Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. F'EBRÚAR 1983 13 29555 — 29558 Skoðum og verömetum eignir samdægurs. 2ja herb. íbúðir BOOAGRANDI, 2ja herb. 54 fm íbúö á 2. hæð. Verö 880 þús. KÓNGSBAKKI, 2ja herb. 67 fm íbúö á 2. hæö. Sér þvottahús í íbúðinni. Verö 830 þús. GAUKSHÓLAR, 2ja herb. 64 fm ibúð á 3. hæð. Bílskúr. Verö 920 þús. 3ja herb. íbúðir LAUGARNESVEGUR, 3ja herb. 94 fm íbúö á 4. hæö. Verð 920 þús. K APLASK JÓLSVEGUR, 3ja herb. 90 fm íbúð á 1. hæö. Verö 920 þús. HAGAMELUR, 3ja herb. 90 fm íbúö á 2. hæö. Verð 950 þús. BUGÐULÆKUR, 3ja herb. 80 fm á jarðhæð. Sér inngangur. Verö 1 millj. 4ra herb. íbúðir LAUGARNESVEGUR, 120 fm íbúð á 4. hæð, sem er hæö og ris. Verö 1200 þús. MEISTARAVELLIR, 4ra herb. 117 fm íbúö á 4. hæö. Hugsan- legt aö taka 2ja herb. íbúö uppí kaupverö. HVERFISGATA, 4ra herb. 80 fm íbúö á 1. hæö. Verð 890 þús. HRAUNBÆR, 4ra herb. 110 fm íbúð á 3. hæö. Verð 1200 þús. FAGRABREKKA, 4ra—5 herb. 120 fm íbúð á 2. hæö. KÓNGSBAKKI, 4ra herb. 110 fm íbúð á 3. hæö. Sór þvotta- hús í íbúðinni. Verö 1250 þús. KJARRHÓLMI, 4ra—5 herb. 120 fm íbúð á 2. hæð. Sér þvottahús í íbúöinni. Verö 1250 þús. AUSTURBRÚN, 5 herb. 140 fm íbúö á 2. hæð. Sér inngangur. Svalir í suður og vestur. Bílskúr. Verö 1800 þús. MIÐVANGUR — RAÐHÚS, sem skiptist í 4 svefnherbergi, stofu og borðstofu, eldhús og wc. 45 fm bilskúr. Hugsanleg maka- skipti á 4ra herb. íbúö í Norður- bæ. Verö 2,3 millj. LITLAHLÍO — EINBÝLI, 60 fm hús sem skiptist í 2 svefnherb. og stofu. Bílskúr. Verð 800 þús. ESJUGRUND KJALARNESI. Vorum að fá til sölumeðferöar einbýlishús á byggingarstigi sem er 2x130 fm. Búið að steypa kjallara. Hugsanleg makaskipti á 2ja—3ja herb. íbúö á Reykjavíkursvæðinu. Milligjöf staögreidd. DALATANGI MOSFELLSSV. Vorum aö fá til sölumeðferðar 150 fm raöhús á byggingarstigi sem er tilbúið undir tréverk á 2 hæöum. Hugsanlegt aö taka 4ra herb. íbúð á Reykjavíkur- svæöinu upp í kaupverð. Eignanaust Þorvaldur Lúóvíksson hrl., Skipholti 5, símar 29555 og 29558. *» MARKAÐSÞJ0NUSTAN « ^ ^ olrlol/inn CÍIiiaaI ^ ^ Kaldakinn 2ja herb. ca. 50 fm ágæt kjallaraíbúö. Ósamþykkt. Verö 500 þús. Bjarnarstígur Ný íbúö í eldra húsi. Ca. 55 fm, 2ja herb. Allt nýtt i íbúöinni, hiti, rafm., baö og eldhús. Verö 750 þús. Frostaskjól 3ja herb. ca. 85 fm nýleg ibúö á jarö- hæö i tvibyli. Verö 980 þús. Vitastígur Hf. 3ja herb. góö risibúö i steinhúsi. Flisa- lagt baö. Rúmgott eldhús. Verö 850 þús. Kaldakinn Hf. 2ja—3ja herb. ca. 80 fm góö íbúö í kjallara. Tvöfalt verksmiöjugler Ný teppi. Verö 800 þús. Melabraut 3ja herb. 80—85 fm rúmgóö íbúö á jaröhæö í þribýli. Ibúöin þarfnast standsetningar. Verö 790 þús. Ölduslóð Hf. 3ja herb. ibúö á jaröhæö i 3.býli. Litur mjög vel út. Bilskúrsréttur. Verö 930 þús. Efstasund 4ra