Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 1

Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 1
80 SÍÐUR 54. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 Prentsmiöja Morgunblaðsins Mikilli kjörsókn spáð í V-Þýzkalandi Frá Val Ingimundarsyni, fréttaritara MorgunblaAsins í Bonn, 5. mars. V-ÞJÓÐVERJAR ganga að kjörborðinu á morgun. Þrettán flokkar bjóða fram, en aöeins fimm eiga möguleika á tilskildum 5% atkvæða: kristilegir demókratar (CDU-CSU), sósíaldemókratar (SPD), frjálsir demókratar (FDP) og Græningjar. Yamani bjartsýnn á að sam- komulag náist Lundúnum, 5. mars. Al\ SÉRFRÆÐINGAR í olíumálefnum ræða ágreiningsatriði varðandi olíu- framleiðslukvóta og olíuverð fyrir luktum dyrum í dag og á morgun, meöan breskir öryggisverðir undir- búa formlega OPEC-ráðstefnu sem hefst á mánudag. Allir þrettán olíu- ráðherrar OPEC-ríkjanna munu væntanlega sækja ráðstefnuna. Ahmed Zaki Yamani, olíuráð- herra Saudi-Arabíu, sagði í gær- kvöldi að hann væri bjartsýnn á samkomulag um olíuverð og fram- leiðslukvóta tækist með ríkjunum og þannig tækist að koma í veg fyrir verðstríð milli olíufram- leiðsluríkja. „Svo virðist sem við höfum nokkra valkosti... Ég held að við komumst að samkomulagi," sagði Yamani, en hann hefur ásamt sjö öðrum olíuráðherrum fundað um málefni OPEC-ríkjanna á undan- förnum dögum í Lundúnum. Þessir átta ráðherrar sem hafa fundað að undanförnu buðu fimm ráðherrum þeirra aðildarríkja sem ekki sendu fulltrúa á þann fund að koma til ráðstefnunnar á mánudag til að reyna að ná lokasamkomu- lagi. Ekki hefur verið gefið upp hverj- ir sitja í sérfræðingaráði því sem nú þingar yfir helgina eða um hvað er rætt nákvæmlega. Blaðið „Fin- ancial Times" segir í frétt í dag að „nokkrir alvarlegir erfiðleikar“ séu í veginum varðandi niðurskurð á olíuframleiðslu. Ekki hefur fengist nein opinber staðfesting á því að olíuráðherr- arnir fimm komi til viðræðnanna á mánudag, en haft er eftir áreiðan- legum heimildum að svo verði. Ástralía: Gengið að kjörborði Sydney, 5. mars. Al\ NÍU MILUÓNIR Ástralíubúa ganga að kjörborði í dag, en þetta er í sjötta skipti sem þingkosningar fara þar fram á tíu árum. Skoðanakann- anir spá Verkamannaflokknum miklum sigri. Þær skoðanakannanir, sem gerð- ar hafa verið undanfarna viku, spá því allar aö Verkamannaflokkurinn fái tíu til ellefu prósent meira fylgi en stjórn frjálslynda flokksins undir forystu Malcolm Fraser. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Bob Hawke, sem er 53 ára gamall, hefur aðeins verið í forsæti flokks- ins frá 3. febrúar, en þann dag boðaði Fraser til kosninganna. Hann var áður forseti ástralska verkalýðssambandsins. Kosningaveður var hið besta í Ástralíu í dag og vænst var meiri þátttöku í kosningunum nú en áð- ur. Öllum er gert skylt að kjósa að viðlagðri tíu dollara refsingu fyrir að skila ekki atkvæði sínu í kjör- kassann. Á kjörskrá eru 43,4 milljónir, sem kjósa 397 þingmenn, þar af 248 kosnir í einmenningskjör- dæmum, en 249 hlutbundinni kosningu. Kjósendur hafa sýnt kosningabaráttunni mikinn áhuga og búizt er við metkjörsókn. Kohl kanslari og Vogel kanslaraefni segjast báðir sigurvissir. Þó spá flestir kristilegum demókrötum sigri, en það getur þó ráðist af því hvort frjálsir demókratar komast að. komist á þing. Þeir segjast munu veita minnihlutastjórn sósíal- demókrata brautargengi með viss- um skilyrðum, en sósíaldemókrat- ar segjast ekki hafa áhuga, en vilja þó ekki