Morgunblaðið - 06.03.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 06.03.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 23 nýjar goðsagnir, sem hæfa nýjum tíma. Þetta leiddi af sér ýmiss konar viðbrögð, en einkum má sjá tvær stefnur í nýbókmenntum í upphafi aldarinnar. Þær spegla hvor á sína vísu eftirfarandi staðhæfingar: Ef guð er dauður og helgidómarnir ekki annað en hleypidómar, þá er engin tilgangur til, ekkert svar hugsanlegt, tilvist manns er gagns- laus og óréttlætanleg. Skáld á borð við Davíð Stefánsson leituðu lausn- ar og fullnægju í lífsdýrkun og nautnahyggju, þau leituðu ham- ingjunnar í augnablikinu, vildu lifa lífinu hér og nú, lifa sem mest. Þessi áhersla á frjálsri hvöt og hömlulausri upplifun, spratt frem- ur af dauðabeyg en lífsást. Það var ekki lengur hægt að réttlæta lífið og því um að gera að lifa því og gleyma öllu öðru, hvötin átti að réttlæta sjálfa sig. Aðrir höfundar eins og Jóhann Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson, gátu ekki varpað vandanum frá sér með þessu móti, heldur glímdu við hann í ná- vígi. Flóttinn inn í augnablikið, var þeim ófær leið, enda lífsflótti þegar allt kemur til alls. Af því leiðir að verk þeirra erum þrungin feigð og bölmóði, sem ber flest annað ofur- liði.“ Ýmislegt sem skerpti vitund hans fyrir ógæfu lífsins „Gunnar er þannig ekki einn á báti heldur bera verk hans merki um menningarsögulegt ástand og helst verður að skoða verk hans í samhengi við önnur frá þessum tíma. Það var ýmislegt sem beindi Gunnari inn á þessa braut og skerpti vitund hans eða tilfinningu fyrir ógæfu lífsins. Þar var einkum um þrennt að ræða. I fyrsta lagi djúpstæð bernskureynsla með inn- rás dauðans í líf hans, þegar móðir hans lést. 1 öðru lagi frámunalega erfið lífsbarátta hans á leið til skáldskapar í framandi landi og í þriðja lagi vargöld í heimi, upp- lausn hins vestræna samfélags og að lokum styrjöldin. Rætur verka hans eru þannig sálfræðilegs, fé- lagslegs og heimspekilegs eðlis í senn. I þessu sambandi megum við ekki gleyma því, að Gunnar verður vafa- laust fyrir miklum áhrifum af því sem efst var á baugi í evrópskum bókmenntum á þessum tíma. Ámóta tilvistarhugmyndir eru ofarlega í huga margra danskra rit- höfunda um aldamótin og margar hliðstæður má finna þar, við sögu- hetjur Gunnars. Nefna má til dæm- is Lykke-Per í samnefndri sögu Henriks Pontoppidan. Hann er ein- mitt þessi manngerð, örn með þrastarvængi, þ.e.a.s. manngerð sem ekki getur fellt vilja sinn að getu sinni. Þar að auki er víst að Gunnar hefur verið vel heima í verkum Dostojevskys og Tómasar Hardys, en á milli verka hans og þeirra má finna ýmsar hliðstæður, sérlega hvað lífssýn varðar, eins og ég reyni að benda á í bókinni og hef þegar minnst aðeins á.“ Leiðin til baka er ófær — Nú eru einnig aðrar persónur í þessum sögum Gunnars, sem eru heil- steyptar, góðar og illar. Hver er mun- urinn á þeim og ólánsmönnunum? „í þessum sögum sjáum við drög að þeim heilsteypca persónuleika, sem er raunar mannshugsjón Gunnars. Manninum sem getur komið heim og saman vilja og getu, manninum sem getur lifað sig inn í umhverfi sitt, en verið samt um leið hann sjálfur, en það er raunar markmið allrar þroskaleitar í verk- um Gunnars. Þessi manngerð er mjög víkjandi í kreppusögunum og raunar er lýsing hennar helstur galli á þessum skáldsögum. Það má skipta manngerðunum í nokkra flokka, eftir því á hvaða grunni þeirra lífstrú og heilindi skapast. f fyrsta lagi er það barnið og vitund þess um veröldina. í vit- und barnsins er ekkert ósamræmi til. Þarna skjóta eflaust upp kollin- um minningar Gunnars um eigin bernsku, áður en hann missti móð- ur sína. En enginn fullorðinn mað- ur getur orðið barn á nýjan leik, leiðin til baka er ófær og barnið einungis draumsjón, það er ekki raunhæfur möguleiki. í öðru lagi geta heilindi vaxið af virkri og kærleiksríkri trú, sem herst hefur í mótlæti og raunum. Slíkar persón- ur eru vissulega til, en í kreppusög- unum