigraði það norska í fyrri leik liöanna í gær með 22 mörkum gegn 17 og var sigur íslenska liðsins mjög verðskuldaöur og öruggur. íslendingarnir voru betri aöilinn allan tímann og höföu ávallt örugga forystu í leiknum. Þetta var fimmti landsleikur íslands í Norðurlandaferöínni og jafnframt sá besti. ís- lenska liðið lék yfirvegað allan tímann og af mikilli festu og sýndi á sór mjög góðar hliðar. Skoruð voru falleg mörk af línu og úr hraðaupp- hlaupum, og langskytturnar íslensku áttu stórgóðan leik. Norska liðið lék nokkuð vel en átti aldrei svar í sókninni gegn sterkri íslenskri vörn og mjög góðri markvörslu tveggja góðra markmanna, Brynjars Kvaran og Kristjáns Sigmundssonar, og jafnframt réði norska vörnin illa við sérlega vel útfæröar leikfléttur íslendinganna. Gangur leiksins Byrjunarlið islands í leiknum var þannig: Brynjar Kvaran í markinu, Hans Guömundsson, Alfreð Gísla- son, Kristján Arason, Bjarni Guö- mundsson, Guömundur Guð- mundsson og Steindór Gunnars- son, sem lék einungis í sókninni. Þorbjörn Jensson kom inn á fyrir hann í vörnina. Þetta byrjunarliö náöi öruggri forystu fyrir Island og komst í 4:1. Norðmenn skoruöu fyrsta markiö, en Alfreö jafnaöi meö glæsilegu langskoti, Kristján skoraöi annaö markið úr vítakasti, og Bjarni Guðmundsson skoraöi þaö þriöja af línunni eftir glæsilega sendingu Kristjáns Arasonar. Fjórða markiö kom einnig af lín- unni, Steindór Gunnarsson skor- aði þaö. Norðmenn minnkuöu muninn í 4:3, en Alfreö skoraði 5:3. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður náöu Norömenn góðum leikkafla og jöfnuöu þeir á 16. mín. 5:5. Þá haföi íslenska liöinu tvivegis mis- tekist aö skora í dauöafærum. Annaö skotiö var variö en hitt fór í stöngina. Kraftur í leikmönnum Guömundur Guðmundsson skoraði sjötta markið og sjöunda markinu bætti Bjarni Guömunsson viö á 19. mín. úr hraðaupphlaupi. Mikil keyrsla var í leik íslenska liös- ins og mikill kraftur í leikmönnum miöaö viö aö þetta var fimmti leik- ur þeirra á örfáum dögum. Þegar 23 mín. voru liðnar af leiknum var staðan 8:6, Kristján skoraði átt- unda markið úr víti, og síðustu tvö mörk hálfleiksins voru íslensk. Al- freö skoraöi fyrst stórglæsilegt mark meö miklu þrumuskoti eftir uppstökk, og Siguröur Sveinsson gerði síöasta mark hálfleiksins. Þannig var staöan í hálfleik — ör- ugtj íslensk forysta — 10:6. I fyrri hálfleiknum lék ísland flata vörn — 6:0 vörn — og var hún mjög vel leikin. Kristján Arason og Þorbjörn Jensson léku á miðjunni og voru góðir og jafnframt voru Alfreö og Páll Ólafsson sterkir sem bakverðir. Brynjar Kvaran átti stórleik bak viö þessa sterku vörn, hann varöi átta skot í fyrri hálfleik, sum úr dauðafærum. Brynjar gerdur óvirkur! i síðari hálfleik komu norðmenn- irnir mjög ákveönir til leiks og léku afar fast og gróft fyrstu mínúturn- ar. Þeir skoruðu fyrsta markiö, en Alfreö svaraöi strax, og eftir fimm mín. var dæmt vítakast á ísland. Ekki er hægt að fullyrða neitt, en það kom blaðamanni Mbl. mjög spánskt fyrir sjónir, aö enginn norðmaður stillti sér upp við punktalínuna til að taka frákastið ef markvörðurinn skildi verja. All- ir fóru þeir í vörnina, nema sá sem tók vítakastið, og gaf hann sér óvenju langan tíma til undir- búnings. Þegar flautað var skaut hann þrumuskoti beint framan í Brynjar Kvaran, sem féll vankað- ur í gólfið og varð að fara af leik- velli og gat ekki leikið meira með. Kristján Sigmundsson kom í markiö í stað Brynjars og stóö hann sig einnig vel. Islendingar gáfu síöur en svo eftir þrátt fyrir þetta atvik — efldust ef eitthvað var — og er fimmtán mín. voru liðnar af hálfleiknum höföu þeir náö sex marka forystu, 16:10. Tíu mín. fyrir leikslok var staðan 18:12 og virtist þá sem þreyta væri farin aö segja til sín í íslenska liðinu, og staöan breyttist í 18:15, norðmenn geröu þrjú mörk í röö. Páll Ólafsson skoraði næsta mark íslands eftir góöa leikfléttu — 19:15 — og síöustu fimm mín. voru algerlega eign íslendinganna. Guömundur, Siguröur og Bjarni skoruðu þá og er hálf mín. var eftir var staðan 22:16. Á þessum síð- ustu sek. fengu íslendingar tvö dauðafæri úr hraöaupþhlauþum. Fyrst var skotið framhjá, og síðara skotið fór í stöng. Norömenn náðu knettinum og brunuðu fram, og skoruðu 17. mark sitt u.