Morgunblaðið - 06.03.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.03.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 25 Útgefandi iMafrife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö. V erkamannaflokk- ur veikist 55% af þeim sem afstöðu tóku styðja ákvörðun NATO frá því í desember 1979 en 45% voru andvígir henni. Aðeins 15% sögðust hafa gert sér glögga grein fyrir því sem í desem- ber-ákvörðuninni felst og af þeim voru 71% henni fylgjandi en 29% á móti. Góður meiri- hluti Norðmanna, 62%, var þeirrar skoðunar, að Sovét- menn fengju hættulegt forskot gagnvart Vestur-Evrópu ef NATO framkvæmdi ekki eld- flaugaáætlanir sínar. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður í því nágrannalandi okkar þar sem deilur hafa orðið mestar um eldflaugamálin. Ríkis- stjórn íslands gæti vel við þær unað hefði hún lagt afstöðu sína undir í Noregi. Styrk staða Morgunblaðsins Iárlegri utanríkismála- skýrslu sem Ólafur Jó- hannesson, utanríkisráðherra, hefur nýlega lagt fram á al- þingi er enn staðfest að ríkis- stjórn íslands stendur með ríkisstjórnum annarra aðildarlanda Atlantshafs- bandalagsins að „núll-lausn- inni“ svonefndu, það er að segja þeirri stefnu sem Banda- ríkjamenn fylgja í viðræðun- um við Sovétmenn um meðal- langdrægar kjarnorkueld- flaugar í Evrópu, INF-viðræð- unum svonefndu. Um þetta at- riði segir svo í skýrslu utanrík- isráðherra: „Ég hlýt fyrir mitt leyti að taka undir það að æskilegasta niðurstaða INF- viðræðnanna væri sú, sem Bandaríkjamenn hafa gert til- lögu um og öll bandalagsríki þeirra hafa margoft lýst stuðningi við.“ Á þessari af- stöðu utanríkisráðherra ber auðvitað öll ríkisstjórnin og stuðningsaðilar hennar á al- þingi pólitíska ábyrgð. Og utanríkisráðherra segir jafn- framt: „Náist hún (núll- lausnin innsk. Mbl.) ekki fram hlýtur næsti kostur að vera að semja um svo mikla fækkun á uppsettum og áætluðum eld- flaugum á báða bóga sem frek- ast er unnt.“ í þessari yfirlýs- ingu utanríkisráðherra íslands felst óbifanlegur stuðningur við þá ákvörðun sem tekin var á utanríkisráðherrafundi Atl- antshafsbandalagsins í des- ember 1979, þegar hin tvíþætta samþykkt var gerð um endur- nýjun bandarískra kjarnorku- eldflauga í Vestur-Evrópu og afvopnunarviðræður við Sovét- menn. Úrslita í þingkosningunum sem fram fara í Vestur-Þýska- landi í dag er beðið með eftir- væntingu ekki síst vegna þess að þar er tekist á um ólík sjón- armið til eldflaugamálanna. Síðustu daga hafa þessi átök þó vikið fyrir ágreiningi um leiðir í efnahagsmálum, enda er sannast sagna ekki mikill munur á grundvallarstefnu stóru þýsku flokkanna til eld- flaugamálanna, þótt þau hafi sett mikinn svip á kosninga- baráttuna. Ágreiningur út af þessum málum hefur orðið einna skarpastur í Noregi und- anfarnar vikur og mánuði, en þar hefur Verkamannaflokk- urinn lagst gegn því að Norð- menn leggi fram fé til sameig- inlegs framkvæmdasjóðs NATO sem standa á straum af kostnaði við smíði geymslna og skotpalla undir hinar nýju eldflaugar. íslendingar eiga