eru þær oftast nær einfeldn- ingar. „Sælir eru einfaldir", þær af- neita staðreyndum og trúa skyn- semi sína í hel. f þriðja lagi skapast heilindin af fórnfúsu starfi og nokkur dæmi eru um slíka „starfs- menn“ eða hvað við eigum að kalla þá. Þetta er fólk sem hefur nánast vaxið saman við sitt nánasta um- hverfi, fólk sem gleymir sjálfu sér í verkahring daglega lífsins. Þessir heilsteyptu menn búa yfir innra jafnvægi og eiga möguleika á ham- ingju. En þeirra leið er einfaldlega ekki fær nútímamanninum, eins og hann birtist í verkum Gunnars, hún dugir ekki þeim manni sem skynjar innihaldsleysi trúar- og siðaboða og reynir að hugsa líf sitt frá grunni, hann sættir sig hreinlega ekki við þessa veröld." Skarpar andstæður milli góðs og ills — En hvað um illskuna eða illa manninn í þessum sögum? Trú á manneskjuna — Hvað með valið?. Hvaða hlut- verki gegnir frjálst val í þessum sög- um Gunnars? „Þú spyrð um valið og það gegnir alveg tvímælalaust hlutverki í þess- um sögum. Ef að séra Sturla í Ströndinni er tekinn sem dæmi, þá velur hann hreinlega á milli lífs og dauða. Atburðaflétta þeirrar bókar rís af einu örlagaríku vali, þegar hann ákveður að ganga í berhögg við náttúrurlögmálið í krafti sinnar trúarkreddu. Það sama má segja um Úlf Ljótsson í Vargi í Véum. Hann stendur í sífellu frammi fyrir því að velja og ógæfa hans skapast beinlínis af því, að hann getur ekki valið. Sundrungin innra með hon- um veldur því. Mér finnst þessi jákvæða hlið bókanna eigi vissulega erindi til okkar í dag. Þrátt fyrir að hugmyndaheimurinn sé dökkur og oft á tíðum ærið napurlegur, er samt sem áður trú á manneskjuna í sögunum, trú sem í dag á mjög und- ir högg að sækja, en lífsnauðsynlegt er að deyi ekki“. Upplifun manna í eðli sínu sú sama — Hvað með fyrirmyndir? „Vissulega eru mannlýsingar Gunnars nýstárlegar í samhengi síns tíma, en frummyndir þeirra er ekki aðeins að finna í fornnorænum bókmenntum um manninn, heldur í bókmenntum frá örófi. Þannig gæt- um við rakið drætti aftur til Sýsif- osar, Odyseifs og Krists, Jobs og Grettis. Engin persónulýsing er ný með öllu, sama hvað höfundur reyn- ir að vera frumlegur, hann fléttar alltaf lýsingu sína um ákveðna frumdrætti. Orsökin er náttúrlega sú, að lífsvitund manna hefur verið og er í eðli sínu sú sama, hvort hann lifir á 20 öld fyrir Krist eða 20. öld eftir Krist. Innsti kjarni þeirrar upplifunar, að þú ert dauðleg manneskjá og veist það er ávallt sú sama. Menn blekkja sig til að trúa öðru, til að geta verið aðrir en þeir sem á undan komu.“ „Það er því ekki hægt að binda þá upplifun sem fram kemur í þessum skáldverkum Gunnars, við eitt ákveðið tímaskeið fremur en annað, við greinum tilvistarleg viðhorf á öllum tímum bókmenntasögunnar. Við þurfum ekki annað en líta til 19. aldarinnar til dæmis. Þar sjáum við örgustu fánýtishyggju og hreina bölhyggju í verkum eins rómantísk- asta skálds þeirrar aldar, Stein- gríms Thorsteinssonar, til dæmis í síðustu ljóðum hans, eins og Efra og neðra og fleiri slíkum. Það voru fyrst og fremst aðstæður Gunnars sem knúðu fram hans lífsvitund, en ekki bókalærdómur og þó hann hafi lesið og unnað Dostojevsky og Hardy, þá held ég að þar sé alls ekki um nein bein rittengsl að ræða. Gunnar leit í eigin barm og fann þar uppsprettu síns skáldskapar," sagði Matthías Viðar Sæmundsson að lokum. HJ Gunnar Gunnarsson með son sinn Gunnar um Ifkt leyti og sögur hans, sem ritgerð Matthíasar fjallar um, komu út. Á myndinni til hægri er Gunnar Gunnarsson, skáld á efri árum. „Það eru mjög skarpar andstæð- ur í þessum sögum milli góðs og ills, sterkir litir sem minna á Dickens. Hálfgerðir englar, þ.e. persónur sem fórna sjálfum sér fyrir um- hverfi sitt mæta röktustu illmenn- um. Skýrasta persónulýsing ill- mennisins er náttúrulega Páll í Sælir eru einfaldir, en hans ill- mennska endurspeglar ekki heil- steyptan persónuleika. Það sést þegar við hugleiðum lýsingu hans, að illmenskan vex af örvæntingu, hún er sprottin af