herb. ca. 85 fm skemmtileg og mik- iö endurbætt risibuö í þríbýli. Verö 950 þús. Kóngsbakki 4ra herb. ca. 110 fm góö ibúö á 1. hæö. Þvottaherb. innaf eldhúsi. Verö 1250 þús. Leifsgata 4ra til 5 herb. ágæt ibúö á 2. hæö. Aöeins ein íbúö á hæöinni. Laus 1. mars. Verö 1200 þús. Blikahólar 4ra herb. ca. 117 fm mjög vönduö íbúö á 1. hæö í lyftublokk. Sjónvarpshol. Þvottur á hæöinni. Verö 1250 þús. Kaplaskjólsvegur 4ra herb. ca. 100 fm falleg endaibuö á 1. hæö. Nýstandsett sameign. Verö 1250 þús. Njálsgata 3ja herb. ca 85 fm miöhæö i járnv. timburhúsi. Tvö ibúöarherb. i kjallara fylgja. Verö 980 þús. Fífusel 4ra herb. ca. 117 fm nýleg íbúö á 1. hæö. Nýtt fallegt eldhús. Verö 1300 þús. Hólmgarður 4ra herb. mjög góö íbúö á efri hæö í tvibyli ásamt tveimur herb. i risi. Verö 1300 þús. Leifsgata 5 herb. ca. 130 fm hæö og ris. Bílskúr fylgir. Verö 1500 þús. Bárugata — Aðalhæö 5 herb. ca. 115 fm íbúö á 1. hæö i fjórbýlissteinhúsi. Góöur bílskúr fylgir. Verö 1550—1600 þús. Njörvasund 4ra herb. ca. 110 fm neöri sérhæö í tvíbýli. Góöur bílskúr fylgir. Verö 1500 þús. Skipasund 4ra herb. ca. 90 fm á 1. hæö i tvibýli. Mikiö endurnýjuö. Verö 1050 þús. Hellisgata Hf. 6 herb. ca. 160 fm mjög góö ibúö á 2 hæöum í tvibýli. Eignin er mikiö endur- nýjuö. Bilskúrsréttur. Möguleiki aö taka minni eign upp í kaupverö. Verö 1650 þús. Timbureinbýli — Hf. Kjallari, hæö og ris, allt mikiö endurnýj- aö. Verö 1450 þús. Vesturgata Járnklætt timburhús, alls um 120 fm, á 2 hæöum og meö 2 íbúöum. Verö 1150 þús. Granaskjól — Einbýli Ca. 230 fm á tveimur hæöum auk 70 fm í kjallara, innbyggöur bilskúr. Húsiö er glerjaö meö þaki og pússaö aö utan. Alveg oklaraö aö innan. Verölaunaeikn- ing. Skipti á fullgeröri eign koma til greina. Bollagarðar Stórglæsilegt raöhús, alls um 260 fm. m/innb. bilskúr. Sauna. Tveir arnar. Vandaöar innréttingar. Ymis eignaskipti möguleg. Ver- 3—3,5 millj. , Akranes 4ra herb. ca. 100 fm mjög góö efri haaö i tvibýli. Sér inngangur. Laus 1. júní. Verö 700 þús. ♦ JÓskum eftir öllum stærðum eignat t X íá söluskrá. ^3 5 Áskriftarsímim er 83033 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir DOUGLAS GRANT MINE Breskur hermadur rekur argentínskan fanga á undan sér. Táknræn mynd fyrir uppgjöf Argentínumanna. Tundurspillirinn Sheffield, sem Argentínumenn sökktu viö Falklandseyjar. Argentínski flugherinn betur í stakk búinn en nokkru sinni Embættismenn segja sagnir um fyrir- hugaöa árás á Falklandseyjar firru eina EF MARKA má ummæli þcirra, sem gerst til þckkja, er flugher Argentínumanna betur í stakk búinn nú en hann var þegar Falklands- eyjadeilan braust út í fyrra. l»eir hinir sömu tclja ekki neinum vafa undirorpió, aó flugherinn gæti gert breska herliöinu í Suóurhöfum Ijóta skráveifu ef til átaka