ekki aðild að þessum sjóði. Þegar þetta ágreiningsmál kom til kasta norska stór- þingsins varð sjónarmið minnihlutastjórnar Hægri- flokksins ofan á með aðeins eins atkvæðis mun og síðan hefur þessi afstaða Verka- mannaflokksins sem stafar af ítökum vinstrisinna í flokkn- um orðið mikið hitamál í stjórnmálabaráttunni í Nor- egi. Talið er að kúvending Verkamannaflokksins sem stóð að ákvörðun NATO í des- ember 1979 hafi valdið mestu um það að flokkurinn tapaði 4,7% atkvæða í síðustu skoð- anakönnun um fylgi stjórn- málaflokka í Noregi. Er eins- dæmi að nokkur stjórnmála- flokkur missi jafn mikið fylgi á jafn skömmum tíma í Noregi og Verkamannaflokkurinn að þessu sinni. Fyrir nokkrum dögum voru birtar niðurstöður í annarri skoðanakönnun í Noregi, þar sem beinlínis var spurt um af- stöðu manna til eldflaugamál- anna. í þeirri könnun sögðust Samband íslenskra auglýs- ingastofa hefur enn á ný haft frumkvæði að könnun á lestri dagblaða og afnotum af sjónvarpi hér á landi. Hag- vangur hf. framkvæmdi könn- unina samkvæmt viðurkennd- um reglum um skoðanakann- anir. Það ber að fagna þessu framtaki auglýsingastofa því að niðurstöðurnar eru jafnt viðskiptavinum þeirra og öðr- um góð leiðsögn. Sú breyting hefur orðið helst á íslenskum fjölmiðlamarkaði síðan síðasta könnun af þessu tagi var fram- kvæmd, að síðdegisblöðin Dagblaðið og Vísir hafa sam- einast undir einn hatt. Milli þessara blaða var hörð sam- keppni á markaðnum fyrir sameiningu og þau voru bæði mikið lesin og náðu samtals til um 99% lesenda á höfuðborg- arsvæðinu fyrir sameiningu en undir einum hatti eru þau les- in af 69,85% íbúa svæðisins og 64,17% landsmanna. Könnunin staðfestir styrka stöðu Morgunblaðsins sem blaðs allra landsmanna. Lest- ur blaðsins hefur aukist jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem um land allt. 85,01% íbúa höfuð- borgarsvæðisins lesa Morgun- blaðið á virkum dögum en 81,43% í síðustu könnun 1981. 69,83% landsmanna lesa Morgunblaðið en 66,58% í könnuninni 1981. Um helgar lesa tæp 90% íbúa höfuðborg- arsvæðisins Morgunblaðið, í öðru sæti um helgar er Lesbók Morgunblaðsins sem 78,90% á höfuðborgarsvæðinu lesa, Dagblaðið & Vísir er í þriðja sæti með 74,61% og Helgar- pósturinn í fjórða með 35,78%. Útbreiðsla Þjóðviljans, Tím- ans og Alþýðublaðsins er svo lítil jafnt virka daga sem um helgar að hún kemur ekki til álita í þessum samanburði. Tíminn hefur aðeins bætt stöðu sína á landinu öllu frá síðustu könnun en hann er minna lesinn á höfuðborgar- svæðinu nú en 1981. Áhugi les- enda á Þjóðviljanum og Al- þýðublaðinu hefur minnkað bæði á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. Útbreiðsla blaða á höfuð- borgarsvæðinu þar sem íbúa- fjöldinn er mestur segir auð- vitað mest um eintakafjölda, enda er Morgunblaðið nú selt í tæplega 45 þúsund eintökum þótt prentuð eintök séu oft mun fleiri og þá sérstaklega um helgar eins og skoðana- könnunin staðfestir. Já, víst er öldin æriö hjákátleg; en mönnum hættir til að túlka heiminn á sína vísu og fjarri forsögn