Morgunblaðið - 10.02.1983, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
Endurmenntun á háskólastigi
HÁSKÓLI ísiands, Bandalag há-
sknlamanna, Tækniskóli íslands,
Tsknifræðingarélag Islands, Verk-
fræðingafélag íslands og Hið ís-
lenska kennarafélag hafa gert með
sér samning um endurmenntun.
Munu þessir aðilar gangast
fyrir námskeiðum á háskólastigi í
þágu þeirra sem kynnast vilja nýj-
ungum eða rifja upp námsefni.
Ráðinn verður starfsmaður sem
heyrir undir háskólarektor og skal
starfsmaðurinn annast samræm-
ingu og undirbúning námskeiða
o.fl.
Er vonast til að með þessu móti
sé stuðlað að því að miðla nýrri
þekkingu jafnóðum til þeirra sem
fylgjast vilja með örum framför-
um í síbreytilegum heimi.
Endurmenntunarsamningurinn
gildir til eins árs og verður endur-
skoðaður um næstu áramót í ljósi
fenginnar reynslu.
Bætt fjarskipti — mikilvægt
framlag til þróunarmála
Símafjöldi í veröldinni hefur
meira en tífaldast á fáeinum ára-
tugum. Símum hefur fjölgað úr 40
millj. í 550 milljónir. En þrír af
hverjum fjórum þessara síma eru
í 8 auðugum löndum. í Afríku
verður fólk sums staðar að fara
fótgangandi heila dagleið til að
komast í síma. Meðal annars af
þessum ástæðum, hafa Sameinuðu
þjóðirnar lýst árið 1983 alþjóðlegt
fjarskiptaár. Bætt fjarskipti geta
haft veruleg áhrif á efnahagslega
og félagslega þróun.
Fjarskiptin eru lífæð nútíma-
þjóðfélags. Það er ekki erfitt að
ímynda sér hvað myndi gerast ef
öll fjarskipti um víða veröld rofn-
uðu skyndilega og póstþjónusta
legðist niður, sími og telex væru
ekki lengur til staðar og útvarp og
sjónvarp þögnuðu.
Dagblöðin myndu halda áfram
að koma út og flytja gamlar frétt-
ir. Skip myndu stöðvast, flugvélar
fengju ekki flugtaksheimils. Þetta
myndi koma hart niður á verslun
og viðskiptum og opinber rekstur
myndi lenda í erfiðleikum. Fólk
myndi einangrast. Með öðrum orð-
um, öll efnahagsleg, félagsleg,
menningarleg og stjórnmálaleg
samskipti myndu tímabundið líða
undir lok.
Ekki forgangsverkefni
Þrátt fyrir þá gífurlegu þýð-
ingu, sem fjarskiptin hafa, þá hfur
það verið svo í fjölmörgum lönd-
um, að þau hafa ekki verið flokkuð
sem forgangsverkefni.
Uppbygging fjarskiptakerfisins
hefur átt sér stað skipulagslítið.
Ein af orsökum þess er gífurlegt
framboð af alls konar þróuðum
tæknivörum, sem gera val í þess-
um efnum erfitt.
Flestöll fátæk ríki áttu upphaf-
lega við margvísleg sameiginleg
vandamál að etja. Á fullveldisdeg-
inum voru hvorki fyrir hendi
stofnanir, verkfræðingar né
tæknimenn, sem gátu skipulagt,
stækkað eða viðhaldið þeim fjar-
skiptabúnaði sem þegar var fyrir
hendi. Nauðsyn krafði að ná
árangri strax, en til þess skorti
fjármagn.
Þegar allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna tók ákvörðun um að
helga árið 1983 fjarskiptum, og
gerði alþjóðafjarskiptasamband-
inu (ITU) að hafa með höndum
samræmingu aðgerða á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna og sérstofn-
ana þeirra, var lögð sérstök
Alþjóða fjar-
skiptaárið 1983
áherzla á grundvallarþýðingu
fjarskiptanna fyrir þjóðfélags-
þróunina.
