Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 27

Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 27 Duiitin Hoffman í hlutverki sínu í „TooLsic“, en hann hefur verið útnefndur til Óskarsverðlauna fvrir túlkun sína í þessu hlutverki. verður það smeðjulegt, leiðinlegt og óaðlaðandi. Og öfugt, — þegar maður fer að tala við fólk, sem virkar ekkert spennandi í útliti en verður skyndilega mjög að- laðandi. Ég trúi því að með hverjum manni búi ákveðin orka, sem streymir frá honum og það er þessi orka sem gerir hann spennandi í þínum augum þegar þú ert í návist hans." Ertu fylgjandi einkvæni í sam- skiptum karla og kvenna? „Trygglyndi er mjög mikil- vægt og ég legg mig fram um að vera trúr. Svo verður maður bara að láta slag standa. Ég er hins vegar mjög viðkvæmur gagnvart konum vegna þess að mér líður vel í návist þeirra. Og mér hefur alltaf fundist erfitt að vera eingöngu vinur einhverrar konu því það er alltaf kyníf með í spilinu. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég er kvæntur." „Kramer gegn Kramer“ var þín eigin saga. Sagan um föðurinn, sem barðist fyrir yfirráðarétti yfir barni sínu. (Þegar myndin var tek- in gekk Hoffman sjálfur í gegnum skilnað við konu sína Ann Byrne.) Hefur þú yfirráðarétt yfir börnum þínum af fyrra hjónabandi? „Anna hefur yfirráðarétt yfir báðum dætrum okkar, Jennu (12 ára) og Karinu (16 ára). Ég hitti þær um helgar og í fríum." I»ú sagðir eitt sinn þegar þessi mál bar á góma, að ef þú værir barn gætirðu ekki hugsað þér að vera svokallað „skiptibarn". „Já, ég myndi ekki vilja búa á einum stað þrjá daga vikunnar og á öðrum stað hina fjóra. Dæt- ur mínar eru að vísu skilnaðar- börn og ef til vill „skiptibörn" að einhverju marki, en ég veit ekki hvort annarra kosta er völ. Regl- an er jú sú, að það er móðirin sem fær forræði barnanna." Hvernig var fjölskyldulífið heima hjá þér þegar þú varst bam? „Ég vil helst ekkert ræða um bernsku mína. Ég þekki fólk sem minnist bernsku sinnar með gleði og myndi helst vilja lifa hana upp á nýtt og ekki breyta neinu. Þannig er það ekki með mig. Pabbi, sem vann við leik- myndagerð fyrir kvikmyndir, átti alltaf í hálfgerðu basli með að koma sér áfram í bransanum. Fjárhagurinn var ekki góður á heimilinu og það leiddi af sér spennu, sem var alltaf til staðar á meðan ég var að alast upp.“ En hvað um unglingsárin? „Ég þjáðist af einhverju versta tilfelli af fílapenslum sem þekkst hefur í Suður-Kaliforníu. Ég hataði sjálfan mig og útlit mitt. Ég var alveg ótrúlega ljót- ur og hallærislegur á að líta. Svo þegar ég var átján ára og var á fyrsta ári í Santa Monica City College ákvað ég að fara í leik- listarnám. Ég hafði vissa hæfi- leika á því sviði og í fyrsta skipti á ævinni var ég sáttur við sjálf- an mig og það sem ég var að gera. Eg varð líka opnari, en áð- ur hafði ég verið mjög lokaður inni í sjálfum mér. Ég varð djarfari við stúlkur. Sem ungl- ingur hafði ég mjög sterka kyn- hvöt og það er ef til vill ein meg- inástæðan fyrir því að ég ákvað að verða leikari. Sem slíkur átti ég auðveldara með að ná sam- bandi við konur." í fyrstu ætlaðir þú að verða jass-píanisti