hans. Mun Sesar koma á Kapitol á morgun? Ekki er Cicero í þessum orð- um, sem Shakespeare leggur honum í munn i leiknum um Júlíus Sesar, að tala um Alþingi á því herrans ári 1983, heldur rómverska þingið á Kapitol. Ætli íslendingum á 20. öldinni hætti samt ekki líka til að túlka heiminn fjarri forsögn, eins og Rómverjar á árunum fyrir Krists burð. Það er nefnilega oft svo fjári merkilegt hvað maður þarf að vita mikið, áður en mað- ur uppdagar hve lítið maður veit. Símtöl í stíl þeirra „Á tali“- kvenna, rétt þegar þingfundur var að hverfa af skjánum eitt kvöldið, minntu á hvað það er vont að fá ekki svolitla útskýr- ingu með myndasögunni. Það rann upp fyrir mér hve lítið fólk veit í raun um þingstörf, þótt þingmenn séu eðlilega í þing- ræðislandi uppgripa umræðu- efni. Síminn hringir: — Sæl elskan, sástu þá? Sástu þetta hneyksli? Hvað það var óvirðulegt — á sjálfu alþingi. Þeir gátu ekki einu sinni setið í sætunum sínum! Sástu öll auðu sætin? — Já, en það átti ekki að vera þingmaður í hverju sæti. Þetta var fundur í neðri deild í stóra þingsalnum fyrir sameinað þing. Tuttugu sæti áttu að vera auð ... — Ha, áttu ekki að vera jafn margir þingmenn og sætin? En sástu ekki þingmennina, sem stóðu glottandi í dyragættinni? Þeir gátu þó setið í sætunum sín- um þegar svona mikilvægt mál var á dagskrá. — Nei, það gátu þeir ekki, því þeir máttu ekki vera inni í saln- um. Voru þetta ekki þingmenn efri deildar, sem ekki eiga setu á fundum neðri deildar? Hann Sverrir minn forseti og ritararn- ir hans hefðu nú fyrst lent í vandræðum með að telja at- kvæðin, ef fullt af þingmönnum með engan atkvæðisrétt hefðu setið innan um þá ábyrgu úr neðri deild! — Og dónaskapurinn við for- sætisráðherrann! Hann var ekki einu sinni spurður hvort hann segði já eða nei. Forseti hunds- aði hann nú alveg. Hann bara sat þarna þegjandi í sætinu sínu ... — Hann Gunnar Thoroddsen sat í ráðherrastólnum sínum eins og hinir tímenningarnir úr stjórninni. Hann á sæti í efri deild og má ekki greiða atkvæði þarna líka. — Mér er alveg sama. Þeir bara hlógu, þegar svona alvar- legt mál var á dagskrá! Hvorki meira né minna en bráðabirgða- lögin sjálf! — Satt er það, bráðabirgða- lögin eru ekki til að brosa að. Enda hafði enginn brosað að þeim í þennan sex og hálfan mánuð, sem þau voru þegar búin að vera í gildi og gera allt það illt af sér eða gott — eftir smekk og trú hvers og eins. Þau eiga nú ekki eftir nema hálfan mánuð áður en þau falla úr gildi. Svo það var kannski sama hvoru megin hryggjar þau liggja úr þessu. (Þetta var gott hjá Gáru- höfundi, því það kom í ljós að ekkert lá á samþykktinni, þar sem bráðabirgðalögin voru ekki endanlega samþykkt frá alþingi fyrr en hálfum mánuði seinna, daginn sem þau féllu úr gildi. Og ekkert sjónarspil í sjónvarpi til að marka tímamótin.) — En þessir ábyrgu þing- menn hlógu! Hvað á maður eig- inlega að halda! — Hlógu þeir, hvað ertu að segja! Gáruhöfundur þorði ekki fyrir sitt litla líf að viðurkenna að hann væri nú eiginlega á sama máli og hann Shakespeare