Markmikið átti að vera, að efla
áhuga í einstökum löndum, á því
að láta fram fara ítarlega athugun
á stöðu fjarskiptamála og hraða
uppbyggingu allra þátta fjar-
skiptakerfisins og þeirra for-
sendna, sem nauðsynlegar eru til
þess að unnt sé að reka símkerfi,
telexkerfi, þráðlaust fjarskipta-
kerfi, upplýsingaflutning, útvarp,
sjónvarp og fleira.
Mikilvægurstu verkin, sem
vinna þarf á fjarskiptaárinu, þarf
að vinna í einstökum iöndum. Eins
og ævinlega, þegar um er að ræða
störf að framfaramálum, þá eru
það ríkin sjálf og fólkið sem í þeim
býr, sem verða að bera þyngstu
byrðarnar.
Tilraunaverkefni
En það táknar ekkí að hjálp og
aðstoð annars staðar frá skipti
ekki máli. Einstök ríki og alþjóða-
stofnanir, geta hér lagt mikilvæg-
an skerf af mörkum, bæði með því
að reiða fram fjármagn og ekki
síður með því að miðla verkkunn-
áttu og tækniþekkingu.
Ekki aðeins alþjóðafjarskipta-
sambandið, heldur einnig fleiri
sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna,
munu leggja sitt af mörkum til
fjarskiptaársins 1983. Efnahags-
nefndin, sem fjallar um málefni
Afríku (ECA), rannsakar hvernig
hægt er að auka og gera áhrifarík-
ari sérstakar útsendingar útvarps
til sveitahéraða, sem ýmis þróun-
arlönd hafa þegar byrjað. Þannig
er unnið að hönnun ódýrra tækja,
sem, sé þessi nokkur kostur, skal
framleiða í Afríku.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
in (WHO) er að vinna að verkefn-
um sem ætlað er að ná til mikils
fjölda manna, — einnig þeirra,
sem ekki kunna að lesa, með upp-
lýsingar um ýmiskonar hollustu-
hætti, næringarríkan mat o.s.frv.
Annað tilraunaverkefni á veg-
um Sameinuðu þjóðanna, beinist
sérstaklega að því, að reyna að
koma í veg fyrir óhöpp og slys af
völdum náttúruhamfara og skipu-
leggja hjálparstarf.
Fjarskiptaárið er eiginlega liður
í annarri starfsemi á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, þ.e.a.s. áratug,
sem helgaður er flutningum og
fjarskiptum í Afríku, það er ára-
tugurinn frá 1977 til 1988. Eins og
nafnið gefur til kynna, hefur þetta
verkefni víðtækara markmið því
það nær einnig til flutninga og
flutningatækni, vega, járnbrauta
og hafna, svo nokkuð sé nefnt.
Sérstaklega er athyglinni beint að
þeim vandamálum, sem vöruflutn-
ingar á sjó eru fyrir 13 landlukt
ríki.
Viðræður
Að því er Afríku varðar, þá hfur
verið greint frá ýmsum framför-
um á sviði fjarskipta. Lengi hefur
það verið svo, að milli ýmissa Afr-
íkulanda hefur ekki verið beint
símasamband. Til að ná sambandi
milli einstakra landa í Afríku,
hefur oft þurft að hringja fyrst til
Evrópu. Nýtt símakerfi, sem tekur
til allrar Áfríku, er nú í þann veg-
inn að breyta þessu. í fyrsta skipti
er nú t.d. hægt að hringja frá
Gambíu til Fílabeinsstrandarinn-
ar án þess að símtalið þurfi að
fara um London og París. Áður en
langt um líður munu öll Afríku-
ríki njóta beins símasambands án
milligöngu Evrópuríkja. En ennþá
skortir mjög á að fjarskipti í Afr-
íku séu í viðunandi horfi. Þar eru
aðeins fjórar milljónir símtækja,
það eru færri en tvö símtæki á
hundrað íbúa, en í mörgum iðn-
væddum, auðugum ríkjum eru 70
símar á hverja hundrað íbúa.