kæmi. I»ótt þessi möguleiki sé vissulega fyrir hendi eru þeir fáir, sem telja nokkrar líkur á því, aó Argentínumenn vogi sér að reita Breta til reiöi á þessum sióóum á ný. Argentínska fréttastofan Noticias Argentinas hafði fyrir skömmu eftir háttsettum embættismanni, að sérhver til- raun Argentínumanna til árásar gegn breska setuliðinu á Falk- landseyjum væri hreinasta „brjálæði". „Það væri vitfirring af Argentínumönnum að ætla sér eitthvað slíkt," lét embættis- maðurinn hafa eftir sér. Tilefni þess, að fréttastofan sá ástæðu til að leita álits hans var það, að leitt var getum að því í fréttaskýringu bandarískrar sjónvarpsstöðvar, að Argentínu- menn hygðust ráðast til atlögu á Falklandseyjum á ný. Argentínski herinn réðst til uppgöngu á Falklandseyjum í aprílbyrjun í fyrra. Argentínu- menn hafa gert tilkall til eyj- anna allt frá þeim tíma er bresk- ir hermenn hröktu argentínska ábúendur þaðan árið 1833 og stofnuðu þar nýlendu. Bretar komu nýlendustjórn á á nýjan leik í kjölfar stríðsins, sem braust út og skildi eftir sig lík 712 argentínskra hermanna og 255 breskra. Fjögur þúsund manna breskt setulið dvelur nú á eyjunum, en íbúar þeirra eru ekki nema um 1800 talsins. Bandaríska leyniþjón ustan í spilinu Frétt CBS-sjónvarpsstöðvar- innar þess efnis, að Argentínu- menn undirbyggju nú aðra árás á Falklandseyjar, var byggð á heimildum innan bandarísku leyniþjónustunnar. Yfirmenn hennar bera því á hinn bóginn við, að ekki sé um það að ræða, að þessar heimildir séu frá þeim komnar og benda á bresku leyni- þjónustuna. Sendiherra eins Suður-Amer- íkuríkis hjá Sameinuðu þjóðun- um sagði í samtali við AP- fréttastofuna, að útilokað væri að Argentínumenn hefðu í hyggju að ráðast gegn Bretum öðru sinni á innan við ári. „Argentínumenn hafa nú örugg- an og algeran stuðning allrar Suður-Ameríku. Þeir unnu mjög diplómatískan sigur í atkvæða- greiðslu innan allsherjarþings SÞ og færu tæpast að varpa ölíu fyrir róða nú með slíku og því- umlíku athæfi.“ Allsherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða í nóvember síðastliðnum, að endurskoða samningaviðræð- ur um landsyfirráð. Bretar hafa borið því við, að of snemmt sé að setjast að samningaborði um þessi málefni. DYN-fréttastofan í Argen- tínu, sem rekin er af einkaaðil- um líkt og Noticias Argentinas, hafði fyrir skemmstu eftir manni, sem sagður var „hátt- settur innan hersins", að Bretar hefðu „lekið upplýsingum“ til CBS-fréttastofunnar til þess eins að verja þær aðgerðir sínar fyrir umheiminum að halda úti rándýru setuliði í tæplega 13.000 km fjarlægð frá heimalandinu. Nýjar flugvélar Herforingjastjórnin hefur stöðugt fengið sendingar full- komins herbúnaðar frá því í september. Meginhluti þeirra sendinga er þó liður í gerðum samningum frá