sálugi og hann Sesar keisari, um að góðlyndir þingmenn og hold- ugir, sem sofa rólega um nætur, séu hættuminni en þeir sem hafa „magran svip og soltinn; hugsa of fast; slíkt fólk er varasamt", eins og þeir orða það Shake- speare og Helgi Hálfdanarson. Trúir orðum hans Sesars, sem ekki þótti neinn asni. A.m.k. gat hann stjórnað heilu Rómaveldi. Hefði kannski getað ráðið eitthvað við ísland líka, og þó ... Kæmist aö mínu nafni nokkur ótti, veit ég samt ekki hvern ég fældist fremur en þennan magra Kajus Kassíus. Ilann les, hann kannar margt, hann rí nir menn og málefni, hann laðast ekki aó leikjum eins og þú, og hann hlustar ekki á tónlist, brosir ekki oft, og brosir sem hann spotti sjálfan sig, dragi dár ad geói sínu fyrir þann brest að brosa að nokkrum hlut. Slíkir menn öðlast aldrei ró í hjarta meðan þeir vita nokkurn sæmri sér; og þessvegna eru þeir hættulegir. Og nú á tímum sjónvarps í hverri stofu heimtum við að þingmenn séu súrir á svip, svo að ábyrgðin sjáist á skerminum. Líklega hefur verið dægilegra á þingi, þegar menn máttu leggja fram frumvörp með léttu hjali, eins og hann Bjarni Ásgeirsson, er hann var flutningsmaður að þremur frumvörpum sama dag- inn: Kjórir mættir, fundur settur fyrir tekið er: frumvarpsbunki býsna þéttur framborinn af mér. Gott að enginn sá á skermi þegar þingmenn brostu að þess- ari vísu, svo þeir sluppu við að verða dæmdir ábyrgðarlausir aulabárðar. Kannski ekki að furða þótt þjóðin fengi sjokk við að fá óundirbúið þingið inn í stofu hjá sér, rétt ofan í framhaldsflokk- inn um gyðingana í útlegð í Par- ís. Vissu ekkert um hvað var ver- ið að greiða atkvæði hverju sinni, ekki hverjir voru ábyrgir í vinnunni sinni í sætunum og hverjir bara í fríi í dyragáttum að horfa á eða hvað menn voru eiginlega að bardúsa þarna. Fréttamanni hefur sjálfsagt ekki dottið í hug að svo djúp gjá væri milli almennings og þings- ins að það þyrfti að útskýra. Benedikt Gröndal flutti ekki alls fyrir löngu erindaflokk í útvarpi um hlutverk og störf alþingis. Væri nú ekki ráð að endurflytja hann þar eða myndskreyta í sjónvarpi, áður en fólki verður næst boðið upp á að gægjast þar inn um skjáinn. Læt svo, þrátt fyrir allt, fylgja þingvísu frá þeim tíma er þing- menn máttu gera að gamni sínu. Jónas Jónsson hneykslaðist á því við afgreiðslu fjárlagafrumvarps að listamenn eins og Jóhannes Kjarval hefðu gleymst þinginu við styrkveitingu. Vísan var kennd Bjarna Ásgeirssyni: l^ævi blandið húm af heimsku hylur allan þingsins heim síga menn í svefn og gleymsku svo að Kjarval gleymist þeim. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ j Reykjavíkurbréf í !♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 5 marz ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦t Farsæl utanríkisstefna í tilefni af sjötugsafmæli Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráð- herra, nú í vikunni, átti Elías Snæland Jónsson, ritstjóri Tím- ans, við hann samtal. Elías spurði Ólaf meðal annars að því, hvað hann teldi ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hafa tekist vel á ferli sínum, hvort hann gæti talið upp helstu mál. Utanríkisráðherra svaraði: „Ja, það ætti nú að vera nokkuð fljótlegt að koma með slíka upp- talningu. Það verður auðvitað næst það sem ég hef sýslað með, utanríkis- og varnarmálin. Ég tel að þar hafi verið fylgt alveg sömu stefnu og áður, sem er farsæl stefna, og ég tel að það hafi tekist sæmilega, og vel í sumum grein- um. Utanríkis- og varnarmálin verða æ ríkari þáttur vegna þess, að við erum, hvort sem okkur líkar betur eða verr, komnir í þjóð- braut, tökum meiri og meiri þátt í alþjóðasamstarfi og verðum að fylgjast með í þeim og taka þar afstöðu. En að öðru leyti, svo að ég bindi mig nú ekki bara við það sem mér viðkemur, má nefna ýmis nýmæli í lögum, sem hafa náðst fram. Það hafa orðið nokkrar umbætur á sviði félagsmála, samgöngumála og dómsmála svo að eitthvað sé nefnt." Þá vék Elías Snæland Jónsson að því, að ólafur hefði orðið fyrir gagnrýni frá samstarfsaðilum í ríkisstjórninni úr Alþýðubanda- laginu vegna afstöðu hans til framkvæmda á Keflavíkurflug- velli og í Helguvík og spurði hvernig hann svaraði þessari gagnrýni. Og utanríkisráðherra sagði: „Ég hef orðið fyrir æði miklu aðkasti úr þeirri átt, en það er kannski ekki nema það sem við mátti búast, því þeir hafa allt aðr- ar skoðanir á þessum efnum og það var ekki dregin nein dul á það í stjórnarsáttmála, að þeir myndu halda sínum skoðunum ... Þeir (Alþýðubandalagsmenn innsk. Mbl.) eru alltaf að berjast við vindmyllur." Og þegar utanríkisráðherra var spurður um neikvæða afstöðu Al- þýðubandalagsins til smíði nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, sagðist hann vera „alveg forviða" á henni. Sveifia Framsóknar Þessar yfirlýsingar ólafs Jó- hannessonar eru ekki síst merki- legar fyrir þá sök, að hann var forsætisráðherra í síðustu ríkis- stjórn hér á landi, sem hafði þá stefnu að loka bæri varnarstöð- inni á Keflavíkurflugvelli. En í júlí 1971 myndaði Ólafur stjórn með Alþýðubandalagi og Samtök- um frjálslyndra og vinstri manna sem ætlaði að láta bandaríska varnarliðið hverfa héðan í áföng- um. f mars 1974 voru samþykktar tillögur um málið í ríkisstjórninni og síðan var Einari Ágústssyni, utanríkisráðherra og varafor- manni Framsóknarflokksins, falið að kynna þær fyrir ráðamönnum í Washington. Áður en málið komst beinlínis á afgreiðslustig sprakk ríkisstjórnin vegna ágreinings um efnahagsmál. Þing var rofið og efnt til kosninga 30. júní 1974. I þeim kosningum vann Sjálfstæðis- flokkurinn stórsigur og myndaði síðan ríkisstjórn n;eð Framsókn- arflokknum og hélt Einar Ág- ústsson áfram að vera utanríkis- ráðherra. Hann var aftur sendur til viðræðna við bandaríska ráða- menn en nú með allt annað vega- nesti en fyrri hluta ársins. í október 1974 lyktaði þessum við- ræðum með samkomulagi um fyr- irkomulagsbreytingar á Keflavík- urflugvelli og síðan hafa fram- sóknarmenn ekki haft það á stefnuskrá sinni að rifta varnar- samstarfinu við Bandaríkjamenn. Þegar Ólafur Jóhannesson myndaði að