Og svo fylgir heldur ekki sög-
unni, hve margir af þessum fjór-
um milljónum síma séu raunveru-
lega í lagi. Alveg jafn auðvelt og
það er að ímynda sér, hvað mundi
gerast ef öll fjarskipti rofnuðu, er
að hugsa sér hversu gífurlega
mikilvægt það er, að hafa virkt
fjarskiptakerfi í öllum löndum.
Skipti á vörum, hugmyndum og
þekkingu, bæði í hverju ríki og
milli ríkja, mundu aukast mjög
verulega. Á því er ékki nokkur
minnsti vafi.
(Birgir Halldén,
Upplýsingaskrifstofu
Sam. þjóðanna,
Kaupmannahöfn.)
Gjermundur, Britt og Elísabet dóttir þeirra.
Heimsókn
í Hognerud
— eftir Svein
Guðmundsson
Undirritaður er staddur hjá
Gjermund Eikli og konu hans
Britt á bóndabæ þeirra er heitir
Hognerud og er hann í Aurskog í
Noregi.
Þau hjón eru bæði kennarar við
unglingaskólann í Aursmoen, en
það er nýr og mjög fullkominn
skóli fyrir 7., 8. og 9. bekk.
Býli þeirra er allstórt, um 70 km
frá sænsku landamærunum og er í
175 m hæð yfir sjó.
Ég fylgist með vinnu þeirra.
Þau fara á fætur rúmlega 7 og á
níunda tímanum fara þau með El-
ísabet, 3 ára dóttur sína, á dag-
heimili.
Síðan fara þau í skólann, en
hann er í um 4 km fjarlægð frá
heimili þeirra. Britt kennir ensku,
norsku, kristinfræði og mat-
reiðslu, en Gjermund kennir nátt-
úrufræði og smíðar.
Britt er 26 ára og kennir fulla
kennslu, en það eru 24 stundir á
viku og Gjermund, sem er 28 ára,
kennir 18 stundir á viku. Skólinn
starfar í 10 mánuði og er því
sumarleyfið aðeins 2 mánuðir.
Kennaralaun eru um 8 þúsund
krónur norskar á mánuði, en
kennari við barnaskólann verður
Egilsstaðir:
Snjór og ófærð
Kgilsstóðum, 5. febrúar.
EINS og fram hefur komið í fréttum hefur veturinn verið fádæma snjóléttur
hér á Egilsstöðum til þessa. Hins vegar snjóaði allnokkuð í nótt og dró í
skafla — svo að götur voru ófærar bílum í morgun.
Strax og létti til um hádegi voru götur ruddar og bifreiðaeigendur hófu að
moka bifreiðir sínar út. Má heita að götur hér hafl ekki áður orðið ófærar í
vetur sökum snjókomu.
Yngri kynslóðin tók þessari
ágjöf með miklum fagnaðarlátum
og þusti út eftir hádegi til leikja í
snjósköflunum — og tóku þá iðju
jafnvel fram yfir skemmtun sem
haldin var í grunnskólanum.
Sá veðurhamur, sem gengið hef-
ur yfir landið að undanförnu, hef-
ur nær alveg farið framhjá Eg-
ilsstöðum — nema hvað afleið-
ingar veðurhamsins hafa náð
hingað hvað varðar flugsam-
göngur við Reykjavík. Lætur
nærri að flug til Reykjavíkur hafi
fallið niður fjórða hvern dag að
jafnaði, allt frá áramótum, vegna
óveðurs yfir landinu eða á suð-
vesturhorninu, t.d. var ekkert
flogið hingað frá Reykjavík í gær
og tvísýnt er með flug í dag. Hins
vegar hefur áætlunarflug Flugfé-
lags Austurlands haldist mun bet-
ur í horfinu.
Færð mun vera allgóð á Héraði,
a.m.k. munu Eiðamenn ekki láta
þetta hret hafa áhrif á sig og
halda ótrauðir sitt þorrablót í
kvöld. — Ólafur.