Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 32
.^^skriftar-
síminn er 830 33
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
.^^uglýsinga-
siminn er 2 24 80
Yfirlit Seðlabankans um stöðu efnahagsmála í upphafi árs:
Háskalegt að halda áfram
á braut skuldasöfnunar
Hlutfall erlendra skulda til langs
tíma, sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu, fór upp í um 47,5% á sfðasta ári
MINNKANDI tekjur þjóðarbúsins og birgðasöfnun komu með fullum þunga
fram í auknum viðskiptahalla við útlönd, sem virðist samkvæmt bráðabirgða-
tölum hafa farið upp í um 11% af þjóðarframleiðslu á árinu. Leiddi þessi
mikli viðskiptahalli til þess, að hiutfall erlendra skulda til langs tíma af
þjóðarframleiðslu jókst úr rúmum 37% í nálægt 47,5% á árinu, en jafnframt
lækkaði nettó gjaldeyriseign bankanna um helming. Er hér um afar viðsjár-
verða þróun að ræða fyrir efnahagslegt öryggi þjóðarinnar, ekki sízt þegar
litið er til óvissu og erfiðleika á erlendum lánamörkuðum, segir m.a. í yfirliti
Seðlabanka íslands um stöðu efnahagsmála í upphafi árs.
Tveir lögfræðingar í gæzlu
grunaðir um fjármálabrot
Fjölmenni við útför á Patreksfirði
CTFÖR og minningarguðsþjón-
usta þeirra fjögurra sem létu líf-
ið í krapaflóðinu á Patreksfirði
22. janúar sl. fór fram frá Fé-
lagsheimilinu á Patreksfirði í
gær að viðstöddu miklu fjöl-
menni, 500—600 manns. Séra
Þórarinn Þór prófastur flutti
minningarorð um Sigrúnu Guð-
brandsdóttur 6 ára, Sigurbjörgu
Sigurðardóttur 58 ára, Valgerði
Elinborgu Jónsdóttur 77 ára og
Martein Ólaf Pétursson 42 ára.
Mæðginin Valgerður og Mar-
teinn Ólafur voru jarðsett á Pat-
reksfirði og einnig Sigurbjörg
Sigurðardóttir, en Sigrún Guð-
brandsdóttir verður jarðsett í
Reykjavík nk. mánudag.
Sjá ræðu séra Þórarins Þór
prófasts á miðsíðu.
Þá segir að mikil breyting hafi
orðið í þróun gengismála á árinu
1982. Vegna versnandi stöðu út-
flutningsatvinnuveganna var
framkvæmd veruleg gengislækkun
í upphafi ársins og um leið horfið
frá þeirri aðhaldsstefnu í geng-
ismálum, sem fylgt hafði verið
árið áður. Önnur meiri háttar
gengisbreyting reyndist nauðsyn-
leg í ágústmánuði, einkum vegna
áhrifa aflabrests á afkomu þjóðar-
búsins. Þriðja gengisbreytingin
átti sér svo stað nú í byrjun þessa
árs, en milli þessara þriggja geng-
isbreytinga var gengi krónunnar
látið síga með hliðsjón af þróun
hér og erlendis.
Hitt er jafnframt óumflýjan-
legt, að hraðari gengisbreytingar
hefðu að öðru óbreyttu í för með
sér vaxandi verðbólgu, nema
gerðar væru ráðstafanir til þess
að taka áhrif þeirra út úr vísitölu-
kerfi verðlags og launa. Þetta var
að hluta gert með 8% skerðingu
verðlagsbóta 1. desember sl. En
þrátt fyrir áhrif þeirrar ráðstöf-
unar átti gengisþróunin mikinn
þátt í því að auka verðbólguna úr
rúmum 40% í byrjun ársins í yfir
60% í árslok. Engar ráðstafanir
hafa enn verið gerðar til þess að
eyða verðbólguáhrifum þeirrar
gengisbreytingar, sem ákveðin var
í byrjun þessa mánaðar, enda
stefnir verðbólga að óbreyttu yfir
70% þegar á allra næstu mánuð-
um.