nýju ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu sumarið 1978 þá varð Benedikt Gröndal, þáver- andi formaður Alþýðuflokksins og nú sendiherra íslands í Stokk- hólmi, utanríkisráðherra. Þessi stjórn hróflaði í engu við varnar- samstarfinu en hins vegar höfðu lÍÐMIUIHN l'npir Da^brúnarmonn IsTALÍN liggur þungl haldinn Fékk heilablóðfall, er meðvitundarlaus og lömuð hægn hliðin . • • •• -1* -1 I__ ...iur oLLi við .Skarð fyrir skildi ef hons nýtur ekki við' Slundarf jórðuniti yfir klukknn fjögur í fyrrinútl nflir í.lr.ukum limn vnr tilkynnl í Mo.k.n, n« tó«f Stnh", for.rturnW.CTr. So.ilriki.nn. hrfíi fm.ií hoiUbkillf.il o. Uo.. Lmin ..r upp tilk.nnin. fri n.i».t|örr, Konununut.flokk. o. rUi'.riiÓCT, ".Sovótrikjnnn. „ hljód.* hun í bou.Jodl, Hnkkur oklur <* öll «ovétÞJ*»- únlstaflokks SovétHR^nna o« rin V- ln"k.lor o.W U* MStwl.u'*, rik,M>Om,o h.l. ra-ru fflaet SUIIn befor trkM* wwvljornm‘T'T., htn. Mln. »l..rl«nr tron.olr l»l. .orto, .«JiUri tenltofl. T.mOfr. FllCT,olf. Oto- ono í'JlíSI KssSsrS *|.nn. TrotUknlt « jKíS," n f..Ur .. ’mllhrlíðlsniala I Kreml. Kúperin. PJ rtklwtjóm- IrlcJavt me« IIAan hans, oK hann er KommunteUllonKMn* n* n« 1 ' eftlrllti mtðstjómar Komm- tna. ■ «*«■ ét rfUrf.r jóskf vis&ARioNovrraj stai.in Druniuveðiir austanfjalls «»||i rafmayítiNhilun. níma- Irnflunum utf hrauf skorsloln Vlfoaat Fri MtUrMara • n.lpa.t & itf.lthnii Skl|»«l|«rinn JálaAi í MAl •hlprtJAram * n |„„A|f,h6(A. vmr trhlð r h*r I „er MI|«()Artan JA«a* “« fTLoimlkr Afll ratfnrfer '"r'MI^VMÍn AfrtúAl AAntl ■ raAUI rhhl meln * < UHP Ulhr""l««u >«" •l*hh“» ». t hrnrl wa.i. •» nú hra»r , ».*• C hlHk HMrtt hrh-r I* «rrAnr III aA c'f» tuaat hm.ann nfUr" •hfrnlkn V •"*rrRM "f rhAlrKt hrut.im aA I. utAi rfilr viAUUA •» •' r UU AAnr mj«t lh JÓSEF STALÍM LATINN Milljon manna hclur streymt iram hjó líkbörum hans Jóoof VUoorionoriUi StoKn, «”1— y ííi'srSissStrfE m -■* ■ <*■ h.rnarhörum brtB I T »«at*n ^ ,8 mm,An manna myndl efur að voUa mmnintu hans vlr«ln«u .Ino BÖW »ar hala Atreymt fram hjá Ukbörunum rr morfnab! # , tuhrt-öo « <— Helztu æviatriöi l*bi nl«•«■*• »■«» ' . ri.MU-uu o* tj_. vumrtnmviuj D)*F»- rarA Jm Vrt »A h>ru« rar radulxrt tm* Fflr Uuh h*tt tvA bArn RUltm. «rm Klnhhutlmn nlAir rar ■■> V««ra*A I M«hra tl.hs-muj^J M. K»- - p hArttnnm ----- I Uh Sultn. bvillr I 0f*»m Molenkoff forsœiisriðherra Sovétrik|anna Molofoff utanrlklsráSh.i Voroshlloff forset, rftlr »rt«jA Ara "*m fyrtr •» •lofm frlrAolt.hrtn. I mnnt- PramMM A l Sósíalistiflokkur- inn vottar umn6 sini nýlr rAAhrrrar •*ta"»‘r Iv.rAonlr um brrrSmfr A rt mtJArnlrn. «* ftohWJAr toW tll •» tryppj. fullt mt hrnpl I olJAn<»rat«rf«m VIA fom—trtrAAhrrrarmb* rt„, arm SUlin prpmli ihttAnttapi. trhnr Crrapt M rnhoff tlunrthlrriðhrrra vr ,r VNUMav Molotnfl Antlral Vtahlmhi vrrAnr fyi sovAtrthJomrt hM M* trtnAranurAíhr- - rartht, N.holrt Cilp.nl" ■ •hhlhur rn mnr»kHh»mlr V llrrahl OP RAhoff fyratn MoAor tanftramorAAhrr Lavranti Brri» vrrAtir Im Forsetinn sendir sjmú6ark*e6jr loff ... upCTfi n.un u JAmarlnmr vrrtlnr Krtaén JMA.U r*A RovAtrló).""