Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 41 Iðnaðarráðuneytið svarar Ingólfi Jónssyni, Jóhannesi Nordal og Steingrími Hermannssyni: Um endurskoðun samninga yið Alusuisse frá 1975 Á árinu 1974—1975 fór fram á vegum þáverandi ríkisstjórnar endurskoðun á aðalsamningi og raforkusamningi, sem gerður var upphaflega árið 1966 milli Islands og Alusuisse um álbræðslu í Straumsvík. Vegna þeirrar umræðu sem far- ið hefur fram um samningaum- leitanir við Alusuisse að undan- förnu, greindi iðnaðarráðherra 16. og 17. febrúar sl. frá nokkrum meginatriðum er varða niðurstöð- ur af endurskoðun samninganna 1975, einkum að því er varðar skattgreiðslur og raforkuverð. Aðalsamningamenn íslenska ríkisins frá 1975, þeir Ingólfur Jónsson fyrrverandi ráðherra, Steingrímur Hermannsson ráð- herra og Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sendu í gær frá sér greinargerð til fjölmiðla með athugasemdum varðandi málið. Af því tilefni telur ráðuneytið rétt að rifja hér upp nokkrar stað- reyndir þessa máls og koma á framfæri athugasemdum við þá greinargerð. 1. Allar tölur varðandi orkuverð og skattgreiðslur, sem iðnaðar- ráðherra greindi frá og fengnar voru frá Landsvirkjun og Ríkis- endurskoðun eru ágreiningslaus- ar, eins og fram kemur í yfirlýs- ingu samningamannanna. Af þessum tölum er ljóst, að lækkun á skattgreiðslum vegna samninganna 1975 nemur alls 26,7 milljónum dollara á tímabilinu 1975—1982, en hækkun á raforku- verði á þessu sama tímabili nemur hins vegar 26,2 milijónum dollara. Af þessu er ljóst, að töluleg niður- staða af þeirri endurskoðun ál- samninganna, sem fram fór árið 1975 varðandi skatta og raforku- verð er sú, að ríkissjóður hefur tapað að heita má sömu upphæð í lækkuðum skattgreiðslum, eins og Landsvirkjun hefur fengið greitt með hærra raforkuverði á timabil- inu 1975 til ársloka 1982. Námskeið í aukinni skyndihjálp Kauðakrossdeild Kópavogs gef- ur bæjarbúum og þeim sem hafa áhuga kost á námskeiði í aukinni skyndihjálp. Námskeiðið verður í Víghóla- skóla og hefst 8. mars kl. 20.00. I*að verður 8 kvöld, samtals 32 kennslustundir. Námskeiðið er opið öllum 16 ára og eldri. Á námskeiðinu verður reynt að veita sem mesta verklega þjálfun. Einnig verða sýndar kvikmyndir um hina ýmsu þætti skyndihjálpar. Auk þess verða kenndar nýjungar en þeirra merkust er „MUNN-VIÐ- HÁLS-AÐFERÐIN“. Það er að- ferð sem notuð er við endurlífg- un fólks sem andar um op á hálsi vegna þess að barkakýlið hefur verið numið brott oftast vegna illkynjaðrar meinsemdar. Á liðnum árum hefur Kópa- vogsdeild RKÍ haldið mörg námskeið í almennri skyndi- hjálp. Það er mun styttra en það námskeið sem nú verður haldið. Þessi námskeið hafa verið nokk- uð vel sótt. Samt eru þeir of margir sem hafa ætlað að vera með en ekki gert það sennilega vegna trassaskapar en gera sér eigi að síður grein fyrir mikil- vægi þess að kunna rétt handtök þegar í nauðirnar rekur. Þess má geta að námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum. Niðurstöður Ríkisendurskoðun- ar varðandi skattgreiðslur ÍSAL eru miðaðar við endurskoðun Coopers & Lybrand, hvað varðar afkomu ÍSAL á þessu tímabili, þó að frátöldu árinu 1982, en varð- andi það ár er byggt á upplýsing- um ÍSAL, því að reikningar fyrir- tækisins hafa ekki enn verið endurskoðaðir. 2. í greinargerð samningamann- anna er hins vegar í engu tekið tillit til þeirrar leiðréttingar, sem framkvæmd hefur verið á árs- reikningum ÍSAL og endurálagn- ingar framleiðslugjalds á fyrir- tækið. Með því komast þeir að þeirri niðurstöðu, að heildarávinn- ingur íslendinga af endurskoðun- inni hafi numið um 6,5 milljónum dollara eða sem svarar til hækk- unar á raforkuverði um 0,7 mill á kílóvattstund að meðaltali á um- ræddu tímabili. Samanburður sem ekki tekur mið af endurálagningu fjármála- ráðuneytisins á grundvelli niður- staðna Coopers & Lybrand er vill- andi, því samkvæmt almennum reglum íslensks skattaréttar er endurálagning skatts bindandi fyrir skattþegninn, nema álagn- ingunni sé breytt með kæru til úr- skurðaraðila. 