því fyrir Falk- landseyjastríðið. Flugherinn við- urkenndi opinberlega á heima- slóðum að hafa misst 35 af 130 þotum sínum. Bretar segjast á hinn bóginn hafa skotið niður eða eyðilagt á jörðu niðri um 80 vélar. Hvað, sem rétt kann að vera í þessu máli, benda upplýsingar bandarísku leyniþjónustunnar til þess, að Argentínumenn ráði nú yfir 94 orrustuþotum og sprengjuflugvélum. Þótt flug- herinn eigi nú færri vélar en í apríl eru nýju vélarnar flestar miklu fullkomnari en fyrirrenn- arar þeirra. Má þar nefna franskar vélar af gerðinni Super Etendard og Mirage. Ennfremur hafa þeir fengið vélar frá ísrael- um af gerðinni Dagger, en þær eru þeirra útgáfa af Mirage III- þotum Frakka. Fimm vélar af gerðinni Etend- ard, búnar Exocet-eldflaugum, reyndust Argentínumönnum haldbestar og Bretum skeinu- hættastar í stríðinu á milli þjóð- anna í fyrra. Vélar af þessari gerð grönduðu bæði tundurspill- inum Sheffield og flutningaskip- inu Atlantic Conveyor. Fregnir hafa borist af þvi, að sex Etendard-þotur hafi borist til Argentínu að undanförnu og auk þeirra ótilgreindur fjöldi Exocet-eldflauga. Frakkar eiga eftir að afhenda þrjár Etend- ard-þotur samkvæmt samningi, sem undirritaður var áður en deilda Argentínumanna og Breta braust út. Þá hermdu dagblöð í Argentínu fyrir skemmstu, að ýmis annar franskur varningur, þ.á m. her- vagnar og varahlutir, hefði kom- ið með Jumbo-þotu frá Frakk- landi. Heimildir herma einnig, að Argentínumenn hafi eignast 10 orrustuþotur af gerðinni Mirage V og 22 af gerðinni Dagger frá því stríðinu lauk. Uppistaða vélakosts argentínska flughers- ins var áður bandarískar vélar af gerðinni Skyhawk A-4. Þegar til kom reyndust þær hvergi standast Harrier-þotum Breta snúning. llppbygging flotans Floti Argentínumanna fólst áður helst í hugtakinu einu sam- an. Reyndist hann vita gagns- laus þegar á reyndi í stríðinu. í hóp þeirra þriggja kafbáta, sem herstjórnin átti, bætast á næstu mánuðum fjórir TR-1700-kaf- bátar, smíðaðir í V-Þýskalandi. í kjölfar þeirra fylgja svo tveir minni kafbátar af gerðinni TR- 1400. Þá eru V-Þjóðverjar að smíða fjórar freigátur af gerð- inni Meko-360 fyrir Argentínu- menn. Heimildir innan Argentínu herma, að stjórnvöld þar í landi vonist til að geta samið við aust- urríska fyrirtækið Steur-Daiml- er-Puck um smíði á 57 skrið- drekum af Curaisser-gerð. F.vrirhuguð undirritun þessa samnings hefur vakið megna andúð vinstrisinna í Austurríki og því tafist. Á meðan öllu þessu fer fram upplifir hinn almenni þegn í Argentínu verstu kreppu þessar- ar aldar. Þrátt fyrir þá stað- reynd hafa þingmenn úr röðum almennings varla andmælt gíf- urlegum fjáraustri til hernaðar svo nokkru nemi. (Hi'imild Al*. þvÁ. • SSv.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.