þ.þ. er leiktíminn var að renna út. Loka- staöan því 22:17, en heföi hæglega getaö orðiö 23:16. Sterk liðsheild Þaö var fyrst og fremst sterk liösheild sem vann þennan örugga sigur á norðmönnum því allir leikmenn stóöu mjög vel fyrir sínu. Þó er ekki annað hægt en aö hrósa markmönnunum, Brynjari Kvaran, sem varöi níu skot, og Kristjáni Sigmundssyni, sem varöi átta skot, og Alfreð Gíslasyni, sem var mjög góöur bæöi í vörn og sókn. Hann skoraöi sjö mörk í leiknum, flest með miklum þrumu- skotum eftir uppstökk, og nokkur skoraöi hann langt fyrir utan punktalínu og réðu norðmenn ekk- ert viö hann. Hornamennirnir Bjarni og Guðmundur voru ákaf- lega snöggir í hraðaupphlaupum, og Páll lék á miðjunni i sókninni og stjórnaöi leikkerfunum, oq qeröi það vel. Mörk Islands: Alfreö Gíslason 7, Bjarni Guðmundsson 4, Kristján Arason 4, Páll Ólafsson 3, Sigurö- ur Sveinsson 2, Guömundur Guö- mundsson 1 og Steindór Gunn- Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunbladsins, í Noregi. „Ég er mjög ánægður meó leik íslenska liðsins. Strákarnir léku eins og fyrir þá var lagt, og skil- uöu hlutverkum sínum meö mikl- um sóma,“ sagöi Hilmar Björns- son, landsliðsþjálfari, eftir leikinn í gær. Hilmar vildi ekkert tjá sig um at- vikið er Norðmaðurinn skaut í and- arsson 1. Tveimur íslenskum leik- mönnum var vikið af velli: Þorbirni Jenssyni tvívegis í tvær mín. og Alfreð Gíslasyni í tvær mín. lit Brynjars úr vítakastinu í upþhafi síöari hálfleiks. Hann sagöist ekki hafa hugsaö sérstaklega um þaö og haft öörum hnöppum aö hneppa. „Mér fannst norska liðið gott miöaö viö þau norsku liö sem viö höfum verið að leika við gegnum árin og er það frekar i sókn,“ sagöi Hilmar. • Alfreö Gíslason lék mjög vel í gær, bæöi í vörn og sókn. <---------------------- Alfreð Gíslason: „Fann mig vel“ Frá Þórarni Ragnarssyni, blaóamanni Morg- unblaðsins, í Noregi „Ég var mjög ánægður meö mína frammistööu í leiknum og ég fann mig sérstaklega vel,“ sagöi Alfreð Gíslason. „Norska liöið fannst mér frískt. Norðmennirnir eru fljótir og sterkir og þeir böröust mjög vel. Þrátt fyrir þaö unnum viö öruggan sigur og þaö gefur vísbendingu um þaö að viö séum á réttri leiö. —SH/ÞR. Ólafur Jónsson: „Liðið vann vel saman" Frá Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgunblaösins, í Noregi. Ólafur Jónsson, fyrrum fyrirliöi landsliósins, sem hvíldi í gær, sagói aó leikurinn heföi verið mjög góður hjá íslenska liöinu. „Liðiö vann saman sem ein heild og leikflefturnar gengu óvenju vel og skiluöu fallegum mörkum. Þetta var sanngjarn og ánægju- legur sigur, og vonandi vinnum vió jafn örugglega í leiknum á morgun (í kvöld),“ sagöi Ólafur. — SH/ÞR. Brynjar meiddur viljandi? Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaösins, i Noregi. Eins og fram kemur í grein- inni um leikinn skaut einn Norö- mannanna þrumuskoti í andlit Brynjars Kvaran úr vítakasti í upphafi seinni hálfleiksins. Er hann tók vítakastið voru allir landar hans komnir í vörnina — enginn stillti sér upp viö punktalínuna til aö hiröa frá- kastió ef Brynjar myndi verja — og virtist þaö ekki koma þeim neitt á óvart er Brynjar féll í gólfið, en hann varö að fara af velli og lék ekki meira meö. Brynjar haföi variö mjög vel fram aö þessu atviki, en ekki er hægt aö fullyrða hvort þetta hafi veriö mjög ódrengileg og lítil íþróttamannsleg framkoma Norömannanna, að gera hann óvirkan viljandi, en þaö vakti óneitanlega mikla furöu mína er allir norsku leikmennirnir nema sá sem tók vítiö skyldu fara til baka er vítið var tekiö. — SH/ÞR. — SH/ÞR. Storutsala hófst í morgun „Ánægður með liðið“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.