Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 23

Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 23 hermálaráðuneytisins frá stríðs- tímunum. Bæði þeim myndum sem hvöttu konur til verka og hin- um, sem skipuðu þeim aftur inná heimilið að stríðinu loknu. Það sem svo gefur myndinni hvað mest gildi eru hress viðtöl við nokkrar af þessum ágætu konum sem enn eru á lífi. Vissulega var brýn þörf á störf- um kvennanna við hergagnafram- leiðsluna og sjálfsagt hagkvæmast fyrir þjóðfélagið að þær hyrfu aft- ur að „hefðbundnum kvennastörf- um“ þess tíma, á nýjan leik, er þeir menn, sem voru svo lánsamir að koma til baka heilir á húfi, gátu aftur tekið til við að sjá fjölskyld- um sínum farborða. Og annað þekktist tæplega fyrir hálfum fjórða áratug. Hinsvegar þykir manni, sem virðir þessa atburði fyrir sér í dag, þeir harðneskjuleg valdbeiting „stóra bróður". Kon- urnar voru orðnar þjálfaðar og færar í nýjum störfum og erfiðis- vinnan þeirra daglegt brauð. Þær konur sem rætt er við eru að sjálfsögðu enn beiskar útí þetta misrétti, þær höfðu miklu fórnað og síðan var þeim stjakað til hlið- ar, þegar þeirra var ekki þörf lengur. Að sýningu lokinni kom mér ekki lengur á óvart hví Líf og störf Rósu rafvirkja skaut upp kollinum á kvikmyndahátíð á íslandi, í rauninni hefur hinn siðmenntaði heimur lítið velt því fyrir sér hvað hann stendur í stórri þakkarskuld við gamla konu í Baltimore eða The Bronx. Leiðin Leikstjórn: Serif Goren. Handrit: Ylmas Giiney. Kvikmyndataka: Erd- ogan Engin. Tónlist: Sebastian Argo. Tyrknesk frá 1982. Yol er eflaust hvað kunnust þeirra mynda sem sýndar eru á kvikmyndahátíðinni í ár að Miss- ing undanskilinni. En þessar ágætu myndir deildu einmitt með sér hinum eftirsótta Gullpálma Cannes-hátíðarinnar í fyrra, sem bestu kvikmyndir ársins. Yol kemur frá landi sem er órafjarri okkur í tíma og land- fræðilega er það á óskýrum, við- sjárverðum mörkum Evrópu og Asíu, stjórnmálalega í mikilli niðurlægingu og trúarfjötrar og fornaldarlegar ættarvenjur eru dragbítar á fátækan, kúgaðan landslýðinn. Guney og sam- starfsmenn hans leiða okkur inní hálfgert helvíti sem er rétt við bæjardyrnar. Þeir ýta óþyrmilega við samvisku heimsins (við skul- um vona að hún aðeins blundi) og vekur athygli á þeim hörmungum sem ríkja í heittelskuðum heima- högum hans á óvæginn og listræn- an hátt. Þar með er vissum til- gangi náð en því miður þarf víst meira til. Yol er tvímælalaust ein besta mynd sem ég hef séð um ævina um raunir manna og lands. Fangar fá vikulangt heimfararfrí, glaðir í bragði halda þeir svo útí frelsið sem svo reynist innan gæsalappa. Raunveruleikinn utan múranna er jafnvel enn grárri en innan þeirra. Getur andinn ímyndað sér nokkuð átakanlegra? Ég vil ekki rekja sorgargöngu fanganna nánar, hún er sögð á til- gerðarlausan, listrænan hátt af okkur inní jarðneskt helvíti á svo áhrifaríkan hátt að skammdegis- nóttin og nístingsköld norðanáttin kyssti vanga gagnrýnandans að lokinni sýningu. Eg vil hvetja alla til að sjá þetta stórvirki um mis- þyrmingu, mannlegra tilfinninga. An Actor’s Life eftir Richardsson Jóhanna Kristjónsdóttir Sir Ralph Richardsson er einn dáðasti leikari Breta, um það þarf svo sem ekki að fjölyrða. Við lest- ur bókar sem Garry O’Connor sendi frá sér