í yfirliti Seðlabankans segir, að
MJÖG skiptar skoðanir eru meðal
þingmanna um hvernig standa skuli
að afgreiðslu hvalveiðibannsmálsins
á Alþingi, en fyrir sameinuðu þingi
liggur þingsályktunartillaga frá Eiði
Guðnasyni um að mótmæla skuli
hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiði-
ráðsins. Kíkisstjórnin samþykkti
samhljóða á fundi sínum í gærmorg-
un að mótmæla og varð samþykktin
til þess að þingmenn Alþýðubanda-
lagsins réðust harkalega á ríkis-
stjórn og ráðherra á Alþingi í gær.
Skoðanir eru mjög skiptar innan
flokkanna. Þingmenn Alþýðuflokks-
ins skiptast samkvæmt heimildum
Mbl. í tvennt í sjónarmiðum sínum,
hið sama er að segja um sjálfstæðis-
flokksþingmenn. Innan Framsókn-
arflokksins er Mbl. kunnugt um
þingmenn sem eru mjög andvígir
fari fram sem horfi, verði einnig
mjög mikill halli á viðskiptajöfn-
uði á þessu ári, og skuldastaðan
við útlönd muni komast á enn
hættulegra stig.
Þá segir, að mikilvægt sé, að
ganga sem fyrst frá lánsfjáráætl-
un fyrir árið 1983, þar sem stefnt
sé að um þriðjungs lækkun á er-
lendum lántökum frá því, sem var
á síðastliðnu ári, sem samsvarar
að erlendar lántökur verði um
3500 milljónir króna á núgildandi
gengi.
Að síðustu kemur fram í yfirlit-
inu, að skuldasöfnun íslendinga
gagnvart umheiminum sé nú orðin
svo mikil, að háskalegt sé að halda
lengra áfram á þeirri braut.
TVEIR lögfræðingar, báðir 35 ára
gamlir, voru úrskurðaðir í gæzlu-
varðhald í gærkvöldi grunaðir um
all umfangsmikil auðgunar- og fjár-
málabrot. Annar maðurinn er hér-
aðsdómari við bæjarfógetaembætti
en hinn rekur eigin lögfræðistofu.
Rannsóknarlögregla ríkisins fer
með málið og stjórnar llallvarður
Einvarðsson rannsóknarlögreglu-
mótmælunum, hvort sem þau koma
frá ríkisstjórn eða Alþingi. Bandalag
jafnaðarmanna hefur ályktað gegn
því að hvalveiðibanninu veröi mót-
mælt.
Utanríkismálanefnd hefur fund-
að stíft síðustu daga og urðu
snarpar umræður í sameinuðu
þingi í gær, þar sem sjávarút-
vegsráðherra upplýsti að hann
hefði fengið frest til miðnættis í
nótt til að skila mótmælum og
myndi hann þá senda þau hafrétt-
arráðinu, ef Alþingi tæki ekki aðra
afstöðu. I umræðum manna á með-
al á göngum þingsins í gær kom
fram, að mjög óljóst er hver
afdrif málsins verða, ef umrædd
þingsályktunartillaga kemur til
atkvæðagreiðslu. Margir höfðu á
orði, að nægilegt væri að ríkis-
stjóri rannsókninni.
Rannsóknin beinist að ætluðum
fjárdrætti, skjalafalsi, tékkamis-
ferli og okri. Grunur leikur á, að
hin meinta brotastarfsemi, sem
rannsóknin beinist að, hafi staðið
yfir frá fyrri hluta árs 1982. Við
húsleit fundust veigamikil gögn.
