Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Gilitrutt Brian Pilkingtons Myndlist Bragi Ásgeirsson í anddyri Norræna hússins stendur nú yfir sýning á frum- rissum og vatnslitamyndum eft- ir Brian Pilkington. Er hér á ferð skreyting þjóðsögunnar um Gili- trutt er birtist í bók er bókaút- gáfan Iðunn stóð að. Þetta eru ákaflega vel gerðar myndir og nostursamlega unnar. Teiknar- inn leggur sig allan fram og myndir hans líkjast á köflum raunsæishlutveruleika þeim er hefur orðið svo vinsæll hérlendis á undanförnum árum. Myndirn- ar hafa og einnig mjög yfir sér blæ enskrar tæknihefðar í vatnslitamyndgerð ekki ósvip- aðrar og við sáum í sumum myndum Karólínu Lárusdóttur að Kjarvalsstöðum í haust, en hér koma vinnubrögð auglýs- ingateiknarans eðiilega öllu meira fram, því að sú er atvinna hans. Pilkington hefur formað ákveðna mynd af Gilitrutt og reynt að gæða hana ísmeygilegri kýmni. Tekst honum það vel á köflum virkar þetta sem offágun og þá lítið skylt tröllum eða þeirri mynd er maður gerir sér af þeim, — eða réttara sagt gerði í æsku. Á sýningunni er einnig sýnd undirbúningsvinna og frumriss og kunni ég betur við þau verk, þótti þau ölíu lífmeiri og meira í bland við tröllin. í þeim mynd- um þótti mér þau sýna meira af holdi og blóði en í aðalmyndun- um, einkum leist mér vel á hinar hreinu tekningar og smáfrum- riss. Það er alveg víst að margur mun hafa gaman að þessari sýn- ingu og hún er gilt tillegg til þeirrar viðleitni hússins að lífga upp anddyrið og gera það mann- eskjulegra. Bragi Ásgeirsson Listasmiðjan Arnarholti Bragi Ásgeirsson Frá haustinu 1981 hefur merkileg starfsemi farið fram á geðdeild Borgarspítalans að Arnarholti á Kjalarnesi. Er hér um að ræða myndræna vinnu með geðsjúkum og eru aðal- starfsmenn Smiðjunnar þeir nýlistarmenn, Magnús V. Guð- laugsson og Tumi Magnússon. Árangur þessarar starfsemi get- ur nú að líta í húsakynnum Ný- listasafnsins en þar sýna auk áð- urnefndra þeir Adolf Bjarnason, Guðbjörg Helgadóttir, Halldór Viðarsson, Ragnar Jóhannsson og Þorgrímur Vigfússon. Undirritaður hefur séð marg- ar sýningar á verkum geðsjúkra og þekkir hér vel til, — slíkir eru oft mjög næmir á liti og form og öldungis óhræddir við að tjá til- finningar sínar. Má geta þess að nokkrir af nafntoguðustu myndlistarmönnum aldarinnar hafa rannsakað þessa eiginleika geðsjúkra og dregið mikinn lærdóm af. Menn geta í gegnum slíkar myndir skyggnst inn í undirmeðvitund þessa fólks og kemur þar margt og furðulegt í ljós. Vitundarheimurinn er margflókið atriði og vissulega stórum margbrotnara en flestir gera sér grein fyrir og um leið er hann heillandi rannsóknarefni. Sýningin í Nýlistasafninu er með litríkari og ferskari sýning- um er þar hfaa sést og minna sumar myndanna og þá einkum í innri sal um margt á málverk nýbylgjumanna erlendis, málun- armátinn mjög frjálslegur og umbúðalaus. Ekki get ég t.d. séð að þessi sýning sé neitt ómerkari sýningu sjömenninganna í Nor- ræna húsinu á síðastliðnu vori. Undraðist ég mjög þá miklu sköpunargleði er hér kemur fram. Meinbugur á sýningunni er hve illa myndirnar eru merktar og sýningarskráin léleg en ég tel marga munu hafa gaman af að skoða þessi verk, og að þannig séð eigi hún vissulega erindi á sýningarvettvang. Atriði úr heimildarmyndinni bandarísku, Líf og störf Rósu rafvirkja. Listahátíð Kvikmyndír Sæbjörn Valdimarsson & Líf og störf Rósu rafvirkja (The Life and Times of Rosie The Riveter) Stjórn og handrit: Connie Field. Kvikmyndataka: Cathy Zheutlin, Bonnie Friedman, Robert Handley, Kmiko Omori. Bandarísk, gerð 1980, sýningartími 65 mín. Er Bandaríkin neyddust útí þátttöku í síðari heimsstyrjöld- inni, skyldu karlmenn eftir mörg auð vinnuplássin auk þess að eft- irspurn eftir jókst geysilega er hergagnaframleiðslan margfald- aðist. Þá var gripið til vinnukrafts sem löngum hefur verið vanmet- inn — húsmóðurinnar, konunnar. Sökum föðurlandsástar og löngun- ar til aðstoðar við sinn heittelsk- aða, sem barðist þarna einhvers staðar útí hildarleiknum, þyrptust konurnar til ýmiskonar starfa sem hingað til höfðu eingöngu tal- ist karlastörf. Svo sem