fyrir skömmu um líf og starf Richardsson, sem varð áttræður í desember, kemur fram afar viðfelldin mynd af manneskj- unni, ekki síður en listamannin- um. Oft og iðulega datt mér í hug íslenzkur kollegi Richardsson, Valur Gíslason — mér finnst hlé- drægnin, falslaus einlægni og auð- mýkt gagnvart leiklistinni auð- kenna þessa listamenn báða. I bókinni um Richardsson eru engar svæsnar „afhjúpanir", þar er ekki sagt frá neinum spennandi leyndarmálum. Þar er sögð þroskasaga mikilhæfs listamanns á þann hátt að lesanda er ávinn- ingur að. Kannski ekki síður að kynnast manninum á bak við. Vegna þess að ég er ekki á því að það fari alltaf saman, að vera merkur listamaður og manneskja. Fjarri því. En því ánægjulegra er að kynnast slíkum, þó ekki sé nema af bókum. Einkalíf Richardsson hefur ekki verið dans á rósum, þar þurfti hann að þola miklar raunir, sam- tímis því sem hann barðist fyrir því að ávinna sér viðurkenningu sem leikari. Því að langur vegur var frá því að viðurkenning og frægð skryppi upp í hendurnar á honum eftir fyrsta hlutverkið, það er víðfrægt að margir vinir hans reyndu á fyrstu árum hans á sviði að sýna honum fram á að hann væri ófær sem leikari, mundi aldr- ei ná lengra en verða lítt merkur gutlari. En Richardsson, sem að öðru leyti virðist ekki hafa haft sérstaklega mikla trú á sér, hefur þó ekki látið mótbyrinn og gagn- rýnina á sig fá og laun uppskar hann, svona smátt og smátt. Garry O’Connor skrifar um Richardsson af hógværð og virð- ingu, sem slíkur maður á skilið. Hann lýsir ágæta vel hvernig Richardsson vinnur hlutverk sín, hvernig hann beinlínis íklæðist þeim, en varpar af sér flíkunum jafnskjótt og leiksýningu eða sviðsupptöku er lokið. í einkalífi sínu er hann bersýnilega ekki fastur við hlutverk sín, þar kemur fram önnur manneskja — hreint engin primadonna, en manneskja mild og hlý. Ekki aðeins þeirra mál, heldur líka mitt og þitt eftir Sigurö Hauk Guðjónsson Það hefir verið ævintýri líkast að fylgjast með þeirri breyting sem orðið hefir, á síðustu 20 árum, í viðhorfum manna til þeirra sem við ofneyzlu áfengis hafa að stríða. Hér áður fyrr kölluðum við þá róna, horfðum afskiptalítil á, hvernig vínið, guð og gaddurinn velktu þeim í vegkanti lífsins, þar til dauðanum þóknaðist að hirða þá. Því trúðu fáir, að slíkum yrði bjargað, — skuggar gætu orðið að mönnum á ný. En svo komu AA- mennirnir og kraftaverkin tóku að gerast. Þeir sem áður höfðu skjögrað um í skúmaskotum, rétt fram titrandi hendur til betls úr molarúst síns eigin lífs, urðu nýir menn, — gengu út úr skugganum yfir í ljósuhlíðar lífsins og sóttu þangað gjafir þjóð okkar til heilla. Þessu tóku menn eftir, og smátt og smátt varð undrunar- og hrifnistunan í brjóstum okkar að afli sem Grettistökum hefir lyft. Hér á eg við félagasamtökin SAÁ. Síðan hafa hjálparstöðvar risið, leiðbeiningastöðvar, oftast í ófullnægjandi húsnæði, sem aðrir höfðu gengið frá, en starfið samt blessast á þann hátt, að eg hika ekki við að staðhæfa, að hundruð- um heimila hefir verið bjargað. Þeir eru fáir í dag meðal þjóðar- innar, sem ekki viðurkenna í orði, að ofneyzla áfengis er sjúkdómur en ekki ræfildómur. Það er líka af þeirri sannfæring að SÁÁ er að reisa hjálparstöðina við Grafarvoginn, — reisa stað til „Hér áður fyrr kölluðum við þá róna, horfðum afskiptalít- il á, hvernig víniö, guð og gaddurinn velktu þeim í veg- kanti lífsins, þar til dauðan- um þóknaðist að hirða þá. I»ví trúðu fáir, að slíkum yrði bjargað, — skuggar gætu orðið að mönnum á ný. En svo komu AA-mennirnir og kraftaverkin tóku að gerast.