Kæra barst á lögfræðingana
tvo fyrir nokkrum dögum. Maður,
stjórnin mótmælti, afskipti Al-
þingis gætu aðeins orðið til þess að
gera málstað okkar verri út á við, á
hvorn veginn sem atkvæðagreiðsl-
an færi. Einn viðmælandi Mbl. úr
þingliðinu sagði, að auðvitað hefði
verið æskilegast að hætta umfjöil-
un málsins á Alþingi, en úr því
sem komið væri virtist ekki hægt
að stöðva framgang þess. Mikil
umræða ætti sér stað í þjóðfélag-
inu og einnig hefðu fréttir af um-
ræðunum á Alþingi borist um-
heiminum.
Mikiil taugatitringur var meðal
alþýðubandalagsmanna í gær
vegna ríkisstjórnarsamþykktar-
innar og virtust þingmenn þeirra
vera búnir undir að flytja
langar ræður um málið, þegar um-
ræðum var frestað í gærkvöldi. í
sem kvaðst hafa átt viðskipti við
lögfræðingana, taldi sig hlunnfar-
inn og kærði þá fyrir okur. Rann-
sókn málsins hófst þegar. Tveir
rannsóknarlögreglumenn frá
RLR voru sendir með leiguflugi á
sunnudaginn til kaupstaðar á
Norðurlandi. Þar var annar lög-
fræðingurinn yfirheyrður og að
því búnu fluttur til Reykjavíkur.
dag kemur utanríkismálanefnd til
fundar á ný kl. 11 árdegis. Fyrir-
hugað er að sameinað þing komi
saman kl. 13 til áframhaldandi um-
fjöllunar og að þingflokksfundir
verði frá kl. 16-18. í gærkvöldi var
þó reiknað með að hvalveiðimálið
yrði ekki tekið fyrir strax kl. 13,
svo tími gæfist til að ræða niður-
stöður nefndarinnar meðal þing-
manna. Þá var reiknað með, fyrri
hluta dags i gær, að umræðum um
bráðabirgðalögin yrði framhaldið
síðari hluta dags í dag og jafnvel
áfram í kvöld. Eins og staða mála
var í gærkvöldi þótti sýnt, að
bráðabirgðalögin yrðu lögð til hlið-
ar þennan daginn, þau yrðu vænt-
anlega vandamál morgundagsins.
Sjá umræður á Alþingi
á þingsíðu.
Séra Þórarinn Þór prófastur á
Patreksfirði kastar rekunum við
útför og minningarguösþjónustu
þeirra fjögurra sem létu lífið í
snjóflóðunum á Patreksfirði 22.
jan. sl. Athöfnin fór fram í Félags-
heimilinu á Patreksfirði í gær.
Ljósmynd Mbl. Kristján
Hinn var handtekinn í Reykjavík.
Lögfræðingarnir voru úrskurð-
aðir í gæzluvarðhald í sakadómi
Reykjavíkur í gærkvöldi að kröfu
RLR, annar til 9. febrúar, hinn til
16. febrúar. Þeir sitja í Síðumúla-
fangelsi.
Guðmundur G.
Þórarinsson:
Hjörleifur kost-
ar milljón doll-
ara á mánuði
Guðmundur G. Þórarinsson,
þingmaður Framsóknarflokks,
hélt því fram í utandagskrárum-
ræðu um verðlagningu Lands-
virkjunar á raforku í sameinuðu
þingi í gær, að þvergirðingshátt-
ur og stífni Hjörleifs Guttorms-
sonar, iðnaðarráöherra, kostaði
íslcndinga milljón dali á mánuði,
en vinnulag og rangar áherzlur
ráðherra í samningaviðræðum
við Alusuisse væru meginorsök
þess að orkuverð til álversins
væri enn svo lágt sem raun bæri
vitni um.
Þessi ummæli vóru viðhöfð í
umræðu um verðlagningu
Landsvirkjunar á raforku, en
Ólafur Þ. Þórðarson (F) sagði
heildsöluverð Landsvirkjunar
hafa hækkað um 800% á
þriggja ára valdaferli núver-
andi orkuráðherra.
Sjá nánar í frétt á þingsíöu
Morgunblaðsins í dag.
Mjög skiptar skoðanir um
hvalveiðimálið á Alþingi