tilfinningalegri og vitsmunalegri vöntun. Þetta kemur skýrt fram í lokaatriði sög- unnar, þar sem við sjáum á bak Páli á flótta. Á flótta frá hverjum? Frá sjálfum sér! Báðar þessar manngerðir, sú góða og hin illa, eru dregnar grunnfærnum dráttum og standa hinni klofnu manngerð langt að baki. Útlagarnir hrærast einhvers staðar á milli góðs og ills, blandnir og margþættir. En örlög þessara persóna allra eru samt svipuð þrátt fyrir ólíka lífshætti. Engri þeirra tekst að höndla gæfuna. Ymist mis- þyrma þær skynsemi sinni og fórna sjálfum sér á altari hjáguðs eða þær tortíma því sem nauðsynlegt er, til að geta lifað í samfélagi. Til dæmis flýr Páll Einarsson vegna þess að hans lífsstefna leiðir ekki aðeins tortímingu yfir aðra, heldur og sjálfan hann. Lífstefna hans gengur í berhögg við þær þarfir, sem verða að vera við lýði, til að maður geti lifað með manni. Ein- staklingshyggja hans er andstæð siðferðilegri nauðsyn manneskj- unnar. Vissulega er það galli á bókum Gunnars, að á stundum einfaldar hann persónur sínar um of og sumar þeirra eru ekkert annað en tómar táknmyndir góðs og ills. Hins vegar finnst mér hann kafa þó nokkuð djúpt í lýsingu söguhetj- anna, þeirra sem bera uppi þessar sögur og þar lýsir hann að mínu mati á djúpsæan hátt þeim þver- sögnum sem einkenna sálarlíf margra nútímamanna". Húsavík: Atvinnuástand með verra móti Húsavík, 4. marz. ATVINNUÁSTAND og tíöarfar hefur verið með verra móti, það sem af er þessu ári og er orsök atvinnuástands- ins mest vegna fisk- og gæftaleysis. Af þeim sökum hafa fjórir bátar, sem ætluðu að róa, héöan farið á vertíð við Snæfellsnes og einn til Þorláks- hafnar. Innvegið fiskmagn fyrstu tvo mánuði þessa árs er aðeins 788 tonn, en voru 1.325 tonn í fyrra. Frá því að vinna hófst hjá Fisk- iðjusamlaginu 10. janúar, hefur vinna fallið alveg niður í 9 daga, en fólkið verið á kaupi og greidd vinnulaun verið fyrir þessa daga um 500.000 krónur. Af þeirri fjár- hæð greiðir atvinnuleysistrygg- ingasjóður 20% eða 100.000 krónur. Þetta er rekstri frystihússins skilj- anlega mjög óhagstætt. Erla Ólafsdóttir við eina af myndum sínum. MorgunbUðið/ói.K.M. Ljósmyndasýning í Gallerí Lækjartorg Til landsins hefur verið hagstætt veður og snjólítið er nú og oft verið veðurblíða í landi, þó að rok sé á miðunum, en slíkt er alþekkt hér í suðvestanátt. — Fréttaritari DAGANA 5.—13. mars heldur Erla Ólafsdóttir Ijósmyndasýningu í Gall- ery Lækjartorg. Erla hefur haldið eina ljós- myndasýningu áður í Mokkakaffi í Stefnir í nýtt húsnæði Akureyri, 4. marz. NÝLEGA flutti vörubílastöðin Stefn- ir í ný og glæsileg húsakynni að Óseyri 1. Frá árinu 1946 hefur stöðin verið til húsa í Strandgötu, þar sem hún hafði til umráða um 130 fer- metra húsnæði, en nýja húsnæðið er alls um eitt þúsund fermetrar. Stefnir hefur til umráða 600 fer- metra af plássinu, en um 400 fer- metrar eru leigðir út til annarrar starfsemi. í nýju stöðinni verður auk flutningaþjónustu boðið upp á úrval af benzín- og olíuvörum, auk þess sem selt verður þar tóbak og sælgæti. Um 80 bílstjórar verða jafnan starfandi á Stefni, þar af eru sex í reglubundnum flutningum á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þá sinnir stöðin einnig afgreiðslu fyrir vöruflutninga milli Akureyrar og Sauðárkróks. G. Berg. maí 1982. Viðfangsefni sín sækir Erla að mestu leyti til áhrifa ým- issa birtuskilyrða, fegurðar hins smáa, töfra haustsins og hinnar sérkennilegu íslensku vetrarbirtu. Einnig reynir hún að túlka með ljosmyndum sínum hugblæ augna- bliksins og áhrif myndrænna forma, segir í fréttatilkynningu. Erla hefur stundað nám við Myndlistaskólann í Reykjavík einn vetur. Ber fremur að líta á myndirnar frá myndrænu og huglægu sjón- armiði frekar en með kröfu um fullkomna ljósmyndatækni. Myndirnar eru allar unnar í lit og stækkaðar af Erlu með cibi- crome-aðferð. Sýningin er opin alla dag frá 2—6 nema fimmtuaaga og sunnu- dag frá 2—10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.