eða konsert-píanóleik- ari. (Hoffman stundaði píanónám í tíu ár.) Sérðu eftir að það varð aldrei neitt úr því? „Mér þykir leiðinlegt að ég hafði ekki meiri hæfileika á þessu sviði en raun bar vitni. Þegar ég heyri í góðum jass-pí- anista finn ég að hann upplifir gleði sem ég sjálfur er ekki fær um að upplifa." Ert þú ánægður með lífið og til- veruna? „Ég er ánægðari núna en ég var hér áður fyrr. En ég er eins „hungraður" og ég hef alltaf ver- ið. Allir vilja vera hamingju- samir og helst alltaf. En slíkt er ekki hægt. Hamingjan kemur og fer. Ég get til dæmis ekki sagt að ég sé hamingjusamur daginn út og inn. Ég hef hitt fólk sem svíf- ur um í hamingjurús. Þetta fólk virkar á mig eins og verur frá öðrum hnöttum." Ertu trúaður? (Afi Hoffmans gekk í skóla fyrir rabbía.) „Ég fékk ekki strangt trúar- legt uppeldi. En ég er trúaður á þann hátt, að ég er hræddur um að mér verði refsað ef ég er það ekki." Ef þú gætir breytt einhverju í sambandi við sjálfan þig, hvers konar breytingar myndir þú þá gera? „Látum okkur sjá. — Ég er allt of hár. Nefið á mér er of lítið. Ég vildi óska að ég líktist ekki svona mikið ljóshærðum mótmælanda. Bara að ég líktist ekki Robert Redford svona mik- ið. Ég vil heldur líta út eins og ég sjálfur ..." Hér er samtalið rofið og Hoffman fer með blaðakonuna út í svarta „límúsínu" því að hann er að fara á sýningu á antík-húsgögnum og hann kynn- ir blaðakonuna fyrir viðstöddum sem nýjasta viðhaldið sitt. Dag- inn eftir hittast þau aftur á kaffihúsi á Madison Avenue og þá hefur hann tekið algjörum stakkaskiptum. Hann er orðinn hinn fullkomni eiginmaður þarna sem hann situr ásamt konu sinni og börnunum Karinu og Jake (tæplega tveggja ára) og barnfóstrunni. (Eftir Giséle Galante. — Sv.G. þýddi lauslega úr Politiken.) BENIDORM ELDRI BORGARA 13. APRÍL: Sérstaklega þægileg ferð fyrir eldriborgara í fylgd hjúkrunarfræóings. Dvalið í góðum íbúó- um eða á hótelum með fæði. Vorið er sannar- lega komið á þessum tíma og hitinn ákaflega þægilegur. Brottför 13. apríl. heimkoma 11. maí (28 dagar) Veró frá 12.900. í íbúðurn Fjögurra vikna ferð fyrir þriggja vikna verð. SUMARÁÆTLUN: Alls verða farnar níu ferðir til BENIDORM í sum- ar, flogió er í beinu leiguflugi. Lengd ferða er 3 vikur. Gistimöguleikar eru allmargir, ibúðir eða hótel og mismunandi verðflokkar. Gerið sjálf- stæðan samanburð á verði og greiðslukjörum. Sumaráætlun: 30. marz (páskaferð) 13. apríl. 11. maí, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst, 14. sept. 5. okt. BEINT DAGFLUG í SÓI5KINH) BBWT MfiflllC ISOUKIMIP A Páskaferð PASKAFERÐ 30. MARZ: Eins og áóur býður FERÐAMIÐSTÖÐIN þessa vinsælu ferö á suðurströnd Spánar til borgar- innar BENIDORM. Það vorar snemma á Hvítu ströndinni og meöalhitinn á þessum árstíma er um 34 stig. Vegna hins þægilega loftslags og vorhlýinda nýtur þessi staður mikilla vinsælda Evrópubúa sem stytta veturinn meó dvöl um Páskana á BENIDORM ströndinni. Njótið þess í fimmtán daga ferð 30. marz. Dvalið í íbúðum eða hótelum með fæði. Verö frá: 11.900 í íbúóum. Dagflug PANTIÐ TÍMANLEGA 1FERÐAMIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.