útiloka þennan kost. í fylkiskosningum i Hessen og Hamborg fengu þeir yfir 5% at- kvæða. FDP stendur verr að vígi nú en þegar flokkurinn sleit stjórnar- samvinnunni við sósíaldemókrata. Margir kjósendur hafa snúið baki við flokknum og FDP hefur fengið slæma útreið í fylkiskosningum eftir stjórnarskiptin. Græningjar hafa verið skot- spónn kristilegra og frjálsra demókrata og sakaðir um ábyrgð- arleysi. Frans Josef Strauss sagði í fyrradag að væri Græningjum gefið tækfæri til að hafa áhrif á stjórnarstefnuna hefði það hættu í för með sér fyrir alla Evrópu. Eins og stendur er Kohl sigur- stranglegri en Vogel, en skv. skoð- anakönnun eftir síðustu sjón- varpsumræður töldu 49% Vogel standa sig best, en aðeins 25% Kohl. Mikil kosningaþátttaka hef- ur oftast komið sósíaldemókrötum betur en kristilegu flokkunum Bæði Kohl og Vogel hafa mikla í dag reynslu: Kohl hefur verið formað- ur CDU um langt skeið og Vogel hefur verið ráðherra og borgar- stjóri í Múnchen í 11 ár. Reynsla Kohls er þó e.t.v aðeins meiri. Vogel þurfti hins vegar að fylla skarð Helmut Schmidt og taka við forystuhlutverki sósíaldemókrata við erfiðar aðstæður. Málefni skipa þó líklega veg- legri sess en frambjóðendur. Fimm mál hefur borið hæst í kosningabaráttunni: atvinnuleysi, skuldir ríkissjóðs, afvopnunar-, húsnæðis- og skattamál. Fullyrt hefur verið að þetta séu mikilvæg- ustu kosningar í V-Þýskalandi um árabil. Útlit er fyrir að Græningjar Súrrigning á undanhaldi sökum hægari hagvaxtar Strashure, 5. mars. Al\ Strasburg, 5. mars. Al\ IIÆGUR hagvöxtur í Evrópu hefur m.a. lagt sitt af mörkum til þess að auka jafnvægið í náttúrunni, að því er segir í skýrslu, sem landbúnaðar- nefnd Evrópuráðsins sendi frá sér í vikunni. Lakari efnahagut hefur gert það að verkum, að súrrigning og uppsöfnun úrgangsþungamálms í náttúrunni hefur orðið minni en áð- ur. Minnkandi áhrif af völdum súrrigningar stafa m.a. af því, að verulegur samdráttur hefur orðið í brennslu kola, bensins og olíu á undanförnum árum. Segir í skýrslunni, að nauðsynlegt sé að vera á varðbergi, því með batn- andi efnahag aukist súrrigningin á ný. Á meðal efna í súrrigningunni má nefna brennistein og köfnun- arefni. Þessi efni valda í sam- vinnu við önnur efnasambönd tæringu í byggingum og menga jarðveg þegar þau falla til jarðar með rigningu. í skýrslu nefndarinnar segir, að minnka megi súrrigningu um helming í iðnaðarhéruðum Mið- Evrópu og ennfremur í Banda- ríkjunum. Leggur hún til, að haf- ist verði handa í apríl við undir- búning verndunaraðgerða. Það er helst kostnaðurinn sam- fara því að stemma stigu við þess- um vágesti, sem staðið gæti verndunaraðgerðum fyrir þrifum á þessum erfiðu tímum efnahags í Evrópu. Talið er að kostnaðurinn verði ekki undir 2,2 milljörðum dollara. Þegar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða í Evrópu, en þær ekki gefið nægilega góða raun. Sér í lagi virðist Svíþjóð hafa orðið illa fyrir barðinu á súrrign- ingunni. Talið er að um 14.000 stöðuvötn þar í landi innihaldi „hættulegt magn“ eiturefna og 4.000 til viðbótar hafa verið af- skrifuð, sem líffræðilega dauð. Alls eru um 100.000 stöðuvötn í Svíþjóð. Þá er þess getið í skýrslu nefnd- arinnar, að 80% allra fiskteg- unda, sem veiðast f norskum stöðuvötnum, séu annaðhvort á verulegu undanhaldi eða þegar út- dauð. Er þar kennt um súrrign- ingarskýjum, sem berast til Nor- egs, sér í lagi frá Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.