rafsuða, stálsmíði, skipasmíði, o.s.frv. Ekki var bandarískt kvenfólk eitt um að ganga í þessi störf á stríðsárunum, það gerðu og stöllur þeirra í öllum þeim löndum sem bárust á banaspjót. Eftir að friður komst á og þjóð- félagið smáhresstist og lagði sig fram um að komast sem fyrst í fyrra horf, máttu kvenhetjurnar í samfestingunum gjöra svo vel og pakka aftur saman — nú bauð föð- urlandsástin (þ.e. smeðjulegur áróður hins opinbera) þeim aftur að kjötkötlunum og barneignum. Húsbóndann vantaði vinnu. Líf og störf Rósu rafvirkja fjallar um þennan merka þátt í banda- rískri sögu og hann er vandlega og skemmtilega unninn af Field og hjálparkokkum hennar. Brugðið er upp köflum úr áróðursmyndum Myrkir músíkdagar: John Speight í Norræna húsinu Tónlist Ragnar Björnsson Einhver sagði einhverntíma: Eitt er það sem leikhús getur ekki afsakað, en það er að vera leiðin- legt. Vitanlega er þessi fullyrðing opin í báða enda eins og fleiri slík- ar á öllum tímum, einn nýtur hluta sem öðrum leiðist. Um tón- leikana í Norræna húsinsu 28. janúar held ég þó að óhætt sé að segja að fáum hafi getað leiðst meðan á þeim stóð, hversu mikið sem það nú kann að sanna um ágæti þess sem þar var flutt. Tón- leikarnir hófust á „Vier Stucke" fyrir flautu og píanó, tónhugmynd í hálfgerðum „seríal“-stíl, vel leik- in af B. Wilkinson og Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur. Þá frumflutti Wilkinson „Einleiksverk fyrir flautu", góð tónsmíð og sérlega vel útfærð hjá Wilkinson bæði tekn- ískt og hvað varðar listræna upp- byggingu. Næst kom frumflutt „Einleiksverk fyrir klarinett", en jafnvel Einari Jóhannessyni tókst ekki að bjarga þeirri tónsmíð. Fimm stykki fyrir píanó voru síð- ast fyrir hlé. I efnisskrá segir: „f „Deux hommages" (tvö fyrstu) vottar John tveim öndvegis tón- skáldum, þeim Messiaen og Strav- insky, virðingu sína, með því að beita alþekktum stílbrögðum þeirra. Þetta er gert á meðfæri- legan hátt, eins og verið sé að kynna málfar meistaranna fyrir nemendum í píanóleik." Þarna fannst mér vera um nokkra út- þynningu á meisturunum að ræða. Tónamál þeirra beggja er svo persónulegt, á hvaða þróunarskeið þeirra sem litið er, að heppilegast er að láta þá kynna sig sjálfa. Aft- ur á móti fannst mér J.S. komast nær því í sumum prelúdíunum þrem að heiðra minningu Debuss- ys. Sveinbjörg lék þessi verk af öryggi. „Tríó“ í þrem stuttum þáttum var flutt af þrem ungum hljóðfæraleikurum, þeim systkin- um Hildigunni Halldórsdóttur, fiðlu, Sigurði Halldórssyni, cello, og Daníel Þorsteinssyni sem lék á píanó. Tríóið var ekki óskemmti- legt á að hlýða, en dálítið ófull- burða í formi. Besta tónverk kvöldsins var „Kvintett" (frum- fluttur) fyrir fiðlu, lágfiðlu, cello, kontrabassa og píanó. Kvintettinn sem er í tveim þáttum, er vel skrifaður og heilsteyptur í stíl, og þó sérlega fyrri þátturinn. Kvint- ettinn er ekki auðveldur í flutn- ingi og reyndi mjög á suma hljóð- færaleikarana svo sem cellistann, sem fékk líðileg tónbil við að glíma. Flytjendur voru Michael Shelton, fiðla, Sesselía Halldórs- dóttir, lágfiðla, Pétur Þorvalds- son, cello, Richard Korn, kontra- bassa og Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir, píanó. Tónleikunum lauk með „Missa brevis", Kyrie og Gloria, flutt af nafnlausum kór, eins og stjórnandinn Jónas Ingi- mundarson nefndi hópinn sem söng. Kór var þetta nú eigi að síð- ur og skilaði ágætlega skemmti- legum tveim þáttum hinnar gömlu Missa brevis. Sem tónskáld virðist John Speight nokkuð óskrifað blað. Hann fær margar góðar hug- myndir, en stíll hans virðist mér enn nokkuð ómótaður og stílteg- undum gjarnan blandað saman. Svo skrítið sem það nú er — og er þó kannske ekkert skrítið — er undantekning að öðrum en góðum hljóðfæraleikurum hafi tekist að verða merkileg tónskáld og e.t.v. er þar skýringin á því að góðir hljóðfæraleikarar bjarga stundum lítilsigldum tónverkum frá skjót- um dauða. J. Speight er, að mér er sagt, vel menntaður á sitt hljóð- færi, sem er söngröddin og von- andi á hann eftir að skrifa fleiri verk á borð við Kvintettinn. Til hamingju með kvöldið. Ragnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.