* hrf r vrrtA hratt ■»*> '1 " »f li mort o« vrrA. I Ar.A IWI Mh M.lmhofl • avrltlr Mk» An •ftéta »or*»r U« «11 SovAtrlhln btahU ■r mrA .vArtnm ralfum o* hirkjnr krtaftam mm- impAmt htfrn OP > ln yflratJAra »krl«Arah»lr»m rartA 011«» t« •» 1 Mötamrtr m -> -SELtT fr»mlr4A»lumt»r «P »«ti tar- rart» "'*•»"» 1 Móttaka i So*ít- sendiráöinu i da{ og á morjun - Rryhjavlh trhur I Am o» * rnorpun, T op I nrtra, A mótl (irta, rr votU vKJ. mmAA Mm alþýðubandalagsmenn neitunar- vald um meiriháttar framkvæmd- ir á Keflavíkurflugvelli. Enn lenti ólafur Jóhannesson í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu í febrúar 1980 þegar Gunnar Thoroddsen varð forsætisráðherra. Þá var Al- þýðubandalaginu veitt neitunar- vaid um smíði nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, en Ólafur Jóhannesson hefur sem utanríkis- ráðherra heimilað varnarliðinu að hefja smíði nýrra flugskýla fyrir orrustuþotur og nýrrar olíustöðv- ar við Helguvík. Hvort Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera jafn einarð- ur við að fylgja fram hinni „far- sælu stefnu“, sem ólafur Jóhann- esson nefnir svo, eftir að hann hættir að vera utanríkisráðherra skal ósagt látið. Innan flokksins eru óræð öfl í varnar- og örygg- ismálum. Til dæmis væri forvitni- legt að kynnast sjónarmiðum Helga H. Jónssonar, fréttamanns, sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjaneskjördæmi til þessara mála. Én framsóknarmenn ættu að hafa í huga þá niðurstöðu sem Ólafur Jóhannesson dregur af ára- löngu samstarfi sínu við alþýðu- bandalagsmenn, þegar hann segir: „En það er bara staðreynd, að þeir hafa svo ólík sjónarmið, að því er mér finnst, og ólíkar skoðanir á ýmsum hlutum, að það er erfitt að starfa með þeim.“ 30 ár frá dauða Stalíns í dag laugardaginn 5. mars eru 30 ár liðin frá því að Jósef Stalín, einræðisherra í Sovétríkjunum, féll frá. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp, sem Einar Olgeirs- son sagði í forystugrein Þjóðvilj- ans í tilefni af andlátinu: „Stalín er látinn ... Einhverri stórbrotnustu ævi, sem lifað hefur verið er lokið ... Vér minnumst mannsins Stal- íns, sem hefur verið elskaður og dáður meira en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, — en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félag- inn, sem mat manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann fyrst hóf starf sitt.“ Þessi orð Einars Olgeirssonar, sem enn er í hávegum hafður í Alþýðubandalaginu þegar menn hittast þar við hátíðleg tækifæri og minnast uppruna flokksins, Kommúnistaflokks íslands og Sósíalistaflokksins, eru besta staðfestingin á því hvers vegna al- þýðubandalagsmenn hafa svo „ólíkar skoðanir á ýmsum hlutum, að það er erfitt að starfa með þeim“. Alþýðubandalagið hefur aldrei slitið tengslin við stalínísk- an uppruna sinn og flokksforystan vill ekki slíta þessi tengsl því að þá hyggi hún á eigin rætur. Það er til að mynda staðreynd, sem aldrei hefur verið véfengd, að Svavar Tvær forsíður Þjóöviljans