Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 5 Áttundu tónleikar Sinfóníunnar: Philip Jenkins leikur einleik ÁTTUNDU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands starfsárið !982/’83 verða í Háskólabíói fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20.30. Uetta eru síðustu tónleikar fyrra misseris. Fyrstu tónleikar síðara misseris verða 17. febrúar nk. Efn- isskrá tónleikanna 3. febrúar er sem hér segir: Bartók: Divertimento, Schumann: Fíanókonsert og Prok- ofieff: Kómeó og Júlía, ballett-svíta. Stjórnandi tónleikanna er aðal- hljómsveitarstjórinn, Jean-Pierre Jacquillat. Einleikarinn á tónleikunum er píanóleikarinn Philip Jenkins, fæddur í Newcastle á Englandi. Hann stundaði aðallega píanónám hjá Harold Craxton við Royal Academy of Music í London, en þar er hann nú sjálfur prófessor. Einnig lærði Jenkins um skeið hjá Jacques Fevrier í París og hjá Dame Myra Hess, sem var einn frægasti píanóleikari Breta fyrr og síðar. íslendingar eru löngu þaulkunnugir listamanninum Philip Jenkins, því að hann hefur haldið hér fjölda tónleika, bæði sem einleikari og í kammermúsík, auk þess sem hann var lengi bú- settur á Akureyri og kenndi þar mörgum góðum á hljóðfæri sitt. Auk Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur Jenkins meðal annars komið fram með helstu hljómsveitum Bretlands og á útvarpstónleikum með hljómsveitum Bretlands og á útvarpstónleikum með hljómsveit- um útvarpsstöðva BBC, Hamborg- ar, Kölnar og Osló. „Á ÞESSU stigi vil ég ekkert um málið segja, en við munum hugs- anlega ræða þetta við landbúnað- arráðherra á morgun, en hann hef- ur verið erlendis að undanförnu," sagði Hjálmar Finnsson fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hjálmar var spurður hvernig verksmiðjan myndi bregðast við þeim vanda sem nú steðjaði að, vegna mikilla erlendra skulda. Eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins á sunnudag, nema skuldir Áburðarverksmiðjunnar nú um 144 milljónum króna í City Bank í London, og kvaðst Steinþór Gestsson alþingismaður telja, að áburðarverð yrði að hækka um 120% milli ára, kæmu ekki til sér- stakar ráðstafanir aðrar. Yfirlýsing Skíðasambands íslands: „Harmar grófa frétta- fölsun Þjóðviljans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Skídasambands íslands: „Stjórn Skíðasambands íslands harmar grófa fréttafölsun Helgar- blaðs Þjóðviljans 29. janúar sl., þar sem jafnframt er vegið mjög ómaklega að formanni Skíðasam- bands íslands, Hreggviði Jóns- syni, varðandi Norræna Fjölskyldukeppni á skíðum 1983. Stjórn Skíðasambands íslands vill taka fram vegna fréttar þess- arar að Morgunblaðinu hefur ekki verið greitt eitt eða neitt vegna auglýsingar í blaðinu s.l. miðviku- dag. Morgunblaðið hefur hins veg- ar sýnt með mjög myndarlegu skíðablaði, þar sem aðaláherslan var lögð á Norrænu Fjölskyldu- keppnina á skíðum 1983, Skíða- sambandi Islands og skíðaíþrótt- inni ómetanlegan stuðning og vill stjórnin þakka þetta nú. Ekki að- eins hefur blaðið auglýst keppnina Skíðasambandinu að kostnaðar- lausu, heldur hefur Morgunblaðið látið gera dreifimiða og ýmislegt annað til að vekja athygli á keppn- inni. Þá er rétt að minna á, að Dag- blaðið Vísir hefur einnig tekið á þessu máli af stórhug og,var fyrst til að koma skráningarspjaldi keppninnar á framfæri við al- menning. Einnig hefur RUV, út- varp og sjónvarp skýrt frá keppn- inni. Stjórn Skíðasambandsins vill undirstrika, að öllum er frjálst að Rostungurinn hinn rólegasti í Rifshöfn ROSTUNGURINN í Rifshöfn er við beztu heilsu. Ekkert fararsnið er á honum og gerir hann sig æ meira heimakominn. í óveðrum síðustu daga hefur hann fært sig inn í höfnina og er fullur öryggis gagnvart forvitnum áhorfendum, þó svo þeir nálgist hann, þegar hann tekur sér hvíld á klettum í enda Suðurgarðs. Sæmundur Kristjánsson vigt- armaður á Rifi sagði að rostung- urinn virtist hafa nægt æti og una sér vel. Hann hefði í óveðrum síð- ustu daga leitað vars inn í höfnina og uppáhaldshvíldarstaðurinn væri í enda Suðurgarðs. Gangandi menn komast í seilingarfjarlægð, áður en hann skellir sér til sunds og sagði Sæmundur hann sýna mönnum jafnmikla athygli og þeir honum. Selir sem verið hafa í Rifshöfn halda sig í Norðurgarð- inum, þegar þeir fara á land, en rostungurinn virðir þá ekki við- iits. Sólmundur Einarsson fiski- fræðingur sagði í viðtali við Mbl., að nú væri sannað að rostungur- inn er karlkyns, eins og hann hefði alltaf reiknað með, þar sem einvörðungu karldýr leggja upp í slíkar ferðir frá hjörðum sínum einsömul. Því gæti þetta meira en vel verið Valli víðförli, eins og haldið hefur verið fram. styðja Skíðasamband íslands í þessu máli, sem og í öðrum verk- efnum sambandsins. Stuðningur Morgunblaðsins er Skíðasam- bandinu kærkominn og er gerður á sama hátt og í Noregi og Sví- þjóð, þar sem velviljuð fyrirtæki hafa tekið þetta mál upp á sína arma. Öll þessi atriði voru skýrð fyrir blaðamanni Þjóðviljans, sem ekki virðist hafa haft áhuga á að skýra satt og rétt frá þessu máli. Stjórn Skíðasambandsins telur vænlegra fyrir ritstjórn Þjóðvilj- ans að styðja skíðaíþróttina í þessari stærstu landskeppni heimsins með sama myndarbrag og Morgunblaðið, heldur en að níða hana niður með pólitískum ofstækisskrifum." Fjárhagsvandi Áburðarverksmiðjunnar: Málið lagt fyrir land búnaðarráðherra 40-70% oMáttw Jakkaföt .... kr. 1.990—2.550 Stakir jakkar ......... kr. 990 Blazer jakkar ......... kr. 890 Terelyn buxur ......... kr. 495 Stretch Flannel ....... kr. 695 Ullar mittisjakkar .... kr. 790 Vatteraöir frakkar .... kr. 1.190 Kuldajakkar ........... kr. 990 Skyrtur kr. 150 —250 Velúr peysur . kr. 295 Blazer peysur . kr. 250 Bómullartreyjur .. kr. 250 Mikið úrval mest allt nýjar vörur Snorrabraut s. 13505 Glæsibæ s. 34350 Miðvangi s. 53300 Hamraborg s. 46200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.