“ þess að gera kraftaverk í lífi manna og kvenna. Þau telja líka hjá SÁÁ, af reynslu, að þörf fyrir slíka stöð aukist stöðugt, þvi fleiri og fleiri falli í valinn. En hvað kemur mér þetta við? Enn þykist eg ráða við flöskuna mína og glasið. Samt er þetta mitt mál, því sýking sjúklinganna er á annan veg en flestra annarra. Hér kaupir maður sér sýkilinn, og meðan þjóðin mín hefir einkarétt á sölu hans, segist hagnast óhemjuvel á henni, þá kemur mér þetta við. Það er orðinn minn hag- ur, að fólk mynnist við stútinn. Við ætlum vissulega ekki að gera neinn að sjúklingi, en það er samt staðreynd, að sumir menn verða það, og sú staðreynd kemur mér við, hryggir mig. Hitt gleður mig, að vita að eg er hluti þjóðar, sem telur það skyldu sína að rétta þeim hjálparhönd sem troðnir eru í svaðið á okkar för. Því mun ævintýrinu enn ekki lokið, — stöð SÁÁ í Grafarvogi rísa, og krafta- verkin halda áfram að ske. En eg á líka annað erindi við þig. Eg skrifaði hér fyrir ofan, að ofneyzla áfengis væri viðurkennd í orði sem sjúkdómur. Þessi stað- hæfing mín rís af þeim grunni, að hvað eftir annað stend eg fyrir framan sjúklinga sem neita því að þeir þarfnist aðstoðar til heil- brigðis á ný. Þó eru þeir kannske að leggja allt í rúst, vinnustað, heimiii, jafnvel ganga svo langt að maki og börn bera örkuml eftir. Sýkist maður af sjúkdómi, sem öðrum stafar hætta af, t.d. smit; berklum, þá er ekki spurt: „Viltu láta lækna þig vinur?" heldur er sjúklingurinn sendur tafarlaust á hæli. Slíkt þarf líka að vera hægt með áfengissjúklinginn. Það er hreint út sagt fáránlegt, að það þurfi að spyrja mann, sem orðinn er umhverfi sínu hættulegur, hvort honum þóknist að leita sér hjálpar eða ekki. Sá kostur er nú einn til að svipta manninn sjálf- ræði. Slíkt er ómanneskjulegt gagnvart sjúklingi, og enginn, sem séð hefir afleiðingarnar, hvetur til slíks. Því myndi eg fagna, að á stofn yrði sett ráð, sem aðstand- endur gætu snúið sér til í beiðni um hjálp til þess að gera viðkom- andi ljóst, að honum beri að leita sér lækningar. Meðan slíka opin- bera aðstoð er ekki að fá, þá höf- um við ekki í reynd viðurkennt ofneyzlu áfengis sem sjúkdóm. Það er nöturlegt að koma á heim- ili, þar sem sjúklingurinn hefir brotið allt og bramlað, gengið svo í skrokk á maka og börnum að stór sér á, og eiga þó aðgang að þeirri vernd einni, að fáráðlingnum sé stungið inn í 24 til 48 sturidir, að þeim tíma, liðnum geti hann hafið iðju sína við niðurrifið aftur. Þessu þarf að breyta, koma fram við áfengissjúklinginn á sama hátt og annað sjúkt fólk. Ekki veit eg, hve mörgum mannslífum þarf að fórna enn, áð- ur en áfengissjúklingar fá þá að- stoð sem þeim ber, en hitt veit eg, að þar veltur á þeim áhuga sem við sýnum starfi ÁA og SÁÁ, velt- ur á þeirri aðstoð sem við, þú og eg, réttum hinum síðarnefndu, til þess að koma hjálparstöðinni við Grafarvoginn upp. Það er ekki að- eins þeirra mál, heldur líka mitt og þitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.