frá því fyrir 30 árum. Það fer ekki á milli mála að með dauða Stalíns féll í valinn átrúnaðargoð blaðsins, sem enn er „málgagn sósíalisma, verka- lýðshreyfingar og þjóðfrelsis“. Gestsson, núverandi formaður Al- þýðubandalagsins, er fulltrúi þeirra afla innan flokksins sem staðið hafa vörð um baráttumál Kommúnistaflokks íslands allt síðan hann var stofnaður 1930 en þar var Einar Olgeirsson einmitt fremstur í flokki. Þegar þau ummæli Einars um Stalín, sem að ofan eru birt, eru skoðuð í ljósi þeirra upplýsinga um ævi einræðisherrans sem þá þegar lágu fyrir, en kommúnistar viðurkenndu ekki þótt þeir hafi gert það síðar, sjá allir að allt hól- ið um Stalín er alrangt. En þegar menn íhuga öll þau sögulegu rang- indi sem kommúnistar hér á landi og annars staðar hafa haldið á loft skilja þeir ef til vill betur blygðun- arleysi forkólfa Alþýðubandalags- ins, þegar þeir láta eins og ófremdarástandið á íslandi komi þeim ekki við, þótt þeir hafi verið fjögur síðustu árin í stjórn. Að tala um að Stalín hafi metið „manngildið ofar öllu öðru“ er hróplegt öfugmæli þegar litið er til þeirra milljónatuga manna sem voru teknir af lífi eða fórust vegna ofbeldisstjórnar hans. Ótrúleg blinda í franska vikurítinu l’Express var í tilefni af því að 30 ár eru iiðin frá dauða Stalíns rifjuð upp nokkur lofsyrði sem kommúnistar bæði austan og vestan járntjalds viðhöfðu þegar þeir minntust Stalíns á meðan hann stjórnaði Sovétríkjunum. Þar á meðal voru þessi: • Ódauðlegur leiðbeinandi mannkyns. • Ljós vort. • Stórhuga upphafsmaður komm- únismans. • Hinn snjalli sporgöngumaður Marx, Engels og Leníns. • Mesta ofurmenni alíra tíma. • Jöfur í anda og verki. • Óviðjafnanlegur snillingur marxískra vísinda. • Öflugasti heili vorra daga. • Uppspretta ljóss vors og afls. • Besti vinur gyðinga. • Viska, heiður og samviska vorra daga. • Leiðarljósið. • Heilinn sem brýtur öll vanda- mál samtímans til mergjar. • Hinn fágæti heili þar sem safn- ast hefur öll byltingarreynslan sem öreigastéttin hefur öðlast á hundrað árum. • Sólin og sannleikurinn. • Regnbogi hins framsækna mannkyns. í lExpress eru síðan rakin fleiri dæmi um hina ótrúlegu blindu en siðan segir, að í sovéskum blöðum hafi nafn Stalíns ekki sést þegar mánuður var liðinn frá dauða hans. Kremlverjar hafi bannað blöðunum á minnast á hann. En þá fóru að sjást á prenti tvö orð sem Stalín þoldi ekki, „persónu- dýrkun“ og „samvirk stjórn“. Stal- ín hvarf smátt og smátt alveg úr sovéskum fjölmiðlum og tekið er til þess, að á stjórnarskrárdegin- um 5. desember 1953 nefndi hvorki sovéska útvarpið, Tass, Pravda né Isvestía Stalín. Stjórnarskráin hans „hin lýðræðislegasta i heirni" sem hann setti þegar ógnarstjórn- in var sem mest á árinu 1936 hætti að vera stalínsk. Ekkert var gert á afmælisdaginn hans 21. desember 1953. Það var þó ekki fyrr en 1956 sem Krútsjev hóf sjálfan sig til æðstu valda með því að afhjúpa einræðisherrann í hinni frægu „leyniræðu" á 20. þingi sovéska kommúnistaflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.