3. í greinargerðinni er það tal- inn galli á eldra skattkerfi, að veruleg skattinneign ÍSAL mynd- aðist hjá ríkissjóði. Þetta er á misskilningi byggt, því skattinnstæðan sem myndað- ist hjá ríkissjóði samkvæmt upp- haflegum samningi var engan veg- inn okkur Islendingum í óhag, en hins vegar mjög íþyngjandi fyrir Alusuisse, og það í vaxandi mæli. Með samningunum 1975 féllst ís- lenska samninganefndin ekki að- eins á þá kröfu Alusuisse að lækka stórlega skattstiga ÍSAL, heldur var einnig látið undan þeirri kröfu að afnema þetta greiðsluform og viðurkenna skattinnistæðuna eins og hún stóð þann 1. október 1975 að upphæð 4,4 milljónir dollara sem eign Alusuisse. Þetta var gert, þrátt fyrir að samninga- nefndin hefði undir höndum álits- gerðir innlendra og erlendra lög- fræðiráðunauta, þeirra Hjartar Torfasonar hrl. og Bandaríkja- mannsins Charles D. Kyle, þar sem tekin voru af öll tvímæli um rétt íslendinga til þessarar skattinnistæðu. ÍSAL gat einungis notað innistæðuna til greiðslu framleiðslugjalds en að öðrum kosti varð hún eign ríkissjóðs í lok tímabilsins. 4. I greinargerð samninga- manna er það talinn einn mikil- vægasti ávinningur samninganna 1975, að með þeim hafi verið stað- festur endurskoðunarréttur samn- ingaaðila. Meginatriðið er hins vegar það, að Alusuisse neitaði að setja inn í aðalsamninginn ákvæði um end- urskoðun hans og frá þeirri kröfu- gerð var fallið af Islands hálfu. I skjóli þessa hefur Alusuisse skák- að í tvö ár og segist hafa samning við Islendinga, sem sé bindandi, og íslendingar eigi ekki rétt til breyt- inga á. 5.1 greinargerð samningamann- anna kemur ekki fram að íslenska samninganefndin hafði árið 1975 undir höndum endurskoðun Coop- ers & Lybrand á ársreikningum ÍSAL fyrir árið 1974, sem sýndi verulegt yfirverð á súráli og van- taldar tekjur það ár, sem námu um 3,1 milljón dollara. Coopers & Lybrand var falið að reikna út viðbótarskatta á grundvelli endurskoðunarinnar og var það gert. Skattkrafa íslenska ríkisins að fjárhæð 550 þúsund Bandaríkjadala var gefin eftir. Hvorki Álþingi né almenningur vissi um þessar samningsaðstæð- ur. 6. Sérstaka athygli vekur um- fjöllun samningamannanna þriggja varðandi verðlagningu á raforku til þeirrar 20 MW stækk- unar á ÍSAL, sem samið var um 1975 og komst í gagnið 1980. I greinargerðinni er sagt, að samið hafi verið um sérstakt forgangs- orkuverð upp á 12 mill. Þessa niðurstöðu fá samningamennirnir með því að telja 60% af umsam- inni orku sem afgangsorku og verðleggja þann hluta á 4 milI/kWh. Staðreyndin er hins vegar sú, að hér var ekki um að ræða raun- verulega afgangsorku og hefur Landsvirkjun staðfest það í skýrslu um framkvæmdaþörf frá arpíl 1982, þar sem sagt er að litið verði á „60% af þegar umsaminni afgangsorku sem forgangsorku- sölu í áætlunum um framkvæmda- þörf á næstu árum“. Aðalatriði þessa máls er, að það meðalorku- verð sem samið var um vegna stækkunarinnar er nú 6,5 mill/Kwh en kostnaður fyrir Landsvirkjun að afhenda þessa orku nemur allt að þrisvar sinnum hærri upphæð. Að lokum vill iðnaðarráðuneyt- ið taka fram, að niðurstöður mik- ilvægra samninga, eins og þeirra sem hér um ræðir, eigi að vera almenningi ljósar og að fráleitt sé sú skoðun að af hálfu ráðuneytis- ins sé verið að efna til illdeilna innanlands, þótt staðið sé fast á rétti íslenska ríkisins um réttar skattgreiðslur. Ráðuneytið telur einmitt brýnt, að reyna með jákvæðum huga að læra af reynslunni og mörkuð sé stefna, sem sameinað geti Islend- inga um árangursríka samning- agerð í ljósi hennar. (Frá idnaðarráAuneytinu.) Lyfta fyrir fatlaða í Menntaskólanum við Hamrahlíð í haust BÚIST er við að lyfta fyrir fatlaöa verði komin upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir næsta haust og þá einnig önnur aðstaða, sem gerir fótluðum kleift að komast ferða sinna án hindrana innan veggja skólans. Fyrir nokkrum árum gáfu nem- endur í öldungadeild skólans myndarlega fjárhæð til kaupa á lyftu og var þá reiknað með að ríkið greiddi það, sem á vantaði til að lyftan kæmist upp. Að sögn Örnólfs Thorlacius, rektors, hefur mál þetta verið lengi í athugun, en nú er undirbúningi að ljúka þann- ig, að hann sagðist gera sér góðar vonir um að lyftan yrði tilbúin til notkunar að sumarleyfum lokn- um. I stað þess að leysa málið til bráðabirgða hefði verið ákveðið að fá fullkomna lyftu í skólann, en einnig þyrfti að fá skáborð við gryfjur á nokkrum stöðum í skóla- byggingunni og sömuleiðis að bæta aðstöðu fyrir fólk í hjólastól- um og aðra fatlaða við stalla fyrir framan skrifstofur, bókasafn og víðar í skólanum. IADDO| Stórt og greinitegt takkaborð Vinnsluteljari • Strimill og Ijósaborð takka minni Fjölhæf reiknivél fyrir allan reikning KJARAN HF Áimúlí 22 — Reykjavík — sími 83022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.